Morgunblaðið - 17.02.1999, Page 43

Morgunblaðið - 17.02.1999, Page 43
MORGUNB LAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 43 FRÉTTIR Grunnskóla- hátíð í Hafnarfirði GRUNSKÓLAHÁTÍÐIN í Hafnar- firði verður haldin miðvikudaginn og fímmtudaginn 17. og 18. febrúar í Hvaleyrarskóla og íþróttahúsi Víði- staðaskóla. Æskulýðsráð Hafnai-- fjarðar og nemendur á unglingastigi standa að hátíðinni. I Hvaleyrarskóla fer fram sameig- inleg skemmtidagski-á og á sýning- unni verða flutt verk eftir nemendur á unglingastigi í grunnskólum bæj- arins. Foreidrasýning verður mið- vikudaginn 17. feb. kl. 20 og er for- eldrum og öðrum aðstandendum unglinganna boðinn ókeypis aðgang- ur, að því er segir í ft'éttatilkynn- ingu. Sýningar verða kl. 14 og 16:30 fyr- ir nemendur fimmtudaginn 18. febr- úar. Hver sýning samanstendur af 5 verkum frá skólum bæjarins. Nem- endur Öldutúnsskók flytja verkið I byrginu eftir Gísla Ásgeirsson sem einnig leikstýrir. Frá Setbergsskóla kemur verkið Vinir sem nemendur sömdu en er í leikstjórn kennaranna Garðars og Magnúsar. Hvaleyrar- skólanemendm- flytja eigið verk, Of- urfiskinn og starfsmenn félagsmið- stöðvarinnar Versins, Óli Már og Stefán sjá um hljóð og leikstjórn. Nemendur Lækjarskóla sýna eigið verk er kallast Fjórða víddin og leik- stýrir Ólafur Á. Traustason. Lítið á björtu hliðarnai' er verk nemenda Víðistaðaskóla og Skarphéðinn tón- listarkennari leikstýrir. Um kvöldið verður dansleikm' íyr- ' ir unglinga í gnmnskóladeildum skólanna í íþróttahúsinu við Víði- í staðaskóla. Húsið er opnað kl. 21 og mun hljómsveitin Land og synir ! leika íyrir dansi. Hver skóli leggur > til eitt skemmtiatriði, Tvíhöfði skemmtir með söng og leik, ungir hafnfírskir plötusnúðar spila og " ‘ herra og ungfrú Hafnarfjörður . verða valin. Meðferð vímuefna er að '• sjálfsögðu óheimil. Að dansleik lokn- um verða rútuferðir um bæinn þannig að allir komist heilir heim. Upplýsingagjöf um eyðslu nýrra fólksbfla SAMKVÆMT nýju samkomulagi sem umhverfisráðuneytið, Bílgreina- sambandið og Félag bifreiðaeigenda hafa gert með sér skulu framvegis iiggja frammi í sýningarsölum bif- reiðainnflytjenda í Bílgreinasam- bandinu upplýsingar um eldsneytis- notkun nýrra fólksbíla. Þetta mun vera í samræmi við kröfur sem gerð- ar eru á Evrópska efnahagssvæðinu. Samkomulagið var undirritað í gær af Guðmundi Bjarnasyni um- hverfisráðherra, Boga Pálssyni, for- manni Bflgreinasambandsins, og Árna Sigfússyni, formanpi Félags ís- lenskra bireiðaeigenda. í því felst að Bílgreinasambandið og FIB munu , með stuðningi umhverfisráðuneytis ; gefa út bækling árlega með upplýs- j ingum um eyðslu nýrra fólksbfla og annað því tengt. M.a. skulu vera í ♦ bæklingnum upplýsingar um þróun { varðandi mengun í útblæstri og elds- ; neytisnotkun bifreiða. " ) Stefnt er að því að fyrsti bækling- urinn komi út eigi síðar en 1. októ- i ber í haust. Auk þess að liggja frammi í sýningarsölum bifreiðainn- flytjenda verður bæklingnum dreift til félaga í FÍB. ; Norskur skólakór með tónleika SKÓLAKÓR frá skólasetrinu j Fjallahaug í Osló heldur tónleika í i Kristniboðssalnum í Reykjavík í kvöld, miðvikudag, og í Breiðholts- j kirkju annað kvöld, fimmtudag. Hefjast báðir tónleikarnir kl. 20.30. Flytjendur eru 25 nemendur af ] tónlistarbraut frá skólasetrinu sem , er í eigu Norska lútherska kristni- m; boðssambandsins. RKI með námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudag- inn 18. febrúar kl. 19. Kennsludag- ar verða 18., 22. og 23. febrúar og er kennt frá kl. 19-23. