Morgunblaðið - 17.02.1999, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 17.02.1999, Qupperneq 41
MORGUNB LAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 41 Hvert stefnir Islandspóstur hf.? FRÍMERKI FRÍMERKJAÚTGÁFA ÁRSINS 1999 SÍÐAST var fjallað um ýmsar breytingar hjá Islandspósti hf. og vikið að samvinnu Póstsins við samtök frímerkjasafnara. Á döf- inni er m.a. útgáfa frímerkja- blaðs, sem Pósturinn mun styrkja fjárhagslega, en safnarar vænt- anlega leggja til efni að veruleg- um hluta. Állir hljóta að sjá og skilja, að þetta getur orðið hið bezta mál fyrir báða aðila. Ef blaðið kemst í hendur allra áskrifenda Frímerkjasölunnar, innlendra sem erlendra, má vera ljóst, hvílík lyftistöng þetta getur orðið fyrir þá, sem að blaðinu standa. Get ég þess vegna ekki ímyndað mér annað en safnarar fagni þessari væntanlegu sam- vinnu, enda hefur yfirleitt farið vel á með samtökum okkar og póstyfirvöldum. Því miður virðast samt blikur á lofti í frímerkjamálum um þessar mundir og að mínum dómi og margra annarra hættulegar fyrir frímerkjasöfnun og um leið fyrir frímerkjasölu almennt og skipti við safnara. Þetta kom einmitt að nokkru fram í greinargerð Eðvarðs T. Jónssonar, sem hann flutti á janúarfundi FF. í umræð- um á fundinum komu upp ýmsar áleitnar spurningar, sem ég kem hér á framfæri og við frímerkja- safnarar væntum skýrra svara við af hálfu Póstsins. Þar var síðast komið sögu í þætti 10. þ.m., að eftir var að segja frá frímerkjaútgáfu Pósts- ins á þessu ári. Eðvarð rakti hana eins vel og kostur er á í upphafi árs, enda verður ekki að öllu séð fyrir enda hennar til ársloka. Á þessum stað vil ég koma á fram- færi þakklæti okkar safnaranna til Póstsins íyrir það, hversu fljótt við fáum í hendur tilkynn- ingar um næstu útgáfur og jafn- vel „allar útlínur" til næstu ára- móta og lengur. Fyrstu frímerki ársins höfum við þegar séð, en þau komu út 22. janúar sl., en það var annars veg- ar 35 kr. frímeriri með mynd af Jóni Leifs tónskáldi, undir al- mennt burðargjald innanlands, og svo voru hins vegar tvö frí- merki í flokki nytjafiska. Lægra verðgildið er 35 kr. með mynd af skarkola, en síld er á hærra verð- gildinu, 55 ki'ónum. - Mynd af þessum merkjum má sjá hér. - Hinn 4. marz koma út fjögur frí- merki undir heitinu „Sjávarspen- dýr“. Á 35 kr. merki verður mynd af háhyrningi, á 45 kr. merki verður búrhvalur, á 65 kr. steypireyður og hnísa á 85 kr. merki. Þessi merki koma einnig út í smáörk. Kristín Þóra Þor- kelsdóttir hjá Auglýsingstofunni Yddu hefur teiknað þau. - 15. apríl koma út tvö 75 kr. merki, annað með af mynd af öðrum þeim eimvagni, sem flutti grjótið úr Öskjuhlíð til hafnargerðar Reykjavíkur árin 1913-14, en hitt af því fræga skipi, kútter Sigur- fara. Koma fjögur merki saman og eingöngu í heftum. Burðar- gjaldið er stflað á póst utan Evr- ópu og bendir til þess, að einhver hækkun sé einnig í vændum á töxtum Póstsins á þeim leiðum. - 20. maí koma út hin árlegu Evr- ópufrímerki. Er þema þeirra að þessu sinni þjóðgarðar. Arnar- stapi verður á öðru þeirra og Skaftafell á hinu. Tíu frímerki verða í hefti, en verðgildið hefur enn ekki verið ákveðið. - Svo verður hlé yfir sumarið, en 9. sept. koma fjögur merld í flokki, sem nefnist Steindir (mineraler), en óvíst um verðgildi þeirra. Sama dag koma einnig út fjögur merki um náttúruvemd, en myndefni þeirra hefur ekki enn verið ákveðið. Dagur frímerkisins verður haldinn 7. október, og þá kemur að vanda út smáörk. Hlyn- ur Ólafsson teiknar hana, en myndefnið hefur ekki enn verið gefið upp. Sama dag á einnig að koma út frímerld af því tilefni, að Reykjavík hefur verið valin menningarborg árið 2000. Allt er enn á huldu