Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 18
. 18 D ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ --»¦"•¦ :-•> •¦'¦•¦ - -V> >Á"£7\ / SVONA mun hús B&L líta út fullbúið. Á neðri hæð eru sýningarsalir og verkstæði en á þeirri efri skrifstofur og varahlutaverslun. Nýtt stórhýsi Bifreiða og landbúnaðarvéla að rísa við Grjótháls Átta þúsund fermetra hús reist á tæpu ári NÝTT hús B&L er nú að rísa við Grjótháls í Reykjavík, hverfi aust- ast í borginni þar sem mörg stór - og lítil fyrirtæki hafa aðsetur. Blasir húsið við frá Vesturlands- veginum og meðal nágranna við sömu götu eða næstu götur eru Össur, Ölgerðin og Nói Síríus. Unnið er nú við húsið af fullum krafti og segir Gísli Guðmundsson, forstjóri B&L, að flutningar hefj- ist 25. mars næstkomandi og að fyrirtækið verði opnað á nýja staðnum fyrsta virkan dag eftir páska, 6. apríl. B&L er gamalgróið fyrirtæki, stofnað árið 1954 og hefur í dag umboð fyrir bíla frá Hyundai, Renault, BMW og Rover og selur þar fyrir utan vélsleða og ýmsar vélar og tæki. Einnig rekur það verkstæði fyrir bílaflotann og ann- ast sölu á notuðum bílum. „Við fengum þessa lóð fyrir 20 árum en hún er tæplega 1,5 hekt- arar," sagði Gísli Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið, „en þá voru fleiri bílaumboð ýmist þar fyrir eða hugsuðu sér að fiytjast þarna inn eftir þannig að okkur þótti ekki vitlaust að vera í þeirra hópi. Þarna fengu til dæmis Heklumenn lóð og Jöfur og þarna skammt frá var síðan véladeild Sambandsins, Töggur og Bílaborg meðan þau fýrirtæki störfuðu. Þarna sáu menn fyrir sér að mörg bílaumboð væru á svipuðum slóð- *um en það er alltaf kostur, fólk vill gjarnan geta skoðað bíla frá nokkrum framleiðendum nánast á sama staðnum." Rétti tíminn kominn Gísli segir að ýmsar aðstæður hafi orðið til þess að ekkert varð úr byggingaframkvæmdum á þessum tíma og þær hafi síðan verið svæfðar lengi vel meðal ann- ars vegna efnahagsástands. Nú sé hins vegar kominn rétti tíminn. „Þarna eru aftur að skapast réttar ¦- aðstæður fyrir okkur, þarna eru mörg fyrirtæki, hverfið liggur mjög vel við öllum samgöngum, þetta blasir við og fólk þekkir svæðið. Það verður heldur ekki svo langt í næsta umboð, Brimborgar- menn eru að ljúka byggingu sinni við Bíldshöfða, Bílabúð Benna er . einnig í því hverfi og ég býst við að þessi fyrirtæki hafi alls kringum Morgunblaðið/Jón Svansson GÍSLI Guðmundsson forstjóri (t.h.) og Björgvin Snæbjörnsson arkitekt ræða málin. A innan við ári hefur risið tveggja hæða stórhýsi við Grjótháls í Reykjavík þar sem verður nýtt aðsetur Bifreiða og landbúnaðarvéla sem höndlar með bfla, vélsleða og annan búnað. Jóhannes Tómasson forvitnaðist um þessa miklu framkvæmd hjá forráðamönnum fyrir- tækisins og framkvæmdanna. Segja þeir að opnað verði á nýja staðnum fyrsta _______virkan dag eftir páskana._______ 45% af allri bílasölunni um þessar mundir." Flatarmál hússins er tæplega 8 þúsund fermetrar, en lóðin, sem eru raunar tvær, er kringum 14 þúsund fermetrar. Er því sægur af bílastæðum beggja vegna hússins. Það er á tveimur hæðum og er grunnflötur hvorrar hæðar um 3.500 fermetrar. Síðan bætast við milligólf á hluta beggja hæðanna. Aðalhönnuður hússins er Kjartan Rafnsson tæknifræðingur og arki- tekt er Björgvin Snæbjörnsson. Þá hefur Kjartan annast eftirlit með framkvæmdunum. Gísli kvaðst hafa haft nokkra hugmynd um fyr- irkomulag, það sé nokkuð hefð- bundið fyrir hús sem henti bílasölu og þjónustu, sýningarsalir fremst og verkstæði og varahlutir aftar og