Morgunblaðið - 24.02.1999, Side 38

Morgunblaðið - 24.02.1999, Side 38
^8 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt þriðjudags- ins 23. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Stella Berglind Hálfdánardóttir, Viðar Guðmundsson, Kolbrún Lilý Hálfdánardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, ÓLAFUR GÍSLASON fyrrv. fulltrúi, Skagfirðingabraut 33, Sauðárkróki, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 22. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Svanbergsdóttir. + Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLAFUR BJÖRNSSON prófessor, Aragötu 5, Reykjavík, er látinn. Guðrún Aradóttir, Ari H. Ólafsson, Björn G. Ólafsson, Jónas Ólafsson. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, BRYNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, Ofanleiti 13, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 12. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Bylgja Bragadóttir, Guðmundur Stefánsson, Brynjar Bragi, Ásdís Elva, Ásta Lára. + SVEINN FRÍMANN ÁGÚST BÆRINGSSON lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 23. febrúar. Birgir Sveinsson og synir, Helga Bæringsdóttir, Reynir Ásmundsson, Elísabet Brynjólfsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ELÍSABET SIGURÐARDÓTTIR frá Bergi við Suðurlandsbraut, Grandavegi 47, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 18. febrúar sl., verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Páll Þorgeirsson, Hekla Pálsdóttir, Þorgeir Pálsson, Björgvin B. B. Schram, Anna Snjólaug Haraldsdóttir, Brynjólfur Páll Schram, Sigrún Þorgeirsdóttir, Arnaldur Geir Schram, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Elísabet Þorgeirsdóttír. GUÐMUNDUR HELGASON + Guðmundur Helgason var fæddur hinn 6. nóv- ember 1911 í Reykjavík. Hann lést í Landakotsspít- ala hinn 13. febrúar síðastliðinn. For- eldrar Guðmundar voru þau hjónin Eyrún Helgadóttir, f. 16. maí 1881, d. 31. mars 1937. Guð- mundur var elstur af sex börnum þeirra hjóna og eru tvær systur hans látnar. (1) Guðlaug Helgadóttir, f. 9. nóvember 1913, d. 8. febrú- ar 1987, og var hún gift Ragnari Elíassyni f. 1. nóvember 1909 og d. 13. október 1991 og (2) Hulda Helgadóttir, f. 4. september 1930 og d. 1. maí 1995 og er eft- irlifandi eiginmaður hennar Pálmi Sigurðsson. Þau þrjú, sem eftir lifa eru: Sigdór Helga- son f. 18. janúar 1917, giftur Guðrúnu Eggertsdóttur, Ingi R. Helgason f. 29. júlí 1924, giftur Rögnu M. þorsteins og Fjóla Helgadóttir, f. 4. september 1930, og er hún gift Birni Ólafi þorfinnssyni. Árið 1931 kvænt- ist hann Hansínu Ingibjörgu Kristjánsdóttur, f. 22. apríl 1904, d. 2. júlí 1968 og átti með henni tvö börn: (1) Guðríði Guð- mundsdóttur f. 22. nóvember 1931 og d. 1. júlí 1994, sem var þríkvænt. Fyrsti maður hennar var Louis Palumbo, f. 7. febrúar 1932 og með honum átti hún einn son, Ásgeir Guðmundsson f. 17. febrúar 1954, sem varð uppeldissonur Guðmundar. Ás- geir sem giftur er Erlu Hall- björnsdóttur f. 24. mars 1957 og á með henni tvö börn, þau Dagnýju Ósk Ásgeirsdóttur, f. 29. mars 1978 og Pétur Ásgeirs- son f. 11. september 1983. Ann- ar eiginmaður hennar er Einar Gunnar Ásgeirsson, f. 8. júní 1934 og með