Morgunblaðið - 17.02.1999, Page 8

Morgunblaðið - 17.02.1999, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR p. Pólitísk skilaboð ganga á víxl Foringjar stjónunála- flokkanna blikka -hver annan enda farið 'að styttast í kosning- Lar. Allir flokkar ganga óbnndnir til kosninga. AA— ^iTGrís/\Uh\'0> HEFUR þú eitthvað verið að gjóa augnnum frá uppvaskinu Dóri minn?? Islenskur þunga- skattsmælir þróaður FYRIRTÆKIÐ Samrás hefur þróað nýja gerð rafræns þunga- skattsmælis í ökutæki. Síðustu misseri hafa þungaskattsmælar verið nær ófáanlegir hér á landi og reyndar um allan heim enda ekki vitað til þess að íslensk fyrirmynd sé á fyrirkomulagi á innheimtu skattsins í öðrum löndum. Talið er hagkvæmara að greiða fremur eftir mæli en fast gjald á minni jeppum ef akstur er undir 18 þúsund km á ári en undir 24 þúsund km á stærri bflum. Hafa margir eigendur gjaldskyldra ökutækja mátt sætta sig við að greiða fastagjald hvort sem það er þeim hagstætt eður ei vegna skorts á mælum. Guðlaugur Jónasson, fram- kvæmdastjóri og eigandi Samrás- ar, segir að mælarnir fari líklega í sölu í næsta mánuði eftir ítarlegar prófanir. Líklegt er að markaður sé fyrir um 100 mæla á ári. Mælirinn er með skjá sem sýnir akstur í kílómetrum og einnig tölvutengi sem gerir kleift að lesa af mælinum ýmsar aðrar upplýs- ingar. Mælirinn fær rafmagnspúls inn á sig frá púlsgjafa í gírkassa eða drifí. Nákvæmt reikningsverk í mælinum reiknar út hve marga púlsa þarf í einn kílómetra og skil- ar útreikningnum út á skjá inni í bílnum. Mælaverkstæði sem þjónusta tiltekinn bíl hafa lykilorð að mælinum og lesa af honum fyrir hvert þungaskattstímabil. Nýi mælirinn mun nákvæmari Eldri mælarnir eru skrúfaðir fastir á hjólið og eru vélrænir. Þeir eni mjög fyrirferðarmiklir og passa ekki á hvaða bíl sem er. Nýi mælirinn er mun nákvæmari en eldri gerðir. Líklegt er að mælir- inn kosti með ísetningu um 33-35 þúsund krónur. Mælirinn er með innbyggða rafhlöður og telur því jafnvel þótt straumur til hans sé rofinn í þeim tilgangi að láta líta út eins og aksturinn sé minni en hann er í raun. Jafnframt skráist það inn í minni í mælinum að straumur hafi verið rofinn og kemur í ljós þegar næst er lesið af honum. Guðlaugur segir að mælirinn sé þróaður upp úr vegalengdarmæli sem Samrás þróaði einnig og Vega- gerð ríkisins hefur mikið notað. Hann segir að miðað við óvissu um fyrirkomulag á innheimtu þunga- skatts hefði ekki borgað sig að þróa þungaskattsmæli frá grunni. ----------------- Þrír piltar struku af með- ferðarheimili Sauöárkróki. Morgunblaðið. ÞRÍR piltar struku um helgina frá meðferðarheimilinu að Háholti í Skagafirði. Einn náðist íljótlega en tveir voru handsamaðir á Akur- eyri. Um hádegi á laugardag strauk 12 ára vistmaður frá Háholti en hann náðist mjög fljótlega við næsta bæ, Brautarholt, norðan Varmahlíðar. Að kvöldi sama dags struku síðan tveir aðrir vistmenn, 14 og 16 ára, en þeir höfðu verið við vinnu með gæslumanni af bæ. Komust þeir að bænum Reykjum í Tungusveit og tóku þar bíl trausta- taki, sem þeir fóru á til Akureyrar. Þar voru þeir handsamaðir og sendir til baka um miðnætti á aðfaranótt sunnudags. A laugardagskvöldi var þorra- blót í Miðgarði og var þar ungur maður tekinn á bfl, eftir að hann hafði rekist utan í tvo aðra bfla og skemmt báða nokkuð. Þá var brot- ist inn í Gagnfræðaskóla Sauðár- króks aðfaranótt sunnudags, og þar unnin nokkur spjöll, rúður og hurðir brotnar, auk þess sem stolið var síma, myndbandstæki og fleiri hlutum. Þá vai’ brotinn upp lyfja- skápur og tekin lyf sem þar voru geymd vegna ofvirkra nemenda en önnur lyf látin vera. Veðurspár eftir pöntun Stórstígar framfarir í veðurspám Daniel Söderman UM NOKKURT skeið hefur Halo, íslenskt íyrir- tæki á sviði haf- og veð- urfræði, verið í sam- starfi við Daniel Söderman en hann hefur í áratugi verið framar- lega á alþjóðlegum vett- vangi í þróun gagnaum- sýslu og úrvinnslukerfa fyrir tölvureiknaðar veð- urspár. Hann er nýlega geng- inn til liðs við Halo og tók sæti í stjórn fyrir- tækisins. Hann