Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 51
GUÐMUNDUR
ÓLAFSSON
Guðmundur
Ólafsson læknir
fæddist á Bfldsfelli,
Grafningi, 21. nóv-
ember 1944. Hann
lést á Landspítalan-
um 24. febrúar síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Hallgrímskirkju 4.
mars.
Vinur minn og
starfsbróðir Guðmund-
ur Olafsson er látinn
langt um aldur fram.
Hann háði harða bar-
áttu við banvænan sjúkdóm og lést
að morgni 24. febrúar sl. aðeins 54
ára að aldri. Kynni okkar Guð-
mundar hófust fyrir 12 árum, en þá
fluttist ég til Reykjavíkur og hóf
rekstur læknastofu.
Ég kannaðist við Guðmund af af-
spurn en hann hafði unnið á Selfossi
þar sem ég starfaði síðan um árabil.
Athygli vakti hversu fallega var tal-
að um Guðmund í héraðinu, sem
færan lækni og góðan mann.
Ég leitaði til Guðmundar er ég
undirbjó mig fyrir störf í Reykjavík.
Hann tók mér af einstakri ljúf-
mennsku og bauð mig velkominn í
hóp sjálfstætt starfandi heimilis-
lækna. Samvinna okkar Guðmundar
var náin, við leystum hvor annan af
og áttum tíða fundi bæði varðandi
starf okkar og endurmenntun.
Guðmundur var góður starfsmað-
ur og gott til hans að leita um hvað-
eina. Hann var sérstaklega vinsæll
meðal sjúklinga sinna.
Guðmundur sýndi velvild öllum
sem hann kynntist og aldrei heyrði
ég hann tala illt til nokkurs manns.
Guðmundur fann hamingjuna,
hann fann Birnu. Heimili þeirra í
Stigahlíð var fallegt og hlýtt og
þangað var gott að koma. A sumrin
dvöldu þau Bima gjaman í sumar-
húsi þeirra austur í Grafningi, á
æskuslóðum Guðmundar. Guð-
mundur vann allan daginn við lag-
færingar, tiltekt, smíðaði sólpall,
naut kyrrðar í fagurri sveitinni og
sofnaði síðan, eins og lítið bam.
Hann var hamingjusamur.
Veikindi Guðmundar gerðu vart
við sig fyrir rúmlega tveimur áram.
Hann gekkst undir hættulega að-
gerð og naut síðan endurhæfingar-
meðferðar. Við héldum að meinið
hefði verið upprætt.
Sjúkdómur Guðmundar tók sig
upp á ný og hann gekk í gegnum
erfiða lyfjameðferð. Guðmundur
vann fram til hins síðasta. Hann
starfaði á stofu sinni, farinn að
þreki, lamaður á hendi, læknaði
veika, líknaði hrjáðum og hug-
hreysti þá.
Bænir mínar sendi ég Birnu, vin-
um og ættingjum og þeim sem vilja
minnast góðs drengs, sem vann
verk sín í kærleika.
Jón Gunnar Hannesson.
„Elsku, góði Guðmundur minn!
Þurftirðu aðeins að skreppa?" Þetta
var sú tilfinning sem ég fékk þegar
ég var nýkomin til landsins eftir
nokkuð langa fjarvist og mér sagt
þegar ég vakna morguninn eftir
heimkomuna að minn elskulegi,
góði, besti vinur og frændi sé dáinn.
Vonin var ofarlega í huga mínum,
þegar ég hélt af landi brott, að Guð-
mundur minn yrði jafnvel frískari
þegar ég kæmi heim og margt benti
til þess. Undir niðri var þó alltaf sá
fyrirvari til staðar í huganum að
vindar gætu breyst og þar með fór
hans líka. Ég var í sambandi við
sjúkrahúsið að utan og samkvæmt
því sem ég og faðir minn, Erlingur
Þorsteinsson læknir, höfðum best
vit á þá hljómuðu tíðindin þaðan vel
og vel virtist ætla að viðra til áfram-
haldandi siglingar í átt til bata.
En nú er elsku Guðmundur dáinn.
Maður sem hafði það að ævistarfi að
líkna öðmm og gera sjúkum lífið
léttara eða hjálpa þeim að ná fullum
bata, sem oft var raunin.
