Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 45 Dýraglens Ferdinand Ertu sofandi, Sámur? Mamma mín er dýra- Hún sagði að þú hefðir verið Allt! Sennilega ertu það ... læknirinn liérna ... rannsakaður og það hafi fund- ist hvað það er sem amar að þér ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Sfmbréf 569 1329 „Við erum hætt að elska hvort annað“! Frá Þórhalli Heimissyni: ÞETTA er setning sem prestar og aðrir er taka á móti hjónum í viðtöl vegna- hjónaerfiðleika fá oft að heyra. Mörg hjón hér á landi lenda í erfiðleikum í sínu hjónabandi á lífsleiðinni, eins og tölur um hjóna- skilnaði bera vitni um. Það eru ekki öll hjón sem skilja þó að erfiðleik- amir banki á dyrnar, þannig að töl- ur um fjölda hjónaskilnaða segja ekki alla söguna um sundurlyndi. Mörgum tekst reyndar að vinna úr sínum erfileikum og nota reynsluna til þess að styrkjast í hjónabandinu. „Við erum hætt að elska hvort annað“! Þessi orð tjá mikla sorg, fela í sér skipbrot. Parið, sem eitt sinn hittist og varð ástfangið upp fyrir haus, því pari finnst einhverra hluta vegna að ástarneistinn sé kulnaður, að ekkert sé eftir af þeim loga sem forðum brann þeima í milli. Þá vaknai’ óhjákvæmilega spum- ingin: „Hvað hefur gerst, af hverju er svo komið fyrir ástinni sem eitt sinn var?“ Svörin við þeirri spurn- ingu era jafn mörg og misjöfn eins og hjónin sem glíma við hana. Oftar en ekki túlka þessi orð um hina glötuðu ást langa atburðarás sem smátt og smátt hefur brotið niður parið. Allt of margar stundir hafa horfið í annríki fábreyttra daga. Tíminn hefur liðið við ótelj- andi verkefni, samband hins ást- fangna pars hefúr umbreyst í yfir- borðslega skýrslugerð vinnufélaga sem tekið hafa að sér rekstur heimilis en hafa þar fyrir utan lítil samskipti. Stundum blandast áfengisvandi í spilið, stundum fjár- hagserfiðleikar, langur vinnudag- ur, lág laun, stress og streita. Við höfum málað okkur út í horn í þjóð- félagi sem oftai' en ekki er fjöl- skyldufjandsamlegt. Afleiðingin liggur fyrir. „Dropinn holar stein- inn“ segir gamalt spakmæli sem í dag gæti hljóðað einhvem veginn svona: „Samskiptalevsið holar hjónabandið.“ Hvemig á ástin að vera fyrir hendi þegar dagamir Mða eins og hér var lýst? Hún fær ekkert rými, enga næringu, ekkert ljós og engan yl. Hún er því dæmd til að fölna og deyja. Með henni deyja draumarnir sem parið átti, vermireiturinn sem bömin áttu. Svo á skólinn að bjarga því sem bjargað verður, að aga bömin og veita þeim skjól og styrk! Oft mætti skipta út orðunum „við eram hætt að elska hvort annað“ og setja í þeirra stað eftirfarandi „við gleymdum að gefa hvort öðra tíma“. Og það er of seint að leita sér lækningar þegar sjúklingurinn er látinn, þegar tíminn er hlaupinn frá okkur, þegar ástin er dauð. Gæti verið að við höfum for- gangsraðað vitlaust hjá okkur, Is- lendingar, að hin hörðu gildi hafi rænt okkur tímanum sem við gát- um nýtt til að eiga með hvort öðra og börnunum okkar? Gæti verið að ' það sé kominn tími til að breyta um foi'gangsröð? Því þarf auðvitað hvert par að svara fyrir sig. En þá spurningu þarf þjóðfélagið líka allt að takast á við, áður en dropinn hol- ar steininn endanlega, áður en rás atburðanna tekur af okkur völdin. Margt er til ráða. Það er hægt að leita sér ráðgjafar og stuðnings áð- ur en í óefni er komið. Oft er hægt að snúa við á braut erfiðleika ef báðir aðilar vilja horfast í augu við vandann í tæka tíð og það er hægt að bægja hinum hörðu gildum frá í samfélagi okkar og láta umhyggj- una fyrir hag fjölskyldunnar ráða ferðinni. En til þess þarf vilja. Því vilji er allt sem þarf. SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON, Hafnai'fjarðarkirkju. Af Duus, Tetriz, Raggae og Clinton Frá Oddi Björnssyni: SVO var haft eftir borgarstjóranum í Reykjavík í Morgunblaðinu 31. mars 1998. Til umræðu var enn ein umsóknin til reksturs vínveitinga- staðar í Aðalstræti 4B. Framundan vora borgar- og sveitarstjórnar- kosningar og höfðu íbúar Grjóta- þorps lýst eftir stefnu þáverandi borgai'yfii'valda varðandi íbúðar- byggð í þorpinu. „Borgarstjóri telur rekstur fullreyndan,“ var svarið. Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjóra, kannast ekki við stefnubreytingu borgaryfu-valda varðandi veitingarekstur í húsinu frá því í apríl 1998 (Mbl. 3. feb. ‘99). Það er ekki von: yfirlýsing borgar- stjóra er frá því í mars eins og þeg- ar hefur komið fram. En borgaryf- irvöld gefast ekki upp. Þrátt fyrir margítrekuð mótmæli íbúa í ná- grenni staðarins vegna mikils há- vaða er frá honum stafar langt framundir morgna, mikillar ölvunar og hávaða við heimili þeirra, stór- aukinnar umferðar að ekki sé talað um glerbrotin og annan óþverra er bíður íbúa í morgunsárið, virðist* sem borgaryfirvöld séu staðráðin í að halda þarna rekstri gangandi. Mál er að linni. Nú þurfa borgar- fulltrúar (minni- og meirihluti) að hysja upp um sig í málefnum Kvosarinnar og byrja í Aðalstræti 4B. Ekki er farið fram á annað en þau sjálfsögðu mannréttindi að fjöl- skyldum í nánd við Aðalstræti 4B sé tryggður réttur til nætursvefns líkt og öðrum íbúum borgarinnar. Reynslan sýnir að hann fæst aðeins með því að loka fyrir vínveitinga- og skemmtanahald í húsinu í eitt skipti ^ fyrir öll. ODDUR BJÖRNSSON, hljómlistarmaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.