Morgunblaðið - 17.02.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913
39. TBL. 87. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
• •
Gífurleg mótmæli Kúrda í 20 evrópskum borgum vegna handtöku Ocalans
Barist á götum og sendi-
ráð tekin herskildi
Lundúnum, Ankara, Aþenu. Reuters.
ABDULLAH Öcalan, leiðtogi
Verkamannaflokks Kúrdistan
(PKK), var handsamaður í Naíróbí í
Kenýa og fluttur til Tyrklands að-
faranótt þriðjudags. Öcalan hefur
verið á flótta frá því í október síðast-
liðnum er hann varð að yfirgefa Sýr-
land vegna þrýstings Tyrkja á þar-
lend stjórnvöld. Frá upphafi þessa
mánaðar hefur hann leynst í sendi-
ráði Grikklands í Naíróbí. Sendi-
herra Grikklands í Kenýa var kallað-
ur heim til Aþenu í gær vegna máls-
ins. Ekki er enn ljóst hvernig Öcalan
var færður í hendur tyrkneski-a yfir-
valda. Lögfræðingur hans sagði í
gær að mannréttindi hefðu verið
brotin á skjólstæðingi sínum er hann
var blekktur til þess að gefa sig fram
við stjórnvöld í Kenýa. Grísk stjórn-
völd segja hins vegar að Öcalan hafi
sjálfur kosið að treysta yfirvöldum í
Kenýa í þeirri trú að senda ætti
hann til Hollands.
Öcalan er leiðtogi tyrkneskra
Kúrda, sem barist hafa fyrir réttind-
um sínum í Tyrklandi síðastliðin
fjórtán ár. Átök PKK og tyrkneskra
stjórnvalda hafa kostað 29.000
manns lífið. Öcalan gæti átt dauða-
refsingu yfir höfði sér en hann var
eftirlýstur af tyrkneskum stjórn-
völdum sem landráða- og hryðju-
verkamaður. Skæruliðar PKK lýstu
því yfir í gær að þeir myndu ótrauðir
halda áfram vopnaðri baráttu fyrir
sjálfstjóm Kúrda í suðaustur-Tyrk-
landi þótt leiðtogi þeirra hefði verið
handsamaður.
Mótmæli eins og eldur
í sinu um álfuna
Bylgja mótmæla reið yfir Evrópu í
gærmorgun er fregnaðist að Grikkir
hefðu sleppt vemdarhendi af Öcalan
og hann værí kominn í hendur yfir-
valda í Kenýa. Kúrdar létu þá til
skarar skríða gegn sendiráðum og
ræðismannsskrifstofum Grikklands í
helstu borgum álfunnar. Einnig var
ráðist til atlögu við nokkur sendiráð
Kenýamanna í Evrópu. Reiði Kúrda
magnaðist svo enn frekai- er á dag-
inn kom að tyrknesk stjórnvöld
hefðu haft hendur í hári Öcalans.
Mótmæli stuðningsmanna Öcalans
fóm eins og eldur í sinu um Evrópu
er leið á daginn. Kúrdarnir lögðu til
atlögu við sendiráð og ræðismanns-
skrifstofur Grikklands í rúmlega
tuttugu evrópskum borgum. Tveir
Kúrdar báru eld að sjálfum sér og
víða hótuðu mótmælendur fjölda-
sjálfsmorðum kæmi lögreglan ná-
lægt þeim.
Fréttum bar ekki saman um
hversu margir gíslar væru í haldi
kúrdískra mótmælenda í lok dags en
a.m.k. fimm manns voru enn í haldi í
Haag og Zúrich. Costas Simitis, for-
sætisráðherra Grikklands, sagði í
gærkvöldi að grísk stjórnvöld myndu
láta einskis ófreistað til að ná gíslum
úr haldi.
Reiðubúnir að láta lífið
fyrir leiðtoga sinn
í Haag gerðu um 150 Kúrdar
áhlaup á bústað gríska sendiherrans
og tóku eiginkonu, son og þjónustu-
stúlku sendiherrans í gíslingu.
