Morgunblaðið - 17.02.1999, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 15
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
JÓN Reynir Sigurvinsson afhendir Hálfdáni Bjarka Hálfdánssyni önn-
ur verðlaun á íslandsmótinu í víkingaskák. T.v. er meistarinn Skúli
Þórðarson. A myndinni er líka Inga Dan, sem tók við þriðju verðlaun-
um fyrir son sinn, Sigurð Pál Ólafsson.
Isfírðingar
áhugasamir um
víkingaskák
FYRSTI íslandsmeistarinn í vík-
ingaskák er ísfirðingurinn Skúli
Þórðarson og var hann krýndur ný-
lega í hátíðarsal
Framhaldsskóla
Vestfjarða á ísafirði.
Fyrsta Islandsmótið
í þessu rammís-
lenska afbrigði af
manntafli var haldið
á ísafirði föstudag-
inn 29. janúar. Mótið
var jafnframt heims-
meistaramót og
raunar var hið opin-
bera heiti þess alheimsmeistaramót.
Keppendur voru sex. Skúli fékk
fjóra vinninga í fimm skákum, Hálf-
dán Bjarki Hálfdánsson varð annar
með þrjá og hálfan og Sigurður Páll
Ólafsson þriðji með tvo og hálfan.
Jafnir í fjórða til fimmta sæti urðu
þeir Jón Reynir Sigui-vinsson og
Kristinn Orri Hjaltason með tvo
vinninga hvor. í sjötta sæti varð
Þorkell Þórðarson með einn vinn-
ing, en hann lagði sjálfan alheims-
meistarann óvænt að velli í síðustu
umferðinni.
Þeir Skúli, Hálfdán, Kristinn Orri
og Þorkell eru allir nemendur í
Framhaldsskóla Vestfjarða en Jón
Reynir er aðstoðarskólameistari og
kennari í náttúrufræði. Sigurður
Páll er hvorki nemandi né starfs-
maður FVÍ en móðir hans er ritari
skólans. Skákstjóri og dómari var
Brynjar Viborg, frönskukennari við
FVÍ og áhugamaður um víkingatafl.
í vetur hefur víkingaskák verið
iðkuð af kappi á ísafirði, aðallega
innan Framhaldsskóla Vestfjarða.
Stefnt er að því, að Islandsmót og
(al)heimsmeistaramót verði árlegur
viðburður á Isafirði.
Vfldngurinn til viðbótar
Allmörg ár eru frá því að hug\dts-
maðurinn Magnús Ólafsson skapaði
víkingataflið. Á taflborðinu eni 85
sexstrendir reitir í þremur litum.
Þeim er skipað í níu raðir, taflmenn
eru níu og peðin níu. Átta mann-
anna eru hinir sömu og í hefð-
bundnu manntafli en sá níundi er
VIKINGATAFL Magnús-
ar Ólafssonar.
víkingurinn. Manngangurinn er
svipaður og í venjulegu tafli og auð-
veldur þeim sem það kunna. Skák-
menn á öllum styrk-
leikastigum hafa
reynt víkingataflið.
„Manhgangur vík-
ingaskákarinnar er
auðlærður en það
tekur svolítinn tíma
að átta sig á stefn-
unum á borðinu,“
sagði Friðrik Ólafs-
son stórmeistari
þegar hann hafði
kynnt sér víkingataflið. „Ég býst
við að það verði að byggja upp
skákfræði fyrir víkingaskákina frá
grunni. Þó eru ýmsar meginreglur
sem halda sér, eins og að hafa
sterkt miðborð, að koma mönnun-
um fljótt fram og veikja ekki kóngs-
stöðuna, en aðferðin til þess að gera
það er allt öðruvísi í víkingaskák.“
Vetrarfrí í Grunnskóla Djúpavogs
Djúpavogi - Vetrarfrí nemenda og
kennara í Grunnskólanum á Djúpa-
vogi hófst föstudaginn 12 febrúar.
Er þetta í annað sinn sem slíkt frí
er tekið í skólanum og er Grunn-
skóli Djúpavogs jafnframt eini skól-
inn á landinu svo vitað sé, sem hefur
komið á þessum sið.
í fyrravetur var þessi nýbreytni
tekin upp og þótti takast ágætlega.
