Morgunblaðið - 17.02.1999, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Með samningnum við Ericsson hafa forsvarsmenn Oz stigið stórt skref í
átt að markmiðum sínum um stóra hlutdeild á Internetmarkaði
Sjá fram á að margfalda
veltu á næstu árum
OZ Úr rekstri 1996-1999
Aðalfimdur Skýrr hf. verður haldinn að
Hótel Lofdeiðum - Þingsal 1
fimmtudaginn 25. febrúar nk. kl. 17:15.
Davskrá fundarins verður sem hér segir:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 4.05 gr. samþykkta félagsins.
2. Tillögur: Breytingar á samþykktum félagsins til
samræmis við upptöku rafrænnar skráningar hlutabréfa.
3. Onnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu
liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku
fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað.
Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð,
verða að gera það skriflega.
Stjóm Skýrr hf.
Ljóst er að samningur
Oz og Ericsson mun
hafa í för með sér mikil
umskipti á allri starf-
semi hugbúnaðarfyrir-
tækisins. Elmar Gísla-
son ræddi við forsvars-
menn og meirihlutaeig-
endur Oz, þá Guðjón
Má Guðjónsson og
Skúla Mogensen, um
breytingarnar og
hvernig brugðist verður
við vaxandi umsvifum.
Finance, Sumimoto og Panasonic,
auk nokkurra fjársterkra einstak-
linga þar sem frægastan skal telja
heimshornaflakkarann Jim Rogers.
Nú fjórum árum síðar virðast há-
leit markmið forsvarsmanna Oz vera
farin að skila sér, enda félagið komið
í samstarf með einu stærsta fjar-
skiptafyrirtæki í heimi, Ericsson.
Þrátt fyrh- að Oz eigi þegar í sam-
starfi við önnur stór fyrirtæki, líkt og
Microsoft og Intel, er umfang þeirra
samninga ekkert í líkingu við þann
samstarfssamning sem fyrirtækið
undii-ritaði við Ericsson, en andvirði
hans er talið nema um einum millj-
arði íslenskra króna, að undanskild-
um öllum söluhagnaði sem sameigin-
legar afurðir félaganna munu skila í
framtíðinni. Fyrirtækið kemur engu
að síður að fjölmörgum öðrum verk-
efnum og má þar t.a.m. nefna nýja
þrívíddarlausn sem Oz hefur hannað
í samvinnu við Intel og kynnt verður
í Bandaríkjunum í dag.
SAMSTARFSSAMNINGUR sá
sem fyrirtækið Oz undirritaði
við sænska símarisann Erics-
son á dögunum markar ákveðin
tímamót meðal íslenskra hugbúnað-
arfyrirtækja í ljósi þess að um er að
ræða stærsta og umfangsmesta
verkefni sem íslenskir aðilar í þess-
um geira hafa tekist á við. Vöxtur
fyrirtækisins kemur kannski ekki
svo mjög á óvart ef litið er til þeirra
markmiða sem þar ráða ríkjum. Frá
þvi að forsvarsmenn félagsins
breyttu áherslum sínum og stofnuðu
nýtt móðurfélag í Bandaríkjunum
árið 1995 hefur starfsemin að mestu
snúist um að hasla sér völl á hinum
ört vaxandi Netmarkaði. Þá þegar
var mönnum ljóst að áður en hægt
yrði að fara með samkeppnishæfa
söluvöru á markað þyrfti að fara
fram mjög umfangsmikið rannsókn-
ar- og þróunarstarf. Það var jafn-
framt vitað að sú vinna yrði afar
tímafrek og kostnaðarsöm og ljóst
að það áhættufjármagn sem þyrfti til
að fleyta fyrirtækinu í gegnum
fyrstu „tekjulausu" árin væri ekki að
finna á íslandi. Því var brugðið á það
ráð að stofna nýtt móðurfélag vest-
anhafs sem hlaut nafnið Oz.COM.
Fyrirtækinu gekk vel að selja er-
lendum fjárfestum hugmyndir sínar
og fékk fljótlega til liðs við sig öflug
félög eins og Nippon Investment and
Morgunblaðið/Ásdís
FORSPRAKKAR Oz, þeir Guðjón Már Guðjónsson stjórnarformaður t.v. og Skúli Mogensen forstjóri, segja
ljóst að samningurinn við sænska símarisann Ericsson muni valda umskiptum í rekstri félagsins.
