Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 20

Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ sæpiast Góður rekstrarárangur Norræna semur vio ° Danexport fjárfestingarbankans árið 1998 SÆPLAST hf. hefur nýverið gert umboðssamning við danska fyrirtæk- ið Danexport a/s um sölu á kerum og brettum til Svíþjóðar og Finnlands. Danexport a/s sem er hluti af B JH- fyrirtækjasamsteypunni er með aðal- stöðvar í Graasten í Danmörku en auk þess er fyrirtækið með fram- leiðslu- og sölufyrirtæki víða um heim. Þannig er fyrirtækið með eigin framleiðslu- og sölufyrirtæki m.a. í Englandi, Svíþjóð, Frakklandi, Kóreu, Noregi, Lettlandi, Spáni og Kanada. Og auk þessa er fjöldi um- boðsmanna víða um heim. í fréttatilkynningu kemur fram að Danexport a/s er sérhæft í vinnslu kjötafurða hvort sem er til manneldis eða annarra nota. Innan fyrirtækisins eru þrjár megindeildir sem hver er sérhæfð á sínu sviði: Matvælasvið er sölu- og framleiðsludeild fyrir kjöt, físk og fuglaafurðir til manneldis. Sérframleiðslusvið er með áherslu á söfnun kjötafganga frá kjötvinnslum til framleiðslu á gæludýrafóðri. Próteinsvið, en þar eru framleiddar próteinafurðir til manneldis. Við framleiðslu á gæludýrafóðri safnar Danexport a/s saman þeim af- skurði frá kjötvinnslum sem til fellur í Skandinavíu og flytur til sinna framleiðslufyrirtækja. Danexport a/s kaupir einnig fiskúrgang af íslensk- um fyrirtækjum til vinnslu. Heildarsala Danexport a/s er um 400.000 tonn á ári, starfsmenn eru um 420 og söluvelta um 350 milljón USD á ári. I fréttatilkynningu frá Sæplasti hf. kemur fram að félagið hefur til langs tíma selt ker til Danexport a/s og í nýjustu verksmiðju Danexport a/s eru sjálfvirkar framleiðslulínur þar sem Sæplastker eru undirstaða sjálfvirkninnar og fara allar færslur á hráefni innan verksmiðjunnar fram í kerum sem flutt eru á sérhönnuð- um færiböndum milli aðgerðastaða. „Sæplast hf. bindur miklar vonir við þessi fyrstu skref fyrirtækjanna í samstarfí, en hér skapast tækifæri til að vinna með einum öflugasta sölu- og framleiðsluaðila innan kjöt- iðnaðarins á Norðurlöngum að frek- ari sölu og þróun kera inn á þennan markað, samvinnu í markaðsmálum í öðrum heimshlutum og sameigin- legri þátttöku í sýningum innan þessa iðnaðargeira. REKSTRARÁRANGUR Norræna fjárfestingarbankans, NIB, á síð- asta ári var góður og jókst vaxta- munur í 137 milljón evrur, eða 11 milljarða íslenskra króna, úr 131 milljón evra árið 1997. Um útlána- töp var ekki að ræða á árinu. Um- fang útlána náði jafnvægi á árinu og námu ný útlán ásamt ábyrgðum 1.353 milljónum evra samanborið við 1.649 milljónir árið áður. Hagn- aður var 115 milljónir evra, eða 9,2 milljarðar íslenskra króna, en var 114 milljónir evra árið 1997. I fréttatilkynningu frá Norræna fjárfestingarbankanum segir að síð- asta ár hafi verið mikilvægt fyrir bankann, en á árinu samþykktu rík- isstjórnir Norðurlanda nýjan stofn- samning um bankann sem endur- speglar aukin umsvif hans á al- þjóðavettvangi. í samningnum eru tekin af öll tvímæli um það að bank- inn er í eðli sínu fjölþjóðleg fjár- málastofnun og þar með rennt styrkum stoðum undir alþjóðlega starfsemi hans. Jafnframt þessu var tekin ákvörðun um að auka stofnfé bankans verulega. A árinu átti bankinn hlut að fjár- ATVINNUREKENDUR þurfa nú í kjölfar nýrra laga um viðbótarlífeyr- isspamað launafólks að greiða sem nemur 0,2% af launum starfsmanna í viðbótarlífeyrisspamað þeirra og fullt tryggingargjald að auki þrátt fyrir að í lögunum kveði á um að at- vinnurekendur fái afslátt af trygg- ingargjaldi sem nemur hlut þeirra í viðbótarlífeyrisspamaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu borgar ríkið at- vinnurekendum uppsafnaðan afslátt af tryggingargjaldi í desember næstkomandi. Einstaklingar geta lagt allt að 2% mögnun 60 stærri fjárfestingar- verkefna og lánaramma á Norður- löndum. Alls voru greidd út ný lán til norrænna aðila að upphæð 1.046 milljónir evra samanborið við 1.430 milljónir árið áður. Stór hiuti lán- anna rann til fjármögnunar fjárfest- inga yfír landamæri. Ennfremur em rannsóknir og þróun, umhverf- isbætur og endurbætur og efling innviða ofarlega á blaði meðal þeirra verkefna sem bankinn fjár- magnaði beint og óbeint á árinu. Fram kemur í fréttatilkynningu bankans að eins og á fyrra ári eigi sænskir viðskiptavinir stærstan hlut í útistandandi lánum bankans á Norðurlöndum, eða um 38%. 