Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Nýtt líf leikjatölvunnar Inn- Leikjavinir bíða Dreamcast, nýrrar leikja- tölvu Sega, með mikill óþreyju. Árni Matthíasson komst yfír eintak af tölvunni nýju frá Japan sem hann segir taka keppi- nautana í nefíð. FÁTT ER eins fallvalt og lán leikjatölvuframleiðenda. Þar sem þeir sitja á toppn- um og hreykja sér er sæg- ur skæðra keppinauta að undirbúa að velta þeim og helst ganga af dauðum. Því hafa fyrii-tæki eins og Nintendo og Sega fengið að kenna á, nú síðast lagði Sony heiminn að fótum sér með PlayStation og valt- aði yfír Sega Satum í leiðinni. Sega- menn létu þó ekki bugast, á síðasta ári kynntu þeir Dreameast í Japan og 9. september næstkomandi kem- ur tölvan út á Vesturlöndum. Áhugasamir þurfa þó ekki að bíða svo lengi, hægt er að kaupa vélar beint frá Japan, og fyrir nokkru barst tölva frá Japan til skoðunar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er Dreamcast-kassinn grá- leitur og verður væntanlega svo með þá útgáfu sem fáanleg verður hér á landi. Tölvan er minni um sig en PlayStation, en heldur þykkari og þyngri, um nítján sentímetrar á kant og tæpir átta á hæð. Hún er um tvö kíló. Tölvunni fylgir einn stýripinni og með honum er há- tæknilegur minniskubbur með skjá sem Sega-menn kalla Visual Memory. Dreamcast-tölvan skákar létti- lega PlayStation. Takmarkanir PlayStation eru orðnar nokkuð áberandi og skera í augu þegar önnur eins vél og Dreamcast er skoðuð. Sony-stjórar gripu reynd- ar til þess að kynna nýja vél á dög- unum, sem gefur fyrirheit um harðan slag milli Sony og Sega, en ekki er gott að spá fyrir um hvað Nintendo tekur til bragðs. Nintendo 64 er talsvert full- komnari og öflugri tölva en Pla- yStation, en hefur ekki gengið eftir því, sem undirstrikar að vélaraflið er ekki aðalmálið. Talsvert komið út af leikjum Þegar er talsvert komið út af leikjum austur í Japan og fjölgar ört. Með tölvunni sem hér er gerð að umtalsefni voru keyptir leikimir Incoming, Godzilla, Virtual Fight- er 3, Sonic Adventm-e og Sega Rally 2. Þeir eru misjafnir að gæð- um þótt allir séu þeir glæsilegir ásýndar. Þannig er Incoming enn betri en hann var í PC-gerð sinni og hentar reyndar mun betur sem leikur fyrir leikjatölvu en PC-tölvu. Godzilla er aftur á móti hvorki sér- stakur í útliti né skemmtilegheit- um. Virtual Fighter 3 er geysigóð- ur leikur, hreyfingar vel gerðar og eðlilegar. Sega Rally 2 var viss vonbrigði, því þó grafíkin í honum sé framúrskarandi og þar að fínna skemmtilegt skraut eins og fugla Hvaö gerir KmaáSiam fyrir þig? TM Immunocal eykur GLUTATHIONE (GSH) í frumum líkams. GSH er aðal andoxunarefni frumanna og losar hættuleg eiturefni úr líkamanum. GSH er fæða ónæmiskerfisins og er í aðalhlutverki við fjölgun og virkni hvítu blóðkomana. Það er einnig eitt aðal vöðva-og beinabyggingarefni líkamans. Immunocal hægir á öldrunarferlinu. Immunocal™hefur hjálpað fjölmörgum einstaklingum í baráttu þeirra við sjúkdóma á borð við krabbamein, Parkinson, Alzheimer, MS, síþreytu, gláku, o.fl. Mjólkurpróteinduft Immunocal™‘SÁí'n perfecting cream” er náttúrlulegt húðkrem sem nærir og styrkir húðina á fmmustigi og gerir hana sléttari, hreinni og unglegri í útliti. Immunocal^S&m perfecting cream" inniheldur 10% Immunocal™Það stuðlar að eðlilegri endurbyggingu og viðhaldi húðarinnar á öruggan og náttúrulegan hátt. ufj Immunocal er árangur 18 ára rannsókna færustu lækna og sérfræðinga við læknadeildir Harvard og McGill háskóla og viðurkennt af heilbrigðisyfírvöldum. Sala og dreifing: LÍFSORKA / Vts Vitalis ehf. Upplýsinga- og pöntunarsími: 565 5878 Fax: 565 5879 Netfang: lifsorka@simnet.is Morgunblaðið/Þorkell íslenskir Dreamcast-áhuga- menn voru ekki lengi að taka við sér, á vefnum er þegar kom- in upp slóðin dreamcast.is. sem fljúga upp af brautinni og um- hverfí sem speglast í gluggum bíl- anna, bætir hann litlu við PC-út- gáfuna, sennilega fluttur þaðan í nánast heilu lagi. Enn er akstureðl- isfræðin broguð, til að mynda hæg- ir bifreiðin bara mjúklega á sér þegar snarhemlað er á ríflega 200 kílómetra hraða, í stað þess að snú- ast og velta. Sonic Adventure uppfyllir aftur á móti flestar vonir sem menn hafa gert sér um Dreamcast; frábær- lega hraður og skemmtilegur leik- ur, svo hraður reyndar að