Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Svavar skipaður sendiherra EINHVERN tíma hefði þetta ekki þótt boðlegur farangur til að hafa með sér vestur um haf. Aukin áhersla verði lögð á öryggi gangandi vegfarenda á Miklubraut Fjölgað verði brúm eða undirgöngum ÓLAFUR F. Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til á borgarstjómarfundi í fyrra- kvöld að fjölgað verði göngubrám eða undirgöngum við Miklubraut á kaflanum milli Skeiðarvogs og Kr- inglumýrarbrautar. Samþykkt var samhljóða að vísa tillögunni til með- ferðar hjá skipulags- og umferðar- nefnd borgarinnar. í tillögu borgarfulltráans segir m.a.: „Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherslu á að öryggi gangandi vegfarenda yfir Miklubraut á svæð- inu írá Skeiðarvogi vestur að Kr- inglumýrarbraut verði tryggt eins fljótt og kostur er. Eftir breikkun Miklubrautar, sem nú er þrjár akreinar í hvora átt, er nauðsynlegt að fjölga göngubrám eða undir- göngum við þessa fjölfömustu um- ferðaræð borgarinnar." Ólafur benti á að þetta yrði enn brýnna næsta haust þegar mislæg gatnamót á Skeiðarvogi og Miklu- braut verða komin í gagnið þar sem umferð á kaflanum vestur að Grens- ásvegi verði þá órofin af umferðar- ljósunum sem verið hafa á Miklu- braut. Þá telur borgarfulltráinn að til viðbótar þurfí að koma gönguleið yfir Miklubraut milli Háaleitis- brautar og undirganga við Kringl- una til að tryggja megi öryggi gang- andi vegfarenda á þessum slóðum, ekki síst bama. Minnti hann einnig á nýlega undii-skriftasöfnun sem fulltráar Fram, foreldrafélaga Hvassaleitisskóla og Álftamýrar- skóla, stóðu fyrir þar sem óskað er eftir göngubrá á móts við Fram- heimilið. f bréfí til borgarstjóra vegna undirskriftasöfnunarinnar er bent á að mikil umferð bama og unglinga sé yfir götuna á þessum kafla. Brú eða göng á báðum stöðum Guðrán Ágústsdóttir, borgarfull- trái Reykjavíkurlistans og formað- ur skipulags- og umferðamefndar, þakkaði Ólafi tillöguna og minnti á að komin væri á dagskrá gönguleið yfir Miklubraut á móts við Skeifuna en hún sagði ljóst að göng eða brú þyrfti á báðum þessum stöðum. Guðrán sagði að Miklabrautin væri þjóðvegur í þéttbýli og því yrði að koma fjármagn úr ríldssjóði til þessara framkvæmda. Hún sagði að stundum virtust menn veigra sér við að leggja til vegaframkvæmdir í Reykjavík þar sem að þá væri geng- ið á rétt landsbyggðarinnar. Sagði borgarfulltrúinn Reykjavík, höfuð- borg landsins, og hvatti hún meiri- hluta sem minnihluta borgarstjórn- ar til þess að leggjast á eitt með að þrýsta á að fjármagn til þessara framkvæmda fengist. Ólafur F. Magnússon sagði er hann lagði tillöguna fram að hugs- anlega yrði að leita sérstakra leiða, t.d. til einkaaðila til að fjármagna framkvæmdina og er í tillögunni hvatt til að sú leið sé skoðuð til að sem fyrst geti orðið af framkvæmd- um. Tílboð aðeins í dag wid SSo 40% afsl. ^Nú 3.995 mtýmn' uut^om Tegund: AM 14108 Litir: Svart og brúnt Stærðir: 40-46 Verð áður: 6.995 '0 STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Tilboðið gildir aðeins í verslun okkar í Domus Medica við Snorrabraut. OPIÐ TIL 16 í DAG. Ráðstefna um kristni- og klaustursögu Heiðingi aldrei búið á Kirkju- bæjarklaustri Jón Helgason Kirkjubæjar- STOFA og Skafta- fellsprófastsdæmi standa fyrir ráðstefnu um næstu helgi þar sem fjall- að verður um kristni- og klaustursögu Skaftafells- prófastsdæmis. Jón Helgason, formaður stjómar Kirkjubæjar- stofu, segir að Kirkjubæj- arstofa hafi verið stofnuð árið 1997 til að kynna náttúru, menningu og sögu héraðsins íyrir heimamönnum og gestum. „Byrjað var á þriggja ára tilraunaverkefni sem var stutt af Rannsóknarráði ríkisins um áhrif slíkrar starfsemi á ferðaþjónustu. I fyrra var árið helgað eld- virkni, gróðureyðingu og landgræðslu en nú menningu og sögu og þá sérstaklega kristnisögu og sögu klaustranna í héraðinu. I tilefni af kristnitökuafmæli ákváðu Kirkjubæjarstofa og prófasts- dæmið að standa saman að ráð- stefnunni sem haldin verður um næstu helgi og fjallar um sögu kristni og klaustranna í héraðinu.