Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 17

Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 17 ATVINNUMÁL Á SUÐURFJÖRÐUM AUSTFJARÐA Látið verði reyna á loforðin „Mér finnst að nota þurfi tímann til að kanna alla kosti í stöðunni, ekki einblína á eina leið og þurfa svo að byrja upp á nýtt eftir nokkra mánuði ef hún reynist ekki fær,“ segir Hákon. Hann lýsir þeirri skoðun sinni að hreppsnefndin hefði strax og mál þetta kom upp átt að láta reyna á þau loforð sem gefin voru þegar Búlandstindur hf. á Djúpavogi keypti Breiðdalseignir Gunnarstinds hf. ásamt kvóta, um að haldið yi'ði uppi fullri at- vinnu á Breiðdalsvík. Fyrir forgöngu Byggðastofnunar og opin- berra sjóða var ákveðið að sameina Hrað- frystihús Stöðvarfjarðar og Hraðfrystihús Breiðdælinga í árslok 1991 undir nafni Gunn- arstinds hf. sem ski-áð var á Stöðvarfirði. Nýja félagið var með ágæta eigna- og kvóta- stöðu og átti að hafa alla burði til að spjara sig. Sameiningin var mjög umdeild á stöðun- um og baksamningar sem henni fylgdu gerðu það að verkum að erfitt var að koma við nauð- synlegri hagi'æðingu enda var félagið rekið nánast sem tvö aðskilin fyrirtæki. Félagið varð fyrir áföllum og deilur innan sveitarfé- laganna og á milli þeirra um stjórnun þess og starfsemi ieiddi að lokum til þess að ákveðið var að skipta því aftur upp. Að frumkvæði sveitarstjórnar Breiðdalshrepps keypti Búlandstindur hf. á Djúpavogi Breiðdalseign- ir Gunnarstinds ásamt helmingi kvótans en togarinn Hafnarey SU hafði verið seldur í burtu án kvóta. Kvótinn var færður á skip Búlandstinds hf., Sunnutind SU. Eftir það seldu Stöðfirðingar Snæfelli hf. á Dalvík meirihlutann í Gunnarstindi hf. sem var sam- einaður Snæfelli á síðasta ári. Breiðdælingar telja að eigendur Búlandstinds hafi gefið þeim ákveðin loforð um að halda uppi vinnu á staðnum þegar þessi viðskipti fóru fram. Rúnar Björgvins- son, sveitarstjóri á Breiðdalsvík, sem tók þátt í umræddum viðræðum, segir að fulltrú- ar helstu eigenda Búlandstinds, það er Út- sam (síðar íshaf) og VÍS, hafi lofað því að haldið yrði uppi atvinnu á Breiðdalsvík enda hefði það verið grunnhugsunin með sameiningunni við Djúpavog að tryggja vinnu á báðum stöðum. Rúnar segir að um hafi verið að ræða munnleg loforð og eftir að Olíufélagið, sem eignast hafði hlutabréf íshafs, og VÍS seldu meirihlutann í félaginu hafi nýr eig- andi ekki talið sig bundinn af fyrri loforðum. Gengu á bak orða sinna í fréttum Morgunblaðsins um kaup Búlandstinds á Breiðdalseign- unum árið 1995 kom fram hjá Jó- hanni Þór Halldórssyni, þáverandi framkvæmdastjóra Búlandstinds, að áfram yi'ði rekið frystihús á Breið- dalsvík. „Það eru góð framleiðslu- tæki og gott starfsfólk á Breiðdals- vík. Við höfum hug á að nýta okkur þetta sem allra best og reynum að starfa sem best með þessu fólki.