Morgunblaðið - 24.02.1999, Side 8

Morgunblaðið - 24.02.1999, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ R-listiim er 2000 vandi Reykvíkmga UAaskortnr í boi^- inni. Byggingarsvæði í Norðlíngaholti og Geldinganesi. Um- HELDUR þú að það sé ekki betra að fara með hann til Kára en þessara tölvufræðinga Guðlaug- ur minn. Þetta er ábyggilega bara hugbúnaðarvilla í R-lista fslenskur veðurfræðingur í samstarfí við Bandarikjamenn Kanna áhrif sem fjöll hafa á vindstrengi HARALDUR Ólafsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu íslands, tók fyr- ir helgina þátt í rannsóknarleið- angri bandarískra veðurfræðinga sem fram fóru yfir landið síðastlið- inn fóstudag. Tilgangur ferðarinnar var annars vegar að prófa tæki sem nemur bylgjuhreyfingar sjávar í því skyni að reikna út frá þeim vind- styrk yfir sjó og hins vegar fékk Haraldur tækifæri til að safna upp- lýsingum um áhrif fjalla á íslandi og Grænlandi á vind. „Ég fékk að taka þátt í þessum leiðangri vegna kunningsskapar míns við bandarískan veðurfræðing en hann tengist að nokkru rann- sóknarverkefnum sem ég hefi unnið að,“ sagði Haraldur I samtali við Morgunblaðið en leiðangurinn var farinn í hávaðaroki á fóstudag og stóð flugið í rúma sjö tíma. Bandaríkjamennirnir eru að þróa tæki sem greinir vinda út frá ör- smáum bylgjuhreyfingum sjávar og var í fluginu verið að prófa áreiðan- leika tækisins, þ.e. hvernig útreikn- ingar á vindstyrk, sem byggðir eru á upplýsingum frá nýja tækinu, standast. Segir Haraldur upplýs- ingar frá slíku tæki, sem mæla mun hreyfmgar sjávar frá gervihnetti, verða grunn að útreikningum á hegðan vinds og að það muni geta styrkt veðurspár. Ekki síst sé þetta mikilvægt þar sem á mörg hundruð þúsund ferkílómetra svæðum yfir sjó sé litlar upplýsingar að hafa í dag. Haraldur segir þetta allt á til- raunastigi ennþá en ef til þess komi að byggja megi á gögnum frá slíku tæki geti það orðið til þess að hægt sé að gera nákvæmari veðurspár, sem ekki aðeins komi til góða við- komandi hafsvæðum heldur á miklu stærra svæði út frá þeim. Mældi staðbundna vindstrengi I leiðangrinum fékk Haraldur tækifæri til að mæla staðbundna vindstrengi sem myndast bæði út frá Grænlandi og fjöllum á Islandi. Var flogið norður yfir landið og með Suðurlandi í því skyni að safna upp- lýsingum um áhrif fjallanna á slíka vindstrengi. Haraldur hefur lagt stund á athuganir og útreikninga á slíkum vindstrengjum og segir hann að veðurfræðingar geti aldrei verið vissir um áreiðanlega slíkra út- reikninga nema að geta gert mæl- ingar til að sannreyna þá. Það hafi verið tilgangur leiðangursins. Hann segir vindstrengi út frá landi geta skipt miklu máli varðandi t.d. hegð- an lægða. Nefndi hann sem dæmi að strengur suður af Vatnajökli get- ur valdið vindhverflum sem gætu haft áhrif á lægðir í Atlantshafi á suðurleið, t.d. til Skotlands og sömuleiðis gætu slík áhrif frá vind- strengjum frá Grænlandi skipt máli fyrir hegðan og þróun í lægðum sem koma uppað Islandi úr vestri. Sem dæmi nefndi Haraldur að í ljós hefði komið við mælingar í flug- inu yfir Vatnajökli og suður af hon- um að hann veitir skjól langt suður fyrir landið. Vindstyrkur hefði auk- ist úr 5 vindstigum í 10 á eins km breiðu belti í um 2.000 metra hæð. Haraldur segir næstu vikur og mánuði fara í að vinna úr niðurstöð- um leiðangursins og nýtur hann einnig Bandaríkjamanna í þeirri vinnu. Því muni talsverður tími líða áður en hann getur nýtt sér niður- stöðumar óyggjandi í rannsóknum og veðurspám. Um menningarbyggingar og sýningar Islendingar gætu gert miklu meira ÞAK á menninguna, heitir erindi sem Guðmundur Jóns- son arkitekt heldur á vegum Reykjavíkuraka- demíunnar á morgun í Þjóðarbókhlöðu, annarri hæð, klukkan 17.15 og er fyrirlesturinn öllum op- inn. Erindi þetta er inn- legg í umræðuna sem varð á ráðstefnu akadem- íunnar fyrir nokkru um menningartengda ferða- þjónustu. Um hvað mun Guðmundur fjalla í fyrir- lestri sínum? - Ég hef fengist við skipulagningu á allmörg- um menningarmiðstöðv- um hér og þar í Noregi, bæði miðstöðvunum sem slíkum og einnig komið á fót margmiðlunarsýningum. Guðmundur