Ég „litli“ frændi
hans, sem var á sínum
tíma að nema læknis-
fræði, var tekin með á
„bæjarvaktina", svo ég
gæti séð með eigin aug-
um og lært annað en
það sem lýst var í bók-
unum. Við fóram á
fleiri tugi heimila á
hveni vakt og var mér
alltaf góðfúslega tekið
af sjúklingunum og
ekki nema sjálfsagt að
ég fengi að fylgjast
með og jafnvel aðstoða
frænda minn í verki.
Eftir hverja vitjun var hann óþreyt-
andi að útskýra fyrir mér sjúkdóms-
greiningamar og hvemig hann hafi
komist að niðurstöðu, hvers vegna
hann hafi gefið þetta eða hitt lyfið
og svo framvegis. Ekki vantaði
traustið til unga frænda hans, þai'
sem ég gat stundum, í neyðartilvik-
um, orðið að liðið með því að taka
blóðþrýsting og púls áður en gripið
var til rótækra aðgerða eins og að
kalla á „neyðarbílinn", sjúkrabíl til
innlagnar eða annað.
Mér var sérlega minnistætt þegar
Guðmundur þurfti að afklæða unga-
böm sem hætt voru að anda vegna
hitakrampa, fara með þau nakin út á
svalir - stundum út í frostkalt næt-
urhúmið, þrátt fyrir mikla tortryggi
og vantrú mæðranna sem helst vildu
dúða bömin meira. Það var yndisleg
sjón að fylgjast með þeim þegar
Guðmundur kom með börnin þeirra
inn og þau byrjuð að anda eðlilega
og fá sinn eðlilega hörundslit. Það
var stoltur en þreyttur, ungur mað-
ur sem kom heim til sín, eftir að
hafa fylgst með frænda sínum sinna
tugum sjúklinga á langri kvöldvakt,
nota sínar gáfur til að vinna úr
þekkingu sinni og reynslu úr starfi
til að hjálpa öðram.
Guðmundur hafði einstakt lag á
að umgangast fólk. Hann var ævin-
lega léttur í lund og kom þeim sem í
kringum hann voru alltaf í gott skap
- hvort sem um var að ræða sjúk-
lingana, fjölskyldur þeirra eða fólkið
sem hann starfaði með. Það er óum-
deilanlegt hversu góður og dáður
læknir Guðmundur var. Sjúkling-
amir hans trúðu honum og treystu
fyi-ir lífi sínu, heilsu, áhyggjum og
sorgum. Óteljandi var sá fjöldi fólks
sem vildi einungis hafa Guðmund
fyrir lækninn sinn. Þar má að sjálf-
sögðu telja mig og fjölskyldu mína.
Ég veit að allir hans sjúklingar, sem
komu til hans á stofuna, fóra heim
hressari og vonbetri. Slík var per-
sóna Guðmundar svo ekki sé minnst
á góðmennskuna, hlýjuna og ein-
lægnina, sama hver átti í hlut. Alltaf
vai' stutt í glensið þó alvaran lægi í
loftinu, enda sagði hann einhverju
sinni við mig; „Það væri ekki hægt
að vera í þessu starfi nema að mað-
ur gæti grínast svolítið". Þessu til
staðfestingar, með einu dæmi af
mörgum, hafði faðir minn verið hjá
honum og þurft síðan að fara niður í
lyfjaverslunina á jarðhæð Austur-
bæjarapóteks, en Guðmundur hafði
stofu á efri hæðinni. Guðmundur
hringdi niður, á meðan ég var inni
hjá honum, og sagði við lyfjafræð-
inginn „Blessaður. Er hann Erling-
ur Þorsteinsson læknir þarna niðri
hjá þér?“ Viðkomandi játaði því. Þá
sagði Guðmundur „Heyi'ðu. Spraut-
aðu hann niður eins og skot því hann
er svo rosalega órólegur." Ég heyrði
að nokkuð kom á lyfjafræðinginn
enn hann var samt fljótur að átta sig
á að Guðmundur var að grínast og
hlátur hvað við á hinum enda línunn-
ar, enda vissu þeir báðir að faðir
minn var lítið fyrir að bíða í biðröð-
um og vildi gjaman að hlutimir
gengju hratt fyrir sig. Pabbi hafði
gaman af þessari sögu þegar ég
sagði honum hana. Guðmundur
hafði mikla ánægju af íþróttum og
var enski boltinn ofarlega á blaði
ásamt þeim innlenda. Synir hans og
bróðir höfðu mjög gaman af að tippa
og reyndu að fá frænda í „tippliðið" -
en með slæmum árangri, þar sem sá
hafði ekki einu sinni hugmynd um
hvaða búningar tilheyrðu liðunum
hvað þá meira.