fullorðn- ir sem fengu að sjá hann kvörtuðu yfír því að hann væri of hraður. I leiknum er til að mynda atriði þar sem háhyrningur ryður upp bryggju sem Sonic hleypur eftir og er á hælunum á honum allan tím- ann, sérdeilis vel útfært atriði með ótrúlegri grafík. Einn stýripinni fylgir tölvunni og hönnun á honum er til fyrir- myndar. Pinninn fer vel í hendi, en ofan á honum er stýrishnúður fyrir hreyfingar viðkomandi fígúru og fjórir hnappar fyrir hinar ýmsu skipanir, stökk og tilheyrandi og ræsihnappur. Einnig eru örvar- lyklar til að stýra. Framan á stýripinnanum eru svo tveir gikkir sem hafa ólíkt hlutverk eftir leikj- um; í Sega Rally 2 eru þeir þannig notaðir til að auka hraðann og hemla. Með í pakkanum var einnig jap- anskur leikur, Pean, sérkennilegur leikur og fýrirtaks skemmtun, Tetris 4D og Seventh Cross. Vænt- anlegir eru síðan leikir eins og Cool Boarders, Daytona USA 2, Dead or Alive 2, Ecco the Dolphin 3D, Flight Shooting, King of Fighters ‘98, Marvel vs. Capcom, MDK 2, Mortal Kombat 4, NBA Action 2000, Street Fighter III, Unreal og svo má telja. Minniskubburinn fellur inn í stýripinnann. Hann er handhægur og hægt að kanna hvað er á honum án þess að stinga honum í viðeig- andi rauf á pinnaum, en reyndar eru tvær slíkar raufar. Ekki kemur fram til hvers hin raufin er, en menn hafa gert því skóna að hún sé ætluð fyrir apparat sem gefur stuð í pinnann þegar menn aka yfír ósléttur, keyi'a á eða kýla hraust- lega, en slíkar viðbætur eru til fyr- ir Nintendo 64 og PlayStation. Innbyggt mótald Dreamcast hefur alla burði til þess að skáka PlayStation, þótt Nintendo 64 sé líklega í mestri volsið Dreamcast-leikjatölva Sega er með 200MHz 64 bita Hitachi SH4 RISC örgjörva með 128-bit grafíkvinnslu, afköstin eru 360 MIPS / 1,4 GFLOP. Grafískur örgjörvi er NEC Power VR, sem skilar þrem milljónum fjöl- hliðana á sekúndu. Hljóðvinnsla annast 32 bita RISC örgjörvi með 64 rása ADPCM. Aðal- minni er 16 MB, 2 64 megabita SD-RAM-kubb- ar. I vélinni er innbyggt 33,6 mótald. Stýrikerfíð er sérstök gerð af Windows CE. Geisla- drifið er 12 hraða, en diskarnir sem í það fara eru með öðru gagna- sniði en vanalega og rúmast um gígabæti á hverjum disk. Drifíð getur að sögn lesið fleiri gagnasnið og þrálátur orðrómur er um að hægt verði að spila Saturn-leiki í tölvunni. Klukka er í tölvunni meðal annars. Að sögn er ein- falt að uppfæra tölvuna, skipta úr geisladrifínu til að mynda fyrir DVD-drif, en á henni eru raufar fyrir viðbótarhluti eins og til að mynda MPEG2-spilun- arkort eða álíka. Einfalt er og að skipta út mótaldinu fyrir hraðvirkara, því stýrikerfið styður flestar gerðir mótalda, og svo má telja. hættu sem stendur. Hún tekur reyndar PlayStaion gersamlega í nefíð í tæknilegri útfærslu og hraða og fer létt með Nintendo 64 líka. Eins og kemur fram á síðunni er innbyggt mótald í Dreamcast, en með því er hægt að tengjast leikja- þjóni Sega á Netinu og spila við aðra Dreamcast-notendur sem hef- ur notið mikilla vinsælda. Sam- kvæmt upplýsingum frá Sega hef- ur mikill meirihluti notenda nýtt sér að leika yfir Netið austur í Jap- an og gera má því skóna að sama verði upp á teningnum í Vestur- álfu, ekki síst í ljósi þess að þar eru menn mun netvæddari en í Áustur- löndum fjær. Vitanlega skiptir mjög miklu við hvaða verði vélin verður seld, en ekkert hefur verið gefið upp með það. Austur í Japan kostar hún í kringum 15.000 krónur og miðað við verð á öðrum leikjatölvum þar í landi ætti hún að kosta ívið minna á Vesturlöndum. Ovissu- þættirnir eru þó allt of margir til að hægt að spá í það af einhverju viti. Reyndar eru það meirháttar tíðindi ef verðið verður innan við 20.000 kr., enda voru keppinaut- arnir talsvert dýrari þegar þeir komu á markað á sínum tíma. Fyrstu fréttir af PlayStation II herma og að hún verði talsvert dýrari, en þar sem aðeins er búið að kynna örgjörvann sjálfan í vél- inni er ógerningur að segja til um endanlega útfærslu eða verð. Samkvæmt upplýsingum frá Sony kemur PlayStation II á markað austur í Japan þegar á næsta ári og á Vesturlöndum jafnvel haustið 2000. Ef það gengur eftir má bú- ast við hörðum slag sem verður notendum til góðs, því það lækkar verð og eykur fjölbreytni. FJÖRÐIR - miöbœ HafnarJjaröar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.