Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 56

Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 56
Drögum næst 24. febrúar HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn Q Ji Sími: 533 5000 MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NBTFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjúkrahúsin bjóða hjúkrunarnemum styrki gegn ráðningu Allt að hálf laun í boði til loka maí HJÚKRUNARNEMUM sem út- skrifast í vor standa til boða náms- styrkir af hálfu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík gegn því að þeir ráði sig í tvö til þrjú ár. Geta styrkirnir numið allt að hálfum mánaðarlaun- um, nálægt fimmtíu þúsund krónum, mánuðina mars, april og maí. Vegna stöðugs skorts á hjúkrun- arfræðingum hafa stóru spítalamir í Reykjavík og þeir minni í nágrenni höfuðborgarsvæðisins keppt um að fá til sín nýútskrifaða hjúkrunar- Sagt upp vegna meintrar samkeppni FORRÁÐAMENN Hrafnistu í Reykjavík hafa sagt upp hjúkrunar- deildarstjóra á stofnuninni vegna að- ildar hans að forvali um byggingu og rekstm- hjúkrunarheimilis sem nú stendur yfir. Telja þeir hjúkrunar- fræðinginn í samkeppni við stofnun- ina en Hrafnista er einn þriggja aðila í forvalinu vegna útboðsins. Hjúkrunarfræðingurinn telur uppsögnina ólöglega og hefur fengið Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og lögmann í lið með sér og hefur hann farið fram á skaðabætur við Hrafnistu vegna hinnar meintu ólög- legu uppsagnar. Þrír aðilar eru í forvali hjá Ríkis- kaupum vegna byggingar 60 rýma hjúkrunarheimilis í einkafram- kvæmd. Er þar gert ráð fyrir hönn- un og byggingu heimilisins ásamt fjármögnun í 25 ár, svo og rekstri þess þann tíma. Auk Hrafnistu er það Securitas ásamt öðru fyrirtæki og síðan ístak og Nýsir í samvinnu við þrjá hjúkrunarfræðinga. Voru gefnir tveir kostir Sigrún Egilsdóttir er einn hjúkr- unarfræðinganna þriggja. Hún kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær hafa tilkynnt yfirmönnum sín- um hjá Hrafnistu að hún ætti aðild að forvalinu daginn eftir að forvalið ^ var opnað. Sér hafi þá verið gefnir tveir kostir, að ganga út úr forvalinu eða hætta strax störfum. Sigrún kvaðst hafa farið fram á, í samráði við Félag íslenskra hjúkrun- arfræðinga, að Hrafnista drægi það sem hún nefndi hótun til baka og að reynt yrði að semja. Hún sagðist þessu næst hafa fengið skeyti frá yf- irmönnum Hrafnistu þar sem henni var sagt upp störfum frá og með 1. febrúar. í framhaldi af því fól stétt- arfélagið lögmanni sínum, Ragnari H. Hall, málið til skoðunar. Sveinn Skúlason, forstjóri Hrafn- ' istu, sagði rök forráðamanna stofn- unarinnar fyrir uppsögn Sigrúnar vera þau að hún sem deildarstjóri á Hrafnistu gæti ekki jafnframt undir- búið forval og útboð í verk í sam- keppni við Hrafnistu. Því hefði henni verið gert að velja á milli. Hann seg- ir nafn hennar fyrst hafa komið upp þegar í ljós kom hvaða aðilar voru í " 'Vfon.'ali. Hún hafi ekki látið yfirmenn sína vita af því fyrirfram. Mjólkursamlag KEA með útflutningsleyfí til landa ESB Raunhæfur möguleiki á að ná árangri MJÓLKURSAMLAG KEA hefur fyrst mjólkuriðnaðarfyrirtækja fengið útflutningsleyfi til landa Evr- ópusambandsins, en það var form- lega staðfest í Brussel í síðasta mán- uði eftfr að öll ríki innan sambands- ins höfðu fengið það til staðfestingar. Er leyfið án allra takmarkana og gildir því fyrir allar mjólkurvörur sem fyrirtækið framleiðir, en oft hafa slík leyfi verið veitt fyrir ein- stakar vörur og vöruflokka. Hólmgeir Karlsson mjólkursam- lagsstjóri sagði að ítarleg úttekt hefði verið gerð á mjólkursamlaginu, framleiðsluháttum þess, gæðakerfi og gæðum mjólkur frá