Morgunblaðið - 17.02.1999, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
• •
Abdullah Ocalan, skæruliðaforingi Kúrda, kominn bak við lás og
Mörg’um
spurningum
ósvarað um
tildrög
framsalsins
Tyrkir eru loks búnir að koma höndum
----------n-----
yfír Kúrdaleiðtogann Abdullah Ocalan,
sem þeir segja bera ábyrgð á fjölda ódæð-
-------7---——----------------
isverka. Oljóst er hins vegar enn, segir
Davíð Logi Sigurðsson, hver voru tildrög
þess að Tyrkir höfðu hendur
--------------——-—-----------
í hári Ocalans.
FLÓTTALEIÐ ÖCALANS
Foringi Verkamannaflokks Kúrdistan (PKK), Abdullah Öcalan sem
framseldur var til Tyrklands, hefur verið á flótta í fjóra mánuði I
leit að hæli í Evrópu
Abdullah Öcalan
Foringi PKK
sem barist hefur
fyrir aðskilnaði
Kúrdistan frá
Tyrklandi
i 14 ár
© 19. október 1998
Öcalan staðfestir að hann hafi flúið frá
Damaskus í Sýrlandi vegna þrýstings
Tyrkja á þarlend stjórnvöld
© 20. október
Tyrknesk stjórnvöld segja Öcalan i
Rússlandi
5. nóvember
Rússnesk stjórnvöld neita þvi að Öcalan
sé þar í landi og segjast ekki munu veita
honum hæli
© 12. nóvember
Handtekinn á flugvellinum i Róm við komu
til Ítalíu frá Moskvu með fölsuð skilríki
28. nóvember
Dómstóll í Róm hafnar framsalsbeiðni
tyrkneskra stjómvalda
© 16. janúar 1999
Öcalan sagður farinn frá Ítalíu og getum
leitt að því að hann sé I Rússlandi eða
einhverju grannríkja þess
© 1.febrúar
Hollensk yfirvöld neita Öcalan um hæli.
Tyrkir segja að honum hafi einnig verið
neitað um hæli í Sviss en flugvél
foringjans hafi tekið eldsneyti I Mílanó
© 2. febrúar
Grísk stjórnvöld segja engan fót fyrir þvi
að Öcalan hafi verið um borð í flugvél
sem fékk að lenda á Korfú
© 15. febrúar
Öcalan yfirgefur gríska sendiráðið I
Nairóbí og er tekinn hönum af yfirvöldum
I Kenýa
© 16. febrúar
Komið með Öcalan til Tyrklands þ.s. hann
á yfir höfði sér þunga dóma vegna
hryðjuverka ::ö
, Reuters
ÞYSKIR óeirðalögreglumenn ganga framhjá bíl, sem Kúrdar veltu fyrir utan gríska sendiráðið í Bonn.
GÍFURLEG fagnaðarlæti
brutust út í Tyrklandi í
gær þegar þær fregnir
bárust að tyrknesk
stjórnvöld hefðu loks haft hendur í
hári kúrdíska skæruliðaleiðtogans
Abdullahs Öcalans eftir að hafa leit-
að hans dyrum og dyngjum undan-
farna mánuði. Að sama skapi voru
vonbrigði Kúrda mikil og efndu þeir
til mótmæla víðs vegar um Evrópu.
Beindist reiði þeirra einkum að
Grikkjum, sem þeir töldu hafa
íramselt Öcalan til Tyrkja, en áhöld
eru þó uppi um hvernig Öealan
komst í hendur tyrkneskra yflr-
valda. Hafa stjórnvöld í Kenýa neit-
að því að hafa framselt Öcalan og
ólíklegt er talið að það hafí verið
Grikkir sjálfír sem afhentu hann
Tyrkjum, enda hafa Tyrkir og
Grikkir lengi eldað grátt silfur sam-
an. Þykja ekki öll kurl komin til
grafar í þessu máli og jafnframt
blasir við að atburðir gærdagsins
gætu dregið dilk á eftir sér.
„Við hétum því að hafa hendur í
hári hans hvar svo sem hann væri
staddur í veröldinni. Nú höfum við
efnt þetta heit okkar,“ sagði Bulent
Ecevit, forsætisráðherra Tyrk-
lands, er hann tilkynnti á frétta-
mannafundi í gærmorgun að Öealan
væri kominn til Tyrklands. Var ekki
laust við að greina mætti geðshrær-
ingu í rödd Ecevits en Tyrkir hafa
lengi litið á Öcalan sem þjóðaróvin
sinn númer eitt. Hefur Öcalan
gegnt forystu í Verkamannaflokki
Kúrdístans (PKK), skæruliðasveit-
um Kúrda sem barist hafa fyrir
sjálfstæði um fjórtán ára skeið í
suðausturhluta Tyrklands. Telja
Tyrkir Öcalan ábyrgan íyrir dauða
þeirra 29.000 manna sem látist hafa
í átökum Kúrda og tyrkneskra ör-
yggissveita.
