Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 1
— MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARDAR • HÝBÝLI — FRÉTTIR Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 16. febrúar 1999 — Blað D Mat er ekki trygging ÞRÁTT fyrir að greiðslumat hafi margt til síns ágætis og gefi góða vísbendingu um hvort umsækjandi ræður við kaup er það ekki trygging fyrir því að hann standi alltaf í skil- um, segir Þóranna Jónsdóttir m.a. í Markaðnum. /2 ► §[ ® 131 ” tM Nýjar gerðir salerna NÝJAR tegundir vatnssalerna eru til umfjöllunar í Lagna- fréttum Sigurðar Grétars Guð- mundssonar. Hann segir þvag og saur manna einn magnað- asta áburð sem menn þekkja og farið sé að safna þessum afurð- um til að nýta í jarðrækt. /12 ► Ú T T E K T B&L í nýtt stórhýsi eftir páska STÓRHÝSI B&L við Grjótháls í Reykjavík hefur verið reist síðustu mánuði og er það óðum að taka á sig endanlega mynd. Það er sérhannað fyrir starf- semi fyrirtækisins, bílasölu og þjónustu sem henni tengist. Flutt verður inn um páskana. Hönnuðir eru Björgvin Snæ- björnsson arkitekt og Kjartan Rafnsson tæknifræðingur. Hús B&L er um átta þúsund fermetrar, stálgrindahús á tveimur hæðum. Á neðri hæð er sýningarsalur fyrir nýja bfla, einn sá lengsti hérlendis, hátt í 90 metra langur. Þar verður komið fyrir bflum frá BMW, Renault, Hyundai og Rover en auk sölu nýrra bfla verður fyrirtækið áfram með sölu á notuðum bflum, vara- hlutaverslun og verkstæði. Gísli Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, segir það hafa fengið lóðina fyrir tveimur áratugum en nú fyrst sé rétti tíminn til framkvæmdanna. Byrjað var á byggingunni í maí á síðasta ári og ákveðið að drífa hana upp á innan við ári enda segir forstjórinn það mik- ilvægt að verja sem skemmst- um tíma til framkvæmda af þessu tagi til að geta koinið fjárfestingunni í gagnið sem fyrst. Aðsetur B&L hefur í áratugi verið við Suðuriandsbraut og þegar fyrirtækið tók við nýjum umboðum fyrir nokkrum árum var bætt við húsnæði Ármúla. Þá er sala notaðra bfla í þriðja húsinu við Suðurlandsbraut og segir forstjórinn það verða mikinn mun að fá alla starf- semina undir sama þak. /18 ► Kirkjutorg endurnýjað fyrir 90 milljónir FYRIR dyi'um stendur að endur- nýja Kirkjutorg í Reykjavík sem liggur við Dómkirkjuna og Alþingis- húsið. Verkið verður unnið um leið og fram fer gagnger viðgerð á kirkjunni og er ráðgert að hefjast handa í mars og ljúka verkinu í byrjun október. Kostnaðaráætlun fyrir verkið er um 90 milljónir króna, að sögn Sig- urðar Skarphéðinssonar gatnamála- stjóra, og verða fengnir þrír til fjór- ir verktakar í iokað útboð á næst- unni. Guðni Pálsson arkitekt hefur sett fram tillögur að nýju útliti torgsins í samráði við borgaryfir- völd. Hefur einnig verið haft sam- ráð við sóknarnefnd Dómkirkjunn- ar en hugmynd er uppi um að gera torgið og lóðarskika við kirkjuna, sem verið hafa afgirtir, að einni heild. Samkvæmt tillögu sem líklega verður ofan á verður Kirkjutorg hellulagt, þ.e. gatan og hluti Templ- arasunds. Torgið verður þá í sömu hæð og núverandi gangstéttir. Um- ferð verður áfram leyfð um torgið og bílastæði gegnt kirkjunni verða óbreytt. Hellurnar ná alveg að kirkjunni og verða grasblettir við kirkjuna því aflagðir og veggir við kirkjulóðina teknir. Þá verður torg- ið skreytt trjágróðri. Sigurður Skarphéðinsson segir verkið hefjast fljótlega eftir að störfum Alþingis lýkur í mars. Hann segir torgið verða lokað með- an á framkvæmdum stendur en Skólabrú verður opin þannig að um- ferð geti farið óhindrað í gegn þótt ef til vill megi búast við einhverjum töfum vegna framkvæmdanna. Jafnframt þessu verður unnið að endurnýjun Dómkirkjunnar að utan sem innan og segir gatnamálastjóri því hentugast að öll þessi verk séu unnin samhliða. HUGMYNDIN er að Kirkjutorg og lóðin við Dómkirkjuna verði ein sanifelld heild eins og þessi tillaga Guðna Pálssonar arkitekts sýnir. Umferð verður áfram leyfð um torgið og bflastæði verða á sama stað og verið hafa. Leitaóu ekki langt yfir skammt. Vió kaupum alla flokka húsbréfa gegn staögreiðslu Kaupþing hf. Ármúla 13A Reykjavík sími 515 1500 fax 515 1509 www.kaupthing.is KAUPÞING HF 1-• ri::. hwr m * m n h3-p=4§

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.