honum átti hún þrjú börn, Hannes Einarsson f. 25. apríl 1957, Örn Einarsson f. 29. nóvember 1959 og Ómar Einarsson f. 6. apríl 1961. Þriðji eiginmaður hennar var Sverrir Einars- son f. 22. september 1936 og d. 16. sept- ember 1998. (2) Arnar Guðmunds- son f. 10. desember 1944, sem giftur er Sigríði Guðmunds- dóttur, f. 5. maí 1946 og eiga þrjú börn, þau Guðmund Arnarsson, f. 11. febrúar 1960, Hönnu Ingibjörgu Arnarsdóttur f. 22. mars 1968 og Arnar Arnarsson f. 4. mars 1974. Seinni eiginkona Guðmundar er Elsa Guðmundsdóttir f. 22. júlí 1935, og þau giftust 21. október 1972. Elsa á tvö börn af fyrra hjónabandi, þau Önnu Kristínu Einarsdóttur og Krislján Pétur Einarsson. Guðmundur fluttist með for- eldrum sínum og tveimur systk- inum til Vestmannaeyja árið 1920 og þar stundaði faðir hans bæði verkamannavinnu og sjó- mennsku. Árið 1927 fór Guð- mundur aftur til Reykjavíkur í atvinnuleit og komst á náms- samning f húsgagnasmíði árið 1928, lauk námi 1932, tók svein- stykkið 1936 og meistarapróf í iðninni tók hann 27. nóvember 1942. Við húsgagnasmíðar vann Guðmundur í rúm 30 ár, eftir sveinbréfið og með rekstri eigin húsgagnavinnustofu með þrem- ur félögum sínum, eða þar til hann réðst til Seðlabanka Is- lands árið 1972. Fyrst, en mjög stutt, sem umsjónarmaður fast- eigna bankans, en síðar sem stjórnandi biðstofu bankastjórn- ar. Þegar Guðmundur var orð- inn sjötugur árið 1981, og átti að hætta sökum aldurs, hélt hann starfinu áfram fyrir sérstaka beiðni bankastjórnar eða þar til 1992 og hætti ekki fyrr en 81 árs að aldri. títför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkju- garði. Hér eru að skilnaði nokkur kveðjuorð. Við vorum ekki lengi saman í uppvextinum í Vestmannaeyjum, þar sem þú fórst þaðan þegar ég var þriggja ára. Það má segja að hálfur mannsaldur hafi verið á milli okkar. Eg kynntist þér eiginlega ekki fyrr en öll fjölskyldan var komin upp á fasta landið, árið 1930, en þá skaust þú og þáverandi eiginkona þín, Hansína Ingibjörg Kristjáns- Blómabúðin öarðskom v/ T-ossvogskiukjugcipð Símii 554 0500 ' UH’ARA RSIC) FA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI 411 • 101 REYKJAVÍK LÍI<KISIIJVINNÚSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR dóttir, skjólshúsi yfir okkur öll á Klapparstíg 42. þú reifst þig úr foreldrahúsum 16 ára og fórst til Reykjavíkur í at- vinnuleit. Strax árið eftir, 1928, varstu kominn á samning í hús- gagnasmíði. Þó að þér hafi ekki fundist húsgagnasmíði skemmtileg í fyrstu, náðir þú í þeirri iðn mjög góðum árangri, sem helgaðist af vandvirkni þinni og samviskusemi. þú sagðir mér einu sinni að á þess- um námsárum hefðir þú tekið út mikinn þroska, bæði í færni sem smiður, sem og aihliða reynslu í mannlegum samskiptum, sem komu þér að haldi síðar í lífinu. þú fékkst í vöggugjöf gott tón- eyra og gullfallega söngrödd. þeg- ar þú fermdist á árinu 1925 fékkst þú peninga í fermingargjöf eins og enn tíðkast. Þú fékkst heilar 32 krónur, og þær voru allar notaðar til að kaupa orgel handa þér til að læra á. Kennarinn þinn var org- Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sínii 551 9090. anistinn í Betel, Guðni Ingvarsson, og að þeirri kennslu bjóst þú alla ævi. þú gekkst