Morgunblaðið - 17.02.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 17.02.1999, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Anna Ingólfs ÞAÐ eru margar ruglingslegar og bráðfyndnar uppákomur í Skvaldri. Egilsstöðum. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Menntaskólans á Egilsstöðum hefur verið að sýna gamanleikinn Skvaldur eftir enska leikskáldið Michael Frayn íþýðingu Árna Ibsen. Verkið er í þremur þáttum. Fyrsti þáttur gerist á generalprufu Ieikritsins Allslaus en ætlunin er að það leikrit verði sýnt víða um land. Annar þáttur gerist á eftimið- dagssýningu á Akureyri, en þá fá áhorfendur Skvaldurs að horfa baksviðs og sjá hvað ger- ist þar á meðan á sýningu stend- ur. Þriðji þáttur á að gerast f Félagsheimilinu í Grímsey og Leikfélag ME sýnir Skvaldur sviðsmyndin er sú sama og í fyrsta þætti. Nú fá áhorfendur að sjá hvernig leikendum Alls- lauss tekst til og er farið í gegn- um það sama og í fyrsta þætti, nema án afskipta leikstjóra. Það eru níu manns sem leika aðal- hlutverk í Ieikritinu en alls eru um 30 manns sem koma að sýn- ingunni. Með aðalhlutverk fara Anna Dögg Einarsdóttir, Garð- ar Valbjörnsson, Guðmundur Stefán Rúnarsson, Nanna Vil- helmsdóttir, Soffía Björg Sveinsdóttir, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Vígþór Sjafnar Zophaníasson, Þóra Magnea Helgadóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir. Leikstjóri Skvaldurs í flutningi LME er Elfar Logi Hannesson. Maurarnir deyja ekki ráðalausir KVIKMYNPIR Sambíóin, Nýjabfó f Keflavfk »n á Akurcyri PÖDDULÍF „A BUG’S LIFE“fHHf Leikstjóri: John Lasseter. Hand- rit: Lasseter, Joe Ranft, Donald McEnery og Bob Shaw. Tónlist: Randy Newman. íslensk talsetn- ing: Felix Bergsson, Arnar Jóns- son, Steinunn Olína Þorsteinsdótt- ir, Þórhallur Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason, Karl Ágúst Úlfs- son, Ari Matthíasson o.fl. Disn- ey/Pixar 1998. TÖLVUTEIKNIMYNDIN Pöddulíf frá Disney-félaginu kemur í kvikmyndahúsin í kjöl- far tölvuteiknimyndarinnar Maura frá DreamWorks og stenst samanburð nokkuð vel. Fyrir undarlega Hollywood-tii- viljun gerast þær báðar í maura- ríkinu. Maurar sagði frá eins- konar Woody Allen maurasam- félagsins og var myrkari sýn á maurheima/mannheima en lék sér skemmtilega með hlutföll og bælda einstaklingshyggju. Disn- ey-myndin er af nokkuð öðrum og hefðbundnari meiði. Hún er ekki að velta sér uppúr hug- myndafræði og er litríkari og bjartari og fjörugri og nælir í sögu sína til Sjö samúræja Akira Kurosawa. Báðar eru þær frá- bærlega vel teiknaðar í tölvun- um og nostursamlega unnar. Pöddulíf segir af því þegar engisprettur ætla að murka lífið úr maurabúi og mauramir bregða á það ráð að sækja sér hjálp valinkunnra stríðsmanna. Maurinn sem sendur er út af örkinni rekst á sirkuspöddur sem ekkert vita um hernað en telm- fyrir misskilning að þar séu stríðsmennirnir hans fundnir. Annað kemur vitanlega í ljós þegar til á að taka en þó er ekki öll nótt úti enn. Eins og í Leikfangasögu, fyrstu tölvuteiknimynd Pixar- fyrii-tækisins sem unnin var í samvinnu við Disney-félagið, er mikið lagt upp úr persónusköp- un í Pöddulífí. Aðalsöguhetjan, sem Felix Bergsson talar fyrir í íslensku talsetningunni, er ein- staklega klaufalegur uppfínn- ingamaur, sirkuspöddurnar hafa sömuleiðis hver sín sérkenni og engispretturnar eru sérlega ógn- vekjandi kvikindi. í talsetning- unni tekst hverjum og einum ágætlega að fínna sinn karakter og er hún velheppnuð; fyrir þá sem vilja er myndin einnig sýnd á frummálinu. Pöddulíf er gerð af hug- myndaauðgi og tilfinningu fyrir hinu ævintýralega. Það skiptir í raun ekki máli hvort teikni- myndirnar verða gerðar alfarið í tölvum í framtíðinni. Pöddulíf og þær tölvuteiknimyndir sem á undan henni hafa komið sýna að tæknin hefur verið fullkomnuð. Það sem máli skiptir eins og alltaf er innihaldið, sagan og per- sónusköpunin, og báðir þeir þættir svínvirka í þessu tilviki. Arnaldur Indriðason Dagskráin þín er komin út SVARTFUGL OG PORTER í DJÚPINU 17. febrúar-2. mars / allri sinni mynd! DJASS Djasstónleikar öjúpið SVARTFUGL Sigurður Flosason, altósaxófón, Björn Thoroddsen, gítar, og Gunnar Hrafnsson, bassa. Söngdansar eftir Cole Porter. ÉG HEYRÐI þetta tríó fyrst á Jómfrúartorgi einn sólríkan