Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 58
♦ 58 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ
ÁSKIRKJA: Barna- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11 í um-
sjá félaga í Æskulýðsfélaginu Ás-
megin og barna úr TTT starfi Ás-
kirkju. Léttur hádegisverður eftir
messu. Guðsþjónusta kl. 14.
Fermdur verður Ómar Karl Sigur-
jónsson Nielsen, Álfheimum 27.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Fjölbreytt dag-
skrá fyrir alla fjölskylduna. Guðs-
þjónusta kl. 14.
DÓMKIRKJAN: Messa, altaris-
ganga kl. 11. Prestur sr. Hjalti
Guðmundsson. Kór Menntaskól-
ans í Reykjavík syngur undir
stjórn Marteins H. Friðrikssonar.
Fundur í safnaðarfélagi Dómkirkj-
unnar eftir messu. Þórarinn Þór-
arinsson arkitekt flytur erindi sem
hann nefnir „Landnám Ingólfs í
Ijósi kenninga Einars Pálssonar
fræðimanns". Kl. 14 æskulýðs-
sarnkoma. Helgileikur. Afhending
bókar til 5 ára barna. Litlir læri-
sveinar Dómkirkjunnar og ferm-
ingarbörn aðstoða. Skólakór
Kársness syngur undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur. Prestar
sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr.
Jakob Á. Hjálmarsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs-
þjónusta kl. 10.15.
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf
kl. 11. Munið kirkjubílinn. Messa
kl. 11. Altarisganga. Kirkjukór
Grensáskirkju syngur. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur
Jóhannsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu-
morgunn kl. 10. „Upprisa hinna
fátæku“. Um trú á endurholdgun í
póstmódernísku samfélagi. Dr.
Pétur Pétursson, prófessor.
Messa og barnastarf kl. 11.
Æskulýðsdagurinn. Jóhann Þor-
steinsson prédikar. Barna- og
unglingakór Hallgrímskirkju syng-
ur undir stjórn Bjarneyjar Ingi-
bjargar Gunnlaugsdóttur. Ung-
lingar úr æskulýðsstarfi kirkjunn-
ar aðstoða. Sr. Jón D. Hróbjarts-
son og sr. Siguður Pálsson þjóna
fyrir altari. Kvöldmessa kl. 20.30.
Sr. Jón D. Hróbjartsson prédikar
og þjónar fyrir altari ásamt sr.
Erni B. Jónssyni.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía
Konráðsdóttir og Bryndís Val-
björnsdóttir. Messa kl. 14.
Organisti Jakob Hallgrímsson. Sr.
Tómas Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Gra-
dualekórinn syngur. Hljóðfæra-
leikarar úr kórnum spila. Prestur
sr. Tómas Guðmundsson.
Organisti Jón Stefánsson. Barna-
starfið tekur þátt í guðsþjónust-
unni. Kaffisopi í safnaðarheimili.
LAUGARNESKIRKJA: Kl. 11 eld-
hress æskulýðsmessa með þátt-
töku aldraðra og öryrkja. Létt
gospelsveifla með hljómsveit,
samtalsprédikun í höndum eldri
Guðspjall dagsins:
Jesús rak út illan anda.
Lúk. 11.
borgara og fermingardrengs,
börn ur öllu liðum safnaðarstarfs-
ins láta Ijós sitt skína í tali, tónum
og leikrænni tjáningu og fulltrúi
öryrkja segir sögu sína. Kl. 12.30
að loknu messukaffi verður hald-
inn hnitmiðaður og áhugaverður
aðalsafnaðarfundur þar sem full-
trúar allra starfsgreina safnaðar-
starfsins flytja örstutt mál og öllu
safnaðarfólki gefst kostur á að
taka þátt í kjöri til sóknarnefndar
og láta að öðru leyti framtíðará-
form safnaðarins til sín taka. Kl.
20 halda eldri borgarar og fjöl-
skyldur fermingarbarna harmon-
ikkudansleik í safnaðarheimilinu
þar sem fötluðu sóknarfólki er
einnig boðin þátttaka. Tónlistar-
mennirnir Reynir Jónasson,
Sveinn Óli Jónsson og Gunnar
Kristinn Guðmundsson leika fyrir
dansi þar sem kynslóðirnar sam-
einast í glöðu fjöri.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl.