til liðs við Karlakór Reykjavíkur og söngst þar um ára- bil, en að auki stofnaðir þú kvar- tett, sem söng víða. A jólum eða við önnur hátíðleg tækifæri í fjölskyld- unni varstu hrókur alls fagnaðar, og um þig verður sagt, eins og um fóðurafa þinn, Guðmund Jónsson úr Grindavík, að þú hafir verið mikill söng- og gleðimaður. Við vorum ekki á sama kanti í pólitíkinni, ég hljóp upp vinstri kantinn, en þú varst í Sjálfstæðis- flokknum. Marga rimmuna háðum við, en aldrei olli það vinslitum. Það má segja frá því hér, að Sjálf- stæðisflokkurinn fór fram á það við þig að þú smíðaðir skrifborð handa Bjarna Benediktssyni í af- mælisgjöf; og það var hrein lista- smíð. Eg var lengi í bankaráði Seðla- bankans en hafði ekkert að gera með ráðningu þína til bankans. Þú varst þar kominn inn á gólf og stjórnaðir biðstofu bankastjórnar áður en ég vissi af. En það segir kannske meira um mannkosti þína en löng upptalning, að banka- stjómin vildi ekki missa þig fyrir nokkum mun, fyrr en þú varst kominn á níræðisaldurinn. Að leiðarlokum vil ég nú, Mummi minn, þakka þér fyrir allt og allt, í gegnum lífið, og þar veit ég, að ég tala fyrir munn allra eft- irlifandi systkina þinna. Sár harmur er kveðinn að Elsu, konu þinni, og börnum þínum og hennar. Ég og kona mín, Ragna, sendum ykkur öllum hugheilar samúðarkveðjur á þessum degi. Ingl R. Helgason. Elsku afi okkar. Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért búinn að yfirgefa þessa jörð, en við vitum að þú fórst á góðan stað þar sem þér líður vel. Þótt þú værir ekki blóðafi okkar varst þú alltaf eini afi okkar. Frá því að við fæddumst tókstu okkur í faðm þinn og sýndir okkur hve heitt þú elskaðir okkur. Sú minn- ing mun lifa að eilífu og við eram þakklátar fyrir að eiga svo góða minningu. Þó svo að okkur finnist þetta ekki vera sanngjamt þá get- um við reynt að sætta okkur við að minning þín berst til bama okkar og þannig lifir þú í hjarta okkar. Élsku afi, það er sárt að horfa á eftir þér en við vitum að þú ert hjá okkur og hjá ömmu okkar um alla eilífð. Við biðjum Guð að styðja ömmu okkar í þessari miklu sorg. Við elskum þig. Elsa, Rúna, Hulda, Eyrún. Elskulegur móðurbróðir minn, Guðmundur, er látinn eftir langa og farsæla ævi. Kallið er komið, kveðjustundin runnin upp, en þannig gengur tilvera okkar manna fyrir sig. AJlt hefur sinn af- markaða tíma, að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. Enginn veit daginn né stund- ina þegar dauðinn knýr dyra og sorgin vitjar okkar. Sú fullvissa kristinnar trúar að við megum hvíla í kærleiksríkri hendi Guðs bæði í lífi og dauða er hið eina ör- ugga sem við eigum andspænis valdi dauðans. Guðmundur eða Mummi eins og hann oftast var nefndur í hópi ætt- ingja og vina var elstur af sex systkinum en móðir mín var næst honum í aldri. I uppvexti mínum fékk ég að heyra margt skemmti- legt og margar frægðarsögur af þeim systkinum frá þeim gömlu góðu dögum þegar fjölskyldan bjó í Vestmannaeyjum en þar dvöldu þau í ein tíu ár. Mummi og mamma mótuðust af dvölinni í Eyjum þar sem þau eyddu barns- og unglings- áram sínum. Mummi var sam- kvæmt frásögn móður minnar með afbrigðum vinsæll, afai- fallegur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.