Óeirðalögreglan var kölluð til í París
Reuters
MIKIL mdtmæli brutust út í borgum víðs vegar um Evrópu í gær vegna handtöku Abdullah Öcalans, leið-
toga tyrkneskra Kúrda. í Stokkhólmi beitti óeirðalögreglan kylfum og hundum gegn Kúrdum sem mót-
mæltu handtökunni fyrir utan skrifstofu gríska ræðismannsins þar í borg.
UM 3.000 stuðningsmenn Öcal-
ans fjölmenntu fyrir framan
gríska sendiráðið í Lundúnum
og báru mynd af foringja sínum
á stórum borða.
til þess að rýma sendiráð Kenýa og
Grikklands. í Stuttgart voru 27
manns handteknir sem sest höfðu að
á grísku ræðismannsskrifstofunni.
Kúrdar sem tekið höfðu gi-íska
sendiráðið í Moskvu herskildi gáfust
upp síðdegis og yfirgáfu sendiráðið.
I Lundúnum tóku 100 Kúrdar gríska
sendiráðið og lýstu því yfir að þeir
væru reiðubúnir að brenna sig til
dauða fyrir Öcalan. í Brussel tóku á
þriðja tug mótmælenda sendiráðið
og hótuðu að kveikja í sér yrðu þeir
færðir á brott. Peir gáfust upp um
miðjan dag, en í hópnum voru konur
og börn. Einnig var ráðist til atlögu
við grísku sendiráðin í Vín, Bern,
Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, en í
höfuðborgum Danmerkur og Sví-
þjóðar komust stuðningsmenn Öeal-
ans ekki inn í byggingarnar.
Einnig var látið til skarar skríða
gegn ræðismannsskrifstofum Grikk-
lands í Sydney í Ástralíu og í
Vancouver í Kanada.
Þrýstingur og hótanir
báru árangur
STJÓRNMÁLASKÝRENDUR telja
handtöku Kúrdaleiðtogans Öcal-
ans mikinn sigur tyrkneskra
sijómvalda, sigur sem aldrei hefði
unnist ef þau hefðu ekki beitt
hernaðarlegum þrýstingi og ógn-
unum, viðskiptaþvingunum og öðr-
um mótmælaaðgerðum. Einnig
segja þeir ljóst að ekki séu öll kurl
komin til grafar í þessu máli.
„Við fyrstu sýn virðast Tyrkir
hafa unnið mikið afrek,“ segir
Keith Kyle, prófessor í málefnum
Tyrklands og Grikklands við hina
Konunglegu stofnun um alþjóða-
mál í Bretlandi. „En Tyrkirnir
hafa gengið mjög hart fram í
þessu máli og gætu enn klúðrað
því.“ Að áliti stjórnmálaskýrenda
skiptir ekki minna máli fyrir Tyrki
að alþjóðlegt almenningsálit snúist
á sveif með málstað tyrkneskra
sljómvalda, og þá gegn PKK, en
málstaður Kúrda nýtur víða sam-
úðar á Vesturlöndum. „Kröfur
Kúrda um sjálfstjórn eiga víða
hljómgmnn og margir gera engan
greinarmun á PKK og kúrdísku
þjóðinni," segir James Ker-Linds-
ey, sérfræðingur í samskiptum
Grikkja og Tyrkja. „Nú gæti hin
raunvemlega hættustund verið
mnnin upp fyrir Tyrki.“
. í október síðastliðnum neyddu
Tyrkir Sýrlendinga til þess að
vísa Öcalan úr landi er tyrknesk-
ar hersveitir tóku sér stöðu á
landamærum ríkjanna tveggja.
Talið er að Hafez al-Assad Sýr-
landsforseti hafi goldið varhug
við vaxandi hernaðarlegu sam-
starfi Tyrklands og Israels og því
afráðið að vísa Kúrdaleiðtoganum
úr landi.
Kúrdískur fangi lést af völdum
sára sinna í fangelsi í Diyarbakir í
Tyrklandi eftir að hafa borið eld að
klæðum sínum í mótmælaskyni við
handtöku Öcalans. Tveir aðrir fang-
ar gerðu tilraun til að svipta sig h'fi í
mötmælaskyni í sama fangelsi.
Var Öcalan blekktur ?
