Morgunblaðið - 17.02.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.02.1999, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hörð orðaskipti í norður-írska þinginu Stofnun heimastjórnar samþykkt formlega Belfast. The Daily Telegraph. GERRY Adams, leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálaarms Irska lýð- veldishersins (IRA), hvatti í gær Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, til að þvinga fram stofnun tíu manna heimastjórnar á Norður-írlandi fari svo að sam- bandssinnar í héraðinu neiti að ýta stjórninni úr vör. Attu þeir Adams og Blair fund saman í London en í Belfast fundaði heimastjórnarþingið n-írska og samþykkti fonnlega stofnun heimastjórnarinnar. Sambandssinnar standa fast á því að þótt búið sé að samþykkja formlega stofnun heimastjórnar- innar þá muni hún ekki hefja störf með aðild Sinn Féin nema IRA byrji afvopnun fyrst. Er því óvíst hvort bresk stjórnvöld munu geta framselt völd í hendur heima- stjómarþinginu 10. mars næst- komandi, eins og stefnt hefur verið að. 'h. - Hefur deilan um afvopnun IRA stigmagnast undanfarna daga og kom til harðra orðaskipta í þinginu í Belfast á mánudag sem þykir mjög til mai-ks um hversu loft er lævi blandið á N-írlandi þessa dag- ana. Ottast margir að takist ekki að leysa þessar deilur farsællega á næstu dögum muni allt fara í bál og brand. Ætlaði allt um koll að keyra í þingsal þegar Martin McGuinness, aðalsamningamaður Sinn Féin, dró upp úr vasa sínum brot úr hand- sprengju sem hann sagði öfgahópa sambandssinna hafa varpað að ein- um umbjóðenda sinna nýverið. Prýsti McGuinness með þessu á um að Sinn Féin verði leyft að taka sæti sín í stjórninni og gagnrýndi um leið þá sambandssinna sem hnýttu saman Sinn Féin og IRA er þeir væru að ræða um Sinn Féin. Sagði McGuinness að ekki væru til nein samtök sem hétu „Sinn Féin/IRA“ og sagði hann lífum manna stefnt í voða með tenging- unni. Brást Peter Robinson, aðstoðar- leiðtogi Lýðræðislega sambands- flokksins (DUP), flokks Ians Pais- leys, ókvæða við og sakaði McGu- inness um hræsni. „Eg vissi ekki að Sinn Féin skammaðist sín fyrir tengsl sín við IRA,“ sagði Robin- son og gekk svo langt að fullyrða að McGuinness væri sjálfur einn höfuðpaura IRA, t.d. meðlimur í „herráði“ IRA, sem tekur allar meiriháttar ákvarðanir samtak- anna. Bandaríkjamenn vara Iraka við að gera árásir Bagdad. Ankara. Reuters. BANDARÍKJASTJÓRN varaði Iraka við því í gær að þeir mættu búast við skjótum gagnaðgerðum ef Irakar láti verða af hótunum sín- um um að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjamanna og Breta í Kú- veit og Sádí-Arabíu. Tareq Aziz sem á mánudag fundaði með for- sætisráðherra Tyrklands, neitaði því hins vegar að írakar væru að hóta grannríkjum sínum með bein- um hætti. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna sagði í Mexíkó í gær, þar sem hún var stödd vegna heimsóknar Banda- ríkjaforseta, að Bandaríkjastjórn hefði „gert írökum það fullljóst að ef til árása á hermenn okkar eða nágrannaríki komi, munu viðbrögð okkar verða skjót og markviss". Aziz dregur beinar hótanir til baka Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja- stjómar, Sandy Berger, sagði af sama tilefni að „Irakar ættu að skilja afleiðingarnar ef til árása þeirra myndi koma“, og bætti við, „ég held að það hefði sérstaklega öfug áhrif ef írakar myndu fara út í slíkar aðgerðir". Eftir árásir bandarískra og breski’a herþotna á flugbanns- svæðinu yfir norður- og suðurhluta íraks á mánudag, lýsti Taha Yass- in Ramadan, varaforseti Iraks, því yfir að Irakar væru færir um að valda verulegu tjóni á „bælurn" Vorfaqnaöur Úrvals-fólks Fyrir alla 60 ára og eldri Fimmtudaginn 18. febrúar í Súlnasal Hótel Sögu. Húsiö opnar kl. 18.00 Glæsileg grísaveisla bandaríska og breska hersins í Sá- dí-Arabíu og Kúveit sem og á svæðinu öllu. Tareq Aziz neitaði því í gær að ummæli varaforsetans sem og yfirlýsingar háttsettra stjórnarmanna í Irak undanfarið, væru beinar hótanir. „Irak er ekki að hóta grönnum sínum,“ sagði Aziz á blaðamannafundi áður en hann hélt heimleiðis frá misheppn- uðum fundi sínum í Ankara með Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, en þar hafði hann farið fram á að Tyrkir riftu samningi sínum við bandarísk og bresk stjómvöld um afnot af herflugvöll- um í suðurhluta Tyrklands. A fundi sínum með Ecevit gerði Aziz mikið úr hættunni af því að stefna Bandaríkjamanna í Mið- austurlöndum miðaði að stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda í norður- hluta Iraks, en þeir era einnig fjöl- mennir í suðurhluta Tyrklands. Aziz hafði ekki erindi sem erfiði og Ecevit sagðist eftir fundinn verja árásir Bandaríkjanna og hvatti íraksstjóm til að framfylgja öllum ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Aðalfundur