Mér hefur alltaf fundist aðdáun-
arvert hversu vel þeir bræður Ottó
og Guðmundur ásamt sonum hans
hafa verið duglegir að spila bridds
sama. Þegar búsetuhagir vora
spilamennskunni vilhallir kastaði þó
tólfunum - þá var hún stunduð af
kappi - svo ekki sé meira sagt. Guð-
mundur spilaði badminton þegar
hann komst til þess og var nokkuð
snjall í þeirri íþrótt og greip líka
stundum í tennisspaðann, þegar að-
stæður leyfðu. Einnig hafði hann
gaman af stangveiði. Sennilega hafa
með fyrstu veiðistöðunum verið
Brúará í landi Syðri-Reykja þar
sem Guðmundur var í sveit hjá
móðursystur sinni Ingibjörgu eða
Imbu eins og hún var kölluð og
Grími manni hennar. Ég er nokkuð
vissum að þá reynslu eigum við ansi
margir systrasynimir, í móðurætt
minni, sameiginlega. Og Sogið í
landi Bíldsfells, æskustöðva móður
hans og fæðingarstaðar hans sjálfs,
þar sem hann fyrst fór að fást við
konung fiskanna, laxinn, er örugg-
lega ofarlega á lista.
Ég hef þekkt Guðmund frá því ég
fæddist, enda er ég tæpum tuttugu
áram yngri. Sá aldursmunur hafði
samt engin áhrif á innilega vináttu
okkar. Mikinn áhuga hef ég á lækn-
isfræði og var það næstum undan-
tekningalaust, þegar við tókum tal
saman að umræðuefnið snérist um
þetta sameiginlega áhugamál okkar
og lítt var undanskilið í þeim efnum-
hvorki veikindi mín né hans og
einnig nú undir það síðasta. Eftir að
Guðmundur flutti til Reykjavíkur og
ég tala nú ekki um í Hlíðarnar þá
höfðum við mikið samband og gát-
um rætt saman fram yfir miðnætti -
þrátt fyrir að ég ætti að mæta í fyr-
irlestur í læknadeildinni snemma
morguns daginn eftú' og hann á stof-
una. Baddi og Guðmundur heitinn
Tómas, bjuggu þá hjá honum. Heim-
sótti ég þá feðga nokkuð oft enda
stutt að fara og era þær stundir mér
mjög kærar í minningunni eins og
allar þær sem ég fékk notið með
Guðmundi. Guðmundur Ólafsson er
sá maður sem mér hefur þótt einna
vænst um í lífinu. Það var meira en
frændsamband á milli okkar heldur
frekar eins og bræðrasamband.
Hann var eins og akkeri í lífi mínu
og ég „held“ að ég hafi einnig verið
það fyrir hann - að einhverjum leyti,
að minnsta kosti. Guðmundur
frændi minn og besti vinur, minnk-
aði til muna reglulegt samband við
nánustu fjölskyldu sína, fjölskyldu
mína og mig þar með talinn fyrir um
níu áram. Var það í kjölfar sóla-
landaferðar nokkurrar þar sem
hann hitti konu sem hann hóf síðar
búskap með, giftist og varð hún þar
með seinni kona hans. Hún sá til
þess, að mínu mati, með ráðum og
dáð að halda Guðmundi frá móður-
fólkinu sínu og verð ég að sega að
henni hafi tekist það eins vel og hún
hefur, mjög sennilega, kosið sér.