Hundeltur um alla Evrópu
Öcalan var handsamaður í Nairobi,
höfuðborg Kenýa, og þaðan fluttur
til Tyrklands en hann hafði undan-
farna tólf daga dvalið í sendiráði
Grikklands í Nairobi. Hann hefui-
hvergi átt höfði sínu að að halla eft-
ir að mál hans komst í hámæli í
október síðastliðnum er hann var
handtekinn á flugvelli á Ítalíu.
Öcalan hafði um margra ára
skeið stýrt baráttu PKK frá Sýr-
landi. Engum blandast hugur um að
Öcalan á sök á ýmsum ódæðisverk-
um á þeim tíma en Sýrlendingar
létu sér það í léttu rúmi liggja enda
engir perluvinir Tyrkja. I október
juku Tyrkir hins vegar mjög þrýst-
ing á sýrlensk stjórnvöld að láta af
stuðningi við Öcalan. Stigmagnaðist
deila landanna og virtist sem stríð
væri yfirvofandi þegar Tyi-kir gáfu
Sýi'lendingum „lokaviðvörun" 6.
október síðastliðinn til að hætta
stuðningi við Öcalan og sveitir hans.
Gáfu Sýrlendingar eftir og þótt þeir
gengju ekki svo langt að afhenda
Tyrkjum Öcalan tilkynntu þeir að
skæruliðaleiðtoginn væri farinn frá
Sýrlandi.
Má segja að þar með hafí vand-
ræði Öcalans hafist því í ljós kom að
hann átti í engin hús að venda. Ekki
eru til öruggar heimildir um ferða-
lög hans en svo virðist sem hann
hafí farið til Rússlands frá Sýrlandi.
Þessu neituðu reyndar rússnesk yf-
irvöld á sínum tíma og sögðust
aldrei myndu veita honum pólitískt
hæli. Þegar Öcalan birtist í Róm 12.
nóvember var hann hins vegar engu
að síður að koma með flugi frá
Moskvu. Handtóku ítölsk yfirvöld
Öcalan íyrir að ferðast á fölsuðu
vegabréfi, en í ljós kom að til staðar
var alþjóðleg handtökuskipun.
Hófst þá málarekstur iýrir ítölsk-
um dómstólum sem snerist um þá
beiðni Tyrkja að Öcalan yrði fram-
seldur þangað. ítalskur dómstóll
úrskurðaði hins vegar að ekki væri
hægt að framselja Öcalan til Tyrk-
lands þar sem lög landsins bönnuðu
framsal manns til ríkis þar sem
dauðarefsing er viðhöfð. Þegar
þýsk stjórnvöld, sem höfðu gefíð út
handtökutilskipunina, neituðu að
taka við Öcalan áttu ítölsk stjórn-
völd þann kost einan að láta hann
lausan. Óttuðust Þjóðvei-jar átök
milli tyrkneskra og kúrdískra inn-
flytjenda vegna málsins.
ítalir höfðu hins vegar ekki hugs-
að sér að veita honum pólitískt hæli
og hófust því ferðalög Öcalans á
nýjan leik. Yfirgaf hann Ítalíu 16.
janúar og var sagður hafa farið á ný
til Rússlands, eða einhvers annars
fyrrverandi lýðveldis Sovétríkj-
anna. Skaut hann upp kollinum í
Hollandi þann fyrsta febrúar en var
neitað um landvistarieyíi þar.
Flaug hann þá til Sviss en var neit-
að um lendingarleyfi og fékk síðan
einungis að lenda í Mílanó til að
fylla flugvél sína af eldsneyti. Við-
urkenndi Theodoros Pangalos, ut-
anríkisráðherra Grikklands, í gær
að Öcalan hefði þaðan haldið til
grísku eyjunnar Korfú til að fylla
vél sína eldsneyti og síðan flogið
áfram til Nairobi í Kenýa en þar
dvaldi hann í vistarverum gríska
sendiráðsins uns hann var sendur
til Tyrklands í fyrrinótt.
Hver framseldi Öcalan
í hendur Tyrkja?
Pangalos lét hafa eftir sér í gær að
fulltrúar Öcalans hefðu um nokk-
urra daga skeið verið að reyna að
semja við ríkisstjórnir ýmissa Af-
í-íkuríkja um að veita Öcalan hæli.
