Morgunblaðið - 24.02.1999, Side 7

Morgunblaðið - 24.02.1999, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 7 FRÉTTIR Nýtt lýsisskip til landsins NESSKIP hf. og Nes hf. skipa- félag hafa sameiginlega keypt 2.300 tonna geymaflutningaskip sem m.a. er ætlað til flutninga á lýsi frá íslenskum loðnuverk- smiðjum. Skipinu hefur verið gefið nafnið Freyja. Skipð var byggt í Þýskalandi sem efnaflutningaskip og er því með tvöföldum byrðingi þannig að allir 12 geymar skipsins era umluktir tómarými þ.e.a.s. botntönkum og síðutönkum. Heildar tankarými skipsins er 2.775 rúmmetrar. Átta geymar era úr ryðfríu stáli og fjórir geymar er þaktir með epoxy- málningu. Skipið er búið tólf Framo- djúpdælum svo hægt er að að- skilja farma á þægilegan hátt. Níu manna áhöfn verður á skipinu undir skipstjórn Júlíus- ar Hafsteinssonar. Utgerð skipsins verður á vegum Nes- skipa hf. LÝSISSKIPIÐ Freyja sem er í eigu Nesskip hf. og Ness hf. Farþegar hjá SVR 1998 Unglingar Börn Farþegum SVR fjölg- aði í fyrra FARÞEGUM SVR fjölgaði um 2% á síðastliðnu ári. Alls voru farnar 8.637.688 ferðir og eru þá skiptim- iðaferðir taldar með. Skipting milli greiðslumáta var annars sú að græna kortið var not- að í 2.771.573 ferðum eða í 32% til- vika, farmiðar í 2.361.382 ferðum eða 27% tilvika, staðgreiðsla í 2.030.738 ferðum eða 24% tilvika og skiptimiðar í 1.174.143 ferðum eða 14% tilvika. Undir liðinn annað falla 299.851 ferð eða 3% tilvika. Er hér aðallega um að ræða börn undir sex ára aldri sem greiða ekki fargjald. Byggingarréttur á Þróttarsvæði 37 milljón króna til- boði tekið BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að taka 37 milljón króna tilboði hæstbjóðanda Mótás ehf. í lóðir undir fjögur einbýlishús og fímm raðhús með samtals 14 íbúðum á A- hluta Þróttarsvæðisins við Holtaveg. Tólf tilboð bárust ásamt einu frávikstilboði. 1 bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks segir að til- boðin sem bárust séu til vitnis um það spennuástand sem ríki á byggingarmarkaði vegna lóðaskorts í borginni. Viðbótargreiðsla kaupanda lóðanna umfram venjuleg gatnagerðargjöld séu tæpar 15 milljónir fyrir lóðir undir einungis 14 íbúðir. Ljóst sé að núverandi lóðaskortur hafí veruleg áhrif á hækkandi fast- eignaverð í borginni. Framkvæmdir eru þegar hafnar við gatna- og holræsa- gerð á svæðinu. LANDSLEIKUR I KORFU BOLTA: ISLAND - BOSNIA Ulsetunr* styöjuro i oKKar *»'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.