Auk þess að taka sér aukafrí til að
safna kröftum fyrir framhaldið og
fá með því móti óþreyttari kennara
og nemendur er megintilgangur
frísins þó að á hlýrri árstímanum,
með svokölluðum „Vordögum“ megi
nemendur verða sér betur meðvit-
andi um það umhverfi sem þeir al-
ast upp í, læri að meta fjölbreytta
og einstaka náttúru en jafnframt að
kynnast öðrum hliðum mannlífsins í
stai'fi og leik.
Má þar meðal annars nefna að oft
hefur þótt vanta verklega þáttinn
inní líffræðinámið og var því meðal
Morgunblaðið/Sverrir
UNGLINGAR fyrir utan félagsmiðstöðina á Djúpavogi.
annars breytt með vinnu nemenda í
skólagörðum og við gróðursetning-
ar. Jafnframt fengu nemendur al-
hliða kynningu á sögu staðarins, at-
vinnuháttum, merkum staðháttum
auk safnakennslu. Einnig gafst
nemendum í þéttbýlinu tækifæri til
að kynnast sveitinni með dvöl og
vinnu á sveitaheimili og sveitaböm-
in að kynnast þéttbýlinu. Síðast en
ekki síst má nefna að 9. og 10. bekk-
ur sótti æfingabúðir slysavarnafé-
lagsins í Hamraborg og er að því
stefnt að nemendur sem útskrifast
úr skólanum, hafi allir sótt þær æf-
ingabúðir.
Að þessu sinni lýkur fríinu í dag,
miðvikudag, og hefst kennsla að
nýju á morgun. Að þessu sinni var
mikið um að fólk nýtti sér tækifærið
til að heimsækja höfuðborgina, og
kom vetrarfríið sér vel meðal ann-
ars fyrir 5. flokk drengja í knatt-
spyrnu hjá Umf. Neista á Djúpa-
vogi en eftir að verða Austurlands-
meistarar í nóvember sl. kepptu
þeir á Islandsmótinu í innanhús-
sknattspyrnu í Laugardalshöll um
helgina. Skólastjóri Grunnskóla
Djúpavogs er Freyja Friðbjarnar-
dóttir.
Kvað
stemmur
fyrir 70
árum og
aftur nú
Morgunblaðið/Stfiinunn Ósk Kolbeinsdóttir
ÞAÐ var hópur rangæskra eldri borgara sem var samankominn m.a. til að hlýða á þau Maríu og Jón.
Hvolsvelli - Hún María Jóns-
dóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð
ferðaðist um landið sem barn
og kvað stemmur með föður
sínum Jóni Lárussyni og bróð-
ur sínum Pálma. Þau komu
víða fram, m.a. í Gamla bíói og
víða á Vesturlandi. Faðir Maríu
hafði af þessu nokkrar tekjur
og gat með þessum hætti fjár-
magnað kaup á jörð sinni
Kirkjula'k.
Stemmurnar voru teknar
uppá stálþráð og nú 70 árum
síðar leyfði María eldri borgur-
um í Rangárvallasýslu að heyra
þessar gömlu upptökur og kvað
um leið nokkrar stemmur, nú
MÆÐGININ María Jónsdóttir og Jón Ólafsson frá Kirkjulæk.
með syni sínum sem einnig
heitir Jón eins og afinn en er
Ólafsson og býr á Kirkjulæk.
María hefur undanfarið verið
að kenna syni sinum stemmurn-
ar og fannst þeim tilvalið að
rifja upp þessa gömlu og hverf-
andi hefð. Þau voru sammála
um að þessi kunnátta mætti
ekki glatast.
Eldri borgarar í Rangár-
vallasýslu koma saman einu
sinni í mánuði og eldri borgar-
ar á Hvolsvelli koma saman á
hverjum fimmtudegi og spila
og skemmta sér. Það var gerð-
ur góður rómur að þessari
óvenjulegu uppákomu hjá eldri
borgurum og minnti þetta
marga á löngu liðna tíma.
. . ... .. ; :
-
OTRULE
Flísar frá kr.
HEFST A MORGUN
990.
M2
cféfn
UÐ
b traust undirstaðafjölskyldunnar
BORGARTÚNI33
SÍMI 561-7800 - FAX 561-7802