Stærstu hluthafar Oz eru sem fyrr
þeir Guðjón Már Guðjónsson og
Skúli Mogensen, sem eiga rúman
helming hlutafjár. Um 10% eru í eigu
starfsmanna, íslenskir fjáifestar eiga
7,5% en afgangurinn er í höndum
hinna erlendu fjárfesta sem nefndir
eru að ofan.
A aðalfundi móðurfélagsins í gær,
sem fór í fyrsta sinn fram á íslandi,
var ársreikningur félagsins kynntur,
auk þess sem m.a. var greint frá eðli
og umfangi nýrra verkefna í Svíþjóð.
Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu
hefur félagið verið rekið með tapi
fram til þessa en í rekstraráætlunum
þessa árs er gert ráð fyrir
hagnaði í fyrsta sinn. Skúli
leggur þó áherslu á að
næstu tvö árin verði meg-
ináhersla lögð á að stækka
sem mest og tryggja fyrir-
tækinu sem stærsta hlutdeild á
Internetmarkaðinum.
„Líkt og gildir um allar nýjungar á
örasti vöxturinn sér stað í upphafi á
meðan hlutirnir eru í mótun, en síðan
hægir á. Internetmarkaðurinn er í
slíkum fasa um þessar mundir og því
mikilvægt að okkar mati að tryggja
Oz sem stærsta hlutdeild strax í upp-
hafi, því eftir því sem frá líður verður
erfiðara og kostnaðarsamara fyrir
nýja aðila að koma inn á þennan
markað. Það er hins vegar erfitt að
vaxa og hagnast á sama tíma. Við sjá-
um fram á að tvöfalda veltuna árlega
næstu þrjú árin, en eigum allt eins
von á að sjá taprekstur í tvö ár til við-
bótar, áður en dæmið fer að snúast
við.“
Samningurinn tvíþættur
Samningurinn við Ericsson á sér
langan aðdraganda. Að sögn Guð-
jóns fóru menn fyrst að tala saman
árið 1997 og allt síðasta ár fóru fram
stöðugar samningaviðræður á milli
fyi-ii-tækjanna áður en gengið var frá
formlegu samkomulagi á dögunum.
Hann segir að samningnum megi
skipta í tvennt. Annars vegar er um
að ræða almennan samstarfssamn-
ing „General agreement", sem segja
má að sé nokkurs konar rammi sem
hafður er til grundvallar
þegar fyrirtækin semja
um tiltekin verkefni,
„Specific agreements“.
Þau geta hins vegar verið
fjölmörg og af ýmsu tagi.
Þegar hefur verið gengið frá einum
slíkum verkefnasamningi sem
kynntur verður í apríl auk þess sem
fleiri eru í bígerð, sem skýrist vænt-
anlega síðai’ á þessu ári.
Nú þegar starfa um 50 manns við
þróun samskiptakerfisins sem félög-
in vinna að í sameiningu í Stokk-
hólmi. Þar af eru 25 á vegum Oz en
að óbreyttu mun sú tala hækka um-
talsvert í nónustu framtíð.
Guðjón segir Ijóst að miklum og
hröðum vexti, líkt og Oz er að ganga í
gegnum, fylgi eðlilega ákveðin vanda-
mól en þau séu jákvæð og skemmti-
leg viðfangs. Þegar þeir félagar fóru
af stað fyrir níu árum fór reksturinn
Mikilvægt að
Oz haldi sjálf-
stæði
10.000
TEKJUR:
(þús. dollara
4.133
9.440
228
1996 1997 1998 1999
Sundurllðun gjalda (%)
GJÖLD:
í þús. dollara
5.733 5.699
3.313
Q
1996 1997 1998 1999
Þróun oq rannsóknir 50,4 29,0 42,8 54,8
Sala oq markaðsstarf 17,9 17,5 21,4 17,9
Almennt oq stjórnun 31,7 53,4 35,8 27,3
SAMTALS 100,0 100,0 100,0 100,0
HAGNAÐUR
(TAP):
í þús. dollara
1996 1997 1998
|-1.736
’3'142 R
459
1999
-4.792
fram í einu herbergi við Brautarholt
8.1 dag fer starfsemin fram í fyrrver-
andi húsnæði Osta- og smjörsölunnar
á Snorrabraut 54, auk þess sem fyrir-
tækið á hluta af nálægri byggingu.