var hér á landi íyrir skemmstu. Daniel Söderman mun m.a. hafa umsjón með uppbyggingu nýn-a kyn- slóða líkana og úr- vinnslukerfa sem hagnýta nýj- ustu rannsóknir á sviði veður- fræði og fullkomna tækni við miðlun og framsetningu veður- farsupplýsinga. „Það hafa orðið stórstígar framfarir í veður- spám síðustu áratugina. I dag getum við gert veðurspá fyrir sex daga sem er jafngóð og eins dags spá var fyi-ir þrjátíu árum. I þá daga vai’ unnið með fer- hyrnda ramma sem voru 300 kflómetrar á lengd og breidd. Við erum komnir niður í ramma sem eru 16 kflómetrar á lengd og breidd og förum bráðum nið- ur í fjórum sinnum fjóra. Þetta þýðir mun meiri nákvæmni." - Hverju má þakka þessar framfarir? „Fyi-st og fremst þróun í tölvutækni. Úrvinnslugeta þeirra hefur margfaldast og það gerir okkur kleift að vinna nákvæmari spár.“ - Almenningur hefur ekki orðið var við þessar miklu breyt- ingar. Hvaða ástæður liggja þar að baki? „Þar liggur vandinn. Við höf- um ekki náð eins miklum fram- fórum í miðlun veðurupplýsinga til almennings og æskilegt væri. En Halo hefur þróað upplýs- ingamiðlun fyrir veðurfréttir á Veraldarvefnum. Með því að nýta nútímamiðla, eins og Ver- aldarvefinn og símann, er hægt að koma veðurspám á framfæri til notenda." Hann segir að núna megi færa úrvinnslu og útreikninga yfir á notendabúnað og nota mikla og vannýtta reiknigetu til hagsbóta fyrir notandann. „Þannig má framkvæma útreikninga fyrir það svæði sem notandann varð- ar um aðstæður hverju sinni. Notanda er boðinn aðgangur og aðlögun úrvinnsiu eftir þörfum. Ytarlegir útreikningar fyrir alla á öllum hugsanlegum tímum og stöðum krefjast mikils reikniafls auk þess sem full- komnustu fjai’skipta- kerfi framtíðarinnar ættu erfitt með að miðla öllum gögnum til allra er þess óskuðu. Við getum nú orðið sérhannað veðurspár fyrir ein- staka notendur og með þeirri tækni sem Halo er að þróa verð- ur auðveldara að koma spám til notenda." - Hvenær hófst samstarfíð við Halo? „Það hófst f'yrir þremur ár- um. Meginmarkmið samstarfs- ► Dr. J.K. Daniel Söderman er fæddur í Finnlandi árið 1936. Eftir að hafa lokið námi á veðurfræðideild Háskólans í Helsinki, árið 1964, starfaði hann við rannsóknir með Erik. H. Palmen til ársins 1969. Samhliða tók hann þátt í upp- setningu á nýju veðurspárkerfi fyrir sænsku veðurstofuna. Arið 1969 var Söderman skipaður framkvæmdastjóri tölvudeildar Veðurstofu Finn- lands í Helsinki og árið 1980 gekk hann til liðs við Europe- an Centre for Medium Range Weather Forecasts (ECMWF) sem yfirmaður framkvæmda- deildar. Tveimur árum síðar varð hann framkvæmdastjóri ECMWF. Frá árinu 1990 hefur Söderman verið ábyrgur fyrir stofnun og rekstri miðstöðvar um umhverfisspár á Miðjarðar- hafi. Hann hefur verið í for- svari fýrir fleiri verkefni sem fjalla um vísindalega úrvinnslu umhverfisupplýsinga á liðandi stundu sem fjármögnuð eru af ESB og ítalska utanríkisráðu- neytinu. ins er uppbygging og þróun tölvukerfa sem setja má upp og reka á almennum tölvubúnaði til að reikna, vinna úr og miðla upplýsingum af takmörkuðum svæðum fyrir staðbundna nýt- ingu. Við höfum til að mynda verið í samstarfi um spár fyrir dreifingu eyðimerkurryks í Sa- hara-eyðimörkinni. Það er hægt að sjá fyrir sér notkun þessara kerfa í víðara samhengi. Til dæmis til að spá fyrir dreifingu rykagna frá verksmiðjum og út- breiðslu geislavirkra efna um lofthjúpinn vegna mengunar- slysa. Þá má einnig nefna kerfi til að spá fyrir flóðhættu á vatnasvæðum stórfljóta vegna staðbundins úrhellis." - Eru þessi kerfí ætluð sér- fræðingum og þeim sem sérstaka hags- muni hafa af góðum veðurspám eða a1- menningi? „Hvort tveggja. Þeir sem að einhverju leyti eru háðir veðri og vindum og þurfa að þekkja veður- horfur eru líklegir viðskiptavinii’. En við viljum ekki síður ná tíl al- mennings sem vill gjaman fylgj- ast með veðurútlitinu. Kerfin eru það sveigjanleg að hægt er að laga þau að ólíkum þörfurn." Upplýsinga- miðlun fyrir veðurfréttir á Veraldar- vefnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.