“ - Hvaða forystumenn krístni- sögunnar hafa búið íhéraðinu? „Kristnisaga héraðsins er mjög yfirgripsmikil. Sagt er að á Kirkjubæjarklaustri hafi aldrei búið heiðinn maður og þar að auki eru sagnir um papa á þessu svæði, m.a. í Kirkjubæ." Jón segir að margir merkir for- ystumenn hinnar íslensku kristni- sögu eigi rætur í þessu héraði. „Þorlákur helgi dvaldi í Kirkjubæ um skeið áður en hann tók að sér að stofna klaustrið á Þykkvabæj- arklaustri 1168. Þar var hann fyrsti ábótinn í tíu ár þangað til hann varð biskup í Skálholti. Hann stofnaði líka nunnuklaustur í Kirkjubæ 1186. Þá varð Brandur ábóti í Þykkvabæjarklaustri skömmu eft- ir Þorlák helga. Um hann mun Hermann Pálsson flytja erindi. Hann mun vekja athygli á því mikla menningar- og bókmennta- starfi sem unnið var í Þykkvabæj- arklaustri á dögum Brands. Her- mann telur að það sé á heimsmæli- kvarða.“ Jón nefnir einnig Staða Ama en hann var frá Skála á Síðu og um hann fjallar Guðrán Ása Gríms- dóttir, handritafræðingur á Ama- stofnun, en hún sá um útgáfu sögu Árna biskups Þorlákssonar. „Hún mun einnig fjalla um ýsmar aðrar heimildir sem er að finna í hand- ritum m.a. hefur hún skrifað upp mjög glögga úttekt á öllum bygg- ingum á báðum klausturjörðunum frá 1704. Reyndar er byrjað að leita að rústum Kirkjubæjar- klausturs með jarðsjá og verður á ráðstefn- unni gerð grein iyrir fyrstu niðurstöðum þessara athugana af starfsmönnum Línu- hönnunar. - Eysteinn Ásgrímsson munkur bjó einnigá þessum slóðum? „Hann var munkur í Þykkva- bæjarklaustri og orti þar LOju sem allir vildu kveðið hafa. Ásdís Egilsdóttir lektor mun fjalla um Eystein en hún mun einnig fjalla um Þorlák helga ásamt Gunnari S. Guðmundssyni sagnfræðingi." Jón segir að sr. Sigurjón Ein- arsson ræði um Gissur Einarsson biskup en hann var fæddur í Holti á Síðu og uppalinn í Ytra Hrauni í Landbroti. Föðursystir hans var ►Jón Helgason er fæddur í Seglbúðum í Landbroti árið 1931. Hann stundaði búskap í Seglbúðum uns hann var kjör- inn á Alþingi fyrir framsóknar- flokkinn árið 1974. Jón var forseti sameinaðs þings frá 1979-1983, dóms- og kirkjumálaráðherra 1983-87 og landbúnaðarráðherra ári lengur. Hann var kosinn forseti Kirkjuþings árið 1998 og hefur verið formaður Landverndar frá 1997. Jón hefur verið for- maður stjómar Kirkjubæjar- stofu frá upphafi. Hann er kvæntur Guðrúnu Þorkelsdóttur og eiga þau þijú böm. Halldóra abbadís á Kirkjubæjar- klaustri. - Hvenær lögðust klaustrin af? „Það var árið 1650 þegar lúth- erstráin barst til landsins. Loftur Guttormsson prófessor mun á ráð- stefnunni svara spurningu um það hvort sögu íslensku klaustranna hafi lokið með siðaskiptunum. Jón bendir á að til að fjalla um klaustrin frá öðru sjónarhorni muni Vilborg Davíðsdóttir rithöf- undur ræða um konurnar í Kirkju- bæ og verkuleika klausturlífsins. „Hún skrifaði nýlega söguna Eld- fómina sem byggð er á gamalli sögn þaðan. Sr. Gunnar Kristjánsson dregur upp svipmyndir af eldklerkinum Jóni Steingrímssyni. Hann var prestur á Prestbakka þegar Skaft- áreldar hófust 1783 og varð bjarg- vættur byggðarlagsins. Auk merkrar sjálfsævisögu skrifaði hann sérstakt eldrit þar sem lýst er mjög nákvæmlega gangi eld- gossins. Þar kemur í ljós að hann er ekki aðeins mikill guðsmaður heldur einnig vísindamaður. í eld- ritinu bendir hann m.a. á að hraunið stöðvaðist í eldmessutanganum meðan á eldmessunni stóð 20 júlí árið 1783 vegna þess að árnar sem hraunið hafði stífl- að fóru að renna út á hraunið og kæla það.“ Ráðstefnuna setur hr. Karl Sig- urbjörnsson en foreldrar hans eru báðir úr héraðinu. Sr. Hjalti Huga- son mun ræða stöðu Kirkjubæjar á kristnitökutímanum. Ráðstefnusht eru í höndum Jóns Helgasonar. Ráðstefnan segir Jón að sé ætluð öllum þeim sem áhuga hafa á sögu og menningu þjóðarinnar. Hún verður haldin á Kirkjubæjar- klaustri dagana 13. og 14. mars. Sætaferðir verða frá BSÍ og gist- ing á hótelinu. Forystumenn íslenskrar kristnisögu eiga rætur í þessu héraði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.