Morgunblaðið - 17.02.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 33
*
H
UMRÆÐAN
Flugvöllur á förum
- eða hvað?
TÖLUVERÐ um-
fjöllun hefur farið
fram að undanförnu
um stöðu og framtíð
Reykj avíkurflugvall-
ar. Þessi umræða
tengist ekki síst tillög-
um sem fram hafa
komið um byggingu
nýs flugvallar fyrir
innanlandsflugið úti á
Skerjafirði en áþekkar
tillögur komu fram í
borgarstjórn árið
1974. A liðnum ára-
tugum hafa komið
fram ýmsar hugmynd-
ir um byggingu nýs
flugvallar eða um
flutning innanlandsflugsins til
Keflavíkurflugvallar. Þegar nánar
hefur verið kannað hefur komið í
ljós að slíkar hugmyndir hafa
reynst með öllu óaðgengilegar,
ýmist vegna samgöngumála, flug-
tæknilegra skilyrða eða fjár-
hagsástæðna.
Miklar umræður fóru fram í
borgarstjóm Reykjavíkur árið
1986 um framtíð Reykjavíkurflug-
vallar þegar í fyrsta sinn var
samþykkt deiliskipulag fyrir flug-
vallarsvæðið. Fulltrúar Alþýðu-
bandalags og Kvennalista voru á
móti og vildu að flugvöllurinn yrði
lagður niður og innanlandsflugið
flutt til Keflavíkur. Þegar aðal-
skipulag Reykjavíkur 1990-2010
var samþykkt í borgarstjórn voru
borgarfulltrúar þessara sömu
flokka enn sömu skoðunar og vildu
flugvöllinn burt. En hvað hefur
breyst í þessu máli síðan fulltrúai'
vinstriflokkanna fengu meirihluta í
borgarstjórn í júní 1994? Nákvæm-
lega ekkert. I aðalskipulagi
Reykjavíkur 1996-2016, sem R-
listinn samþykkti, er gert ráð fyrir
áframhaldandi starfsemi Reykja-
víkurflugvallar í óbreyttri mynd.
Nú nýlega lauk R-listinn við að
endurskoða deiliskipulag flugvall-
arins frá 1986. Breytingar á því
skipulagi eru óverulegar og gert
ráð fyrir áframhaldandi rekstri
Reykjavíkurflugvallar til ársins
2016.
Orð og efndir
Ferill borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalags og Kvennalista í
málefnum Reykjavíkurflugvallar
sýnir að lítið sem ekkert er að
marka yfirlýsingar þeirra um
stöðu og framtíð Reykjavíkui-flug-
vallar. Þessir borgarfulltrúar
þykjast vera á móti
rekstri flugvallarins,
samþykkja síðan til-
lögur um skipulag
svæðisins og áfram-
haldandi rekstur hans
eða nákvæmlega sömu
tillögur og þeir
greiddu atkvæði gegn
fyrir nokkrum árum.
Til að viila um fyrir
þeim sem vilja flug-
völlinn burt tala þeir
út og suður um fram-
tíð Reykjavíkurflug-
vallar og flutning,
ýmist út í Skerjafjörð
eða suður í Keflavík.
Svo til allir sem
þekkja vel til flugmála innanlands
ei-u sammála um að ekki komi til
greina að flytja innanlandsflugið til
Keflavíkur. Flugsamgöngur við
höfuðborgina versnuðu verulega og
ferðatími frá og til hinna ýmsu
staða á landinu lengdist í flestum
tilvikum um helming. Við búum við
erfið veðurskilyrði stóran hluta
ársins og ef miðstöð innanlands-
Innanlandsflug
Það hefði slæmar af-
leiðingar fyrir at-
vinnulífið í borginni,
segir Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, yrði inn-
anlandsfiugvöllur ekki
áfram í Reykjavík.
flugsins flyttist á Keflavíkurflug-
völl yrði ferðalagið óöruggara og
verra. Ákvörðun um að flytja inn-
anlandsflugið til Keflavíkm- gæti
haft alvarleg áhrif á þá miklu og
mikilvægu uppbyggingu sem oi'ðið
hefur í innanlandsflugi á undan-
fórnum áratugum og laskað veru-
lega þá þjónustu sem flugfélög í
innanlandsflugi veita nú.