sum- ardag í fyrra. Þeir félagar léku blöndu af þekktum djasslögum og söngdönsum bandarískum - og svo mátti heyra Jobim. Eitt laganna á efnisskrá þeirra var Night and day eftir Cole Porter, einn mesta meistara bandaríska söngleiksins. Hann hefur flestum öðrum fremur samið lög er djassleikarar heimsins hafa notað til að leggja útaf í spuna sínum. Þegar Norman Granz hóf að gefa út söngbækur ýmissa bandarískra tónskálda í túlkun Ellu Fitzgerald varð Cole Porter fyrstur fyrir valinu. A þeim plötum mátti fínna átta af þeim tíu söngdönsum er Svartfugl lék í Djúpinu: Night and day, It’s all right with me, Love for sale, I love Paris, All of you, Get out of town, Everytime we say goodbye og Just one of those things. Hina tvo hefur hún einnig hljóðritað: You’d be so nice to come home to og Easy to love. Öll eru þessi lög á klassískri efnisskrá djassins og sum þeirra eru í huga manns fyrst og fremst bundin ákveðnum djassleikurum: Night and day Artie Shaw, It’s all right with me Erroll Garner, en túlkun hans á skífunni Concert by the sea er einn mesti spennutryllir djasssögunnar, All of you Miles Davis, Just one of those things Benny Goodman og You’d be so nice to come home to Guðmundi Ingólfssjmi. Þegar þeir þremenn- ingar léku á Jómfrúartorginu var spil þeirra nokkuð laust í reipunum en nú hafa þeir útsett lögin létti- lega án þess að fórna afslappaðri spilamennsku sem er aðal þeirra. Þó allir séu þessir piltar virtúósar eru þeir ekkert að flagga því að óþörfu - þeir eru fyrst og fremst listamenn. Það var gaman að vera staddur að nýju í Djúpinu að hlusta á djass, en sá staður var á árum áð- ur Mekka djassins í Reykjavík. Tónleikarnir hófust á You’d be so nice to come home to og á eftir fylgdi Night and day, sem er oft dálítið erfítt djassmönnum taki þeir ekki þann pólinn í hæðina að leika það sem einfaldan svíngara einsog Earl Bostic gerði. í It’s all right with me vantaði herslumun- inn til að sveiflan lifnaði og svo var Gunnar Hrafnsson í aðalhlutverki í Easy to love og tókst ekki að leika laglínuna eins léttilega og hreint og nauðsynlegt er þegar menn eru af skóla Niels-Hennings. Síðasta lag fyrir hlé var Love for sale og þá fór allt í gang og Björn Thoroddsen hljóp línudansinn léttilega og hvíldi okkur á milli með snilldarlega slegnum hljómum og Sigurður Flosason fór á flug í vesturstrand- arhami sínum, en leyfði sér þó í lokinn að baula pent a la Bostic. Þetta hefði samt ekki dugað hefði Gunnar Hrafnsson ekki kýlt allt áfram með sterkum hryn - það er ekki lítið atriði í trommulausu tríói að bassinn sé kröftugur. Eftir hlé hófu þeir félagar tón- leikana á I love Paris. Þetta er hálfgert vandræðalag, Ijúf melódía en rýr í roðinu. Þeir sneru henni út og suður, ekki síður en Bill Evans þegar hann endurhljómsetti klassíkina, og útkoman var aldeilis frábær. Ég leyfi mér að segja að s. það þarf fullþroska djassleikara til að leika á þennan hátt svo vel tak- ist. Björn Thoroddsen var í aðal- P hlutverki í All of you en honum tókst ekki að koma tónhugsun sinni nógu vel til skila þar, var eilítið grautarlegur. Það var afturá móti annað uppá teningnum í samspili hans og Gunnars Hrafnssonar í Get out of town sem var barroskt á kafla. Það lag endaði dálítið enda- sleppt einsog mörg lögin þetta kvöld og ættu þeir félagar að laga það - þetta hefur verið slæmur ávani djassleikara og kemur ekki 1 að sök í tuttugu mínútna sólóleik þarsem laglínan heyrist örskot í byrjun og enda - en í spilamennsku einsog Svartfugl býður uppá mundu sterk og ákveðin lok styrkja tónlistina mjög. Síðasta lagið á efnisskránni var ballaðan undurfagra, Everytime we say goodbye og blés Sigurður hana | meistaralega. Það væri að bera í j bakkafullan lækinn að hrósa ljóð- j rænni innlifun Sigurðar - sumir ’ eru skáld og aðrir ekki. Aukalagið var Just one of those things og þá upphófst sveiflugald- urinn að nýju. Ef allt félli eins vél saman hjá Svartfugli og þessi dans þá væri enn skemmtilegra að lifa. En til þess þarf að leika þessa efn- isskrá oft - margoft, því einsog Sigurður sagði í viðtali við Hildi | Loftsdóttur í Mbl., vildu þeir félag- I ar „spila sömu hlutina nógu oft, svo 1 þeir geti þróast og breyst í meðför- um manns“. Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.