„Samkvæmt þeim upplýsingum
sem ég hef var skjólstæðingur minn
blekktur af yfirvöldum í Kenýa og í
raun dreginn út úr gríska sendiráð-
inu þar í landi,“ sagði Eberhard
Schultz, lögfræðingur Ócalans, í við-
tali við þýska sjónvarpsstöð. I yfir-
lýsingu grískra stjórnvalda sagði að
Öcalan hefði sjálfur ákveðið að
semja við yfu-völd í Kenýa síðdegis
á mánudag. Síðan þá hefðu grísk
stjómvöld ekkert haft af honum að
segja. Hins vegar sagði utanríkis-
ráðherra Kenýa, Bonaya Godana,
að stjórn sín hefði ekki haft hönd í
bagga með handtöku Öcalans, enda
hefði ekki komið til greina af henn-
ar hálfu að framselja hann til Tyrk-
lands. Taismaður Bills Clintons
Bandaríkjaforseta lýsti yfir ánægju
með það að Öcalan hefði verið
hnepptur í hald um leið og hann vís-
aði því á bug að bandan'sk stjórn-
völd hefðu átt nokkurn þátt í því að
hafa hendur í hári Öcalans.
■ Mörgum spurningum/22
Reuters
LÖGREGLA rannsakar um-
merki sprengjutilræðis í Tash-
kent, höfuðborg Usbekistans.
Forseta
*
Usbekistans
sýnt tilræði
Tashkent. Reuters.
ISLAM Karimov, forseti Mið-Asíu-
lýðveldisins Úsbekistans, slapp
ómeiddur frá sprengjutilræði sem
talið er að hafi verið beint gegn hon-
um í gærdag. í röð átta öflugra
sprenginga í höfuðborginni, Tash-
kent, fórust a.m.k. níu manns og
fímmtán slösuðust.
Talið er að sprengingarnar hafi átt
að granda forsetanum er honum var
ekið í átt að þinghúsi landsins.
Karimov, sem undanfarin sjö ár hef-
ur haldið fast um stjórnartaumana í
þessu fjölmennasta ríki Mið-Asíu, lét
hafa eftir sér að hann myndi taka
miskunnarlaust á málinu. Talsmaður
forsetans sagði að markmið árásar-
innar hefði verið að myrða forsetann
og sá efa og skelfingu meðal íbúa
landsins. Óstaðfestai- fregnir herma
að nokkrir hafi verið teknir höndum
á aðalflugvelli landsins.
Úsbekistan, sem á landamæri að
Mið-Asíuríkjunum Kirgisistan, Ka-
sakstan, Túrkmenistan og Tadsjíkist-
an, auk Afganistans, hefur verið laust
við ofbeldisverk og pólitíska ólgu til
skamms tíma en að undanförnu hefur
stjóm Karimovs þó þurft að gh'ma við
íslamska trúarhópa sem hún segir
vilja kynda undir ófidði.
----------------
Serbar þæfa
viðræður
um Kosovo
Belgrad. Washington. Rambouillet. Reuters.
STJÓRNVÖLD í Belgrad hafa ekki
sýnt nein merki þess að stefnubreyt-
inga sé að vænta í viðræðum fulltrúa
þeirra og Kosovo-Albana í Ram-
bouillet-höll fyrir utan París. Slobod-
an Milosevic, forseti Júgóslavíu,
sambandsríkis Serbíu og Svartfjalla-
lands, hefur staðfastlega hafnað til-
lögum Tengslahópsins svonefnda um
að 30.000 manna friðargæslulið Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) verði
sent til Kosovo.
Utanríkisráðhema Bandaríkj-
anna, Madeleine Albright, sagði í
viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í
gær, að afstaða serbneskra stjórn-
valda til friðargæsluliðs í Kosovo
kynni að ráða úrslitum í samninga-
viðræðunum. Áréttaði hún afstöðu
NATO og sagði: „Ef að engu sam-
komulagi verður komist verða Ser-
bar að vita það sem við höfum þegar
sagt - sá aðili sem slítur viðræðun-
um verður gerður ábyrgur. I tilfelli
Serba þýðir það loftárásir NATO.“
Sendi hún aðalsamningamann
Tengslahópsins, Bandaríkjamann-
inn Chris Hill, til fundar við Milos-
evic í Belgrad í gær til þess að gera
honum þetta ljóst.