um útlit þess og verð- gildi. Hinn 4. nóvember kemur út frí- merki, sem nefnist Framtíð á frí- merki. Þessi útgáfa er mjög sér- stæð, enda liður í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni 8 til 12 ára barna. Þarna eiga bömin að túlka framtíðarsýn sína á nýja öld. Pósturinn tók þátt í keppninni í samstarfi við bandarísku póst- stjórnina, en dómnefnd á hennar vegum velur að endingu það myndefni, sem valið verður á frí- merki Bandaríkjanna. Alls bárust um tvö þús. teikningar í sam- keppni Póstsins. Vom margar þeirra að sögn mjög skemmtileg- ar. Lesendur Mbl. hafa þegar séð fjögur þeirra, sem unnu til verð- launa, í tilkynningu Islandspósts hf. 29. jan. sl. Þar varð hlut- skörpust Jóna Gréta Guðmunds- dóttir í Höfðaskóla á Skaga- strönd. FYRSTU frímerki ársins komu út 22. janúar sl. VERÐLAUNAMERKIÐ Fram- tíð á frímerki kemur út 4. nóv. ember nk. Þennan sama dag koma svo út síðustu frímerki Póstsins, hin ár- legu jólafrímerki. Frá upphafi þeirra árið 1981 hafa komið út tvö merki á ári, annað undir burðar- gjald fyrir almenn innanlands- bréf og hitt undir burðargjald til annarra Evrópulanda. Við þetta hafa að sjálfsögðu allir verið sátt- ir. En að þessu sinni kastar tólf- unum, enda má segja, að fundar- menn FF 28. jan. hafi orðið dol- fallnir, þegar þeir heyrðu, að merkin yrðu 13 að þessu sinni, þ.e. allir jólasveinarnir í einni dorm. Ég veit satt að segja ekki, hvers foreldrarnir, Grýla og Leppalúði, eiga að gjalda að vera skilin ein eftir úti á hjarninu. Raunar skildist mér á ummælum fulltrúa Póstsins, að skoðanir út- gáfunefndar hafi eitthvað verið skiptar og til umræðu hafi komið að dreifa jólasveinunum á nokkur ár. Hefði að sjálfsögðu verið eitt- hvert vit í því, enda vart hægt að hafa vægara lýsingarorð en fá- ránlegt um þá ákvörðun að taka þá alla í einni lest. Ég vona svo sannarlega, að þeir í útgáfu- nefndinni, sem mun enn eiga telja fulltrúa LÍF, hafi ekki léð þessari fásinnu atkvæði sitt. Ég vænti þess að lokum, að frí- merkjasafnarar sjái sér almennt fært að láta opinberlega í ljós skoðun sína í þessu alvarlega máli, sem snertir íslenzka safn- ara, en þó ekki síður Islandspóst hf. og framvindu hans og sam- vinnu við frímerkjasafnara hér heima og erlendis. I næsta þætti verður enn rætt um stefnu Póstsins og ýmsar að- gerðir hans, sem orka vægast sagt tvímælis og safnarar em lítt hrifnir af. Jón Aðalsteinn Jónsson A U G LÝ S 1 I 1 IM G A ATVIMINIU- AUGLÝSINGAR Innheimta og umsjón Við ætlum að ráða starfskraft, hálfan daginn, til innheimtustarfa í síma, og til að sjá um greiðslur í samvinnu við fjármálastjóra. Reynsla og árangur skilyrði. Þarf að geta byrjað strax. Reyklaus vinnustaður og góð aðstaða. Vinsamlega sendið helstu upplýsingar í fax 562 9165 eða rafpóst korund@korund.is. Heimasíða: http://korund.is. Kórund ehf., Þverholti 15, Reykjavík. FÉLAGSSTARF Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í Garðabæ Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ, Sjálfstæðisfélagið i Garðabæ og Huginn f.u.s. í Garðabæ, halda sameiginlegan félagsfund að Lyngási 12, á morgun, miðvikudaginn 18. febrúar kl. 20:00. Dagskrá: Kosning fulltrúa á 33. landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem verður haldinn dagana 11. —14. mars nk. Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. Stjórn Hugins f.u.s. Garðabæ. TILKVIMIMIINIGAR VERSLUNARMANNAFÉLAG HAFNARFJARÐAR vaf Framboðsfrestur Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð um kjör fulltrúa á þing Landssambands íslenskra verslunarmanna, sem haldið verður í maí nk. Kosning fer fram samkv. 