Morgunblaðið - 17.02.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 17.02.1999, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný heilsugæslustöð fyrir Fossvog í Reykjavík opnuð í júlí Björn Bjarnason um að vilja aðild að Morgunblaðið/RAX BYGGING nýrrar heilsugæslustöðvar á horni Efstaleitis og Listabrautar er nú í fulluni gangi. FLÝTT verður byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar á horni Efsta- Ieitis og Listabrautar í Reykjavík og er nú ráðgert að taka hana í notkun í júlí á þessu ári í stað mars á næsta ári. Samið hefur verið við verktakann, Markhús hf., um að flýta verkinu og fjár- magna það til að byrja með. Kostnaðarauki er um 2,9 milljónir króna. Guðmunclur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, segir löngu brýnt að stöðin í Fossvogi, sem verið hefur til húsa í um 300 fermetrum 1 Sjúkrahúsi Reykjavíkur, fengi meira rými. Einnig renna yfirvöld spítalans hýru auga til plássins sem losnar á spítalanum þegar heilsugæslustöðin flytur. Því hafi stjórn Heilsugæslunnar í Reykja- flýtt um átta mánuði vík kannað möguleika á að flýta byggingunni. Segir Guðmundur borgaryfirvöld ekki hafa treyst sér til að aðstoða í málinu en heil- brigðisráðuneytið hafi samþykkt að greiða fyrrgreindan kostnaðar- auka, tæpar 3 milljónir. Segir Guð- mundur það bæði vegna vaxta og aukins kostnaðar vegna hraðari framkvæmda. Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra og Markús Arnason framkvæmda- stjóri Markhúsa hf. skrifuðu undir viðaukasanming um verkið síðast- Iiðinn laugardag. Nýja heilsugæslustöðin er 874 fermetrar að stærð og er arki- tekt hennar Helgi Hjálmarsson. Þar er aðstaða fyrir 6 heilsugæslulækna auk hjúkrunar- fræðinga og annars starfsfólks. I núverandi stöð eru þrír læknar. Stöðin þjónar rúmlega 11 þúsund íbúum. Yfirlæknir stöðvarinnar er Katrín Fjeldsted. Auk almeimt betri aðstöðu í nýju stöðinni segir Guðmundur heima- hjúkrun fyrir hverfið nú verða færða frá Heilsuverndarstöðinni eins og gert hafi verið í öðrum heilsugæsluhverfum borgarinnar. Af því hljótist ekki kostnaðarauki því hjúkrunarfræðingar færast frá Heilsuverndarstöðinni og í Foss- voginn. ÉSB en ekki sjávarútvegsstefnunni Ber vott um óskhyggju BJÖRN Bjarnason menntamál- aráðherra sagði á fundi kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestur- landskjördæmi um helgina, að ósk- hyggja setti nokkurn svip á mál þeirra, sem teldu, að íslendingar kynnu eða gætu fengið varanlega undanþágu frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, ef sótt yrði um aðiid. A flokksþingi Framsóknarflokks- ins í haust lýsti Halldór Ásgrímsson utanrikisráðherra því yfir að hann teldi rétt að Islendingar létu kanna hvort við gætum fengið aðild að ESB, en jafnframt fengið að standa utan við sjávarútvegsstefnu sam- bandsins. Björn vék óbeint að þess- um yfirlýsingum á fundinum. „Innan Sjálfstæðisflokksins ríkir sá metnaður fyrir hönd þjóðarinnai’, sem reynst hefur helst til heilla í samskiptum við aðra. Forystumenn flokksins hafa ekki heldur verið hræddir við að taka af skarið í utan- ríkismálum, telji þeir hagsmuni þjóð- arinnar krefjast erfiðra ákvarðana. Þeir hafa hins vegar aldrei alið á óskhyggju eða látið stjórnast af henni, þegar þjóðarhagsmuna er gætt. Finnst mér óskhyggja setja nokkurn svip á málflutning þeirra, sem gera því núna skóna, að Islend- ingar kynnu eða gætu fengið varan- lega undanþágu frá sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins, ef við Samfylkingarleiðin til vinstri sæktum um aðild að því. Þegar við ræðum um tengsl Islands og Evr- ópusambandsins, ber einnig að hafa hugfast, að það mun ekki opna aðild- ardyr sínar á næsta kjörtímabili AIþingis.