Jónsson fyrirlestrinum kem ég til með að einbeita mér að hinum faglega þætti fyrst og fremst en einnig kem ég inn á þætti eins og fjár- festingarkostnað og rekstrar- kostnað, en þó aðeins í litlum mæli. - Hvers þarf að gæta við slíka skipulagningu? - Það er fyrst og fremst stað- setningin, hún þarf helst að vera við þjóðveg eða í návígi við hann, nema um sérstakan stað sé að ræða, t.d. Þingvelli, eða staðsetningin sé miðsvæðis í borg eða bæjum. Síðan er það tilhögun byggingarinnar sem slíkrar - að hún sé þannig úr garði gerð að ekki skapist auk- inn rekstrarkostnaður t.d. vegna mannahalds og fleiri þátta. Loks þarf að gæta að mörgu við hönnun sjálfrar sýn- ingaraðstöðunnar. - Er mikill munur á skipulagn- ingu að þessu leyti milli landa? - Já. Englendingar og Amerík- anar til að mynda hafa úr miklu meira fjármagni að spila og að- sókn hjá þeim er miklu meiri heldur en hér í Noregi eða á Is- landi, þannig að hægt er að leggja meira í byggingarnar. Þetta leiðir til þess að þeir geta nýtt sér hátækni og verið fium- kvöðlar á ýmsan hátt annan líka. Hér í Noregi hefur upp á síðkastið verið mikill áhugi hjá bæjar- og sveitarfélögum og fylkjum að miðla sérstöðu sinni til ferðamanna, sem er eðlilegt því Noregur er víðfemt land með margvísleg menningarblæbrigði innan hverrar sveitar. Slíkar menningarmiðstöðvar hafa líka haft áhrif á starfsemi tengda ferðaþjónustu, svo sem minja- gripasölu, veitingastaðahald og hótelhald. - Hvaða möguleika eigum við Is- lendingar á þessu sviði? - Það er dálítið sérstakt að ís- land hafi sem stendur ________ ekki enn komið sér upp sómasamlegri sögusýningu eins og t.d. Noregur gerði á sínum tíma og ég ”” skipulagði. Sú sýning var sett á stofn í sambandi við Olympíu- leikana í Lillehammer á sínum tíma og stendur hún enn. Að mínu mati er nauðsynlegt fyrir íslendinga að hafa eina slíka sögusýningu í gangi. Það má nefna sérstaklega eitt atriði að í gegnum tíðina hafa Norðmenn sýnt vaxandi tilhneigingu til þess að eigna sér Snorra Sturlu- í ►Guðmundur Jónsson er fæddur á Akureyri árið 1953. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Sund ár- ið 1974. Hann stundaði nám í arkitektaháskólanum í Ósló árin 1975 til 1981 er hann lauk prófí. Hann starfaði á tveimur arkitektastofum áður en hann vann samkeppni um Tónlistarhús á Islandi og stofnaði í framhakli af því eig- in arkitektastofu í Ósló þar sem hann starfar nú. Hann á eina dóttur. Það er ekki nóg að selja ferðir son og Leif Eiríksson. Slík sýn- ing á Islandi myndi hafa mikið gildi til þess að leggja áherslu á að þessir tveir fyrrnefndir menn voru íslendingar en ekki Norð- menn. Það hlýtur líka að hafa gildi fyrir hvern landshluta og jafnvel hverja sveit að útbúa sýningar sem þá tengjast sér- staklega sögu umrædds svæðis. Þetta hefur þá endurmenntunar- gildi fyrir þá fullorðnu og fræði- gildi fyrir komandi kynslóðir. Hér í Noregi hefur verið mikill metnaður í þessum efnum og engin sveit vill gefa nágranna- sveit sinni eftir. Einnig er mikið hér um sérsviðssýningar, svo sem viðvíkjandi orkumálum og heimsstyrjöldinni síðari, svo eitthvað sé nefnt. Ekki síst á þetta við þar sem um er að ræða sérstakar náttúruauðlindir, þjóðgarða eða því um líkt. - Hvað dettur þér í hug að Is- lendingar gætu gert meira til að styðja við sína ferðaþjónustu? - Einmitt svona sýningar eða ferðamiðstöðvar misstórar myndu geta eflt ferðamanna- strauminn. Það er ekki nóg að selja ferðir, ferðamenn þurfa líka að geta farið heim aftur með margvíslegar upplýsingar í farteskinu og finnast þeir hafi frá mörgu að segja þegar dvöl þeirra á Islandi ber á góma í samtölum við vini og kunningja. Slík kynning manna á meðal er mikilvæg. Allar sögulegar upp- .... lýsingar þykja frétt- næmar ekki síst á sögueyju eins og Islandi. íslendingar þurfa líka sjálfir að verða meðvitaðri um sögu sína og sögustaði og geta betur kynnt það efni fyrir ferðamönnum. Fram að þessu hafa t.d. hvorki Þjóðminjasafnið né Arbæjarsafn verið nægilega vakandi í þessum efnum. Það mætti gera miklu meira, bæði þar og víða annars staðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.