11. Starf fyrir 8-9 ára á sama
tíma. Opið hús frá kl. 10.
Poppguðsþjónusta kl. 14 með
þátttöku fermingarbarna. Ferm-
ingarbörn sjá um söng, ritningar-
lestra og bænir. Prestur sr. Hall-
dór Reynisson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Æskulýðsmessa kl. 11. Æsku-
lýðssálmar, unglingar prédika og
flytja helgileik. Börn og foreldrar
sérstaklega hvött til að mæta í
kirkjuna sína þennan dag.
Organisti Viera Manasek. Prest-
arnir.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Hátíð-
armessa í tilefni enduropnunar
kirkjunnar. Biskup íslands, hr. Karl
Sigurbjömsson, prédikar. Frí-
kirkjuprestur, sr. Hjörtur Magni
Jóhannsson, þjónar fyrir altari.
Barn verður borið til skírnar.
Organisti Guðmundur Sigurðsson
og Fríkirkjukórinn syngur. Fundur í
Bræðrafélagi Fríkirkjunnar kl. 12
laugardaginn 6. mars í safnaðar-
heimilinu. Ræðumaður verður Árni
Sigfússon borgarfulltrúi og fyrrum
borgarstjóri. Umfjöllunarefni: „Efri
árin og fjárhagslegur undirbúning-
ur þeirra". Umræður og léttur há-
degisverður. Félagar eru hvattir til
að taka með sér gesti.
ÁRBÆJARKIRKJA: Æskulýðs-
guðsþjónusta kl. 11. Organleikari
Pavel Smid. Börn úr TTT-starfi
kirkjunnar i Ártúnsskóla flytja
helgileik. Æskulýðsfélagar flytja
ritningarlestra. Kristrún Friðriks-
dóttir leikur einleik á flygil. Gunn-
ar Jóhannesson guðfræðinemi
prédikar. Fulltrúa ungs fólks í
SÁÁ verður afhentur afrakstur
áheita biblíumaraþonlesturs frá
sl. hausti, en innkoman á að
renna til styrktar vímuefnavarna
ungs fólks hjá SÁÁ. Barnaguðs-
þjónusta kl. 13.00. Barnakór
kirkjunnar syngur. Foreldrar og
aðrir vandamenn hjartanlega vel-
komnir með börnum sínum.
Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón-
usta kl. 14 á Æskulýðsdegi. (Ath.
messutímann.) Stúlknakór kirkj-
unnar syngur. Unglingar aðstoða.
Organisti Daníel Jónasson. Kaffi-
sala stúlknakórsins eftir guðs-
þjónustuna. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Kl. 11.00.
Æskulýðsguðsþjónusta með
þátttöku sunnudagaskólans og
KFUM & K. Organisti Kjartan Sig-
urjónsson. Léttar veitingar eftir
messu.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA:
Æskulýðsmessa kl. 11. Skólakór-
ar Fellaskóla og Hólabrekkuskóla
koma í heimsókn. Barna- og ung-
lingakórar kirkjunnar syngja.
Brúður koma í heimsókn. Börn
sjá um bænagjörð. Unglingar
lesa ritningarlestra. Organisti
Lenka Mátéová. Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli í Grafarvogskirkju kl.
11. Prestur sr. Vigfús Þór Árna-
son. Umsjón: Hjörtur og Rúna.
Barnakór Grafarvogskirkju syng-
ur. Stjórnandi: Hrönn Helgadóttir.
Fjölskylduguðsþjónusta í Engja-
skóla kl. 11. Prestur sr. Anna Sig-
ríður Pálsdóttir. Umsjón Ágúst og
Signý. Kór Rimaskóla syngur.
Stjórnandi S. Olga Veturliðadóttir.
Guðsþjónusta kl. 14. Æskulýðs-
guðsþjónusta. Sr. Sigurður Arn-
arson þjónar fyrir altari. Svanfríð-
ur Ingjaldsdóttir æskulýðsleiðtogi
og starfsmaður í félagsmiðstöð-
inni Fjörgyn mun flytja hugleið-
ingu. Unglingar úr deildum æsku-
lýðsfélagsins aðstoða við helgi-
haldið. Unglingakór kirkjunnar
syngur. Stjórnandi: Hrönn Helga-
dóttir. Söngkvintettinn Kanga
syngur lög frá Afríku. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Poppmessa kl.
