Morgunblaðið - 17.02.1999, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Karlaveldi og
eignarréttur
Hvaða áhrif kefur það á hugmyndir okkar
um annað fólk að meginaðferð við
persónusköpun í kvikmyndum og sjón-
varpi byggist á klisjukenndu útliti
og efnislegum eigum?
eftir Hávar
Sigurjónsson
Formúluverk er það
kallað þegar höfund-
ur semur sögu eftir
þekktum frásagn-
araðferðum, byggir
upp söguþráð og skapar persón-
ur að þekktri fyrirmynd úr ótal
öðrum sögum af sama toga. For-
múlan hefur mótast þegar les-
andinn eða áhorfandinn þekkir
strax hið innra umhverfi sögunn-
ar; getur flokkað persónur eftir
innræti og félagslegri stöðu og
veit í rauninni harla fljótt hvem-
ig sagan muni ganga fyrir sig í
öllum aðalatriðum. Þetta þekkj-
um við úr ótal gaman- og
spennuþáttaröðum sjónvarpsins,
þar sem endurtekin er sama sag-
anvikueftir
VIÐHORF viku, mánuð
eftir mánuð.
Aðalpersónur
eru þær sömu
og aðeins er skipt um umhverfí
og aukapersónm- frá einum þætti
til annars. Hvað dregur áhorf-
endur vikulega að þáttum þar
sem ekkert kemur nokkurn tíma
á óvart? Sagt hefur verið að
þetta endurspegli þá löngun
flestra að vilja fremur sjá sömu
söguna aftur - hitta kunningjana
af skjánum - en leggja á sig að
meðtaka nýja sögu. Stundum er
einnig sagt að menn hafí ekki
nema örfáar sögur að segja hver
öðmm og að allar sögur séu af-
brigði af þeim. Lykilatriði er
sumsé hvemig hin þekkta saga
er sögð, í hvaða búning hún er
færð til að halda við athygli les-
andans/hlustandans/áhorfandans.
Yfirleitt þykja framhalds-
þættir í sjónvarpi lítilfjörlegur
samsetningur og ekki marktæk-
ur þegar fjallað er um mótun
hugsunar um samfélag og
menningu. I'eir sem svo álykta
telja spekingslegar umræður
um hlutverk menningar hafa
meiri áhrif á menningarlega
stefnu og haldnar eru ráðstefn-
ur þar sem fræðingar í menn-
ingaimálum keppast við að út-
deila hinu menningarlega sakra-
menti. Hvert stefnir menning
einstakra þjóða á nýrri öld er
spurning sem menn telja sig
ekki hafa einhlít svör við; málið
er flókið og erfitt, marga þætti
þarf að skoða, auk þess sem
menningin er síbreytilegt fyrir-
bæri sem ekki er hægt að
stöðva og rannsaka í tómarúmi
til neinnar hlítar.
Vafalaust má sumt af þessu
til sanns vegar færa en samtím-
is því sem við reynum að
viðhalda og skapa okkar eigin
menningu og trúum því að hún
sé byggð á þjóðlegum, söguleg-
um og frumlegum kjarna erum
við umlukt myndrænni, texta-
legri og hljóðrænni síbylju sem
engu eirir. Þetta er svipað því
og að tónskáldi væri gert að
semja flókið og persónulegt tón-
verk með stöðuga lyftutónlist í
eyrunum. Það er svosem ekki
víst að tónskáldið verði fyrir
áhrifum en það er óneitanlega
líklegt.
Að manni læðist um leið sá
grunur að þrátt fyrir meðvitað
andóf og ákveðna skoðun á inn-
rætandi eiginleikum síbyljunn-
ar, sé afl hennar slíkt að gegn-
sýri viðhorf manns án þess að fá
mikla rönd við reist. An þess að
geta alltaf gi-eint áhrifín. Hvaða
áhrif hefur það t.d. á hugmyndir
okkar um innbyrðis mikilvægi
kynþátta að lífslíkur hvítrar
karlpersónu í góðum efnum á
besta aldri í glæpaþætti eru alla
jafna 100 prósent. Möguleikar
efnalítils karlmanns af asískum
eða afrískum uppruna til að lifa
af sama þátt eru hins vegar
hverfandi. Hvaða áhrif hefur
það á hugmyndir okkar um
hlutverk hvíta kynþáttarins í
veröldinni að söguhetjan er
nánast alltaf hvítur karlmaður
sem beitir einungis ofbeldi í
„góðum“ tilgangi og til að fram-
fylgja neyðarrétti sem lög og
regla ná ekki yfír. Má kannski
lesa úr þessu endurspeglun á
viðteknum hugmyndum um
sjálfsagt yfírburðahlutverk
Vesturlanda í alþjóðamálum og
rétt þeirra til að beita ofbeldi í
„góðum“ tilgangi?
