Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 19

Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 19 S Hagnaður Búnaðarbanka Islands hf. 649 milljónir að teknu tilliti til skatta Gengishagnaður hækk- aði um 110% milli ára Búnaóarbanki Islai ndsi 'íj IpUi íHiíhi viixi im Úr reikningum 1998 Ivllll llUvj Úrrekstrí 1998 1997 Breyting Vaxtatekjur Milljónir króna 6.578 5.683 +16% Vaxtagjöld 3.669 3.003 +22% Hreinar vaxtatekjur 2.909 2.680 +9% Aðrar rekstrartekjur 2.030 1.460 +39% Hreinar rekstrartekjur 4.939 4.140 +19% Önnur rekstrargjöld 3.385 2.955 +15% Framlög í afskriftareikning 678 399 +70% Hagnaður fyrir skatta 876 786 +11% Skattar 227 246 ■8% Hagnaður tímabilsins 649 137 +374% Efnahagsreikn. 3i.des. 1998 1997 Breyting | Elgnlr: Milljónir króna Sjóður, ríkisvíxl. og kröfur á lánast. 6.623 8.006 ■17% Útlán 64.383 48.578 +33% Markaðsverðbréf og eignarhl. í fél. 14.138 7.646 +85% Aðrar eignir 3.393 3.137 +8% Eignir alls 88.537 67.367 +31% Skuldlr og eigið fé: Skuldir við lánastofnanir 5.810 3.770 +54% Innlán 45.779 40.424 +13% Lántaka 28.786 17.217 +67% Aðrar skuldir 924 1.225 ■25% Reiknaðar skuldbindingar 333 324 +3% Eigið fé 6.138 4.407 +39% Skuldir og eigið fé samtals 88.537 67.367 +31% HAGNAÐUR Búnaðarbanka ís- lands á árinu 1998 var 876 milljónir króna fyrir skatta, en að teknu til- liti til skatta var hagnaðurinn 649 milljónir. Gengishagnaður bankans var 685 milljónir króna og hækkaði hann um 110% milli ára. Arið 1997 var hagnaður bankans af reglulegri starfsemi 540 milljónir króna eftir skatta. Hagnaður bank- ans á síðasta ári varð um 10% meiri en áætlað var þegar hlutafjárútboð í bankanum fór fram í desember síðastliðnum, og að sögn Stefáns Pálssonar bankastjóra stafar það af meiri umsvifum í verðbréfavið- skiptum í desember en gert hafði verið ráð fyrir. Aukning hagnaðar bankans eftir skatta varð 20% milli ára og raun- arðsemi eigin fjár 19,6%, en 14,6% að teknu tilliti til reiknaðs tekju- skatts. Hreinar vaxtatekjur voru 2.909 milljónir króna og hækkuðu þær um 9% milli ára. Vaxtamunur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum í hlutfalli af meðal- stöðu heildarfjármagns, lækkaði töluvert og var 3,73% til saman- burðar við 4,41% á árinu 1997. Aðr- ar rekstrartekjur námu 2.030 millj- ónum króna og hækkuðu um 570 milljónir króna milli ára, eða 39%. Aukning varð á öllum helstu tekjustofnum Búnaðarbankans en mestu munar um 359 milljóna króna hækkun á gengishagnaði sem var 685 milljónir króna, til samanburðar við 326 milljónir árið 1997. Hreinar rekstrartekjur bankans voru 4.939 milljónir króna og jukust þær um 799 milljónir króna, eða rúm 19%. Rekstrargjöld hækkuðu hlutfalls- lega minna, eða um tæp 15%, og námu alls 3.385 milljónum króna, til samanburðar við 2.955 milljónir króna árið áður. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af tekjum lækkaði því nokkuð milli ára og var 68,5% af tekjum til samanburðar við 72,5% af tekjum árið 1997. Framlög bankans á afskrifta- reikning útlána hækkuðu milli ára, og alls voru færðar 678 milljónir króna á afskriftareikning útlána, þar af 137 milljónir sem almennt varúðarframlag vegna mikillar stækkunar bankans. Sem hlutfall af meðalstöðu efnahagsreiknings var framlagið 0,87%. Stækkun um 40,4 milljarða á þremur árum Niðurstöðutala efnahagsreikn- ings Búnaðarbankans var 88,5 milljarðar en var 67,4 milljarðar í árslok 1997. Þetta er 31% stækkun og hefur heildarfjármagn bankans þá aukist um 84% á síðustu þrem- ur árum, eða um 40,4 milljarða króna. Útlán bankans í árslok 1998 voru 64,4 milljarðar og hækkuðu um 15,8 milljarða á árinu, eða 33%, og hafa þá aukist um 30,2 milljarða á þremur árum. Hlut- fallslega varð mesta aukningin á árinu í erlendum endurlánum, en þau jukust um 7,5 milljarða, eða 75%. Hlutdeild bankans í útlánum banka og sparisjóða var rúm 20% í árslok 