“ Björn gagnrýndi forystu Samfylk- ingarinnar harðlega á fundinum. Hún skyti sér undan málefnalegum umræðum, m.a. um hvernig ætti að fjármagna kosningastefnuna, sem hann sagði að talið væri að kostaði 40-60 milljarða. „Samfylkingarleiðin hefur legið til vinstri. A sama tíma og jafnaðar- menn um alla Evi-ópu hafa verið að fikra sig til hægri og inn á miðjuna gerist það hér, að þeir taka stórt skref til vinstri. Ekki er nóg með að þeir boði aðgerðir, sem jafngilda stórauknum ríkisafskiptum og út- gjöldum með skattaálögum, heldur vekja þeir að nýju umræður um öryggismál þjóðarinnar á úreltum forsendum Alþýðubandalagsins. í anda kalda stríðsins er Atlantshafs- bandalaginu hallmælt og réttmæti aðildar að því dregið í efa auk þess sem dustað er rykið af gamla slagorðinu um herinn burt. I mínum huga era gæiur Samfylkingarinnar við breytta stefnu í öryggis- og varn- armálum skýrasta dæmið um það, hve mikið ábyrgðarleysi og óraunsæi ræður þar ferðinni,“ sagði Björn. Skotíþróttasambandinu stefnt vegna dóms í máli skotíþróttamanns Urskurður felldur úr gildi vegna van- hæfís eins dómenda Banaslys í umferðinni 1998 urðu 27 talsins Skyndileg aukning eftir jákvæða þróun Fjöldi látinna í umferðarslysum 1989-1998 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 UMFERÐARRÁÐ mun einbeita sér að því að auka fræðsluna um notk- un bflbelta í ljósi hárrar tíðni banaslysa í umferðinni á síðasta ári. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt dóm dómstóls Skotíþróttasambands íslands ógild- an, þess efnis að ekki bæri að endur- taka landsmót Skotíþróttasam- bandsins 18. og 19. janúar 1997. Carl Johan Eiríksson skotíþróttamaður stefndi Skotíþróttasambandinu fyrir dóminn og vann málið á fimmtudag. Skotíþróttasambandið var ennfrem- ur dæmt til að greiða Carli 200 þúsund krónur í málskostnað. I niðurstöðu Héraðsdóms kemur fram að þegar bæri að fella dóm dómstóls Skotíþróttasambandsins úr gildi þar sem Carl hafi haft rétt- mæta ástæðu til að ætla að einn dómendanna væri sér óvinveittur og þar með gæti hann ekki litið óhlut- drægt á málavöxtu. Fram kom í málinu að umræddur dómandi í dómstóli Skotíþróttasambandsins bar þá tillögu upp á stjórnarfundi í Skotfélagi Reykjavíkur hinn 6. nóvember 1986 að Carli yrði vikið úr félaginu og til vara að hann yrði vítt- ur á framhaldsaðalfundi. Þótti óum- deilt að tillagan leiddi til þess að Carh var vikið úr félaginu. Meinuð þátttaka á landsmóti Málavextir vora þeir að Carl ákvað að flytja keppnisrétt sinn frá Ungmennafélaginu Aftureldingu yf- ir í Skotfélag Reykjavíkur í júlí 1996. Félagaskiptum var hafnað af Skotfélaginu af þeirri ástæðu að til- kynning um skuldlausa stöðu við Aftureldingu hefði ekki borist og að Skotfélagið hefði ekki tilkynnt félagaskiptin. Skotfélagið greindi Carli ennfremur frá því nokkrum vikum síðar, að það væri ákvörðun stjórnar félagsins að Carl keppti ekki fyrir það. Vegna óvissu um hvar Carl hefði keppnisrétt tilkynnti hahn þátttöku á landsmót Skotíþróttasambands íslands, sem halda átti 18. og 19. janúar 1997, fyr- ir fleiri en eitt félag. Þegar hann mætti á keppnisstað var honum meinuð þátttaka. Carl kærði synjun- ina til Héraðsdómstóls UMSK 20. janúar og með dómi dómstólsins var lagt að Skotíþróttasambandinu að endurtaka mótið. Skotíþróttasam- bandið áfrýjaði niðurstöðunni til dómstóls Skotíþróttasambandsins þar sem hinum áfrýjaða dómi var hrundið. Carl skaut þá málinu til dómstóls réttargæslustefnda, sem komst að þeirri niðurstöðu að með- ferð málsins fyrir dómstóli Skotíþróttasambandsins skyldi vera ómerk og var málinu vísað þangað aftur til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju því Carli hafði ekki verið gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum að fyrir dómstóli Skotíþróttasambandsins. Með bréfi dómstóls Skotíþróttasam- bandsins 17. september 1997 var Carli gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum að. Dómur var síðan kveðinn upp 19. janúar 1998 og var niðurstaða hans sú sama og í hinum íyrra dómi. Carl áfrýjaði dóminum til réttargæslustefnda, sem vísaði málinu frá 23. febrúar á þeirri for- sendu að það ætti ekki efnislega undir dóminn þar sem það varðaði ekki almenna hagsmuni íþrótta- hreyfingarinnar. Héraðsdómur lítur svo á að skipa verði nýjan dóm í máli Carls fyrir áfrýjunardómstóli Skotíþróttasam- bandsins, en telur að ekki séu efni til að fallast á kröfu Carls um endur- tekningu landsmótanna 18. og 19. janúar. Á SÍÐASTA ári létust 27 manns í umferðarslysum á Islandi og telst árið 1998 með versta móti í saman- burði við fyrri ár. Fara þarf aftur til ársins 1989 til að fínna hærri tíðni, en þá létust 28 manns í umferðar- slysum og árið 1988 einum fleiri. Þá þarf að leita allt aftur til ársins 1977 til að finna enn hærri tíðni, en þá létust 37 manns. Af þeim 27 sem létust á síðasta ári voru 16 ökumenn og 7 farþegar, en gangandi vegfarendur vora 3 og einn sem féll út úr bifreið. Lang- flestir hinna látnu voru á aldrinum 15-64 ára eða 21 og karlar vora í meirihluta. Sé nánar litið á þessa tölu kemur í ljós að 10 þeirra sem létust voru á aldrinum 15-24 ára og 11 á aldrinum 25-64 ára. Fjórir vora þá yfir 64 ára aldri og tveir undir 15 ára aldri. Sé litið á þau 23 banatilfelli sem eiga við ökumenn eða farþega í bif- reiðum kemur í ljós að í 15 skipti vora bílbelti ekki notuð. Allt önnur tala ef bflbelti hefðu verið notuð „Ef þetta fólk hefði allt verið í beltum, væri þessi tala allt önnur,“ segir Óli H. Þórðarsonn fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs. Hann segir að hin háa tíðni banaslysa í um- ferðinni 1998 hafi valdið miklum von- brigðum því þróunin hafi verið niður á við undanfarin ár. „Skýringarnar era margslungnar og aukningin er það mikil að hún er fyrir utan öll skekkjumörk þannig að ekki er hægt að segja að munurinn sé lítill milli ára. Hvert slys vegur gríðarlega mikið í íslenskri tölfræði. Þess ber líka að geta að tölur um umferðar- slys hækka við þennslu í þjóðfélög- um. Það er klárt að í fyrra var miklu meiri umferð í landinu í heild vegna bættrar efnahagsafkomu. í þessu era samt margslungnar tilviljanir og því getum við ekki sagt að það sé einungis einn ákvarðandi þáttur sem skiptir höfuðmáli ef beltin era und- anskilin. Það er því ekki hægt að setja fræðsluna í neinn ákveðinn far- veg að öðra leyti en því að við mun- um auka fræðsluna mjög um notkun bflbeltanna. Það er það sem upp úr þessu öllu stendur.“ Óli bendir á að læknar og hjúkr- unarfólk hefur náð miklum árangri í að bjarga mannslífum eftir alvarleg slys og varla sé saman að jafna ástandinu nú og fyrir rúmum 25 ár- um. „Maður, sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi þá átti miklu minni lífslíkur en sá sem slasast alvarlega í dag því læknar og hjúkranarlið hef- ur miklu meiri tækjabúnaði yfir að ráða til að bjarga fólki og svo er þekkingin alltaf að aukast." Það sem af er þessu ári hafa fimm látist í umferðarslysum, þar af fjórir í bifreiðum og einn í dráttarvél. Haldið var norrænt umferðar- slysaþing í Reykjavík 27. ágúst á síðasta ári þar sem Ragnar Árna- son prófessor sagði m.a. í erindi sínu að í samanburði við nágranna- löndin væri fjöldi látinna í um- ferðinni á fslandi svipaður og í Noregi og Svíþjóð eða 8 manns á hverja 100 þúsund íbúa. í Dan- mörku og Finnlandi er fjöldinn heldur meiri eða 11 á hverja 100 þúsund íbúa. Á íslandi eru fjögur umferðarslys á hverja þúsund íbúa en tvö á Norðurlöndunum og skýrist munurinn e.t.v. af mismun- andi skráningu. Heildarkostnaður vegna umferðai’- slysa er á bilinu 2,7 til 3,8% af lands- framleiðslu, sem áætla má að séu á bilinu 15 til 18 milljarðar ki’óna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.