Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ sæpiast Góður rekstrarárangur Norræna semur vio ° Danexport fjárfestingarbankans árið 1998 SÆPLAST hf. hefur nýverið gert umboðssamning við danska fyrirtæk- ið Danexport a/s um sölu á kerum og brettum til Svíþjóðar og Finnlands. Danexport a/s sem er hluti af B JH- fyrirtækjasamsteypunni er með aðal- stöðvar í Graasten í Danmörku en auk þess er fyrirtækið með fram- leiðslu- og sölufyrirtæki víða um heim. Þannig er fyrirtækið með eigin framleiðslu- og sölufyrirtæki m.a. í Englandi, Svíþjóð, Frakklandi, Kóreu, Noregi, Lettlandi, Spáni og Kanada. Og auk þessa er fjöldi um- boðsmanna víða um heim. í fréttatilkynningu kemur fram að Danexport a/s er sérhæft í vinnslu kjötafurða hvort sem er til manneldis eða annarra nota. Innan fyrirtækisins eru þrjár megindeildir sem hver er sérhæfð á sínu sviði: Matvælasvið er sölu- og framleiðsludeild fyrir kjöt, físk og fuglaafurðir til manneldis. Sérframleiðslusvið er með áherslu á söfnun kjötafganga frá kjötvinnslum til framleiðslu á gæludýrafóðri. Próteinsvið, en þar eru framleiddar próteinafurðir til manneldis. Við framleiðslu á gæludýrafóðri safnar Danexport a/s saman þeim af- skurði frá kjötvinnslum sem til fellur í Skandinavíu og flytur til sinna framleiðslufyrirtækja. Danexport a/s kaupir einnig fiskúrgang af íslensk- um fyrirtækjum til vinnslu. Heildarsala Danexport a/s er um 400.000 tonn á ári, starfsmenn eru um 420 og söluvelta um 350 milljón USD á ári. I fréttatilkynningu frá Sæplasti hf. kemur fram að félagið hefur til langs tíma selt ker til Danexport a/s og í nýjustu verksmiðju Danexport a/s eru sjálfvirkar framleiðslulínur þar sem Sæplastker eru undirstaða sjálfvirkninnar og fara allar færslur á hráefni innan verksmiðjunnar fram í kerum sem flutt eru á sérhönnuð- um færiböndum milli aðgerðastaða. „Sæplast hf. bindur miklar vonir við þessi fyrstu skref fyrirtækjanna í samstarfí, en hér skapast tækifæri til að vinna með einum öflugasta sölu- og framleiðsluaðila innan kjöt- iðnaðarins á Norðurlöngum að frek- ari sölu og þróun kera inn á þennan markað, samvinnu í markaðsmálum í öðrum heimshlutum og sameigin- legri þátttöku í sýningum innan þessa iðnaðargeira. REKSTRARÁRANGUR Norræna fjárfestingarbankans, NIB, á síð- asta ári var góður og jókst vaxta- munur í 137 milljón evrur, eða 11 milljarða íslenskra króna, úr 131 milljón evra árið 1997. Um útlána- töp var ekki að ræða á árinu. Um- fang útlána náði jafnvægi á árinu og námu ný útlán ásamt ábyrgðum 1.353 milljónum evra samanborið við 1.649 milljónir árið áður. Hagn- aður var 115 milljónir evra, eða 9,2 milljarðar íslenskra króna, en var 114 milljónir evra árið 1997. I fréttatilkynningu frá Norræna fjárfestingarbankanum segir að síð- asta ár hafi verið mikilvægt fyrir bankann, en á árinu samþykktu rík- isstjórnir Norðurlanda nýjan stofn- samning um bankann sem endur- speglar aukin umsvif hans á al- þjóðavettvangi. í samningnum eru tekin af öll tvímæli um það að bank- inn er í eðli sínu fjölþjóðleg fjár- málastofnun og þar með rennt styrkum stoðum undir alþjóðlega starfsemi hans. Jafnframt þessu var tekin ákvörðun um að auka stofnfé bankans verulega. A árinu átti bankinn hlut að fjár- ATVINNUREKENDUR þurfa nú í kjölfar nýrra laga um viðbótarlífeyr- isspamað launafólks að greiða sem nemur 0,2% af launum starfsmanna í viðbótarlífeyrisspamað þeirra og fullt tryggingargjald að auki þrátt fyrir að í lögunum kveði á um að at- vinnurekendur fái afslátt af trygg- ingargjaldi sem nemur hlut þeirra í viðbótarlífeyrisspamaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu borgar ríkið at- vinnurekendum uppsafnaðan afslátt af tryggingargjaldi í desember næstkomandi. Einstaklingar geta lagt allt að 2% mögnun 60 stærri fjárfestingar- verkefna og lánaramma á Norður- löndum. Alls voru greidd út ný lán til norrænna aðila að upphæð 1.046 milljónir evra samanborið við 1.430 milljónir árið áður. Stór hiuti lán- anna rann til fjármögnunar fjárfest- inga yfír landamæri. Ennfremur em rannsóknir og þróun, umhverf- isbætur og endurbætur og efling innviða ofarlega á blaði meðal þeirra verkefna sem bankinn fjár- magnaði beint og óbeint á árinu. Fram kemur í fréttatilkynningu bankans að eins og á fyrra ári eigi sænskir viðskiptavinir stærstan hlut í útistandandi lánum bankans á Norðurlöndum, eða um 38%. 