Morgunblaðið - 24.02.1999, Side 17

Morgunblaðið - 24.02.1999, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 17 EIMSKIP hf. hlaut EDI-bikarinn svokallaða á aðalfundi Icepro- nefndarinnar í gær fyrir framúr- skarandi árangur á sviði raf- rænna viðskipta. Á nieðfylgjandi mynd sést Óskar B. Hauksson, forstöðumaður upplýsingavinnslu Eimskips (t.v.), taka við bikarnum úr hendi Karls Fr. Garðarssonar, formanns Icepro-nefndarinnar. Bikarinn er nú veittur í þriðja sinn en fyrri handhafar hans eru embætti ríkistollstjóra og Búr hf. Á aðalfundinum var því fagnað að tíu ár eru nú liðin frá stofnun Icepro-nefndarinnar, en hún er samstarfsvettvangur einstak- linga, fyrirtækja og opinberra stofnana sem vinna að útbreiðslu rafrænna viðskipta hérlendis. Á fundinum kom fram að pappírs- laus viðskipti hafa náð meiri út- breiðslu hérlendis en þekkist í mörgum nágrannalöndum og er stefnt að því að auka hlut þeirra enn frekar. Á fundinum var Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, sæmdur gullmerki Icepro-nefndarinnar fyrir vel unnin störf í þágu rafrænna við- skipta. 2,5% atvinnu- leysi á landinu íjanuar í JANÚARMÁNUÐI síðastliðnum voru skráðir tæplega 73 þúsund at- vinnuleysisdagar á landinu öllu, tæplega 30 þúsund dagar hjá körl- um og tæplega 43 þúsund dagar hjá konum. Skráðum atvinnuleysisdög- um hefur fjölgað um tæplega eitt þúsund frá mánuðinum á undan en fækkaði um ríflega 40 þúsund frá janúarmánuði 1998. Mannafli á vinnumarkaði í janúar er áætlaður 132.570 manns. Þetta kemur fram í yfirliti yfir atvinnuástand í janúar sem Vinnumálastofnun hefur sent frá sér. Atvinnuleysisdagar í janúar síð- astliðnum jafngilda því að 3.352 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. Þar af eru 1.381 karl og 1.971 kona. Töl- urnar jafngilda 2,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar, eða 1,8% hjá körlum og 3,5% hjá kon- um. Það eru að meðaltali 36 fleiri atvinnulausir en í desember en um 1.868 færri en í janúar 1998. Síðasta virkan dag janúarmánað- ar voru 3.949 manns á atvinnuleys- isski'á á landinu öllu, en það eru um átta færri en í lok desembermánað- ar. Síðastliðna 12 mánuði voru um 3.633 manns að meðaltali atvinnu- lausir, eða 2,7%, en árið 1998 voru um 3.788 manns að meðaltali at- vinnulausir, eða 2,8%. Minnst atvinnuleysi á Vestfjörðum Atvinnulausum hefur fjölgað í heild að meðaltali um 1% frá desem- bermánuði en fækkað um 35,8% miðað við janúar í fyrra. Fram kem- ur í yfirliti Vinnumálastofnunar að undanfarin 10 ár hafí atvinnuleysi aukist um 21% að meðaltali frá des- ember til janúar. Því sé árstíðar- sveiflan milli desember og janúar óveruleg að þessu sinni, en hún hafí einnig verið undir meðallagi undan- farin tvö ár. Fram kemur að atvinnuleysið breytist misjafnlega eftir vinnu- svæðum en það eykst hlutfallslega mest á Vesturlandi, Norðurlandi vestra og á Austurlandi. Atvinnu- leysið minnkar hins vegar á Vest- fjörðum, höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi, en atvinnuleysið er nú hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra en minnst á Vestfjörðum. Talsvert minna atvinnuleysi en í fyrra er nú á öllum atvinnusvæðum. Atvinnuleysi kvenna minnkar um 1,2% en atvinnuleysi karla eykst um 4,4% milli mánaða. Þannig fækkar atvinnulausum konum að meðaltali um 28 á landinu öllu en atvinnulaus- um körlum fjölgar um 64. Búast má við að atvinnuleysið minnki á land- inu í febrúar og geti orðið á bilinu 2,2% til 2,5%, segir í yfirliti Vinnu- málastofnunar. NEC segir upp 15.000 Tdkýó. Reuter. NEC Corp, helzti ör- gjörvaframleiðandi Japans, ætlar að segja upp 15.000 starfsmönnum og efla bágstatt tölvufyrirtæki sitt í Bandaríkj- unum vegna mesta taps í sögu sinni. Einn fyrsti starfsmaður fyr- irtækisins sem lætur af störf- um verður Hisashi Kaneko for- stjóri. Hann kveðst ætla að hætta hjá fyrirtækinu 26. marz til að taka á sig ábyrgðina á 150 milljarða jena áætluðu tapi fyrirtækins á reikningsárinu, sem lýkur 31. marz. SAMTOK IÐNAÐARINS Hallveigarstíg 1 • Pósthólf 1450 • 121 Reykjavík Sími 511 5555 • Fax 511 5566 • www.si.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.