Það varð lítið úr þvi að við hitt-
umst síðustu stundimar sem við
höfðum tækifæri til og á ég þá að
sjálfsögðu ekki við þær þegar ég og
fjölskylda mín dvöldum erlendis.
Guðmundur fæddist að Bíldsfelli í
Grafningi á heimili móður afa síns
og ömmu, Guðmundai' Þoivaldsson-
ar og Guðríðar Finnbogadóttur. Þar
dvaldi hann meira og minna sín
fyrstu æviár og var augasteinn afa
síns. Það var því ekki að undra að
Guðmund langaði til að dvelja á
þessum slóðum eftir að hann komst
til vits og ára. Móðir hans gerði
þann draum að veraleika þegar hún
gaf honum landskika, sem var hluti
af hennar föðurarfi. Guðmundur út-
bjó þar yndislegan sælureit sem
hann byggði veglegt sumarhús í
byi'jun áttunda áratugarins því hann
starfaði lengi sem héraðslæknir á
Suðurlandi og þá einkum á Selfossi.
Hann var þama eins oft honum var
unnt og hafði oft orð á því hversu
innilega hann þakkaði Guði og for-
sjóninni fyrir að fá að njóta þess að
vera þama í bústaðnum og dvaldi
þar jafnvel dögum saman einn og
með sjálfum sér og að sjálfsögðu
einnig með fjölskyldu sinni. Guð-
mundur afi okkar átti þá ósk
heitasta að jörðin yrði í eigu ættar-
innar og svo hefur verið þrátt fyrir
skilnaði í fjölskyldunni og þar með
er talinn skilnaður Guðmundar og
Kristínar Þórarinsdóttur fyrri konu
hans og bamsmóður. Yndislegt var
að sjá hversu innilegt samband hans
og móður hans var. Kom það ekki
síst í ljós í veikindum hans þar sem
hann hafði mikla þörf fyrir nálægt
hennar og var hún til allrar ham-
ingju hjá honum þegar hann kvaddi
þennan heim. Móðurást hans skil ég
vel enda hefur elsku Þóra ævinlega
verið mér eins og besta móðir.
Nokkuð er víst að léttu lundina hef-
ur hann mjög líklega erft að stórum
hluta frá móður sinni, sem var ein-
staklega létt í lund og hláturmild.
Einnig hafði faðir hans ríka kímni-
gáfu og var oftast stutt í gamansemi
hans. Mikið og sterkt samband var á
milli Guðmundar og móðurömmu
minnar Kristínar Jósepsdóttur Ijós-
móður, en hún tók á móti honum
þegar hann kom í þennan heim að
Bíldsfelli. Amma var í hans huga, að
mér fannst, líka amma hans eins og
Guðríður móðuramma hans var alla
tíð fyrir mér, amma mín. Svo sterk
vora bæði þessi tengsl. Náin kær-
leiksbönd hafa einnig verið með fjöl-
skyldu minni og honum, sem aldrei
hafa rofnað þrátt fyrir miklar breyt-
ingar á högum hans í gegnum árin.
Að öllum ólöstuðum var elsku Guð-
mundur mér langtengdastur af öll-
um mínum frændum - hann var eins
og áður segir eins og bróðir minn.
Það vita allir sem misst hafa systkin
sín hvernig mér líður nú og get ekki
lýst hvemig sú tilfinning er. Stórt
tómarám hefur myndast i líf mitt við
fráfall elsku Guðmundar sem er svo
ótímabært. Með Guðmundi fer ýnd-
islegur, einlægur, góður og heiðar-
legur maður. „Ég hlakka til að hitta
þig síðar elsku hjartans, góði Guð-
mundur minn. Ég þakka þér fyrir
allt það góða sem þú hefur gefið
mér. Guð blessi þig elsku frændi!“.
Ég, foreldrar mínir, systir og fjöl-
skylda hennar biðjum góðan Guð að
styrkja ástvini og fjölskyldu Guð-
mundar í þessari miklu sorg. Góðs
drengs verður sárt saknað en minn-
ingin um hann mun ylja þeim sem
eftir lifa.
Þorsteinn Erlingsson.