“ Þá kom fram hjá Árna Benediktssyni, þáverandi stjórnarformanni Búlandstinds, að með kaupunum væri ætlunin að snúa vöm í sókn í atvinnulífinu, bæði á Djúpavogi og Breiðdalsvík. Jóhanni Þór var sagt upp störfum í vetur, áður en eigendaskiptin urðu. Hann staðfestir fyrirheit um starf- semi fyrirtækisins á Breiðdalsvík og segir að menn hafi gengið á bak orða sinna með því að hætta starf- semi þar. „Búlandstindur keypti þessar eignir til þess að styrkja svæðið en þá lá fyrir að Gunnars- tindur þurfti að selja frá sér skip og kvóta. Við litum svo á að ef illa færi fyrir Breiðdalsvík gæti farið illa fyr- ir Djúpavogi og kaupin myndu styrkja Búlandstind þegar til lengri tíma væri litið. Eg vann ávallt sam- kvæmt þeim skilningi mínum að þarna bæri að halda uppi vinnslu, á meðan nokkur möguleiki væri til þess,“ segir Jóhann Þór. Þessu til frekari staðfestingar getur hann þess að í júlí síðastliðnum hafi stjórn Búlandstinds samþykkt stefnu- mörkun þar sem fram kemur að vinnslan á Breiðdalsvík yrði styrkt •og aukin og keypt skip til hráefnis- öflunar. í þessu skyni hafi togskipið Mánatindur verið keypt með kvóta. Arni Benediktsson var fulltrúi Is- hafs í fyrirtækjunum fyrir austan, stjórnarformaður Búlandstinds og stjórnai-maður í Gunnarstindi. Hann segir að við sameininguna á sínum tíma hafi verið gengið eftir loforðum við sig en hann ávallt neitað því að lofa meiru en hann gæti staðið við. Ef ætlunin hefði verið að gefa yfir- Rúnar Björgvinsson Hákon Hansson Gunnlaugur Stefánsson Skúli Hannesson Jóhann Þór Halldórsson Árni Benediktsson Ólafur Ragnarsson Pétur H. Pálsson lýsingar í tengslum við kaupin hefðu þær verið gerðar skriflega. Hann segir það hins vegar rétt að Breiðdalshluti Gunnarstinds hafi verið sameinaður Búlandstindi til þess að tryggja vinnu á Breiðdalsvík og frekar auka hana en hitt. Þáverandi stjórnendur félagsins hafi unnið að því. Hann bætir því við að ekki sé hægt að lofa slíku til langrar framtíðar og þeir sem á eftir hafi komið séu ekki bundnir af fyrri áætlunum. Engir baksamningar gerðir Olafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpa- vogi, segir það af og frá að Breiðdælingum hafi verið gefin einhver loforð árið 1995. Hreppsnefndin á Breiðdal hafi óskað eftir því Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson EINAR Birgisson, framleiðslustjóri hjá Útgerðarfé- lagi Breiðdælinga hf. PISKVERKAKONUR, f.v. Una Einarsdóttir, Hanna Ingólfsdóttir og Ragnheiður Arna Höskuldsdóttir. „FÓLK er fúlt út í kvótakerfíð. Það hefur byggt afkomu sína á rekstri frystihússins, sumt í tugi ára, og stendur nú allt í einu frammi fyrir þeirri staðreynd að það hefur ekki lengur rétt til að Íifa,“ sagði Einar Birgisson, framleiðslustjóri hjá Útgerðarfé- Iagi Breiðdælinga hf. (UBB), í samtali við Morgunblaðið. Einar hefur verið verkstjóri og framleiðslustjóri í frystihúsinu á Breiðdalsvík í mörg ár, fyrst hjá Hraðfrystihúsi Breiðdælinga, þá Gunnarstindi, Búlandstindi og nú ÚBB og hefur því verið í hring- iðu sviptinganna allan þennan áratug. „Þetta leggst illa í mig. Ástandið hefur verið dökkt áður en aldrei sem nú. Þetta ferli hófst þegar framkvæmdastjóran- um var sagt upp. Jóhann Þór er maður sem hægt er að treysta og maður gat séð að hverju stefndi þegar hann var látinn fara,“ sagði Einar. Einar hefur ekki ákveðið hvort liann tekur þátt í íjármögnun ÚBB með kaupum á hlutabréf- um. Sagðist gera það ef grund- völlur reynist fyrir rekstri fyrir- tækisins. Hins vegar taldi hann óhugsandi að leggja fjármuni í óhagkvæman rekstur, eingöngu til að kaupa sér vinnu. Taldi