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Félagar í RKÍ fá 25% afslátt. Þeir sem hafa áhuga á að komast á þetta námskeið geta skráð sig hjá Reykavíkurdeild RKÍ frá kl. 8-16. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu verður blástursmeð- ferðin, endurlífgun með hjarta- hnoði, hjálp við brana, beinbrotum og blæðingum úr sáram. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys þ.m.t. slys á börnum og forvarnir. Að námskeiðinu loknu fá nemend- ur skírteini sem hægt er að fá met- ið í ýmsum skólum, segir í fréttatil- kynningu. Önnur námskeið sem eru haldin hjá Reykjavíkurdeildinni era um sálræna skyndihjálp, slys á börn- um, námskeið fyrir barnfóstrur og það hvernig á að taka á móti þyrlu á slysstað. Tekið skal fram að Reykjavíkur- deild RKI útvegar leiðbeinendur til að hafa ofangreind námskeið fyrir þá sem þess óska. Gönguferð á þorra HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, og býður upp á sýradrykk og molakaffi í lok gönguferðarinnar. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20, gengið upp Grófina og um Víkurgarð og Hljómskálagarð suður í Vatnsmýri eða eftir gönguhraða hvers og eins til kl. 20.45. Þá er snúið við og gengið til baka. Þá er einnig hægt að mæta við Hafnarhúsið kl. 21.30 og njóta hressingar með göngu- fólkinu. Þórður mætir með nikk- una. Allir era velkomnir. Fundur um ríkiseign á fjölmiðlum SAMBAND ungi-a jafnaðarmanna og Heimdallur halda sameiginleg- an fund á Sóloni íslandusi, 2. hæð, fimmtudaginn 18. febrúar, kl. 21.30 um réttmæti ríkiseignar á fjölmiðl- um á íslandi. Framsögumenn fundarins era þau Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri, Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður og útvarpsráðsmað- ur, og Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnmálafræðingur. Fundarstjóri verður Gunnlaugur Jónsson. • • Oskudags- skemmtun í Víkinni FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Bústaðir, Foreldrafélag Breiðagerðisskóla, Foreldrafélag Fossvogsskóla og Knattspyrnufélagið Víkingur standa fyrir öskudagsskemmtun í íþróttahúsi Vfldngs í Bústaðahverfi á Öskudag kl. 13.30-15. Allir krakkar, unglingar og for- eldrar era velkomnir en boðið verður upp á andlitsmálun, kettirn- ir slegnir úr tunnunni og farið í leiki sem starfsmenn félagsmið- stöðvarinnar sjá um ásamt foreldr- Um. " ....... Morgunblaðið/Ásdís Verðlaun fyrir bestu mynd- irnar gegn tóbaksnotkun INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra afhenti á mánu- dag verðlaun í teiknikeppni, sem Æskan og Tóbaksvarnanefnd efndu til um bestu myndina gegn tóbaksnotkun. Grunnskólanem- endur á aldrinum sex til 14 ára tóku þátt í keppninni og var þeim skipt í þrjá flokka. Alls bár- ust 1.728 teikningar frá 40 skól- um og 59 einstaklingum. Allir þátttakendur fá viðurkenningar- skjal og unnu 18 til verðlauna. Sex þeirra hlutu bakpoka frá Seglagerðinni Ægi og 12 fengu íþróttagalla frá Hreysti. Aðalverðlaun í flokki sex til átta ára fengu Elísabet Trausta- dóttir, Grunnskóla Bolungarvík- ur, og Thelma Rut Elíasdóttir, Selásskóla. Aukaverðlaun fengu Alda Yr Guðmundsdóttir, Glerár- skóla, Ástrós Gunnarsdóttir, Landakotsskóla, Ómar Búi Sæv- arsson, Grunnskóla Sauðárkróks, og Víkingur Þór Björnsson, Gler- árskóla. Aðalverðlaun í flokki 9 til 11 ára fengu Fanney Eiríksdóttir, Flataskóla, og Tinna Rún