11. Æskulýðsdagurinn. Sr. íris
Kristjánsdóttir þjónar. Poppband
Hjallakirkju leikur létta og
skemmtilega tónlist. Krakkar úr
barna- og æskulýðsstarfi kirkj-
unnar aðstoða í guðsþjónustunni.
Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við
minnum á bæna- og kyrrðar-
stund á þriðjudag kl. 18. Prest-
arnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11 á
æskulýðsdegi. Skólakór Kárs-
ness syngur undir stjórn Þórunn-
ar Björnsdóttur kórstjóra. Börn úr
barna- og æskulýðsstarfi kirkj-
unnar taka virkan þátt í guðs-
þjónustunni. Organisti Kári Þorm-
ar. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Krakkaguðs-
þjónusta kl. 11. Mikill söngur og
fræðsla. Guðsþjónusta kl. 14.
Æskulýðsdagurinn. Heiðrún Ólöf
Jónsdóttir kennaranemi prédikar.
Krakkar úr barna- og æskulýðs-
starfi Seljakirkju taka þátt í guðs-
þjónustunni. Sóknarprestur.
ISLENSKA KRISTSKIRKJAN:
Fjölskylduguðsþjónusta sunnu-
dag að Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl.
11. Öll fjölskyldan kemur saman
til að lofa Drottin. Einnig verður
heilög kvöldmáltíð. Almenn sam-
koma kl. 20 á sama stað. Mikil
lofgjörð og fyrirbænir. Olaf Engs-
bráten prédikar. Allir hjartanlega
velkomnir.
FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjöl-
skyldusamkoma kl. 11. Barna-
starf, lofgjörð, prédikun og fyrir-
bænir. Heilög kvöldmáltíð. Kvöld-
samkoma kl. 20. Lofgjörð, pré-
dikun og fyrirbænir. Heilög kvöld-
máltíð. Allir hjartanlega velkomn-
ir.
KROSSINN: Almenn samkoma
að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir
velkomnir.
KLETTURINN: Krakkaklúbbur kl.
11 fyrir krakka á öllum aldri.
Samkoma kl. 20, Jón Þór Eyjólfs-
son prédikar. Mikil lofgjörð og til-
beiðsla. Allir velkomnir.
FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl.
11. Ræðumaður Ester Jakobsen.
Almenn samkoma kl. 16.30, lof-
gjörðarhópurinn syngur. Ræðu-
maður Vörður L. Traustason, for-
stöðumaður. Allir hjartanlega vel-
komnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugar-
dag kl. 13: Laugardagsskóli fyrir
krakka. Sunnudag kl. 19.30,
bænastund. Kl. 20 hjálpræðis-
samkoma. Majór Turid Gamst.
Mánudag kl. 15: Heimilasamband
fyrir konur.
KFUM og' KFUK v/Holtaveg:
Samkoma kl. 17. Æskulýðsdag-
urinn. Samkoma í umsjá Kristi-
legra skólasamtaka. Mikill söng-
ur, vitnisburðir og kynning á starfi
KSS. Sigurjón Gunnarsson kynnir
tímaritið Bjarma sem er tímarit
um trúmál. Barnastarf á meðan á
samkomu stendur. Létt máltíð
seld að samkomu lokinni fyrir þá
sem það vilja. Allir velkomnir,
yngri sem eldri.
KRISTSKIRKJA, Landakoti:
Messur sunnudaga kl. 10.30, 14.
Messa kl. 18 á ensku. Laugar-
daga og virka daga messur kl. 8
og 18.
MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8:
Messa sunnudag kl. 11. Messa
laugardag og virka daga kl.
18.30.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa sunnudag kl. 10.30.
Messa virka daga og laugardaga
kl. 18.
KARMELKLAUSTUR, Hafnar-
firði: Messa sunnudaga kl. 8.30.
Messa laugardaga og virka daga
kl. 8.
BARBÖRUKAPELLA, Keflavík:
Skólavegi 38. Messa sunnudag
kl. 14.