raunar að hlutafjárkaup íbúanna skiptu litlu máli f jafn stóru dæmi og hér um ræðir. Liðlega fjörutíu starfsmenn eru í frystihúsi Útgerðarfélags Breiðdælinga, þar af sjö pólskar Kvóta- kerfið er undirrót vandans fiskverkakonur. Áherslum í starfseminni hefur verið breytt nokkuð. Meðal annars hafa verið gerðar tilraunir með vinnslu fisks sem fluttur er ferskur með flugi á erlenda markaði og sagði Einar að það hefði gengið vel. Nægilegt hráefni hefur fengist, með bráðabirgðasamningi við Búlandstind á Djúpavogi. Síðan var ætlunin að frysta loðnu í febrúar en þegar blaðamenn voru á ferð á Breiðdalsvík var ekki ljóst hvort loðnan yrði fryst- ingarhæf. Kaupa hlutabréf „Þetta er afskaplega óljóst, enginn veit hver framtíðin verð- ur,“ sagði Una Einarsdóttir, fisk- verkakona hjá Útgerðarfélagi Breiðdælinga, þegar blaðamaður ræddi við starfsfólk í frystihús- inu. Ragnheiður Arna Höskulds- dóttir gæðaeftirlitsmaður taldi að rekstur frystihússins ætti að ganga ef nægur kvóti fengist til ráðstöfunar. „Ef ekki væri þetta kvótakerfi sem er að drepa smá- staðina þá gæti þetta gengið," sagði Ragnheiður og Una bætti um betur: „Að það skuli vera hægt að fara með kvótann frá þessum stöðum og þurrka þar með út fiskveiðiréttindin..." Hanna Ingólfsdóttir, sljórnar- maður í Verkalýðs- og sjómanna- félagi Breiðdælinga, bættist í hópinn og sagði: „Kvótakerfið er undirrót vandræðanna. Það er fáránlegt að kvótinn skuli fylgja skipum en ekki byggðarlögum. Við höfum tekið þátt í því að afla þessa kvóta og svo getur einhver komið og selt hann í burtu. Vandamálin byijuðu með kvóta- kerfinu. Þeir sem eiga peningana kaupa kvótann og flylja frá minni stöðunum.“ Una sagðist harðákveðin í að kaupa hlutabréf í ÚBB og hefur þegar skrifað sig fyrir ákveðnum hlut. Hanna reiknaði með að gera það einnig. „Við verðum einfaldlega að veðsetja húsin okkar, þau eru verðlaus hvort sem er,“ sagði hún. Ragnheiður kvaðst vilja bíða með ákvörðun sína eftir rekstraráætlun fyrir- tækisins. Hún er varafulltrúi í hreppsnefnd og sagði lítið hægt að gera án peninga annað en að leita sanistarfs við aðra. Hún sagði gott ef unnt yrði að fá til samstarfs útgerð með bát og kvóta. Hægt væri að bjóða upp á góða aðstöðu til beitningar og staðurinn lægi vel við miðunum. að Búlandstindur keypti eignir Gunnarstinds en hreppsnefnd Djúpavogshrepps lagst gegn því í fyrstu, enda hefði fyrirtækið og staðurinn verið að koma upp úr mikilli lægð. Breiðdæl- ingar hafi sótt málið fast og síðan hafi Djúpa- vogshreppur eins og aðrir hluthafar lagt aukið hlutafé í Búlandstind til að fyrirtækið gæti staðið undir kaupunum. Kveðst hann ekki vita til þess að Breiðdalshreppur hefði lagt neitt af mörkum, raunar selt sín hlutabréf í Búlandstindi, og ekki hafi verið ágreiningur um verðlagningu eignanna þegar kaupin fóru fram. „Ég tel að Breiðdalsvík hafi ekki tapað á viðskiptunum við okkur." „Það var skýrt tekið fram að engir bak- samningar yrðu gerðir við Breiðdælinga. Ekki er hægt að reka fyrirtæki með þannig skuld- bindingum því stundum þarf að grípa til sárs- aukafullra og óvinsælla aðgerða. Þrátt fyrir það hélt Búlandstindur alltaf uppi meiri vinnu í frystihúsinu á Breiðdalsvík en hér á Djúpa- vogi,“ segir Olafur. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir engin skilyrði um rekstur á Breiðdalsvík hafa fylgt kaupum fyrirtækisins á hlutabréf- um Olíufélagsins og VÍS í Búlandstindi. Ekki hafi annað gerst en að eigandi meirihlutans væri nú í Grindavík en ekki Reykjavík. Pétur segir að mikið tap hafi verið á rekstri Búlandstinds og kvóti fyrirtækisins aðeins dugað fyi'ir eina fiskverkun en ekki þrjár. Því hafi verið ákveðið að hætta fiskvinnslu á Breiðdalsvík og sjófrystingu og leggja áherslu á vinnslu á Djúpavogi. Pétur getur þess þó að seljendur og kaupendur hlutabréfanna vilji stuðla að því að koma einhverjum rekstri af stað á Breiðdalsvík og að því sé unnið. Segir hann fleiri en eina leið færa í því efni. Engin ölmusa Hákon dýralæknir segir það alvariegt ef fyrirheit eigenda Búlandstinds séu hvergi til skrifleg. Hann vill þó að hreppsnefndin ráði lögfræðing til að innheimta loforðin. Hann leggur áherslu á að Breiðdælingar hafi ekki þegið neina ölmusu frá Djúpavogi. Búlandstindur hafi keypt eignimar á 260 milljónir kr. á sínum tíma, í þeim pakka hafi verið allar landeignir Gunnarstinds á Breið- dalsvík og kvóti upp á 1.476 þorskígildistonn, þar af 542 tonn þorskur. Síðan hafi heildarþorsk- kvótinn aukist en kvóti annarra teg- unda minnkað þannig að kvótinn nemi í dag 1.657 þorskígildistonnum. Telur Hákon að markaðsverð kvót- ans sé í dag nokkuð á annan milljarð. Nú standi Breiðdælingum til boða að kaupa til baka brot af þessum afla- heimildum með óhagstæðri samsetn- ingu og togbát sem þeir hefðu ekkert við að gera iyrh' 380 milljónir kr. og landeignirnar fyrir 70 milljónir kr. til viðbótar. „Þetta kalla ég eignaupp- töku,“ segir Hákon. Rúnar Björgvinsson sveitarstjóri segir að ekki hafi verið rætt í hreppsnefndinni að reyna að inn- heimta loforð Búlandstinds. Hann segir fyi'sta skrefið vera að ræða við þessa aðila, áður en farið sé af stað með mikla kröfuhörku. Segist hann hafa rætt málið við umboðsmann VÍS á Austurlandi en árangur af því hafi ekki enn komið í ljós. „En reynslan annars staðar frá hefur kennt manni það að ákveðin fyrir- heit sem gefin eru við sameiningu fyrirtækja hafa ekki alltaf mikið gildi þegar á reynir," segir hann. Áfram óvissa Eins og staðan er nú virðist margt þurfa að ganga upp til þess að hreppsnefnd Breiðdalshrepps, sem jafnframt er stjórn Utgerðarfélags Breiðdælinga hf., geti staðið við kauptilboð sitt. Aðrar leiðir virðast heldur ekki greiðar, enda ráða Breiðdælingar ekki yfir því afli sem til þarf, það er að segja peningum eða kvóta. Samvinna við öflugar út- gerðir gæti þó breytt gangi mála verulega. Ekki virðist mikill áhugi á því að innheimta munnleg fyi-irheit fyrri eigenda Búlandstinds um að halda uppi vinnu á staðnum, auk þess sem sú innheimta gæti reynst afar torsótt. Það gæti því ráðist af þeim við- ræðum sem nú standa yfir við út- gerðarmenn um samvinnu hvort óvissan sem einkennt hefur lífið á Breiðdalsvík undanfarnar vikur heldur áfram eftir 1. mars þegai' til- boðið rennur út og jafnframt samn- ingur Utgerðarfélags Breiðdælinga um kaup á hráefni frá Djúpavogi. Á morgun: „Brestir í fjöregginu".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.