6,1 milljarður króna lánaður til íslenskra lántakenda Hlutdeild íslenskra lántakenda svarar til 7% útborgaðra lána Norð- urlandadeildar NIB á árinu 1998, en á árinu voru greidd út lán til 11 lántakenda á íslandi alls að fjárhæð 75,8 milljónir evra, eða 6,1 milljarð- ur íslenskra króna. Meðal nokkuira helstu nýrra lána bankans til Is- lands í fyrra er lán að jafnvirði einn af launum sínum í séreignarsjóð og launagreiðandi er skyldugur til að greiða 0,2% af launum í séreignar- sjóðinn til viðbótar, þannig að alls eru greidd 2,2% í slíkan viðbótarlíf- eyrissparnað mánaðarlega. I dag greiða atvinnurekendur bæði fullt tryggingargjald ásamt 0,2% í séreignarsjóð starfsmanna og þurfa að bíða þangað til í desem- ber til að fá endurgreitt tryggingar- gjaldið fyrir mánuðina frá janúar til desember. Tryggingargjald er ætlað til að fjármagna atvinnuleysistrygginar- sjóð og almannatryggingar, eins og kveðið er á um í lögum um trygg- ingargjald. Álögur eiga ekki að aukast Ragnheiður Árnadóttir, aðstoð- armaður fjármálaráðherra, segir að tillaga um framkvæmd greiðslu þessa afsláttar sé komin frá efna- milljarður króna sem Hitaveita Suðurnesja tók, en því á að verja til endurbyggingar á elsta hluta orku- vers fyrirtækisins í Svartsengi. NIB tók þátt í fjölbankaláni til Flugleiða og var hluti lánsins greiddur út á árinu. Nam hann 500 milljónum króna og varði félagið láninu til kaupa á nýjum flugvélum. Veitt var lán til íslenska járnblendi- félagsins á Grundartanga vegna byggingar þriðja bræðsluofns verk- smiðjunnar og nam lánið um einum milljarði króna. Þá var greitt út lán til Reykjavíkurborgar að fjárhæð 800 milljónir króna vegna fram- kvæmda Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum. Undirritaður var nýr lánasamn- ingur við Rafmagnsveitur ríkisins að fjárhæð 160 milljónir króna og var lánið veitt til uppbyggingar á dreifikerfi RARIK. Grandi hf. tók lán hjá NIB á árinu 1998 að jafn- virði 150 milljónir króna og var lán- inu varið til fjármögnunar fiski- mjölsverksmiðju í Örfirisey, en stór hluti af búnaði verksmiðjunnar kom frá Noregi. Byggðastofnun tók á ár- inu lán hjá NIB að fjárhæð 400 hags- og viðskiptanefnd Alþingis og ákveðið hafi verið að hafa þenn- an háttinn á vegna hagræðis sem þetta fyrirkomulag hefur í för með sér. „Þessi lög voru upphaflega sett til að örva lífeyrisspamað landsmanna og til að tryggja það leggur atvinnu- rekandi fram viðbótargjald, 0,2%, en fær í staðinn lækkun á trygging- argjaldi sem þýðir að ekki eiga að aukast álögur á atvinnurekandann," sagði Ragnheiður. Hún sagði að þegar atvinnurek- andi skilaði tryggingargjaldi fyrir desember yrði allt árið gert upp í kjölfarið og uppsafnaður afsláttur af tryggingargjaldi ársins dreginn af desembergreiðslu tryggingar- gjalds viðkomandi atvinnurekanda. Aðspurð hvort vextir væru reikn- aðir á greiðsluna sem safnaðist upp sagði hún að svo væri ekki, greiðsl- an bæri ekki inneignarvexti. milljónir króna, en um er að ræða byggðalán frá bankanum sem veitt eru til lánastofnana innan Norður- landa, sem hafa fyrir markmið að stuðla að þróun atvinnulífs og stöð- ugleika í þróun byggðar. Loks má geta þess að veitt var lán til Lána- sjóðs sveitarfélaga að upphæð 300 milljónir króna til fjármögnunar verkefna sveitarfélaga. Þegar hafa verið greiddar út af láninu 100 millj- ónir króna sem renna til fram- kvæmda vegna nýrrar hitaveitu í Stykkishólmi. Lánarammar til banka og lána- stofnana voru stór hluti af lánum NIB til íslands á árinu 1998. Fram kemur í fréttatilkynningu bankans að rammafyrirkomulagið hafi reynst vel á