LISTIR Islenska tríóið keppir til úrslita í alþjóðlegri keppni ÍSLENSKA tríóið keppir nú tO úr- slita í alþjóðlegu kammermúsíkk- eppni Coneert Artists Guild Competition í New York. Keppnin, sem fram fer í þessari viku, er ein stærsta tónlistarkeppni sinnai- teg- undar í Bandai’íkjunum. Úrslitin fara fram í Lincoln Center-listamið- stöðinni í New York og verður niður- staða tilkynnt 23. febrúar. Islenska tríóið, sem skipað er Sig- urbirni Bernharðssyni, fiðluleikara, Sigurði Bjarka Gunnarssyni, selló- leikara og Nínu Margréti Grímsdótt- ur, píanóleikara, mun m.a. flytja tríó eftir Þorkel Sigurbjömsson auk verka eftir Brahms og Shostakovitsj. Islenska tríóið- mun ennfremur leika á tónleikum í Washington D.C. í bústað sendiherrahjónanna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryn- dísar Schram 26. febrúar. 23. maí mun tríóið koma fram á tónleikum í Nordic Heritage Museum í Seattle. Þar munu þau m.a. flytja verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Jón ly Nordic chamber music series. Sinfóníuhljómsveit Islands Bernharður Wilkin- son ráðinn aðstoðar- hlj ómsveitar stj óri ÍSLENSKA tríóið: Nína Margrét Grímsdóttir, Sigurbjörn Bem- harðsson og Bjarki Gunnarsson. Nordal í tónleikaröð er nefnist Most- BERNHARÐUR Wilkinson hefur verið ráðinn aðstoðarhljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar Is- lands. Um er að ræða hálfa stöðu og gildir samn- ingurinn til vors 2000. Segir Bern- harður starfið leggjast vel í sig. „Eg er auðvitað injög ánægður. Mér er sýnt mik- ið traust með þessari ráðningu. Ég hef alltaf ver- ið orkumikill og langar að hjálpa hljómsveitinni að halda áfram að vaxa og dafna eins vel og ég get.“ Bernharður verður 48 ára í næsta mánuði. Hann er fæddur í Hitchin í Hei-tfordshire á Englandi en fluttist til Islands nimlega tví- r Flamengospum f Raggi Bjama kemur öllum í sólarstemmningu Vilborg Halldórsdóttir, leikkona Gítarleikur: Símon H. ívarsson Danssýningar I Spænskir og klassískir dansar Happdrætti I Veglegir Dans vinningar í boöi Miðasala og boröapantanir hjá Rebekku og Valdísi á skrifstofu Úrvals-Útsýnar Lágmúla 4 Sími: 569 9300 Verö 2.200 kr. Hljómsveit Hjördísar Geirs sér um fjörið # ÚRVIL IÍTSÝH Lágmúla 4: sími 569 9300. Aðalfundur Skýrr hf. verður haldinn að Hótel Loftleiðum - Þingsal 1 fimmtudaginn 25. febrúar nk. kl. 17:15. Davskrá fundarins verður sem hér sevir: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 4.05 gr. samþykkta fclagsins. 2. Tillögur: Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við upptöku rafrænnar skráningar hlutabréfa. 3. Onnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og íundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, verða að gera það skriflega. Stjóm Skýrr hf. tugur að aldri og er íslenskur ríkis- borgari. Hann er flestum hnútum kunnugur hjá Sinfóm'uhljómsveit- inni en þar hefur hann starfað sem flautuleikari óslitið frá 1975 og undanfarin ár hefur hann einnig stjórnað hljómsveitinni við ýmis tækifæri, meðal annars á áskriftar- tónleikum. „Segja má að þessi ráðning komi í beinu framhaldi af því starfi," segir hann. Starf aðstoðarhljómsveitar- stjóra er nýtt af nálinni en Páll Pampichler Pálsson gegndi á sín- um tíma starfi hljómsveitarstjóra SÍ sem Bernharður segir um margt hafa verið sambærilegt. „Það var full þörf á að endurvekja þetta starf.“ Bernharður segir eitt af for- gangsverkefnum sínum vera að móta starfið í samráði við Rico Saccani aðalhljómsveitarstjóra. „Rico keniur til iandsins síðar í þessum mánuði og niunum við þá bera saman bækur okkar. Það er því fullsnemmt að segja í smáatrið- uni j hveiju starf mitt verður fólg- ið. Ég geri þó ráð fyrir að mitt helsta verkefni verði að vera stað- gengill aðalhljómsveitarstjóra meðan hann er ekki á landinu, meðhöndla ýmis mál fyrir hans liönd, eins og að búa hljómsveitina undir stærri tónleika. Þá þykir mér lfldegt að ég komi til með að sitja fundi verkefnavalsnefndar og hafa umsjón með verkefnavali fyrir skólatónleika, svo dæmi séu tekin.“ Þrír menn sóttu um starf að- stoðarhljómsveitarstjóra en Bern- harður er ráðinn að fenginni til- lögu Ricos Saccanis. Áður hafði farið fram skoðanakönnun innan hljóinsveitarinnar. Beraharður fer þegar í stað á hálfan samning sem flautuleikari við hljómsveitina en að öðru leyti segir hann of snemmt að spá fyrir um hvað þessi breyting á högum hans komi til með að þýða, en Beraharður hefur um árabil verið mikilvirkur í i'slensku tónlistarlífí. Hann er meðal annars einn af stofnfélögnm í Blásarakvintett Reykjavíkur og stjóraandi Söngsveitarinnar Fflharmóníu. Bernharður Wilkinson er kvæntur Ágústu Jónsdóttur fiðlu- Ieikara í Sinfóníuhljómsveit Is- lands og eiga þau tvö börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.