Plássið er engu að síður af skomum
skammti og útlit fyrir að gn'pa þurfi
tii einhverra ráðstafana í þeim efnum
þegar á þessu ári. „Við eigum frekari
byggingarrétt hér á lóðinni við
Snorrabraut sem hugsanlega verður
nýttur. Þó er spuming hversu mikið
fyrirtækið getur vaxið hér á landi í
framtíðinni. Við störfum í fagi þar
sem mikil samkeppni ríkir um hæft
starfsfólk og alls ekki víst að markað-
urinn hér heima dugi til að mæta
þörfum okkar. Annar mögulegur
kostur væri að nýta frekar þá aðstöðu
sem við búum við í Bandaríkjunum og
Svíþjóð. Þó ber að leggja á það
áherslu að óháð því hvaða leið verður
farin mun fyrirtækið ávallt eiga ræL
ur sínar á Islandi.“
Leggja áherslu á heildarlausnir
Þó að Ericsson eigi uppruna að
rekja til Svíþjóðar hefur fyrirtækið
fyrir löngu skipað sér sess á meðal
stærstu aðila í veröldinni á sínu sviði.
Félagið er með starfsemi í 134 lönd-
um og hjá því starfa alls um 100 þús-
und manns.
Að sögn Skúla leggur Ericsson
mikla áherslu á heildarlausnir fyrii'
viðskiptavini sína og til að mæta
þeim kröfum hefur félagið fengið til
liðs við sig fjölda samstarfsaðila líkt
og Oz. Hann neitar því ekki að í
samningaviðræðunum hafi komið til
tals að Ericsson keypti Oz en segir
að báðir aðilar hafi orðið ásáttir um
að slík ráðstöfun væri óheppilegur
kostur fyrh’ bæði fyrirtækin.
„Þeirra fjárfesting snýst aðallega
um að fá til liðs við sig smærri aðila
sem eru í nánari tengslum við
markaðinn en þeim er mögulegt
vegna stærðar sinnar. Við vinnum á
öðrum hraða, höfum aðra hugsun og
sjáum veruleikann í allt öðru ljósi
en þeir. Forsvarsmenn Ericsson
gera sér grein fyrir þeim samruna
sem er að eiga sér stað á milli Inter-
netsins og símatækninnar og ætla
sér hlutdeild á þeim vettvangi. Þeir
hrifust af þeim Netlausnum sem við
höfum þróað og leituðu til okkar um
samstarf. Ein grundvallarforsendan
fyrir því að samningurinn skili þeim
tilætluðum árangri byggist þar af
leiðandi á því að Oz haldi sjálfstæði
sínu og eigi áfram í samstarfi við
aðra aðila. Það kemur í veg fyrir
stöðnun og tryggir að fyrirtækið
haldi áfram að þroskast, sem er
ekki síður þefrra hagur en okkar,"
að sögn Skúla.
Gæti komið til
skráningar á árinu
Eftir að greint var frá samstarfinu
við Ericsson hafa margir velt því fyr-
ir sér hvort því verði fylgt eftir með
skráningu móðurfélagsins á markað
í Bandaríkjunum. Skúli segir að það
hafi verið yfirlýst stefna frá upphafi
að sækja um skráningu þar vestra.
Hvenær af því verður sé þó að stór-
um hluta undir markaðnum komið.
„Eins og staðan er í dag stefnum við
ótrauðir á skráningu á Nasdaq síðar
á þessu ári, enda er Oz komið mun
lengra á veg en mörg þau fyrirtæki
sem þegar hafa hlotið skráningu.
Það sem skiptfr okkur hins vegar
mestu máli í dag er að styrkja stoðir
félagsins og gera því kleift að mæta
þeim vexti sem við blasir. Við höfum
t.d. fengið bandaríska frumkvöðulinn
dr. Edward Tuck til liðs við okkur og
tók hann formlega sæti í stjórn fé-
lagsins í gær. Hann var einn af
stofnendum Tele Desic á sínum tíma
og er okkur mikill liðsstyrkur líkt og
Daninn Hans Hansson, sem stýrir
starfsemi okkar í Svíþjóð, en hann er
fyrrverandi forstöðumaður þróunar-
sviðs hjá Nokia. Þá stendur til að
taka inn tvo nýja menn til viðbótar í
stjórn félagsins sem greint verður
frá á næstunni."
Þrátt fyrir að meginverkefnin sem
framundan eru séu aðallega á er-
lendum vettvangi binda þeir vonir
við að geta aukið umsvif sín hér inn-
anlands í framtíðinni. Þeir segja Is-
land spennandi tilraunamai’kað að
ýmsu leyti og vísa þar til mikillar
tölvu- og símnotkunar landsmanna
samfara almennt góðri tölvuþekk-
ingu, sem gæti komið fyrirtækjum til
góða við þróun og smíði hugbúnaðar.