Da- víðsdóttir, Flataskóla. Aukaverð- laun í þeim flokki fengu Alex- andra Helga ívarsdóttir, Hamra- skóla, Hafdís B. Böðvarsdóttir, Steinsstaðaskóla, Kristjana Mar- grét Jóhannsdóttir, Grunnskól- anum á Suðureyri, og Sonja L. Sveinbjörnsdóttir, Bfldudals- skóla. Aðalverðlaun í flokki 12 til 14 ára fengu Dagbjört Ásta Jóns- dóttir, Garðaskóla, og Tinna Daníelsdóttir, Selásskóla. Auka- verðlaun í þeim aldursflokki fengu Anna Birna Guðlaugsdótt- ir, Bfldudalsskóla, Erla Rún Jónsdóttir, Bfldudalsskólá, Guð- björg Stefanía Hafþórsdóttir, Grunnskóla Bolungarvíkur, og María Guðrún Gunnlaugsdóttir, Glerárskóla. Opið hús hjá SKB OPIÐ hús verður á skrifstofu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna (SKB), Suðurlandsbraut 6, fimmtudaginn 18. febrúar og verður opnað kl. 20.30. Veitingar verða á boðstólum eins og venja er auk er- indis um sálræna skyndihjálp og lífskreppur. I fréttatilkynningu segir: „Mar- grét Blöndal barnahjúkrunarfræð- ingur hefur að undanförnu leiðbeint á námskeiðum á vegum Rauða kross Islands í sálrænni skyndi- hjálp. Námskeið þessi era m.a. fyrir aðila sem veita þeim stuðning er eiga í andlegum erfiðleikum vegna veikinda barna sinna eða hafa jafn- vel misst barn. Ekki er þó ætlunin að Margrét haldi slíkt námskeið á opnu húsi hjá SKB heldur skýri út hvað áfallahjálp er og fjalli um ýmis mál innan þess sviðs. Vonir standa til að um nefnt málefni skapist um- ræður á meðal foreldra í framhaldi af erindi Margrétar. Eins og flestir vita er engin sál- ræn skyndihjálp veitt á kerfisbund- inn hátt þegar foreldrar fá tilkynnta sjúkdómsgreiningu barna sinna sem svo sannarlega væri full ástæða til að gera þegar um alvarlega sjúk- dóma er að ræða. Eitt af baráttu- málum SKB er þ.a.l. að sjúki-ahúsin bjóði sjálfkrafa upp á aðstoð eins og hér um ræðir. LEIÐRÉTT Rangur myndatexti I myndatexta með frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær um starfsemi Netverks kom fram að fyrirtækið hefði opnað söluskrifstofu í Hong Kong. Hið rétta er að Netverk mun á næstunni opna söluskrifstofu í Hong Kong. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Stofnfundur Símenntunar- miðstöðvar Vesturlands STOFNFUNDUR Símenntunar- miðstöðvar Vesturlands verður haldinn í Hótel Borgamesi, föstu- daginn 19. febrúar kl. 15. Samband sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi og framhaldsskól- arnir á svæðinu - Fjölbrautaskóli Vesturlands og háskólamir að Hvanneyri og Bifröst - standa að stofnun Símenntunarmiðstöðvar- innar ásamt ýmsum fyrirtækjum. Hlutverk miðstöðvarinnar er að efla fullorðinsfræðslu með nám- skeiðshaldi og fjarkennslu í þágu atvinnuvega og einstaklinga, segir í fréttatilkynningu. Símenntunarmiðstöðin verður til húsa í stjórnsýsluhúsinu í Borgar- nesi. Björg Árnadóttir, blaðamaður og ritlistarkennari, hefur verið ráð- inn forstöðumaður. s Iþróttahreyfingin semur við Flugfélag Islands UNDIRRITAÐIR hafa verið samningar milli Flugfélags fs- lands og fþrótta- og ólympíu- sambands íslands (ISÍ) um flug- fargjöld. Samningurinn, sem gildir til Ioka ársins 1999, felur í sér sérfargjöld til allra áfangastaða Flugfélags íslands innanlands. Stefán Konráðsson fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, Ellert B. Schram forseti ÍSÍ, Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri Flugfélags íslands og Árni Gunnarsson sölu- og markaðs- stjóri Flugfélags fslands, gengu frá samkomulaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.