Morgunblaðið - 17.02.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 17.02.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 37 * VIKTORÍA EGGERTSDÓTTIR + Viktoría Egg- ertsdóttir fædd- ist á Gröf í Laxár- dal í Dalasýslu 14. júní 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðiaug Guð- inundsdóttir, f. 13.7. 1864, d. 1.3. 1934, og Eggert Guð- mundsson, f. 18.5. 1858, d. 18. 9. 1913. Viktoría var yngst ellefu systkina og komust fímm þeirra upp. Þau voru, auk hennar, Astríður, Guðmundur, Kristmundur og Margrét. Eiginmaður Viktoríu var Konráð Matthíasson frá Orra- hóli á Fellsströnd, f. 28.5. 1902, d. 20.10. 1974. Dætur þeirra eru: 1). Sigríður Unnur, f. 14.9. 1929. Hennar maður er Ægir Vigfússon, f. 26.2. 1930, og eiga þau Ijögur börn. Þau eru: Vikt- or, f. 24.2. 1948, maki Guðrún Margrét Baldursdóttir, f. 15.5. 1947; Konráð, f. 10.12. 1953, sambýliskona Þór- unn Björg Birgis- dóttir, f. 9.10. 1953; Lúðvík Berg, f. 5.3. 1958, maki Guðrún Júlíana Tómasdótt- ir, f. 30.10. 1958; AI- dís Björk, f. 6.6. 1967. 2). Guðlaug Eggrún, f. 12.1. 1931. Hennar mað- ur var Agnar Frið- berg Þór Haralds- son, f. 12.11. 1930, d. 17.4. 1987, og eiga þau íjögur börn. Þau eru: Sig- rún Viktoría, f. 12.1. 1956, maki Sveinn Aðalbjörnsson, f. 4.11. 1957; Haraldur Þór, f. 5.4. 1957, maki Sigrún Jóhannsdóttir, f. 2.9. 1961; Óli Andrés, f. 25.3. 1961, maki Ásta Katrín Helga- dóttir, f. 12.10. 1962; Kristrún Konný, f. 13.6. 1965, maki Gunnar Þór Atlason, f. 10.11. 1959. Viktoría átti 27 langömmubörn og eitt langa- langömmubarn. Utför Viktoríu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er eitt sem er öruggt í þessu lífi að það deyja allir einhvern tím- ann. Samt er það alltaf áfall þegar að því kemur. Væntumþykjan er engu minni þó að sá sem deyr sé aldraður. Amma var orðin 91 árs en hún leit út fyrir að vera yngri og það var ekki fyrr en fyrir fimm ár- um sem henni fór að hraka. Það eru ekki margir 85 ára sem m.a. myndu fara í strætó niðrí bæ í bankann og standa uppi á stól við að gera hreint, en þetta gerði amma og fannst ekki mikið til koma. Þar sem afi, amma og foreldrar mínir keyptu íbúðir í sama húsi við Langholtsveginn, var ég svo lánsöm að búa undir sama þaki og þau. Það er ómetanlegt að fá að alast upp með ömmu sína og afa alltaf nálægt. Afí deyr þegar ég er sjö ára gömúl og var hann yndislegur eins og amma en minningarnar um ömmu eru óteljandi. Að fá að sofa hjá ömmu var mikið sport þegar ég var lítil, en þegar ég var orðin 11 ára og foreldrar mínir höfðu farið eitthvert út fannst mér ég vera orðin nógu stór til að vera ein, en það dugði ekki lengra en það að þegar ég ætlaði að fara að sofa guggnaði ég, tók sængina mína, hljóp niður til ömmu og skreið upp í til hennar. Ævintýri í mínum aug- um í þá daga var að fara með ömmu í strætó til systur hennar á Vífils- stöðum. Þetta tók næstum allan daginn, því þá voru samgöngur á milli staða ekki upp á marga fiska. Amma var þannig að aldrei heyrði maður hana hallmæla nein- um og reyndi hún alltaf að gera gott úr öllu. Aldrei skammaði hún mann þó að oft hafi örugglega verið ærin ástæða til. Hún var mjög bamgóð og þakka ég fyrir að börnin mín fengu að kynnast henni. Söknuðurinn er mikill og erfitt er að koma á Langholtsveginn og kíkja ekki inn hjá ömmu og sjá hana ekki úti í glugga að vinka okkur bless. Elsku amma, takk fyrir allt. Þín Aldís. Elsku Vigga amma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þín langömmubörn, Ægir Már og Unnur Ósk. Við kveðjum hana elsku langömmu okkar með söknuði, hana sem alltaf var svo blíð og góð. Það sem er efst í huga okkar er hvað hún tók alltaf vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn til hennar. Henni fannst alltaf gaman að fá fólk í heimsókn, því hún var svo gestrisin. Hún naut þess að taka til kaffi fyrir gestina. Það fór enginn frá henni án þess að fá eitthvert góðgæti, þótt það væri ekki nema konfekt og kók sem hún átti alltaf í ísskápnum. Langamma var einnig myndarleg í höndunum. Hún sá til þess að okk- ur yrði ekki kalt á veturna, því hún prjónaði handa okkur ullarsokka og ullarvettlinga langt fram eftir aldri. Langamma var hjartahlý kona. Aldrei heyrði maður hana segja illt um nokkurn mann, því hún fann það besta í fari allra. Ekki þurfti mikið til að gleðja elsku langömmu, bara smá innlit og alltaf leið manni betur á eftir. Aður en heilsunni var farið að hraka þótti henni gaman að fara með strætó í bæinn og ganga um miðbæinn og skoða mannlífið. Þetta segir margt um hana langömmu og hvernig hún var. Hún var dul kona, sagði ekki mikið frá ævi sinni en alltaf vildi hún vita hvernig manni gengi svona dags daglega og hvort maður hefði það ekki gott, og hún bar alltaf hag okkar fyrir brjósti. Minningar um langömmu munu seint fara úr okkar huga. Við þökk- um ömmu og afa fyrir alla um- hyggjusemina við langömmu í gegn- um árin. Far þú í friði, frióur Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Hvíl í