Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 13
FRÉTTIR
ÞÁTTTAKENDUR á reiðnámskeiði fyrir fatlaða.
Einhverfir í
reiðþjálfun
EINHVERFIR einstakiingar frá
vistheimilunum Trönuhólum,
Iðjubergi og Sæbraut eiga þess
nú kost að sækja þjálfun á hest-
um í Reiðhöllinni. Námskeiðin
styrkir Rotaryklúbbur Pauls Val-
leys í Oklahoma í Bandaríkjunum.
Tildrög þessa máls má rekja
aftur til þess að fimm manns fóru
á vegum Rotaryhreyfingarinnar
til Oklahoma í fyrra. Óskuðu fé-
lagar í bandaríska Rotaryklúbbn-
um þá eftir því að styrkja verk-
efni á íslandi sem Rotaryklúbb-
urinn Reykjavík-Breiðholt stóð
fyrir.
Einnig koma að þessu verkefni
Reiðskólinn, Þyrill, Hstamanna-
félagið Fákur-Reiðhöll og
Iþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur. Þjálfun í reið-
mennsku hefur reynst fötluðum
vel. Hliðstæð þjálfun hefur staðið
sjúklingum til boða á Reykja-
lundi sem orðið hafa fyrir slys-
um. í Bandaríkjunum eru reknar
eitt þúsund stöðvar þar sem fatl-
aðir eru þjálfaðir á hestum.
Þrír aðilar bjóða
Lundúnaferðir
Verð á til-
boðsferðum
16.300 til
21.000 kr.
ÞRIR aðilar bjóða í sumar ferðir
milli Keflavíkur og Lundúna og er
verðið á bilinu 16.300 krónur og
upp í 21.000, þ.e. þegar valin eru
ýmis sértilboð og sérkjör. Auk
Flugleiða eru þetta ferðaskrifstof-
urnar Heimsferðir og Samvinnu-
ferðir-Landsýn. Miðað er við verð
án flugvallaskatta sem eru kring-
um 3.600 krónur.
Flugleiðir bjóða um þessar
mundir 750 sæti milli Keflavíkur
og Heathrow-flugvallar í Lundún-
um á kr. 19.870 krónur. Lágmarks-
dvöl er vika en hámark fjórar vik-
ur. Fyrsta ferðin er í boði 6. apríl
og sú síðasta 31. júlí. Fyrir utan
þetta tilboð er lægsta gjaldið svo-
nefnt sumarleyfisverð sem er
kringum 32 þúsund en apex er
ódýrast um 45 þúsund.
Heimsferðir bjóða fargjald á
þessari leið á 16.300 krónur ef bók-
að er fyrir 10. mars en sé bókað
eftir þann tíma er verðið 19.900
krónur. Boðnar eru vikulegar ferð-
ir á miðvikudögum út og heim á
þriðjudögum. Flogið er með
leiguflugi Sabre Airways til
Gatwick.
Þriðji aðilinn sem býður Lund-
únaferðir er Samvinnuferðir-
Landsýn. Er flogið með breiðþotu
Atlanta til Stanstead á fimmtudög-
um og mánudögum. Fargjaldið er
17 þúsund fyrir félagsmenn stétt-
arfélaga en 21 þúsund fyrir aðra.
Hægt er að dvelja í Lundúnum frá
fimmtudegi til mánudags eða eina
eða fleiri vikur.
---------------
Kristinn R.
Ólafsson til
Bylgjunnar
KRISTINN R. Ólafsson, sem um
árabil hefur verið fréttaritari Ríkis-
útvarpsins í Madrid á Spáni, hefur
hafíð störf hjá Is-
lenska útvarpsfé-
laginu að sögn
Eiríks Hjálmars-
sonar, dagskrár-
stjóra Bylgjunn-
ar.
Kristinn hefur
þegar hafið störf
á ■ Bylgjunni en
hann verður með
vikulega pistla í morgunútvai'pinu.
Kristinn mun einnig starfa fyrir
fleiri deildir IÚ. Hann mun senda
fréttir til Bylgjunnar og Stöðvar 2
og starfa með Sýn í tengslum við
spænsku knattspyrnuna. Eiríkur
sagðist ekki búast við að Kristinn
mundi lýsa leikjum, heldur yrði
hann frekar með tíðindi og einhvers
konar upphitun fyrir leiki.
■ '■
Kælir/frystir ^
Mál: 160x60x60 sm.
Rétt verð kr. 64.600
Kælir/frystir ^
Mál: 180x60x60 sm.
Rétt verð kr. 68.900
Kælir/frystir
Mál: 141x55x60 sm.
Rétt verð kr. 48.400
Frystir 255 lítra. Þurrkari 5 kg,
Mál: 155x60x60 sm. Rétt verð 35.500
Rétt verð kr. 58.900
Vifta.
260 m3
Rétt verð kr. 7.300
Háfar-Vortice.
310 m3
Rétt verð kr. 15.900
Ofn með blæstri, Ofn með blæstri
klukku, glerhelluborði klukku og glerhellu-
og viftu, hvítur. borði, stál.
Rétt verð kr. 98.800. Rétt verð kr. 109.300
Hitakönnur
með 50% afslætti
Grill, hellur,
djúpsteikingarpottar
til niðurfellingar í borð
LÍTIÐ ÚTLITSGALLAÐ:
KFS 2750 kælir/frystir
Rétt verð kfr55Ætra Verð nú kr. 45.900
KFS 245 kælir/trystir
Rétt verð kMffÆOO Verð nú kr. 37.200
Glæsilegar eldhús
og baðvogir
með 50% afslætti.
750 gr. brauð
Rykusugur
STÓRKOSTLEO st%dwiá &&0/0 _
febrúar .'***
LAGE Rútsala
á raftækjum og eldhúsáhöldum úr sýningareldhúsum
Rétt verð kr. 9.900. bökunarvél
Rétt verð kr. 17.900
*ÖII verð eru staðgreiðsluverð
OPIÐ LAUGARDAG TIL KL. 16.00
Einar
Farestveit & Cohf
Borgartúni 26 Tr 562 2901 og 562 2900