Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 67 FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga myndina Psycho, endur- gerð Gus Van Sant á samnefndu meistaraverki Alfred Hitchcocks. I aðal- hlutverkum eru Vince Vaughn, Anne Heche og Julianne Moore. Meistaraverk í nýrri útgáfu Frumsýning STRAX eftir frumsýningu á mynd Alfreds Hitchcocks, Psycho, varð myndin klassísk. Arið var 1960. Leikurinn gerist í litl- um bæ við ströndina. Norman Bates rekur h'tið mótel ásamt aldraðri, drottnunargjai’nri móður sinni. Þang- að koma ekld margir gestir en færri eru þeir þó sem yfirgefa mótelið lif- andi. Einn gestanna er Marion Cra- ne, ung kona, sem hefur rænt vinnu- veitanda sinn og ætlar að byrja nýtt líf. En hún var á röngum stað á röng- um tíma. Aldrei hafði Hollyvvood gert jafn- bersögla mynd, hvað varðar nekt og ofbeldisatriði. Önnur eins söguhetja og brenglaði fjöldamorðinginn Norman Bates hafði ekki sést á hvítu tjaldi. Túlkun Anthony Perk- ins gerði hinn snyrtilega og kyrrláta Norman ógleymanlegan öllum sem séð hafa. Og sturtuatriðið fræga. í 39 ár hafa öll kvikmyndaatriði, sem gerst hafa í sturtu, verið vegin og léttvæg fundin andspænis sturtuatriðinu í Psycho Hitchcocks. Spennan sem Hitchcock skapaði byggðist ekki á háum fjárveitingum og tæknibrellum heldur á sálfræðilegu innsæi og sýn listamannsins á bak við linsuna. Nú er Gus Van Sant, leikstjóri Good Will Hunting, To Die For, bú- inn að endurgera þessa ógleyman- legu mynd Hitchcocks. Hvers vegna að endurgera næstum því fullkomið meistaraverk? Leikstjórinn segist m.a. hafa hugsað nýju myndina sem virðingar- vott við meistara Hitcheock og einnig hafi hann viljað kynna mynd- ina nýrri kynslóð kvikmyndaaðdá- enda. „Þessari mynd er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir mynd Hitchcocks, þvert á móti er henni ætlað að gefa nýtt sjónarhorn á myndina og rannsaka hvað gerist þegar maður af nýrri kynslóð beitir sama flugbeitta hnífnum,“ segir leik- stjórinn. „Ég leit svo á að auðvitað væru kvikmyndastúdentar, bíóaðdáendur og fólk í kvikmyndageiranum, sem þekktu Psycho, en að það væri líka heil kynslóð, sem hefði aldrei séð þessa mynd. Mér fannst þetta eðlileg leið til að gera klassíska mynd vin- sæla upp á nýtt. Þetta var eins og ný leikgerð sem er trú frumgerð sígilds leikrits." Gus Van Sant byggir nefnilega á sama handritinu og Hitchcock, því sem Joseph Stefano skrifaði eftir bók Roberts Bloch. Tónlist Bernard Herrmanns, sem setti svo mikinn svip á Psycho, er líka að mestu óbreytt í nýju myndinni. Gamlir samstarfsmenn Hitchcocks voru fúsir til samtarfs við Gus Van Sant. Það sama átti við um handrits- höfundinn og fjölskyldu meistarans og erfingja, sem gáfu góðfúslega leyfi sitt. Aðalleikarar í endurgerðinni eru Vince Vaughn, sem leikur Norman Bates. Hann leikur einnig í Clay Pig- Sjálfstæðari sjónvörp UNDARLEGT er hvað vond sam- viska þjóðar gengur stöðugt aftur í minni hennar og verður þegar best lætur uppistaða í skemmtiiðnaði hennar. Hér er átt við Bandaríkja- menn, sem lifa stóran hluta af sál- arlífí sínum íyrir augum hins vest- ræna heims í