Hélt Öcalan út á flugvöllinn í Na-
irobi á mánudag í því skyni að
fljúga til Hollands, að sögn Panga-
los. Sagði Pangalos að Öcalan hefði
farið í fylgd fulltrúa Kenýastjórnai-
þrátt fyrir að Grikkirnir hefðu ráðið
honum frá því og ef marka má þess-
ar staðhæfingar er vart hægt að
draga aðra ályktun en þá að Kenýa-
menn hafi framselt Öealan. Hefur
lögfræðingur Öcalans sjálfs einnig
sagst hafa upplýsingar um það að
Kenýamenn hefðu „gabbað“ Ócalan
út úr gríska sendiráðinu og síðan,
væntanlega, framselt í hendur
Tyrkjum.
Þessu hafa Kenýamenn hins veg-
ar alfarið neitað. Héldu stjórnvöld í
Kenýa í gær fréttamannafund þar
sem þau lögðu ríka áherslu á að þau
hefðu ekki svikið Öcalan í hendur
Tyrkja. Sakaði Bonaya Godana, ut-
anríkisráðherra Kenýa, Grikki um
að hafa smyglað Öcalan inn í landið
á ólöglegan hátt og síðan hýst hann
í sendiráði sínu í Kenýa í óþökk
þarlendra yfirvalda. Krafðist
Godana þess að George Costorlas,
sendiherra Grikklands, yrði kallað-
ur heim en hann mun staðfastlega
hafa neitað því að Öcalan væri í
sendiráðinu þegai- stjórnvöld í
Kenýa gengu á hann. Var það ekki
fyrr en Godona sýndi Costorlas
slá í Tyrklandi
Reuters
EINN Kúrdanna, sem réðust
inn í sendiráð Kenýa í Bonn,
gefur sigurmerki út um glugga
á húsinu. tít af gluggasyllunni
hangir mynd af foringja Kúrda,
Abdullah Öcalan.
fram á að hann hefði í höndunum
sannanir fyrir því að Öcalan væri í
Kenýa sem Costorlas viðurkenndi
loks að hann hefði skotið skjólshúsi
yfh’ glæpamanninn. Sagði Godona
að hann hefði þá skipað Grikkjum
að koma Öcalan úr landi.
„Við áttum ekki von á þvi að vin-
veitt þjóð eins og Grikkir myndu
koma Kenýa í svona aðstöðu sem
gæti jafnvel haft í för með sér grun-
semdir um aðild okkar og árásir á
okkur þess vegna,“ sagði Godona í
gær og bætti því við að vegna máls-
ins bæru stjórnvöld ekki lengur
traust til gríska sendiherrans.
„Aðalatriðið er þetta: við viljum
fullvissa alla hlutaðeigandi, m.a.
alla Kúrda, um að við áttum enga
aðild að málinu."
Óljóst er því enn hvernig framsal
Öcalans bar nákvæmlega að og ör-
uggt að ekki eru öll kurl komin til
grafar hvað það varðar. T.d. voru
uppi getgátur um það í gær að ísra-
elar eða Bandaríkjamenn hefðu
haft hönd í bagga varðandi framsal
Öcalans. Kvaðst Joe Lockhart, tals-
maðm’ Bandaríkjaforseta, hins veg-
ar engar upplýsingar hafa um
„beina aðild“ Bandaríkjamanna að
málinu.
Leikaðferð Tyrkja
heppnaðist
Of snemmt er að segja um hverjar
afleiðingar málsins verða en þó er
víst að Tyrkir munu nú loks fá
tækifæri til að leiða Öcalan fyrir
dóm. Verði Öcalan fundinn sekur
um þá glæpi sem Tyrkir telja hann
sekan um má gera ráð fyrir að hann
verði dæmdur til dauða. Dauðarefs-
ingu hefur hins vegar ekki verið
framfylgt í Tyrklandi síðan 1980.
Tyrkir hafa undanfarna þrjá
mánuði lagt gífurlega áherslu á að
koma höndum yfii- Öcalan. Hafa
þeir t.a.m. beitt viðskiptaþvingun-
um, götumótmælum og pólitískum
hótunum gegn þeim sem gerðu sig
líklega til að aðstoða Öcalan og má
segja að þessi leikaðferð þeÚTa hafi
skilað árangi’i í gær, enginn vildi í
raun taka þá áhættu að veita Öcal-
an liðsinni.
A hinn bóginn benda frétta-
skýrendur á að Tyrkir gætu hafa
kallað yfir sig gífurleg vandræði
vegna málsins, t.d. mikla reiði
Kúrda, andmæli umheimsins vegna
þess hvernig staðið var að hand-
töku Öcalans og síðast en ekki síst
gætu réttarhöld yfir Öcalan í raun
beint sjónum manna að og um leið
aflað samúðar með frelsisbaráttu
Kúrda.