Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
>
Forvitnilegar bækur
GOLFBÓK AÐ HÆTTI LESLIE NIELSEN
Hver fann
upp bréfa-
klemmuna?
Hundrað uppfinningar sem settu
svip á öldina. Century Makers.
Höfundar: David Hillman & David
Gibbs, gefið út af Weidenfeld &
Nicolson, London 1998, 191 bls.
Fæst í Bókabúð Máls og menning-
ar, Laugavegi 18, kr. 2695.
TUTTUGASTA öldin er öld tækn-
innar. Tæknin hefur unnið ótrúlega
sigi-a á þessari öld. Hún hefur kom-
ið manninum til tunglsins, viðskipt-
unum á Netið og sjónvarpinu inn á
hvert heimili. Komandi kynslóðir
munu minnast tuttugustu aldarinn-
ar sem aldar kjamorkunnar og
flugvélanna, aldar kvikmyndanna
og talsímans. Gervihnattaaldar.
Þessi bók er reyndar ekki um
atómsprengjur og stóruppgötvanir
á sviði erfðafræðinnar heldur er
hún úttekt á minniháttar uppfinn-
ingum aldarinnar.
Myndir og texti eru í jöfnum hlut-
fóllum og útskýra á hnitmiðaðan
hátt uppruna og sögu eitt hundrað
nytjahluta, heimilistækja, uppfinn-
inga og hugmynda. Hlutimir eiga
það sameiginlegt að hafa slegið í
gegn hjá almenningi og þykja nú
svo sjálfsagðir að við tökum varla
efth' þeim. Bréfaklemman er t.d. lítil
og einfóld uppfinning sem fæstir
gefa gaum að, en Norðmaðurinn Jo-
hannes Vaaler fann hana upp á sín-
um tíma. Bókin bregður Ijósi á
smæstu hlutina og útskýrir sam-
hengi þeirra við lífið á öldinni. Sem
dæmi má nefna að þegar Gillette
fann upp einnota rakvélablöðin 1901
varð ekki aðeins gjörbreyting á
skeggtísku karlmanna heldur á öll-
um framleiðsluháttum hins vest-
ræna heims. Framleiðendur upp-
götvuðu þá að hægt var að græða
margfalt á öllu sem var einnota.
Efni bókarinnar er skemmtilega
valið og fjölbreytt. Hér er hægt að
finna fróðleik um gúmmíhanska,
einnota kveikjara, kúlupenna, vara-
lit, sílíkon-brjóst, hamborgara, ör-
yggisbelti, frostpinna, greiðslukort
og mjúkan klósettpappír. Mynd-
skreytingar eru frjálslega tengdai'
efninu en alltaf vel útskýi'ðar og
falla vel að yfirbragði bókarinnar.
Hjá greininni um franska rennilás-
inn er mynd af karlstrippurunum
Chippendales sem notuðu uppfinn-
inguna til að flýta fyrir berháttun
sinni. Hjá greininni um leikfanga-
bangsa er mynd af Banda-
ríkjaforsetanum
Theodore Roosevelt, en af
nafni hans er enska heitið
dregið, „teddy bear“, upp-
runalega „Teddy’s Bear“.
Bókin er aðgengileg og
skemmtileg og ættu allir að
geta haft af henni gaman.
Þessi „skoði-bók“ færi vel á
hvaða biðstofu eða baðher-
bergi sem er. Bókin er sér-
staklega heppileg fyrir bess-
ervissera og aðra þá sem hafa
gaman af að slá um sig með fá-
nýtum fróðleik. í henni er nóg af
staðreyndum til að leggja á
minnið og nýtast þær eflaust til
að koma einhverjum skemmtilega
á óvart: „Vissir þú að fyrsta strika-
merkið var á Wrigley’s tyggjó-
pakka en hann var seldur nákvæm-
lega klukkan 8:01 fyrir hádegi, þann
26. júni 1974, í stórversluninni
Marsh í borginni Troy í Ohio?“
ÍJlfur Eldjárn
irinn
Appelsínuhúð:
Ráð úr regnskóginum
Henry Beard hefur einnig ráð
undir rifi hverju þegar kemur
að því að halda líkamanum í
góðu lagi. Bókin Appelsínuhúð-
nrspádómurinn: Ævintýri eða
„The Cellulite Prophecy" eftir
ar;ininn
nltf.
Forvitnilegir borðar
Century Makers
One humlreri cleuer thinys we take
for yranicri whích Jtawe changed our
iives ovet the last one humlred years
Oavid Hillman & David tlihbs
MlCHAÍiL ROS'a’K’A
— íiooR
►Ml
CU.AÍÆ mACKIL
Búin til úr
pylsum?
„Michael Rosenls Book of
Nonsense" eftir Michael Rosen.
Myndskreytt af Clare Mackie. 48
bls. Macdonakl Young Books, East
Sussex, árið 1997. Eymundsson.
1.095 krónur.
„HVAÐ myndir þú gera ef þú
værir búin til úr pylsum?" spyr
Michael Rosen. Michael er Ijóð-
skáld. Ljóðin hans eru ef til vill
skrifuð fyrir börn en fullorðnir
með barnssál geta hlýjað sér að
innan við lesturinn. Michael nefni-
lega bullar og bullar.
Það sem veltur upp úr honum er
hreinasta della. Hann segir okkur
furðusögur í bundnu máli, laumar
inn nokkrum limrum úr undra-
heimi og kaffærir lesandann í
óendanlegum orðaleikjum. Hann
er konungur bullukollanna, æðstur
meðal æringja.