kvik- myndum sínum og sjónvarpsdagskrám, sem við gláparar er- um látin njóta líkt og skráargatagæjarar við dyr hót- elherbergja (séu þeir einhverjir). Þessi bandaríska samviskudagskrá er svolítið leiðigjörn, einkum þegar hún verður að stórum hluta uppi- staðan í dagskrárefni íslensks sjón- vai-ps, sem getur ekki með nokkru móti vaxið frá bemsku sinni og orð- ið sæmilega fullburða fyrirtæki með eigin hugmyndabanka og nokkra þörf til að búa eitthvað til sjálf í stað þess að kaupa aðfengið efni alla daga, sem kemur okkur ekkert við enda ætlað áhorfendum annarra þjóða eða þjóðar með óuppgerðar innbyrðis sakir utan við okkar vitundarheim. Gott dæmi um þetta var mynd, sem sýnd var á Stöð 2 á fostudags- kvöld í fyrri viku og nefndist Reikn- ingsskil, Ghosts of Mississippi. Leið- togi blökkumanna var myrtur um líkt leyti og Martin Luther Kihg af hvítum öfgasinna, máttarstólpa í Ku Klux Kan og byggðarlaginu líka og hafði ekki fengist dæmdur fyrir morðið í rúm tuttugu ár. Síðan vaknaði loks samviskan hjá hvítum að einhverju marki, mest fyrir til- SJÓNVARPA LAUGARDEGI verknað þeldökkrar eiginkonu þess myrta og dólgurinn fékk mak- leg málagjöld. Þetta var sannsögu- leg mynd og dæmisaga um lang- dregið og inngróið hatur, sem jafn- vel dýr verða ekki fyrir af hendi mannsins. Þrælahald var afnumið í Suðurríkjum Bandaríkjanna í þrælastríðinu á seinnihluta nítj- ándu aldar. En það ber við að verr sé farið með þeldökka menn nú en fyrir þræla- stríð. Enn ein stöðin var samkvæmt venju sýnd sl. laugardagskvöld á ríkisrásinni og má eignlega segja um þennan eina þátt að svo bregð- ast krosstré sem önnur tré. Þátt- urinn var allur samfelld sýning um núllvandann um aldamótin og verkaði eiginlega ekki hlægilega. Þeir góðu drengir sem eru með Stöðina hafa fyrst og fremst það hlutverk að vera hlægilegir og það uppi á íslandi, þar sem fólk hlær eiginlega ekki nema að einhver broddur finnist í gríninu. Þeim hef- ur tekist þetta ágætlega og von- andi fara þeir ekki að taka upp á því að verða steingeldir núna þeg- ar tvær stúlkur eru komnar í hóp- inn. Maður fann til þess hvað þeir voru lítið fyndnir í síðasta þætti en vonandi hressast þeir. Þá er lokið sýningum á leikritinu Dagurinn í gær á ríkisrásinni, en þær voru þijár alls. Hópur af skrítnu fólki býr í húsi í Vestur- Lægri skaða- bætur en bú- ist var við TROMMULEIKARINN Tony McCarroll, sem var rekinn úr bresku sveitinni Oasis, fékk ekki eins háar skaða- bætur og breskir lagarefir höfðu spáð. Búist bafði verið við að hann hefði sæst á hundruð milljóna króna í skaðabætur en í gær kom í Ijós að skaðabóta- greiðslurnar höfðu „aðeins“ verið um 70 milljónir króna. Að auki þarf hann að greiða eigin lögfræðikostnað sem metinn er á þriðjung þeirrar bænum og segir frá því í þessum þáttum. Þeir eru langt frá því að vera ofkeyrðir af því að of mikið sé að gerast í þeim en eru ekkert óhaganlega samsettir. Höfuð- persónan ber sig vel, þar sem hún brunar um hverfið á hjólaskautum við að bera út DV. Annað skondið bar við þegar síminn hringdi svo tólið nötraði og skalf. Maður hefur nú fengið margar harðar hringingar um