Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 27

Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 27 LISTIR Morgunblaðið/Anna Ingólfs SIGNY Sæmundsdóttir sópran, Keith Reed bass-baríton, Gerrit Schuil píanóleikari og Þorgeir Andrésson tenór. Sungið til styrktar Operustúdíói Egilsstötum. Morgunblaðið. TÓNLISTARFÉLAG Austur- Héraðs stóð fyrir tónleikum til styrktar uppsetningu á Töfraflautunni sem verður fyrsta verkefni Óperustúdíós Austur- lands. Tónleikarnir voru haldnir í Egilsstaðakirkju. Það voru þau Signý Sæmundsdóttir sópran, Keith Reed bass-baríton og Þor- geir Andrésson tenór sem sungu. Flutt voru óperuaríur, aríur og dúettar úr óperettum auk ís- lenskra sönglaga. Undirleikari var Gerrit Schuil. Gert er ráð fyrir að flutningur Töfraflaut- unnar verði í júní á sumri kom- anda og verður óperan sett upp á Eiðum. Blint hatur KVIKMYNÐIR Stjörnubfó BJARGVÆTTURINN „SAVIOR „ irk'k Leikstjóri: Predrag Antonijevic. Handrit: Robert Orr. Framleiðandi: Oliver Stone o.fl. Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Nastassja Kinski, Stell- an Skarsgard, Natasa Ninkovic. 1998. ÞEIR sem búast við bandaríska Hollywoodleikaranum Dennis Qu- aid í einskonar Rambóhlutverki í myndinni Bjargvættinum eða „Sa- vior“ með viðeigandi ofurhetju- stælum, sprengingum og skotbar- dögum, gætu orðið fyrir vonbrigð- um. Sárabæturnar eru þær að myndin er miklum mun betri en nokkur formúlumynd. Hún er gerð af evrópskum aðilum nema banda- ríski leikstjórinn Oliver Stone er einn af framleiðendunum og Quaid fer með aðalhlutverkið. Hollywood- stjarna eins og hann vekur eflaust meiri athygli á myndinni og er það vel í þessu tilviki. Hún er hrottafengin og grimmi- leg lýsing á ástandinu í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu þegar stríð geisaði þar sem mest árið 1993 og minnir að sumu leyti á mynd sem Stone leikstýrði fyrir mörgum ár- um og hét Salvador. Hún lýsir sama miskunnarlausa og óvægna ástandinu þar sem mannslífíð er einskis virði. Hún gefur innsýn í allar þær fréttir af ofbeldisverk- um, nauðgunum og fjöldamorðum sem framin voru á svæðinu á styrj- aldarárunum og er ekki með neinn tepruskap. I byrjun fær maður á tilfinninguna að hér sé enn eina ferðina verið að misbjóða áhorf- endum með ódýru ofbeldi en þegar líður á hana kemur allt annað í ljós. Það eina sem er kannski veru- lega vont við Bjargvættinn er aðal- persónan, sem Quaid leikur, og ástæðan fyrir’ því að hann er staddur í styrjaldarátökunum miðjum. Hann er starfsmaður við bandarískt sendiráð í líklega evr- ópskri borg þegar eiginkona hans og sonur eru myrt í sprengjutil- ræði. Hann kennir múslímum þeg- ar um og æðir inn í bænahús þeirra og drepur fjölda múslíma áður en hann lætur sig hverfa inn í Júgóslavíu þar sem hann gerist málaliði og leyniskytta og getur haldið áfram að salla niður múslíma, börn ef því er að skipta. Fremur er það hraðsoðinn og ótrú- verðugur undirbúningur. Einnig er leikur Quaids misgóður. Hins vegar er hann í raun ekki annað en vitni okkar að atburðum í landinu og það er ekkert ótráverð- ugt við það sem fyrir hann kemur. Eitt af því sem myndin gerir hvað best er að sýna aðstæður þær sem konur í landinu bjuggu við; þær snúa heim eftir dvöl í fangabúðum þar sem þeim hefur verið nauðgað og ganga með barni sem enginn vill en heimafyrir mætir þeim ekki annað en hatur og þær eru hraktar frá. Ein slík kona verður skjól- stæðingur bandaríska málaliðans og ségir af erfíðu ferðalagi þeirra í gegnum stríðshrjáð héruð. Myndin tekur í raun ekki afstöðu með neinum stríðsaðila heldur ger- ir sér far um að lýsa ástandi þar sem blint og ósveigjanlegt hatur ríkti á milli þjóðarbrota. Natassja Kinski og Stellan Skarsgárd fara með lítil hlutverk en Natasa Nin- kovic er frábær í hlutverki konunn- ar. Bjargvætturinn er umhugsun- ai-verð og líklega ekki fyrir við- kvæma. Arnaldur Indriðason <c u ö) c Q) Z3 >o (/) ö) D 2. 3. LEIÐIR TIL SÖLU OG SAMNINGA Efni fyrir stjórnendur, sölusveitir og samningamenn sem vilja öðlast aukinn skilning á söiu- og samningaleiðum. Miðvikudagur. 