STYKKISHÓLMUR, Austurgötu
7: Messa sunnudag kl. 10. Messa
laugardag og virka daga kl. 18.30.
RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnu-
dag kl. 17.
FÆREYSKA
SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam-
koma kl. 14.
REYNIVALLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Gunnar Kristjáns-
son, sóknarprestur.
LÁGAFELLSKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 14. Ferm-
ingarbörn aðstoða. Barnakór
Varmárskóla syngur. Organisti
Guðmundur Ómar Óskarsson.
Barnastarf í safnaðarheimilinu kl.
11. Bíll frá Mosfellsleið fer venju-
legan hring. Jón Þorsteinsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar.
Sunnudagaskólar í Strandbergi,
Setbergsskóla og Hvaleyrarskóla
kl. 11. Kvöld- og æskulýðsguðs-
þjónusta kl. 20.30. Hljómsveitin
„Léttir strengir" leikur líflega kristi-
lega tónlist. Félagar í æskulýðsfé-
lögum kirkjunnar láti að sér kveða.
Vænst er sérstaklega þátttöku
fermingarbama og fjölskyldna
þeirra. Prestur sr. Þórhildur Olafs.
Prestar Hafnarfjarðarkirkju.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Umsjón Andri,
Ásgeir Páll og Brynhildur. Guðs-
þjónusta kl. 14. Fimm ára börn
sérstaklega boðin velkomin með
aðstandendum sínum. Kór Víði-
staðasóknar syngur. Organisti
Úlrik Óiason. Sigurður Helgi Guð-
mundsson.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði:
Barnasamkoma kl. 11. Æskulýðs-
guðsþjónusta kl. 14. Dagskrá í
umsjá æskulýðsfélags kirkjunnar.
Unglingahljómsveit spilar og
unglingakórinn leiðir söng.
VÍDALINSKIRKJA: Æskulýðs-
dagurinn. Fjölskylduguðsþjón-
usta í Vídalínskirkju kl. 11. Al-
mennur safnaðarsöngur. Skóla-
kór Garðabæjar syngur við at-
höfnina undir stjórn Áslaugar
Ólafsdóttur. Sunnudagaskólinn
fellur inn í athöfnina. Fermingar-
böm og foreldrar þeirra sérstak-
lega hvött til að mæta vel.
Æskuýðsfélag og sunnudaga-
skóli koma að þjónustunni.
Organisti Jóhann Baldvinsson.
Sr. Þórey Guðmundsdóttir þjónar
við athöfnina. Hans Markús Haf-
steinsson, sóknarprestur.
BESSASTAÐAKIRKJA: Æsku-
lýðsdagurinn. Messa í Bessa-
staðakirkju kl. 14. Altarisganga.
Sunnudagaskólinn fellur inn í at-
höfnina. Rúta ekur hringinn fyrir
og eftir athöfn. Fermingarbörn og
foreldrar þeirra eru hvött til að
mæta vel. Aðalsafnaðarfundur að
lokinni athöfn í hátíðasal íþrótta-
hússins. Kaffiveitingar í boði
sóknarnefndar. Organisti Jóhann
Baldvinsson. Sóknarprestur og
Nanna Guðrún djákni þjóna.
Hans Markús Hafsteinsson.
KÁLFAT JARNARSÓKN: Munið
kirkjuskólann í dag, laugardag, í
Stóru-Vogaskóla milli kl. 11-12.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Æsku-
lýðsdagurinn. Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 14. Fermingarbörn og
sunnudagaskóli koma að þjónust-
unni. Fermingarbörn og foreldrar
þeirra hvött til að mæta vel. Bókin
um Kötu og Óla afhent. Kór kirkj-
unnar leiðir almennan safnaðar-
söng. Organisti Frank Herlufssen.
Sr. Þórey Guðmundsdóttir þjónar
við athöfnina. Munið einnig bæna-
stundina 10. mars í Kálfatjarnar-
kirkju kl. 21. Bænarefnum sé kom-
ið til presta safnaðarins. Hans
Markús Hafsteinsson.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11. Börn
sótt að safnaðarheimilinu í
Innri-Njarðvík kl. 10.45. For-
eldrar hvattir til að mæta með
börnum sínum. Ásta, Sara og
Steinar leiða söng og leik.