6,1 milljarður króna lánaður til íslenskra lántakenda Hlutdeild íslenskra lántakenda svarar til 7% útborgaðra lána Norð- urlandadeildar NIB á árinu 1998, en á árinu voru greidd út lán til 11 lántakenda á íslandi alls að fjárhæð 75,8 milljónir evra, eða 6,1 milljarð- ur íslenskra króna. Meðal nokkuira helstu nýrra lána bankans til Is- lands í fyrra er lán að jafnvirði einn af launum sínum í séreignarsjóð og launagreiðandi er skyldugur til að greiða 0,2% af launum í séreignar- sjóðinn til viðbótar, þannig að alls eru greidd 2,2% í slíkan viðbótarlíf- eyrissparnað mánaðarlega. I dag greiða atvinnurekendur bæði fullt tryggingargjald ásamt 0,2% í séreignarsjóð starfsmanna og þurfa að bíða þangað til í desem- ber til að fá endurgreitt tryggingar- gjaldið fyrir mánuðina frá janúar til desember. Tryggingargjald er ætlað til að fjármagna atvinnuleysistrygginar- sjóð og almannatryggingar, eins og kveðið er á um í lögum um trygg- ingargjald. Álögur eiga ekki að aukast Ragnheiður Árnadóttir, aðstoð- armaður fjármálaráðherra, segir að tillaga um framkvæmd greiðslu þessa afsláttar sé komin frá efna- milljarður króna sem Hitaveita Suðurnesja tók, en því á að verja til endurbyggingar á elsta hluta orku- vers fyrirtækisins í Svartsengi. NIB tók þátt í fjölbankaláni til Flugleiða og var hluti lánsins greiddur út á árinu. Nam hann 500 milljónum króna og varði félagið láninu til kaupa á nýjum flugvélum. Veitt var lán til íslenska járnblendi- félagsins á Grundartanga vegna byggingar þriðja bræðsluofns verk- smiðjunnar og nam lánið um einum milljarði króna. Þá var greitt út lán til Reykjavíkurborgar að fjárhæð 800 milljónir króna vegna fram- kvæmda Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum. Undirritaður var nýr lánasamn- ingur við Rafmagnsveitur ríkisins að fjárhæð 160 milljónir króna og var lánið veitt til uppbyggingar á dreifikerfi RARIK. Grandi hf. tók lán hjá NIB á árinu 1998 að jafn- virði 150 milljónir króna og var lán- inu varið til fjármögnunar fiski- mjölsverksmiðju í Örfirisey, en stór hluti af búnaði verksmiðjunnar kom frá Noregi. Byggðastofnun tók á ár- inu lán hjá NIB að fjárhæð 400 hags- og viðskiptanefnd Alþingis og ákveðið hafi verið að hafa þenn- an háttinn á vegna hagræðis sem þetta fyrirkomulag hefur í för með sér. „Þessi lög voru upphaflega sett til að örva lífeyrisspamað landsmanna og til að tryggja það leggur atvinnu- rekandi fram viðbótargjald, 0,2%, en fær í staðinn lækkun á trygging- argjaldi sem þýðir að ekki eiga að aukast álögur á atvinnurekandann," sagði Ragnheiður. Hún sagði að þegar atvinnurek- andi skilaði tryggingargjaldi fyrir desember yrði allt árið gert upp í kjölfarið og uppsafnaður afsláttur af tryggingargjaldi ársins dreginn af desembergreiðslu tryggingar- gjalds viðkomandi atvinnurekanda. Aðspurð hvort vextir væru reikn- aðir á greiðsluna sem safnaðist upp sagði hún að svo væri ekki, greiðsl- an bæri ekki inneignarvexti. milljónir króna, en um er að ræða byggðalán frá bankanum sem veitt eru til lánastofnana innan Norður- landa, sem hafa fyrir markmið að stuðla að þróun atvinnulífs og stöð- ugleika í þróun byggðar. Loks má geta þess að veitt var lán til Lána- sjóðs sveitarfélaga að upphæð 300 milljónir króna til fjármögnunar verkefna sveitarfélaga. Þegar hafa verið greiddar út af láninu 100 millj- ónir króna sem renna til fram- kvæmda vegna nýrrar hitaveitu í Stykkishólmi. Lánarammar til banka og lána- stofnana voru stór hluti af lánum NIB til íslands á árinu 1998. Fram kemur í fréttatilkynningu bankans að rammafyrirkomulagið