Hvaða áhrif hefur það á hug-
myndir okkar um samskipti
karla og kvenna - að því gefnu
að bæði séu hvítar söguhetjur -
að yfirleitt er það konan sem
spyr og karlinn sem svarai-?
Þegar um par er að ræða er hið
hefðbundna flæði upplýsinga
sem áhorfandinn þarf á að halda
iðulega byggt inn í samtölin
með þeim hætti að konan veit
ekki og spyr, karlinn veit og
svarar. Tiltekin hugmyndafræði
og ákveðið gildismat fær á sig
sakleysislegt yfirbragð al-
mennra sanninda.
Hvaða áhrif hefm- það á hug-
myndir okkai' um mikilvægi efn-
islegi'a gæða að söguhetjumar
líta á auðæfi sem sjálfsagðan þátt
í tilveru sinni? Efnaleg staða
verður að lykilatriði í skilgrein-
ingu persónunnar innan sögunn-
ar. Velgengni og auðævi haldast í
hendur. Illmennin hafa aðra sýn
á auðævi, hugsun þehra mótast
af lágkúrulegri græðgi og sið-
ferði þeirra er stórlega ábóta-
vant. Hugmyndafræðin sem býr
að baki segir okkur æ ofan í æ að
karlaveldi og eignaiTéttur séu
mikilvægustu homsteinar mann-
legs samfélags.
Hvaða áhrif hefur það á hug-
myndir okkar um annað fólk -
kynþátt, kyn, stétt, stöðu, efna-
hag, menntun, jafnvel innræti
þess - að meginaðferð við per-
sónusköpun í kvikmyndum og
sjónvarpi byggist á klisju-
kenndu útliti og efnislegum eig-
um? Einkenni sjónvarps og
kvikmynda er að einfalda raun-
vemleikann og búa til viðráðan-
legar stærðir, skapa eftirmynd-
ir, týpur og klisjur. Einföldunin
skilar sér til baka í hugmyndum
okkar um veruleikann. Hvaða
áhrif hefur það á hugsun okkar
um fólk og fyrirbæri að vera of-
urseld slíkum einfóldunum dag-
inn út og inn? Gerir vitundin um
einfaldanirnar okkur sjálfkrafa
ónæm fyrir þeim? Virkar for-
múlan ekki á mig ef ég kann
einhver skil á henni? Að hvaða
notum kemur gagnrýnin hugs-
un? Við þessum spurningum
fást ekki svör í næsta þætti.
Ríkissjónvarpið
og lýðræði
í BYRJUN nóvem-
ber sl. fór Félag heyrn-
arlausra fram á að
framboðsumræður í
sjónvarpi vegna alþing-
iskosninga 8. maí nk.
væru túlkaðar jafnhliða
á táknmáli (táknmál-
stúlkur í hluta myndar-
innar). Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem Félag
heyrnarlausra fer fram
á að framboðsumræður
verði túlkaðar en félag-
ið fór einnig fram á að
þetta væri gert sl. vor í
borgarstjómarkosn-
ingunum. Þá eins og nú
fékk félagið þau svör
fi'á Sjónvarpinu að ekki væri hægt
að verða við beiðni félagsins.
I beiðni sinni um túlkun hefur
félagið, máli sínu til rökstuðnings,
vitnað í útvarpslögin en þar segir
m.a.: „Ríkisútvarpið skal halda í
heiðri lýðræðislegar gi-undvallar-
reglur mannréttinda og frelsi til
orðs og skoðana.“ Félag heyrnar-
lausra hefur einnig vísað í Mann-
réttindayfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna, 21. grein, en þar er
kveðið á um rétt hvers manns til að
taka þátt í stjórn lands síns, beinlín-
is eða með því að kjósa til þess full-
trúa í frjálsum kosningum. Einnig
er vísað í 5. gr. Meginreglna Sam-
einuðu þjóðanna um jafna þátttöku
fatlaðra en þar segir að aðildarríkin
skuli nota viðeigandi tækni til að
veita þeim sem eru heyrnarskertir
eða eiga erfitt með að skilja talað
mál aðgang að upplýsingum í töluðu
máli. Þrátt fyrir þennan rökstuðn-
ing hefur Sjónvarpið tekið þá
ákvörðun að verða ekki við beiðni
félagsins. Haft hefur verið eftir
framkvæmdastjóra Sjónvarps að
ekki sé hægt að verða við beiðni
félagsins vegna þess að mjög erftt
sé að túlka umræður í
beinni útsendingu,
mun auðveldara væri
að túlka þar sem
aðeins einn viðmælandi
væri og engin
framíköllun eins og oft
er þar sem viðmælend-
ur eru fleiri en einn.