1998. Innlán að meðtalinni verðbréfa- útgáfu í árslok 1998 voru 51,9 millj- arðar króna og hækkuðu um rúm 16% á árinu. Veruleg aukning varð einnig á erlendum lántökum bank- ans, sem jukust um 9,2 milljarða á árinu og voru 22,6 milljarðar í árs- lok. Hlutdeild Búnaðarbankans í heildarinnistæðum banka og spari- sjóða var samkvæmt bráðabirgða- tölum 21% í árslok 1998. Eigið fé Búnaðarbankans í árslok nam 6.138 milljónum króna og jókst það um 1.731 milljón á árinu, eða um 39%. Hlutafé bankans í ársbyrj- un var 3.500 milljónir króna, en á síðari árshelmingi var hlutafé bankans aukið um 600 milljónir króna nafnverðs og var 4.100 millj- ónir króna í árslok. A árinu gaf bankinn út víkjandi lán til að styrkja enn frekar eiginfjárhlutfall sitt og stóð það lán í 767 milljónum króna um áramót. Samkvæmt CAD-reglum var eiginfjárhlutfall bankans 9,2% í árslok. Sterk alhliða stofnun Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að mikil aukning hefði verið í starfsemi bankans á verðbréfasviðinu en vegna þeirrar starfsemi hefði einnig orðið aukn- ing í starfsmannahaldinu. „Það er kannstd svolítið erfitt að draga einn þátt út úr og segja að verðbréfin skili meirihluta hagnaðar- ins ef allur kostnaður á bankanum er skilinn eftir, því auðvitað kostar þetta dýran mannskap. Mín niður- staða er að bankinn spili mjög vel saman núna og að við séum mjög sterk alhliða stoíhun," sagði Stefán. „Út af fyrir sig gefa hefðbundin sparisjóðsviðskipti, tékkaviðskipti og annað slíkt ekkert af sér og reyndar er gott ef það sleppur. Þetta er mannfrekt og það má segja að öll bankastarfsemi hafi breyst mjög mikið á síðustu fimm árum og við sjáum að allir bankamir hafa dregið inn til sín verðbréfaviðskiptin." Umhverfí bankanna í mjög góðu lagi Albert Jónsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs, sagði að ef horft væri á afkomu Búnaðarbankans miðað við árið áð- ur væri um verulegan bata að ræða og ekki hægt að segja annað en að bankinn væri að gera mjög góða hluti. Ef mið væri tekið af afkomu Islandsbanka væri afkoman hins vegar ívið lakari. „Tekjurnar sem Islandsbanki hafði voru mikið til vegna markaðs- verðbréfa og gjaldeyris og síðan var góður hagnaður vegna Glitnis og VIB, en hagnaðurinn af reglu- legri starfsemi var ekkert sérstak- ur. Hjá Búnaðarbankanum kemur fram að aukning varð á öllum helstu tekjustofnum, en mestu munaði um 359 milljóna króna hækkun á gengishagnaði. Það sem virðist skýra þetta að verulegu leyti virðist því vera umtalsverð aukning á hagnaði vegna markaðsverðbréfa og þá eru menn að horfa á lækkun vaxta á langtímabréfum. Það má kannski segja það almennt um bankana að það vaxtaumhverfi sem við upplifðum í fyrra þar sem vextir lækkuðu verulega hefur leitt til þess að bankarnir högnuðust mjög vel,“ sagði Albert. „Það virðist ekki vera mikill hagnaður af hefðbundinni banka- starfsemi heldur er þetta fyrst og fremst af starfseminni með mark- aðsVerðbréf og gjaldeyri sem er að skila þeim verulegum hagnaði á síð- asta ári. Þá velta menn fyrir sér hvernig verður með þetta ár og það bendir margt til þess að vextirnir geti lækkað enn frekar á þessu ári og það ætti að geta komið bönkun- um til góða. Umhverfi þeirra virðist því vera í mjög góðu lagi,“ segir Al- bert Jónsson. Lítil viðskipti voru með hlutabréf í Búnaðarbankanum á Verðbréfa- þingi Islands í gær, eða íyrir tæp- lega 1,6 milljónir króna, og lækkaði gengi þeirra um 4,32%. • Ljósmyndataka í bobi Hans Petersen hefst kl. 10.30 fyrir heppna krakka • Kringlan býóur krökkum að sjó Mulan í Kringlubíó kl. 13.00 * fyrstir koma fyrstir fó • Andlitsmólun í göngugötunni fró 11.00-13.30 • ...og hver veit nema hressir og góöir krakkar fói góðgæti ÖSKUFJÖR fyrir alla krakka Opiö: mán,- fim. 10.00 - 18.30 fös. 10.00-19.00 lau. 10.00- 18.00 Þar sem þú vitt vera

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.