bændum og hefði leyfið fengist í kjölfar þeirrar úttektar. Hólmgeir sagði að sú stefna hefði verið mörkuð að vinna markvisst að útflutningi og er markmiðið það að innan tíu ára verði útflutningur orð- inn snar þáttur í starfsemi fyrirtæk- isins. Öllum tæknilegum hindrunum hefði verið rutt úr vegi og væri út- flutningsleyfið mikill áfangasigur sem myndi hvetja menn til að halda áfram á sömu braut. Þetta lejdi hef- ur í för með sér að mjólkursamlagið hefur nú þegar aukna möguleika á útflutningi á smjöri úr því umfram- magni fitu sem verður til þar sem sala mjólkurvara á próteingrunni er meiri en á fitugrunni innanlands. Styrkir stöðuna Hólmgefr telur samlagið eiga raunhæfa möguleika á að ná árangri í útflutningi á mjólkurvörum á næstu árum. „Það er að mínu mati nauðsynlegt að leita allra leiða til að styrkja stöðu mjólkuriðnaðarins með markvissu útflutningsstarfi,“ sagði Hólmgeir en á næstu árum munu mjólkurbúin þurfa að takast á við aukinn innflutning á mjólkurvör- um hingað til lands. Benti samlags- stjóri á að á næstu árum yrði dregið úr innflutningsvernd þeirra landa sem mest væri horft til varðandi út- flutning. Taldi Hólmgeir að samlagið ætti mesta möguleika á að flytja út ýms- ar sérvörur, en lykilatriði væri að finna heppilega aðila í samstarf varðandi útflutninginn. Verða að undir- rita víxil sem tryggingu fræðinga. Sjúkrahús í nági'enni Reykjavíkur hafa boðið þeim strax röðun í hærri launaflokka en spítal- arnir í Reykjavík auk þess sem þeim eru í vissum tilvikum boðnar staðar- uppbætur. Þessa leið hafa forráða- menn sjúkrahúsanna í Reykjavík ekki séð sér fært að fara en fyrfr nokkru kom fram hugmynd um að bjóða hjúkrunarnemum námsstyrki á lokaspretti námsins. Standa nú yfir viðræður milli spít- alanna og nokkurra hjúkrunarnema. Um er að ræða allt að hálfum launum sem getur þýtt kringum 50 þúsund krónur gegn því að hjúkrun- arnemarnir skuldbindi sig til að vinna í tvö til þrjú ár á sjúkrahúsinu eftir útskrift. Er þeim gert að undir- rita víxil sem fellur ef þeir halda ekki út umsaminn tíma. Um 80 útskrifast í vor Frá Háskóla Islands útskrifast 56 hjúkrunarfræðingar í vor og 25 frá Háskólanum á Akureyri. Flestir sem útski-ifast á Akureyri ráðast í vinnu þar um slóðir en hinir dreifast á höf- uðborgarsvæðið og víða um landið. Fyrir nokkru fór fram sérstök kynning á vegum Landspítalans á starfi hjúki-unarfræðinga meðal þeirra sem ekki hafa verið í starfi að undanfórnu. Er útlit fyrir að tekist hafi að ná í 10 hjúkrunarfræðinga eftir þeirri leið sem munu skila sér í störf á næstu vikum og mánuðum. Fjölbreytt kjötkveðju- hátíð KJÖTKVEÐJUHÁTIÐ var haldin í safnaðarheimili kaþólskra við Hávallagötu í Reykjavík í gær- kvöld. Fór þar fram hin fjöl- breyttasta fjölskylduskemmtun með leikjum, söng, dansi og snæðingi. Framundan er síðan fastan og þá stilla margir neyslu sinni í hóf. Morgunblaðið/Golli Öld frá upphafinu KR-INGAR minntust í gær aidar- afmælis félagsins ineð fjölmennri móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur. Flutt voru ávörp í tilefni dagsins, félaginu færðar kveðjur og gjafir og fyrstu eintökin af nýútkominni sögu félagsins, Fyrsta öldin - saga KR í 100 ár, voru afhent. Þar sem Ráðhúsið stendur við Tjörnina stóð lengi Báraii; íþróttahús og fé- lagsheimili KR. I tilefni afmælisins hefur verið sett upp sýning á Ijós- myndum úr starfi félagsins í heila öld. Margir afmælisgestir notuðu tækifærið í gær og virtu fyrir sér myndirnar, þeirra á meðal Aðal- steinn Daimann Októsson sem virðir fyrir sér ljósmynd af Bár- unni og keppnisflokki KR um 1930. ■ Þrír formenn/Bl og B2 Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.