22. gr. laga félagsins. Kjörnir verða 4 fulltrúar og jafnmargir til vara. Framboðslistar þurfa að berast kjörstjórn á skrifstofu Verslunarmannafélags Hafnarfjarðar, Lækjargötu 34d, fyrir kl. 12 á hádegi miðviku- daginn 24. febrúar 1999. Kjörstjórn. Böðmóðsstaðir, Laugardalshreppi Auglýsing um deiliskipulag Samkv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, og í samræmi við 3.1. ákvæði til bráða- birgða sömu laga er hér með auglýsttil kynning- artillaga að breyttu deiliskipulagi frístundabyggð- ar í landi Böðmóðsstaða I í Laugardalshreppi. Deiliskipulagið afmarkast að norðaustanverðu af landamörkum jarðanna Efstadals og Böð- móðsstaða, að suðvestanverðu af girðingu við þjóðveg nr. 366 og að sunnan af landa- mörkum Leynis. Skipulagstillagan verðurtil sýnis á skrifstofu Laug- ardalshrepps frá og með 19. febrúar nk. til og með 19. mars 1999. Þeim, semtelja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera at- hugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Fresturtil að skila inn athugasemdum rennur út 2. apríl nk. Skila skal athugasemdum á skrif- stofu Laugardalshrepps, 840 Laugarvatni. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við deili- skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni. Oddviti Laugardalshrepps. FUIMOIR/ MAIMIMFAGIMAOUR Aðildarfélagar Ráðstefnu- skrifstofu íslands Fundur verður haldinn að Hótel Loftleiðum, þingsal 1, mánudaginn 22. febrúar nk. kl. 14. Dagskrá samkvæmt samþykktum. Sjálfstæðisfélag Kópavogs Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur hjá Sjálfstæðisfélagi Kópavogs verður haldinn í Hamraborg 1 á morgun, fimmtudaginn 18. feb., kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðis- flokksins. 2. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs, ræðir málefni Kópavogs og landsmálin. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. ATVIIMIMUHÚSIMÆO I Geymsluhúsnæði Ca 60 fm geymsluhúsnæði óskast með góðri aðkomu og breiðum dyrum. Verður að vera þurrt en hiti ekki nauðsynlegur. Upplýsingar í síma 553 4932. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF □ GUTNIR 5999021719 1 I.O.O.F. 7 = 179021781/2 = Br. □ HELGAFELL 5999021719 IVA/ I.O.O.F. 18 s 1792178 = 8 1/2 II* I.O.O.F. 9 = 1792178V2 = Hörgshlíd 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. REGLA MUSTERISRIDDARA RM Hekla 17.2.-HRS-MT Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Hjálparflokkur fyrir konur í Garðastræti 38. 1oo KFUM & KFUK 1 8 9 9 - 1 999 KFUM og KFUK Aðalstöðvar við Holtaveg Hádegisverðarfundur í dag kl. 12.0 stundvíslega. Jógvan Purk- hús, framkvæmdastjóri Gídeon- félagsins, segir nýjustu fréttir af starfi Gídeonfélagsins, innlendar og erlendar. Fólk hvatt til að fjölmenna. Allir velkomnir. ÉSAMBAND (SLENZKRA ____> KRISTNIBOÐSFÉLAGA Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Norski prédikarinn Gunnar Hamnöy talar. Kór nemenda á Fjellhaug skoler í Osló syngur. Allir velkomnir. Kórinn heldur einnig tónleika í Breiðholtskirkju annað kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Þangað eru allir velkomnir. \v---7/ KFUM [ Aðaldeild KFUM, Holtavegi V Hátíðarfundur á 100 ára afmæli KFUM verður á morgun, fimmtu- dag, í aðalstöðvum KFUM og K við Holtaveg. Fundurinn hefst með borðhaldi kl. 19.00. Nýjum félögum sér- staklega fagnað. Skráning í kvöldverðinn fer fram í dag á skrifstofu KFUM og K, sími 588 8899. Allir karlmenn velkomnir á fundinn. DULSPEKI Lærðu að þekkja sjálfan þig! Ragnheiður Ólafsdóttir heldur námskeiö dagana 20. og 21. febrúar i sjálfsstyrkingu, næmi/miðlun og sköpun, ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar og bókanir í sima 588 5322 frá kl. 16-18 miðviku- dag fimmtudag og föstudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.