friði, elsku langamma. Ægir, Kristín og Viktoría Unnur. Stjarna sem skín á himnum hrapar til jarðar á sama tíma og gömul sál stígur til himins; sameinast englum guðs og vakii' yfir líkt og stjarnan sem skein. Kveðjustundin kemur ávallt að lokum. Minningar mínar um ömmu Viggu fljóta í hringi; svífa um hug- ann. Hvítt lopateppi og ljósið á jörð- inni. Sorgin fyllir huga minn því að gjafmildi og góðmennska þessarar gömlu konu var það sem gaf lífi mínu hlýju og fyllingu. En nú er þetta ljós farið til himins og aðeins fljótandi miriningarnar eftir. En þær verða ávallt geymdar á besta stað í mínu hjarta. Verndarengillinn. Þegar fógur sál þín steig til himins sveimuðu glóandi englar í kring og hvít þögnin grét á jörðu. En nú vakir þú yfir við hlið drottins og stjarnanna. Vertu nú sæl, amma Vigga. Megi guð geyma þig og þína góð- mennsku. Góða nótt. Heiðrún Eva. Elsku amma mín. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæli er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Þegar þú nú kveður þetta líf koma þessar línur upp í huga minn. Þú sagðir oft við mig að þú værir orðin öldruð og vildir fá að fara. Því getur maður sagt nú, að loksins fékkstu að hvíla þig. Þín verður nú sárt saknað. AHtaf tókst þú vel á móti öllum sem til þín leituðu. Ég veit það innst inni að afi hefur tekið vel á móti þér núna og þið sitjið saman og haldið áfram að halda verndarhendi yfir öllu og öllum. Að koma til þín hin síðari ár hefur verið hluti af tilver- unni. Kaffið og randalínan góða, spjallið og bara það að fá að vera í nálægð við þig, veitti mér og minni fjölskyldu mikla gleði. Að koma úr borgarstressi inn til þín var eins og maður væri kominn inn í annan heim. Ekkert stress, enginn asi. I barnæsku bjó ég ásamt fjöl- skyldu minni á Siglufirði. Samgöng- urnar voru ekki tíðar á milli en samt var alltaf farið til Reykjavíkur ann- að veifið. Þá var alltaf mikil til- hlökkun að fá að gista hjá afa og ömmu, og svo allar ferðirnar er ég kom ein til Reykjavíkur og fékk húsrúm hjá þér. Á huga minn leita minningar um morgunverði þar sem á boðstólum var Cheerios en það fékk maður sjaldan á Siglufirði. Ekki má gleyma kremkökunni sem hvergi smakkaðist betur en hjá þér. Allir vettlingarnir sem þú prjónaðir komu sér ákaflega vel á snjóþung- um vetrum á Siglufirði. Þú varst alla tíð ákaflega gjaf- mild. Aldrei gleymdir þú afmælis- degi, og á jólum var alltaf pakki frá þér, elsku amma mín, oft hafði ég orð á því að nú væri kominn tími til að hætta að gefa gjafir. Þú vildir ekki heyra á það minnst. Með hjálp Diddu frænku gast þú séð um heimili þitt til hinsta dags. Það verður seint fullþakkað hversu vel Didda og Ægir aðstoðuðu þig síðustu árin. Þín verður alltaf minnst sem ynd- islegrar konu og góðs mannþekkj- Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir samfylgdina. Þín Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Konný. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargi-ein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftii' að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum bh'ting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRLAUG ÓLAFSDÓTTIR frá Sólheimum, til heimilis í Víðihlíð, Grindavík, lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja mánudaginn 15. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ólafur R. Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir, Sigurður Sveinbjörnsson, Guðjón Sigurðsson, Guðrún Einarsdóttir, Sóley Þóriaug Sigurðardóttir, Þorgeir Reynisson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Magnús Högnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR ÓLAFS MARKÚSSON skipstjóri, Lautarsmára 1, áður Skógargerði 5, lést aðfaranótt sunnudagsins 14. febrúar. Ásta K. Árnadóttir, Árni Ó. Sigurðsson, Sigríður Hjaltested, Sigurður M. Sigurðsson, Ágústa E. Þorláksdóttir, Ásta Lára Sigurðardóttir, Kjartan Kjartansson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, ODDUR GUÐMUNDSSON blikksmiður, Skipasundi 64, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu sunnudaginn 14. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmunda Árnadóttir. t Eiginmaður minn, GRÉTAR ÓLAFUR SIGURÐSSON, Túngötu 16, Sandgerði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurveig Sigurjónsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG VALDIMARSDÓTTIR frá Hrísey, Dalbraut 27, Reykjavík, sem andaðist miðvikudaginn 10. febrúar sl„ verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 18. febrúar kl. 15.00. Björn Friðbjörnsson, Ástrún Jóhannsdóttir, Sigurlaug Barðadóttir, Haukur Hafliðason, Hulda Jóhannsdóttir, Guðrún Friðbjörnsdóttir, Óli D. Friðbjörnsson, Dagbjört Garðarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t faðir okkar, Elskulegur eiginmaður mii tengdafaðir og afi, SKÚLI ÍSLEIFSSON, Völvufelli 46, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 18. febrúar kl. 13.30. Sigrún Torfadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.