24. febrúar - Kl. 09:00-13:00 Áfjórum velnýttum klukkustundum munt þú öðlast innsýn í viðurkenndar aöferðir meistara samninga og sölu sem þeir beita til að hafa áhrif á viðmælendur sína, aðferðir sem fæstir sölu- og samningamenn kunna að nota. Þú munt einnig fá í hendur rammann að samninga- ferlinu, svo þú veist hvað ber að gera á undan, á meðan og á eftir sölu- og samningafund. Fyrst og fremst lærir þú 44 aðferðir, sumar algengar, aðrar sjaldgæfari og flóknari. Þú lærir að nota tengdar gagnaðgerðir sem sölu- og samningamenn nota. Þú verður að þekkja þær, þótt þér líki ekki við margar þeirra, því þær eru notaðar. Sjálfstraust þitt og hæfileiki í sölu- eða samningsstöðu eykst, þegar þú kannast strax við aðferð- irnar sem viðmælandi þinn beitir og ekki síst þegar þú beitir ráttum gagnaðgerðum á árangursríkan hátt. AUKIN VIÐSKIPTATRYGGÐ - AUKIN SALA MINNI MARKAÐSKOSTNAÐUR Hvað veldur því að viðskiptavinur fylgir fyrirtækinu þrátt fyrir gylliboð annarra? Miðvikudagur. 24. febrúar - Kl. 14:00-18:00 Þessi hálfsdags námstefna byggir á nýjustu niðurstöðum rannsóknaog reynslu fyrirtækja sem njóta mikillar velgengni. Velgengnin byggir á að þau hafa náð að festa hendur því sem skiptir mestu máli til að auka tryggð viðskiptavinarins. Hvað verður til þess að viðskiptavinurinn er reiðubúinn að verja fyrirtækið og fylgja því þótt honum standi stöðugt til boða gyllt tilboð annarra? Hvað þurfa starfsmenn að vita um viðskiptavininn til að standast samkeppni og gera hann að svo tryggum kaupanda? Hvernig þarf að koma til móts við hann? Kannanir sýna að flestir stjórnendur telja sig hafa góða tilfinningu fyrir eigin markhópi, en reynast of oft ekki gera sér grein fyrir hversu lítið þeir vita eða hvað hægt væri að gera mikið betur með upplýsingunum sem þeir hafa undir höndum. Hver er t.d. raunverulegur munur á óhressum, sáttum, ánægðum og tryggum viðskiptavinum þínum? Hvað eru margir í hverjum hópi? Hvernig vinnur þitt fyrirtæki úr þeim upplýsingum? STJÓRNIR - NÍU ATRIÐI TIL ENDURSKOÐUNAR R HLUTVERKI OG VINNU STJÓRNA Námstefna fyrir stjórnarmenn og stjórnendur fyrirtækja og stofnana Fimmludagur. 25. febrúar - Kl. 09:00-13:00 Vel rekin fyrirtæki og stofnanir hafa lagt áherslu á að skilgreina betur samstarf stjórnar og yfirmanna til að ná betur utan um stefnumótun, fá skýrar fram átyrgð og hlutverk þessara aðila. Mörg fyrirtæki hafa lítið hugleitt með hvaða hætti þessi endursloðun þarf að fara fram eða hvernig skilgreiningarnar þurfa að hljóða. Þau sem hafa gert það hafa séð nýja möguleika tilaukins árangurs í rekstri. Þetta er niðurstaða stjórnunarfræðinga við Berkeley háskóla í Californiu. Reynslan þaðan bendir til að fæstar stjórnir hafi skilgreint af alvöru grundvallaratriðin sem eiga að leiða aðgerðir stjórnar- hvað þá tengingu þeirra við framkvæmdastjóra. Þeim er því fremur óljóst hvernig eigi að nálgast hlutverk sitt með betur skilgreindum hætti. Niðurstaðan er sú að stjórnirnar verða gagnslítið tæki og sinna ekki skyldu sinni sem fulltrúar eigenda. Verkefnið er síður en svo að draga úr áhrifamætti framkvæmdastjóra, heldur styrkja samstarf stjórnar og framkvæmdastjóra, samhæfa markmiðin og nýta hæfileika allra til fullnustu. Kynnt verða sjónarmið um hlutverk stjórna, 9 grundvallaratriði sem eiga að leiða vinnu hverrar stjórnar og hvernig má nálgast betri aðferðir til samstarfs. Veitt verður innsýn í leiðir til að endurskilgreina hlutverk og auka gildi stjórna, framkvæmdastjóra og starfsmanna. Dr. David Palmer hefurtvær meistaragráður í stjórnun og viðskiptum frá Wharton Graduate School við Pensilvaníuháskóla og Doktors- gráðu frá Claremont Graduate University. Samhliða því að vera eftirsóttur fyrirlesari hjá Berkeley, starfar David sem stjórnunar- og markaðsráðgjafi á Silicon Vailey svæðinu. Hann telur 25 ára tengsl sín við rekstur í gegnum eigin vinnu, mikilvægari þátt í eiginleikum sínum sem fræðara í fyrirtækjaumhverfi en skólaumhverfiö. Skráning og nánari upplýsingar í síma: 533 4567 og www.stjornun.is Stjórnunarfélag íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.