Islandi og aukið hlut- deild NIB í fjármögnun verkefna smárra og miðlungi stórra fyrir- tækja. Voru undirritaðir þrír nýir lánssamningar við íslenska við- skiptabanka til fjármögnunar verk- efna smárra og miðlungsstóira fyr- irtækja og sveitarfélaga á Islandi, og voru þessi lán veitt Búnaðar- banka íslands hf., íslandsbanka og Landsbanka íslands hf. Efnahagsþrengingar í A-Asíu og S-Ameríku Áhrifín á Island LANDSNEFND Alþjóða verslunarráðsins stendur fyrir hádegisverðarfundi fimmtu- daginn 18. febrúar nk. þar sem fjallað verður um áhrif efnahagsþrenginga í Austur- Asíu og Suður-Ameríku á ís- lenskt efnahags- og viðskipta- líf. Framsögumenn verða Frið- rik Már Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, og Róbert B. Agnarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SIF. Fundurinn hefst kl. 12:00 í Setrinu á Grand Hóteli Reykjavík. Þátttökugjald er 2.500 kr. en innifalið í því er hádegisverður og kaffi. Hægt er að skrá þátttöku hjá skrifstofu Landsnefndar- innar í síma 510-7100 eða með tölvupósti, netfang mar@chamber.is. Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins Áhrif efnahagsþrenginga í Austur-Asíu og Suður-Ameríku á íslenskt efnahags- og viðskiptalíf IHádegisverðarfundnr á Grand Hótel Reykjavík Hlutabréfaviðskiptin á Verðbréfaþingi íslands Viðskiptin 4 milljarðar það sem af er árinu Tryggingargjald og viðbótarlífeyrissparnaður Atvinnurekendur fá end- urgreitt í desember Fimmtudaginn 18. febrúar nk. kl. 12.00 stendur Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins fyrir hádegis- verðarfundi þar sem fjallað verður um áhrif efnahagsþrenginga í Austur-Asíu og Suður-Ameríku á íslenskt efnahags- og viðskiptalíf. Framsögumenn verða Friðrik Már Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, og Róbert Agnarsson aðstoðarforstjóri SÍF. Fundurinn hefst kl. 12.00 í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík Þátttökugjald er kr. 2.500 en innifalið í því er hádegisverður og kaffi. Vinsamlegast skráið þátttöku hjá skrifstofú Landsnefndarinnar í síma 510 7100 eða með tölvupósti, netfang mar@chamber.is HEILDARVIÐSKIPTI á Verð- bréfaþingi Islands með hlutabréf nemur það sem af er ári 4.025 millj- ónum króna. Ef sama velta helst út árið yrði velta hlutabréfa yfir 30 milljarðar króna árið 1999. Árið 1998 námu heildarviðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi Is- lands 12,7 milljörðum króna sem er um 5% minni velta heldur en árið á undan er þau námu 13,3 milljörðum króna. í morgunkorni Fjárfestingar- banka atvinnulífsins í gær eru nefndar tvær hugsanlegar skýring- ar á veltuaukningunni í ár. „í fyrsta Iagi jókst heildarmarkaðsverðmæti skráðra félaga mjög á seinni hluta síðasta árs með tilkomu Lands- banka, FBA, Búnaðarbanka, Skýrr og Aðalverktaka inn á markað og kann hluti af veltuaukningunni að felast í því. Hin skýringin er sú staðreynd að verð hlutabréfa hefur verið á uppleið frá áramótum, en velta á hlutabréfamarkaði er yfir- leitt í samræmi við andrúmsloftið á markaðinum. Þannig er velta mark- tækt meiri þegar verð er á uppleið en þegar verðið er á niðurleið," að því er fram kemur í morgunkorni FBA. Barclays heldur kostnaði í skefjum London. Reuters. BARCLAYS, einn stærsti banki Bretlands, hefur tilkynnt að hagn- aður fyrir skatta hafi aukizt um 12% í fyrra og heitið því að auka hagnað ennþá meir á þessu ári með því að halda kostnaði í skefjum. Hagnaður fyrir skatta og eftir af- skriftir jókst í 1,92 milljarða punda úr 1,72 milljörðum 1997 líkt og sér- fræðingar höfðu búizt við. Hins vegar var skýringin á aukn- um hagnaði 1998 mikið tap á fyrr- verandi fjárfestingararmi Barclays, BZW, íyrir tveimur árum. Verð hlutabréfa í Barclays hækk- aði um 3% við fréttina. Verð bréf- anna hefur hækkað að mun síðan Bandaríkjamaðurinn Michael O’Neill var skipaður aðalbanka- stjóri fyrir viku. Afsögn fyrirrenn- ara hans, Martins Taylors, vakti uppnám í október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.