Kær frændi minn Guðmundur
Olafsson er látinn langt um aldur
fram. Stórt skarð hefur verið
höggvið í fjölskyldu hans á undan-
fómum misseram. Faðir Guðmund-
ar lést fyrir rámlega tveimur áram
og sonur Guðmundar fyrir nokkrum
mánuðum.
Illvígur sjúkdómur varð Guð-
mundi að aldurtila og barðist hann
hetjulega við að reyna að fá bót
meina sinna en maðurinn með ljáinn
vai'ð yfirsterkari. Margs er að
minnast frá æskuárunum og ber þá
jóla- og afmælisboðin hæst. Eftir að
við stálpuðumst og stofnuðum okk-
ar eigið heimili var samgangur
minni en við hittumst á tyllidögum í
fjölskyldunni.
Guðmundur gegndi um tíma hér-
aðslæknisembætti á Eskifirði en þá
bjuggum við hjónin á Egilsstöðum
og bráaðist þá bilið milli okkar um
tíma. Nokkrum ái’um seinna er
Guðmundur var við framhaldsnám í
Svíþjóð og við dvöldum í Kaup-
mannahöfn lágu leiðir okkar aftur
saman. Guðmundur hafði ljúfmann-
lega framkomu og var alls staðar
vel látinn. Maður verður lítill
frammi fyrir almættinu en okkur er
víst öllum skammtaður tími á þess-
ari jörð.
Við Búddi og börn sendum ykkur
Þóru, Birnu, Óla, Badda og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guð geymi þig, frændi minn.
Ragnheiður Óskarsdóttir.
Elsku Guðmundur okkar, nú er
baráttu þinni við illvígan sjúkdóm *
lokið. Þú varst alltaf staðráðinn í að -
sigrast á sjúkdómi þessum og það
var aðdáunarvert að sjá hversu
bjartsýnn og jákvæður þú varst
alltaf. Þú gerðir alltaf sem minnst
úr veikindum þínum til að draga úr
áhyggjum okkar.
Lífið getur stundum verið svo
ósanngjamt og það er erfitt að
sætta sig við að þú sért farinn en ég
veit þú munt vaka yfir okkur.
Það var yndislegt að sjá hve þið
mamma nutuð þess að vera saman
og voruð samstiga í flestu sem þið
tókuð ykkur fyrir hendur, þá sér-
staklega uppi í sumarbústað, sem
var þinn sælustaður. Þið voruð þar
saman eins oft og þið gátuð og unn-
uð að bústaðnum og gróðursetn-
ingu af kappi. Við fjölskyldan eig-
um margar góðar minningar það-
an.
Þú varst Viktori svo góður, gafst
þér alltaf tíma til að lesa fyrir hann
og leika við hann. Enda var hann
fljótur að læra inn á það þegar við
komum í heimsókn til ömmu og afa í
Stigahlíðina. Hann á eftir að sakna
þess að hafa ekki þennan góða,
skemmtilega og hlýja afa sem alltaf
tók á móti honum opnum örmum.
Ólíkt öðram bömum hafði hann svo ^
gaman af að láta skoða sig, kíkja í
eyrun og hlusta sig, því þú gerðir
það svo spennandi og skemmtilegt í
hans augum.
Þú varst alltaf til staðar þegar
einhver var veikur og betri lækni
var ekki hægt að hugsa sér. Takk
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
okkur. Minninguna um þig munum
við varðveita í hjörtum okkar. Nú
þegar komið er að ferðalokum
kveðjum við þig, elsku Guðmundur,
með þakklæti í huga. Elsku
mamma, guð verði með þér og
styrki þig í þessari miklu sorg, sem
og allri fjölskyldunni.
Kallið er komið, -,.
komin er nú stundin,
vinaskilnaðarviðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefúr hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tið.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Vilhjálmur, Guðrún Benný
og Viktor Freyr.
t
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÞÓRLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR
frá Sólheimum,
til heimilis í Víðihlíð,
Grindavík.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafur R. Sigurðsson,
Guðrún Sigurðardóttir, Sigurður Sveinbjörnsson,
Guðjón Sigurðsson, Guðrún Einarsdóttir,
Sóley Þórlaug Sigurðardóttir, Þorgeir Reynisson,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Magnús Högnason,
barnabörn og barnabarnabörn.