dagana, en aldrei svo að símtól- in skylfu. Þetta, skjálfandi símar, hefur eflaust átt að bæta upp það sem skorti á drama í leikverkinu. Eitt af því sem sýnir hvað hér er ónuminn akur hvað varðar innlent efni eru þættirnir Sönn íslensk sakamál, sem ríkisrásin hefur ver- ið að sýna. Þessir þættir hafa yfir- leitt tekist vel og verið áhugaverð- ir. í einn tíma töldum við blaða- menn að borgin væri næsta opin fyrir afbrotamenn. Þó voru afbrot þá ekki nærri eins þróuð og þau eru núna. Núna er í rauninni hægt að tala um glæpi. Innbrot vóru sjaldgæf en upplýstust flest á skömmum tíma. Það voru harðir og duglegir menn sem unnu að lausn afbrotamála og létu engum steini óvelt. Þeir voru hins vegar ekki svaragreiðir þegar þeir upp- lýstu innbrot í Landssmiðjuna morguninn eftir. Aðspurðir svör- uðu þeir engu til fyrst en létu síð- an á sér skiljast að innbrotsþjófur- inn hefði farið úr jakkanum og skilið hann eftir með tilheyrandi persónugögnum á innbrotsstað. Indriði G. Þorsteinsson upphæðar. Þá afsalaði hann sér rétti á greiðslum fyr- ir tekjur af plötusölu sveitar- iiuiar í fraint íðinni, en fyrstu tvær breiðskífur Oasis seldust í 20 ínilijónum eintaka. Heldur þú að C-vítamíti sé nóg ? NATEN _______- er nógl STURTUATRIÐIÐ er á sínum stað í endurgerðinni en nú er það Anne Heche en ekki Janet Leigh, sem leikur Marion Crane og fer í sturtu. eons og Retum to Paradise. í þeirri síðamefndu lék hann með Anne Heche, sem hér leikur Marion Cra- ne. Hún er þekktust sem sambýlis- kona Ellen De Generes og fyrir leik á móti Harrison Ford í Six Days, Seven Nights. í öðmm hlutverkum em Julianne Moore úr Short Cuts og Big Lebowski; William H. Macy úr Fargo og Viggo Mortensen úr A Perfect Murder. Vince Caughn segist hafa vitað að myndin yrði umdeild: ,Auðvitað var leikur Anthony Perkins snilldarleg- ur. Þetta er hlutverkið, sem menn minnast hans fyrir. En ég er Vince Vaughn og ég hef orðið fyrir ýmissi reynslu í mínu lífi, sem ég tek með mér á hvíta tjaldið. Ég reyndi að sýna leik hans virðingu en breytti samt túlkuninni að vissu marki.“ Anne Heche er í hlutverki sem Ja- net Leigh gerði áður skil. „Ég tel að þótt Marion hegði sér eins núna og í fyrri myndinni þá séu það ólíkir hlutir sem gerast innra með henni nú og þá. Ég varð að gera úr henni nútíma- konu, hún þótti djörf árið 1960 en það sem þótti djarft þá þykir ekki sér- staklega djarft núna.“ Samt segist hún hafa sótt sér innblástur í túlkun Janet Leigh: „Frábær leikkona, ég fór vandlega yfii- hvemig hún lék hverja einustu senu.“ 9{cetur0aíinn 1 Smiðjuvegi 14, ‘Kópavogi, sími 587 6080 í kvöld leikur hinn frábæri Hilmar Sverrisson ásamt Önnu Vilhjálms Opið frá kl. 22—3 Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 Næturgalinn þar sem stuðið er og alltaf lifandi tónlist Heilsubótar dansleikur eftir skemmtidagskrá Ladda og Klass leikurfyrirdansi frákl. 23.30íkvöld. Söngvarar: Sigrún Eva Ármannsddttir og Reynir Guðmundsson Radisson SAS SagaHotel Reykjavík ______Mfmishar________ Raggi Bjama og Stefán Jökulsson slá á léttari nótur á Míraisbar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.