út frá því hafi verið unnið. Hann telur vel hafa tekist til við hönnun og allar framkvæmdir en hraðinn á iðnaðarmönnum eykst með degi hverjum nú þegar loka- spretturinn er framundan. Opnað verður á nýja staðnum 6. apríl „Við opnum fyrirtækið á nýja staðnum þriðjudaginn 6. apríl en ég geri mér grein fyrir að einhver frágangur gæti þá verið eftir og munum við ljuka því vikurnar á eftir. I sumar ráðgerum við síðan sérstaka opnunarhátíð þegar fyrir- tækið heldur uppá 45 ára afmæli," segir GísU og laumaði þvi út úr sér að ekki hefði hann sofið vel allar nætur meðan á framkvæmdum hefur staðið. Byggingastjóri er Aðalsteinn Pétursson, sem unnið hefur hjá B&L í áraraðir, og tekur hann undir með Gísla að verkáætlunin muni standast en þá þurfi líka að halda vel á spöðunum. Hann hafði ekki frekar en Gísli alltof miklar áhyggjur af því þar sem hann seg- ir alla iðnaðarmenn og aðra, sem koma við sögu, harðsnúna. Margir aðilar koma við sögu vegna framkvæmdanna en aðal- verktaki er Sparri, Norðurstál reisti stálvirkið, Völur sá um jarð- vinnu og Raftæknistofan annaðist raflagnateikningar. En nánar af húsinu sjálfu: Stálbitar og steinsteypa Burðarvirki eru stálsúlur og bit- ar. Undirstöður og gólfplata jarð- hæðar og stoðveggur á suðurhlið jarðhæðar eru úr steinsteypu og milli fyrstu og annarrar hæðar og yfir hluta annarrar hæðar eru timburgólf sem stálbitar bera uppi. Veggir eru úr gifsplötum og kiæddir áli að utan og einangrað er með steinull. Þá er þakið með stálklæðningu. Fyrirkomulag er í stórum drátt- um þannig að á neðri hæð er aðal sýningarsalurinn eftir endilangri norðurhliðinni, hann er tæplega 90 metra langur. Við sýningarsalinn eru síðan básar og skrifstofur sölu- manna og sölustjóra og aftan við hann er verkstæðið og standsetn- ing nýrra bíla. Sýningarsalurinn getur tekið 24 bíla og 19 komast að á verkstæðinu í senn. Salnum er skipt lauslega í þrennt fyrir hvert merki og má hagræða skipting- unni eftir þörfum hvers merkis hverju sinni, t.d. þegar sérstakar sýningar eða kynningar standa yf- ir. í miðjum salnum er 11 metra lofthæð, þ.e. opið upp á efri hæðina en annars er 5 metra lofthæð í salnum. A efri hæð eru skrifstofur, mötuneyti, sala á notuðum bílum og varahlutaverslunin og er þá komið að húsinu að sunnanverðu, þ.e. frá Fosshálsi. Gólf sýningarsalarins er fiísa- lagt og með flísum á öðrum gólfum í húsinu þarf ekki færri en liðlega 33 þúsund flísar á þá^ 2.700 fer- metra sem um ræðir. Á skrifstof- um eru gólfin parketlögð en á verkstæði og í sal fyrir notaða bíla eru steypt gólfin máluð. „Það hafa áður verið reist stál- grindahús hérlendis en ég hygg að þetta sé eitt það fyrsta sem reist er fyrir bílaþjónustu. Þetta er hag- kvæmt hús í byggingu og með ál- og stálklæðningum að utan og á hluta innandyra, til dæmis á verk- stæðinu, er reynt að fá það sem mest viðhaldsfrítt," segir Gísli. Framkvæmdir við húsið hófust í maí síðastliðnum og um þessar mundir er verið að ganga frá gólf- um, undirbúa klæðningu á húsinu að utan, mála og ganga frá skil- rúmum og innréttingum. En hvað þýðir þetta nýja aðsetur fyrir starfsemi fyrirtækisins? Því svar- ar Gísli: Allar deildir fá meira rými „Meginkostur þess að flytja á Grjóthálsinn er að allir starfsmenn verða undir sama þaki. Það auð- veldar öll boðskipti og stuðlar að betri og skjótari þjónustu. Sam- kennd starfsmanna verður meiri og skilvirkari. Þá er breytingin ekki síst sú að við förum úr um fimm þúsund fermetra húsnæði í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.