Baldur Rafn Sigurðsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Æsku-
lýðsdagurinn: „Kærleikurinn feliur
aldrei úr gildi". Sunnudagaskóli
kl. 11 árd. Munið skólabílinn.
Poppguðsþjónusta kl. 14. Prestur
sr. Sigfús Baldvin Ingvason.
Poppband kirkjunnar leikur en
það er skipað Þórólfi Ingþórs-
syni, Guðmundi Ingólfssyni,
Baldri Ingólfssyni og Einari Erni
Einarssyni, organista. Einsöngv-
ari Birta Rut Vikarsdóttir. Vænst
er þátttöku fermingarbarna og
foreldra þeirra.
SELFOSSKIRKJA: Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Æskulýðs-
dagurinn. Sr. Kristján Valur Ing-
ólfsson, rektor í Skálholti, prédik-
ar og þjónar fyrir altari ásamt
sóknarpresti. Gídeonfélagar
koma í heimsókn. Aðalsafnaðar-
fundur í safnaðarheimilinu að
messu lokinni. Hádegisbænir
(priðjudaga til föstudaga kl. 12.10.
Á föstunni er sungin kvöldtíð á
miðvikudögum kl. 18. Sr. Gunnar
Björnsson.
ÞORLÁKSKIRKJA: Tónleikar
Tríó Suðurlands heldur tónleika
kl. 16 sunnudag.
HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta
kl. 14. Jón Ragnarsson.
STOKKSEYRARKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Sóknar-
prestur.
GAULVERJABÆJARKIRKJA:
Messa kl. 14. Sóknarprestur.
ODDAKIRKJA á Rangárvöllum:
Æskulýðsdagurinn. Barna- og
fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Sóknarprestur.
ÞYKKVABÆJARKIRKJA: Laug-
ardagur: Kirkjuskóli kl. 11. Æsku-
lýðsdagurinn sunnudag. Messa
kl. 14. Barnakór Þykkvabæjar-
kirkju tekur þátt í söngnum.
Sóknarprestur.
KIRKJUBÆJARKLAUSTURS
PRESTAKALL: Fjölskylduguðs-
þjónusta verður í Pretsbakka-
kirkju kl. 14. Léttir söngvar og
frjálslegt form. Sunnudagaskóla-
og fermingarbörn eru sérstaklega
hvött til að mæta með foreldrum
sínum. Að guðsþjónustu lokinni
verður haldinn aðalsafnaðarfund-
ur Prestbakkasóknar. Sr. Bryndís
Malla Elídóttir.
BORG ARPREST AKALL: Æsku-
lýðsguðsþjónusta verður í Borg-
ameskirkju kl. 11. Barnakór
grunnskólans, barnastarfið og
væntanleg fermingarbörn annast
messuhald. Sr. Þorbjörn Hlynur
Árnason.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl.
11. Kór ísafjarðarkirkju syngur
undir stjórn Huldu Bragadóttur.
Elísabet Agnarsdóttir prédikar.
Sóknarprestur.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Mánudagur:
Kyrrðarstund kl. 18. Sóknarprest-
ur.
ÞINGVALLAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 14 á æskulýðs-
daginn. Sóknarprestur.
Fríkirkjan í Reykjavík
opnuð á ný eftir endurbætur!
Sunnudagur 7. mars kl. 14.00
Hátíðarmessa
í tilefni enduropnunar kirkjunnar.
Biskup íslands hr. Karl Sigurbjörnsson predikar.
Fríkirkjuprestur sr. Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar fyrir altari.
Barn verður borið til skírnar.
Organisti Guðmundur Sigurðsson og Fríkirkjukórinn syngur.
Fundur í Bræðrafélagi Fríkirkjunnar
kl. 12.00, laugardaginn 6. mars i Safnarðarheimilinu.
Ræöumaður verður Árni Sigfússon borgarfulltrúi og fyrrverandi
borgarstjóri. Umfjöllunarefni: „Efri árin og fjárhagslegur
undirbúningur þeirra".
Umræður og léttur hádegisverður.
Félagar eru hvattir til að taka með sér gesti.