hafi reynst vel á Islandi og aukið hlut- deild NIB í fjármögnun verkefna smárra og miðlungi stórra fyrir- tækja. Voru undirritaðir þrír nýir lánssamningar við íslenska við- skiptabanka til fjármögnunar verk- efna smárra og miðlungsstóira fyr- irtækja og sveitarfélaga á Islandi, og voru þessi lán veitt Búnaðar- banka íslands hf., íslandsbanka og Landsbanka íslands hf. Efnahagsþrengingar í A-Asíu og S-Ameríku Áhrifín á Island LANDSNEFND Alþjóða verslunarráðsins stendur fyrir hádegisverðarfundi fimmtu- daginn 18. febrúar nk. þar sem fjallað verður um áhrif efnahagsþrenginga í Austur- Asíu og Suður-Ameríku á ís- lenskt efnahags- og viðskipta- líf. Framsögumenn verða Frið- rik Már Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, og Róbert B. Agnarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SIF. Fundurinn hefst kl. 12:00 í Setrinu á Grand Hóteli Reykjavík. Þátttökugjald er 2.500 kr. en innifalið í því er hádegisverður og kaffi. Hægt er að skrá þátttöku hjá skrifstofu Landsnefndar- innar í síma 510-7100 eða með tölvupósti, netfang mar@chamber.is. Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins Áhrif efnahagsþrenginga í Austur-Asíu og Suður-Ameríku á íslenskt efnahags- og viðskiptalíf IHádegisverðarfundnr á Grand Hótel Reykjavík Hlutabréfaviðskiptin á Verðbréfaþingi íslands Viðskiptin 4 milljarðar það sem af er árinu Tryggingargjald og viðbótarlífeyrissparnaður Atvinnurekendur fá end- urgreitt í desember Fimmtudaginn 18. febrúar nk. kl. 12.00 stendur Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins fyrir hádegis- verðarfundi þar sem fjallað verður um áhrif efnahagsþrenginga í Austur-Asíu og Suður-Ameríku á íslenskt efnahags- og viðskiptalíf. Framsögumenn verða Friðrik Már Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, og Róbert Agnarsson aðstoðarforstjóri SÍF. Fundurinn hefst kl. 12.00 í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík Þátttökugjald er kr. 2.500 en innifalið í því er hádegisverður og kaffi. Vinsamlegast skráið þátttöku hjá skrifstofú Landsnefndarinnar í síma 510 7100 eða með tölvupósti, netfang mar@chamber.is HEILDARVIÐSKIPTI á Verð- bréfaþingi Islands með hlutabréf nemur það sem af er ári 4.025 millj- ónum króna. Ef sama velta helst út árið yrði velta hlutabréfa yfir 30 milljarðar króna árið 1999. Árið 1998 námu heildarviðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi Is- lands 12,7 milljörðum króna sem er um 5% minni velta heldur en árið á undan er þau námu 13,3 milljörðum króna. í morgunkorni Fjárfestingar- banka atvinnulífsins í gær eru nefndar tvær hugsanlegar skýring- ar á veltuaukningunni í ár. „í fyrsta Iagi jókst heildarmarkaðsverðmæti skráðra félaga mjög á seinni hluta síðasta árs með tilkomu Lands- banka, FBA, Búnaðarbanka, Skýrr og Aðalverktaka inn á markað og kann hluti af veltuaukningunni að felast í því. Hin skýringin er sú staðreynd að verð hlutabréfa hefur verið á uppleið frá áramótum, en velta á hlutabréfamarkaði er yfir- leitt í samræmi við andrúmsloftið á markaðinum. Þannig er velta mark- tækt meiri þegar verð er á uppleið en þegar verðið er á niðurleið," að því er fram kemur í morgunkorni FBA. Barclays heldur kostnaði í skefjum London. Reuters. BARCLAYS, einn stærsti banki Bretlands, hefur tilkynnt að hagn- aður fyrir skatta hafi aukizt um 12% í fyrra og heitið því að auka hagnað ennþá meir á þessu ári með því að halda kostnaði í skefjum. Hagnaður fyrir skatta og eftir af- skriftir jókst í 1,92 milljarða punda úr 1,72 milljörðum 1997 líkt og sér- fræðingar höfðu búizt við. Hins vegar var skýringin á aukn- um hagnaði 1998 mikið tap á fyrr- verandi fjárfestingararmi Barclays, BZW, íyrir tveimur árum. Verð hlutabréfa í Barclays hækk- aði um 3% við fréttina. Verð bréf- anna hefur hækkað að mun síðan Bandaríkjamaðurinn Michael O’Neill var skipaður aðalbanka- stjóri fyrir viku. Afsögn fyrirrenn- ara hans, Martins Taylors, vakti uppnám í október.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.