Þessi svör fram-
kvæmdastjóra eru á
misskiliningi byggð,
enda hefur deildar-
stjóri túlkaþjónustu
Samskiptamiðstöðvar
sagt að engin vand-
kvæði séu á því að
túlka framboðsumræð-
ur í sjónvarpi fyrir
heymarlausa. Hún bendir einnig á
að þetta sé gert víða erlendis og að
opnir stjórnmálafundir hafi oft ver-
Heyrnarskertir
Forsenda þess að
heyrnarlausir njóti
lýðræðis, segir Hafdís
Gísladóttir, er að þeir
fái upplýsingar á
íslensku táknmáli.
ið túlkaðir. Það eru því engin rök að
ekki sé hægt að túlka framboðsum-
ræður í sjónvarpi vegna þess að það
sé of flókið og of erftt fyrir tákn-
málstúlka.
Framkvæmdastjóri Sjónvarps
segir að Félagi heyrnarlausra hafi
verið boðið að koma með tillögu um
stjórnmálaumræðu fyrir heyrnar-
lausa og að sjónvarpið sé tilbúið að
kanna hvort raunhæft sé að fram-
kvæma hana. Er látið að því liggja
að það sé á ábyrgð Félags heyrnar-
lausra hvort heyi'narlausir fái að
fylgjast með stjórnmálaumræðum í
sjónvarpi eða ekki. Rétt er að ítreka
að farið var fram á að framboðsum-
ræðui’ fyrir Alþingiskosningar væru
túlkaðar en ekki var óskað eftir sér-
stökum stjórnmálaumræðum fyrir
heyrnarlausa. Framboðsumræður í
sjónvarpi eru lokaumræður fyi'ir
kosningar þar sem afstaða flokka og
frambjóðenda kemur mjög skýrt
fram og hefur sú umræða jafnvel
áhrif á gengi frambjóðenda og
flokka í kosningum. Það er krafa
heyrnarlausra og sjálfsögð mann-
réttindi að þeir fái sama tækifæri og
aðrir Islendingar til að mynda sér
skoðanir á stjórnmálum og taka
þátt í lýðræðislegum kosningum.
Heyrnarlausir eru ekki annars
flokks fólk sem sem hægt er að
bjóða annars flokks úrræði. Heyrn-
arlausir eru skyldugir til að greiða
helming afnotagjalda sjónvarpsins
(þeir geta augljóslega ekki nýtt sér
útvarpið) og eiga því rétt á því að
sjónvarpið fari að lögum og veiti
þeim þá þjónustu sem þeir eiga rétt
á eins og aðrir þeir sem greiða af-
notagjöld Sjónvarpsins.
Lýðræði er óhugsandi nema al-
menningur eigi greiðan aðgang að
upplýsingum, geti myndað sér skoð-
anir á málefnum líðandi stundar
fljótt og vel og búi við frelsi til að
koma þessum skoðunum á fram-
færi. Heyrnarlausir hafa haft tak-
markaðan möguleika á að setja sig
inn í þjóðfélagsumræður og afla sér
upplýsinga um málefni líðandi
stundar. Þeir hafa ekki haft aðgang
að upplýsingum í sjónvarpi og út-
varpi og hefur það komið í veg fyi'ir
að þeir geti myndað sér skoðanir á
lýðræðislegan hátt. Forsenda þess
að heymarlausir njóti lýðræðis er
að þeir fái upplýsingar á íslensku
táknmáli. Ef heyrnarlausir eiga að
geta tekið þátt i stjórn lands síns,
beinlínis eða með því að kjósa til
þess fulltrúa í frjálsum kosningum,
er möguleikinn til að taka við upp-
lýsingum og tjá sig skilyrði til að
þeir njóti lýðræðisréttinda.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags heyrnarlausra.
Elliðaár-
hugmynd hefur verið
borin fram í borgarráði
að afleggja Elliðaár-
virkjun og kanna hvað
það myndi kosta að
rífa þrýstivatnspípu
hennar og stlflu þá
sem nefnist Árbæjar-
stífla. Þessi tillaga er
ekki brandari heldur
bláköld alvara, og
borgarráð ætlar í fullri
alvöru að athuga þetta
sem raunhæfan kost.