Rugludallurinn, skáldið, sækir
yrkisefni sín í heillandi heim
barnsins. Einfaldir hlutir eins og
fótboltar og hundar eru honum
innblástur. Hann kynnir okkur
fyrir gúmmístelpunni, harðsvíruðu
gólfmottunni, litlum sjónvarps-
köttum og ýmsum skrímslum. Við
kynnumst Dennis sem dýrkar
tennis, Rolf sem spilar golf, og
Bemharði sem...?!
Það þarf ekki mikið til að gleðja
litla sál, og lesandinn verður að
vanda sig, eigi honum að takast að
vera dapur við ljóðalesturinn.
Ljóðin, sem kalla mætti þvaður
um einskis nýta hluti, þau einfald-
lega gleðja. Áhrif ljóðanna gætir
einnig í daglegu lífi lesandans, lífið
verður orðaleikur og ævintýrin
geta leynst í hvaða brauðsneið
sem er.
Lesandinn sér á endanum heim-
inn með augum skáldsins. Mynda-
heimur bullbókarinnar er álíka
galinn og heimur orðanna. Teikn-
ingarnar eru rúsínan í pylsuend-
anum og þannig myndar bókin
eina heild. Ljóðabókin er örlítil
ljóstýra sem yljar ungum jafnt
sem öldnum. En hvað er ljóð? Er
réttlætanlegt að kalla svona vit-
leysu skáldskap? Og svona ærsla-
belg skáld? Og hvað myndirðu
gera, svona í alvörunni, - ef þú
værir búin til úr pylsum?'
Silja Björk Baldursdóttir
Ekkert mál að
kenna golf, bara
vonlaust að læra það
ÞEGAR vorið er að náigast
kemur tími léttleikandi fjörs,
fyrirgefningar og vel á minnst,
golfs. Það finnst í það minnsta
leikaranum Leslie Nielsen sem
á síðasta ári gaf út Vitlnusu
litlu golfbókinn hnns Leslie Ni-
elsens eða „Leslie Nielsen’s
Stupid Little Golf Book“. í bók-
inni setur Nielsen sig í hlutverk
þess sem allt veit um það sem
alls ekki má gera á golfvellin-
um.
„Eins og allar klassfskar bæk-
ur um golf er mín bók troðfull
af vonlausum þekkingarmolum,
fáránlegum ráðum og tilgangs-
lausum upplýsingum... en fyrir
mörgum árum uppgötvaði ég
hinn stóra sannleika varðandi
golfkennslu. Það er hægt að
kenna golf en gjörsamlega von-
laust að læra það.“
Enga höfuðhnykki, takk!
Að sögn Nielsen halda góðir
kylfingar höfði sínu grafkyrru
þegar þeir sveifia kylfunni. Svo
þeir líti vel út. Nielsen segir að
til að tryggja góða ímynd á vell-
inum sé gott að ímynda sér eft-
irfarandi: „Þú hefur óvart þveg-
ið þér upp úr nítróglyseríni. Ef
þú hreyfir höfuðið veistu að þú
þarft að taka leigubíl langa leið
til að geta klórað þér í eyranu!“
Einnig má tryggja góða
ímynd með þeirri einföldu hern-
aðaraðgerð að líta betur út en
andstæðingurinn. Spurning eins
og „Hefurðu nokkurn tíma séð
hvað er inni í hnénu á þér?“
virkar t.a.m. ágætlega til að
laða fram undrunargrettu.
Hvor haldið þið að muni líta
betur út, þín undurblíða ásjóna
eða grett andlit andstæðings-
ins?
Skrifblokk Simpsons
Vitlausa litla golfbókin er
samvinnuverkefni Nielsens og
frumkvöðuls National Lampoon
myndanna, Henry Beard, en
liann hefur þegar fært út kví-
arnar enn frekar á bókmennta-
sviðinu. Væntanleg er bókin
Minnisblokk O.J. eða „CLJ.’s
Legal Pad“ en í henni aðstoðar
Beard hugmyndasnauða lesend-
ur við að giska á hvað frægasti
sakborningur heimsins var að
skrifa í minnisblokk sina á
meðan „réttarhald aldarinnar"
stóð yfir. Bókin verður að sjálf-
HVAR er engilblíð ásjónan nú þegar niikið liggur við?
„óþekktan höfund" er þegar
komin út á vegum hans og þar
er tekið föstum tökum á fitu-
hnúðum þeim sem kenndir eru
við appelsínur. í bókinni eru
lífsreglur megrunarfíkla raktar
aftur til íbúa regnskóganna,
sem samkvæmt bókinni vissu
allt um það hvernig vinna ætti
bug á hinni hvimleiðu appel-
L'lísiiáfe sinuhúð.
„Hugur minn rauk fram og til
aðfea. baka í tíma ... Atóm inín birtust
mér í trylltri líkamsrækt,
þrammandi upp og niður
_mT , , . tröppuvélina..." Þeir sem hafa
NIELSEN er kunnuglegri ]esiö eitthvað eftir nýaldarhöf-
með byssuna og Iogreglu- undínn James Redfield kannast
merkið á loft. að hætt. per- kannski við stflinn?
sonu hans í „Bemt a ska .
sögðu prentuð á gulan pappír
og bundin að ofan eins og títt er
um minnisbækur.
Samhliða minnisbók sakborn-
ingsins er önnur bók með áður
„óbirtum" bréfum til O.J. Simp-
sons en hún er kölluð Ég veit
hvnð þú vilt segjn mér, en ég vil
eiginlegn ekki vitn þnð. Réttar-
haldið yfir O.J. Simpson hefur
greinilega orðið til þess að
Henry Beard hefur fengið
hveija hugmyndina á fætur
annarri og ekki getað haldið sig
frá tölvunni til að skrá snilldina
á blað.