Tillaga um gerð nýs flugvallar
úti á Skerjafirði er áhugaverð og
hana verða borgar- og flugmálayf-
ii-völd að skoða ítarlega, m.a. veð-
urfarsleg skilyi'ði, meta umhverf-
isáhrif og kostnaðarþáttinn. Ljóst
er að út frá umhverfissjónarmið-
um er nýr flugvöllur í Skerjafirði
viðkvæmt mál. Ennfremur kostar
bygging nýs flugvallar með nauð-
synlegum mannvirkjum mikla
fjármuni, hugsanlega sjö til tíu
milljarða króna. Ekki er ósenni-
legt að alvarlegur lóðaskortur í
Reykjavík og stöðug hnignun mið-
borgarinnar hafi áhrif á um-
ræðuna um nýjan flugvöll í
Skerjafirði og íbúðarbyggð á
núverandi flugvallarstæði í Vatns-
mýrinni.
Flugvöllurinn ekki á förum
Nýlegar ákvarðanir R-listans í
skipulagsmálum staðfesta að
Reykjavíkurflugvöllur er ekki á
fórum. Helstu röksemdir gegn
staifrækslu Reykjavíkurflugvallar
hafa frá upphafi verið þær að
nálægð flugvallarins við byggðina
skapi hættu gagnvart næsta um-
hverfi svo og hávaðamengun. Við
skipulagningu á flugvellinum hefur
verið leitast við að fylgja ströng-
ustu öryggisreglum, sem Alþjóða-
flugmálastofnunin hefur sett fram
um gerð flugvalla.
Staðreyndin er sú að Reykjavík-
urflugvöllur er betur settur en
flestir flugvellir við aðrar höfuð-
borgir vegna þess að við flugtak og
lendingu er aðeins örstutt flug yfir
byggð. Víða annars staðai' þurfa
flugvélar að fljúga langa leið yfir
byggð svæði við lendingu eða eftir
flugtak. Það er á hinn bóginn krafa
borgarbúa að dregið verði úr þeirri
hættu sem óhjákvæmilega fylgir
flugi og úr hávaðamengun eins og
kostur er. Kennsluflugið er helsta
orsök hávaða og við þeim vanda
verða flugmálayfirvöld að bregðast
sem allra fyrst.
Flugið er einn mikilvægasti sam-
göngumáti landsmanna. Árlega
nota rúmlega 300 þúsund manns
flugferðir innanlands sem byrja
eða enda á Reykjavíkurflugvelli.
Mörg hundruð manns vinna við
rekstur flugvallarins, flugi-ekstur
og flugþjónustu og fjölmörg önnur
störf tengjast beint eða óbeint
starfrækslu flugvallarins, t.d.
hótelrekstur, bílaleigur og leigubif-
reiðaakstur. Það hefði slæmar af-
leiðingar fyrir atvinnulífið í borg-
inni ef innanlandsflugvöllur yrði
ekki áfram í Reykjavík, sem er
miðstöð samgangna, viðskipta og
stjórnsýslu landsins. Þessu mikil-
væga hlutverki getur Reykjavíkur-
borg ekki þjónað með fullnægjandi
hætti ef miðstöð flugsamgangna í
innanlandsflugi yrði flutt frá
Reykjavík.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Ofnasmiðja Reykjavíkur
*'l|r Vagnhöföa11 112 Reykjavík
Hágæða heitavatnsofnar frá Danmörku.
BBRUGMAN
HANDKLÆÐAOFNAR,
Steypusögun.kjarnaborun,
múrbrot, smágröfur. Lflh)
Leitið tilboða. ''l''
--------------- TH0R
S:577-5177 Fax:577-5178
HTTPy/WWW.SIMNET.IS/THOR
ori/lame
Náttúrulegar sænskar snyrtivörur
Gæða snyrtivörur
á gþáu verði. _____
í 29 ár á íslandi.
i
IjkSími 567 7838 - fax 557 3499
. , e-mail raha@islandia.is
I wwvv.xnet.is/oriflame
D LYFIA
Lyf á lágmarksverói
Frumkvöðull í
lækkun
lyfjaverðs á Islandi
Lyfja Lágmúia i Reykjavík - Lyfja Setbergi í Hafnarfirði - Lyfja Hamraborg í Kópavogí
AUGLYSINGADEILD
Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110
Netfang: augl@mbl.is
ýg>mbl.is
\LLTAf= GITTHXSAÐ IMYTT
í kvöld er dregið
í Víkingalottóinu um
tugi milljóna króna!
Fáðu þér miða fyrir kl. 17 í dag.
i.
X'