Mér hreinlega blöskr-
ar hvað fulltrúum okk-
ar Reykvíkinga virðist
vera gjörsamlega sama
um hag okkar sem borgum alla
reikningana sem þeir senda okkur,
og þegar þeir tala í alvöru um að af-
leggja arðvænlegustu virkjun sem
við eigum, þá fallast mér næstum
hendur.
Elliðaárvirkjun er ekki stór, hún
getur þó framleitt 3,2 megavött. Til
að glöggva sig á því hve mikil orka
það er legg ég til að menn geri sér
ferð inn að félagsheimili Rafmagns-
veitunnar við Elliðaár, og skoði um-
merkin sem þar má sjá eftir að
þrýstivatnspípa virkjunarinnar
rofnaði þar 14. desember síðast-
liðinn og vatnsflaumurinn sópaði
með sér nokkur þúsund rúmmetr-
um af jarðefnum á innan við
klukkustund.
En þó virkjun þessi sé ekki stór
þá framleiðir hún samt 3,2 mega-
vött eins og áður sagði og var þar til
í haust eina virkjun í einkaeign
Reykvíkinga, ef frá eru taldar Sogs-
virkjanir, sem voru framlag
Reykjavíkur til Lands-
virkjunar við stofnun
hennar 1965 (sem er
45% eignarhluti
Reykjavíkur í Lands-
virkjun), en í haust var
N esj avallavirkjun
gangsett. Þar er fram-
leiðnin 60 megavött og
snillingarnir í borg-
arráði telja litlu muna
þó að 3,2 megavött séu
aflögð þó svo að þetta
séu 5,2% af afli Nesja-
vallavirkjunar.
Nesjavallavirkjun er
hinsvegar öll í skuld á
móti Elliðaárvirkjun
sem er margsinnis upp
greidd og þrýstivatnspípa sú sem
fór í sundur var tryggð þannig að
Virkjanir
Verndun náttúrunnar
er nauðsynleg, segir
Magnús Jónsson, en
hún má ekki koma í
veg fyrir að auðlindir
landsins séu nýttar.
viðgerð ætti ekki að kosta okkur
borgarbúa mikið, og að saman eru
þær fljótari að greiða upp skuldir
vegna Nesjavallavirkjunar. Borgar-
fulltrúar okkar telja sem sagt engan
mun vera á 60 og 63,2 megavöttum.
Eg efast samt ekki um að ef þessum
sömu fulltrúum yrði boðið að velja
virkjun
Magnús
Jónsson
launastig annarsvegar milli 600.000
eða hinsvegar 632.000 kr. hvorn
kostinn þeir myndu velja. Hvað með
ykkur?
Þá má getum að því leiða að ef
hætt yrði að framleiða þessi 3,2
megavött yrði fljótlega að hækka
raforkuverð á okkur öll, eða hvað?
Ef virkjunin yi'ði aflögð, þrýsti-
vatnspípa og stífla rifin, hverjum
haldið þið að reikningurinn yrði
sendur?
Verndun náttúrunnar er nauð-
synleg, en hún má ekki koma í veg
fyrir að auðlindir landsins séu nýtt-
ar því án þeirra er landið okkai'
varla byggilegt. Elliðaárvirkjun var
reist þar sem hún stendur nú vegna
hagkvæmni, bæði var að stutt flutn-
ingsleið til neytenda gerði orkuna
ódýrari og aðstæður voru sérlega
heppilegar fyrir virkjun, lítil stífla
dugði og rennsli Elliðaánna mjög
stöðugt.
Þeir skoðanabræður Orri Vig-
fússon og Bubbi Morthens segja í
Mbl. 9. febrúar sl., að hvergi hafi
tekist að endurvekja laxastofna í
þeim ám sem virkjað hefur verið í.
Samt telja þeir að eftir 77 ára
virkjun sé hægt að endurvekja
lífríki Elliðaánna. Hvaðan hafa
þeir slíka krossvitneskju eigin-
lega? Það er bara ein leið til þess
að vernda lífríki, það er að láta það
algerlega í friði og koma hvergi
nálægt því. Það að ætla sér að end-
urskapa eitthvað er ekki verndun
heldur framleiðsla, menn verða að
átta sig á muninum á þessu
tvennu. Þú framleiðir- ekki
náttúruperlur, þar sem einhver
hefur framkvæmt eitthvað verður
aldrei aftur ósnortið.
Hafið einnig hugfast að Elliðaár-
dalurinn er svona huggulegur
vegna þess að Rafmagnsveita
Reykjavíkur hefur haft umsjón með
honum nær alla þessa öld og það er
mín ósk að svo verði áfram.
Höfundur er verktaki.