Morgunblaðið - 06.03.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 06.03.1999, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU „Nauðsynlegt að breyta áherzlum í rekstri SH“ Morgunblaðið/Sigurgeir LOÐNAN er enn fryst þótt smá sé, en hroguavinnsla er nú lítil sem engin. Hér er verið að frysta hjá ísfélaginu í Vestmannaeyjum. Hrognavinnslan lítil síðustu daga Loðnuveiðin orðin treg í gærdag RÓBERT Guðfínnsson, stjórnar- formaður Þormóðs ramma - Sæ- bergs og stjórnarmaður í SH, hef- ur ákveðið að bjóða sig fram til formanns stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á aðalfundi fé- lagsins næstkomandi þriðjudag. Núverandi formaður stjórnarinnar er Jón Ingvarsson og hefur hann gegnt formennskunni um árabil. Þormóður rammi - Sæberg er stærsti hluthafinn í SH með 15,65%. Næstu stóru hluthafarnir eru Utgerðarfélag Akureyiinga með 15,58% og Sigurður Agústs- son hf., Haraldur Böðvarsson hf. og Grandi hf., öll með um 8%. Róbert segir í samtali við Morg- Róbert Guðfínns- son býður sig fram til formanns stjórnar SH unblaðið, að það sé alveg ljóst að með kaupum Þonnóðs ramma - Sæbergs á hlutafé í SH hafí það verið ætlunin að ná auknum áhrif- um á stjórn og stefnu félagsins. Það sé nauðsynlegt að breyta áherzlum í rekstrinum og einhver hafi orðið að taka af skarið. Hann segist sjálfur ekki skipta þar meg- inmáli, aðalatriðið sé að tekið sé á málunum. Núverandi forysta hafi ekki tmverðuga stefnu í þeim mál- um. Róbert vill ekki tíunda það í hverju óánægjan með núverandi forystu felist, en leggur áherzlu á að fyrirtæki eins og SH eigi að vera öflugt og framsækið. Hann segir óánægjuna ekki beinast að afkomu síðasta árs. Þar sé um að ræða þætti, sem erfitt hafi verið að ráða við, eins og efnahagsástandið í Rússlandi og taprekstur í Bret- landi. Það sé stefnumörkun til framtíðar sem skipti máli og SH hafi alla möguleika til að verða í fararbroddi fyrirtækja í markaðs- setningu sjávarfangs á alþjóðleg- um mörkuðum. Breytingar SH vegna „Eg vona að menn fari í þessar breytingar SH vegna,“ segir Ró- bert. „Ef menn tiúa ekki á mál- flutning minn í þessum efnum eiga þeir ekki að greiða mér atkvæði. Þeir eiga að greiða mér atkvæði vegna þess að þær breytingar, sem ég stend fyrir, séu eitthvað sem þeir vilji fara eftir. Ef meirihluti er hins vegar sáttur við félagið eins og það er tekur bara einhver ann- ar forystuna og leiðir það áfram í þeirri stöðnun, sem það er í. Eg býð mig fram sem stjórnarformað- ur SH tii þess að koma á nauðsyn- legum breytingum," segir hann. Róbert bendir einnig á sem dæmi um stöðu SH nú, að lítil sem engin eftirspurn sé eftir hlutabréf- um í félaginu. Það sýni einfaldlega að markaðurinn hafi litla trú á því. LOÐNUSKIPAFLOTINN var í gær að veiðum við Stokknes en þar fengu nokkur skip þokkalegan afla í fyrr- inótt og í gærmorgun. Veiðin varð hins vegai- heldur tregari þegar líða fór á daginn að sögn Magnúsar Þor- valdssonar, skipstjóra á Víkurbergi GK, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Það er slæðingur af loðnu hér á tiltölulega smáu svæði en hún er ekki í veiðanlegu ástandi. Skipin fá aðeins 20-30 tonn í kasti,“ sagði Magnús. Magnús sagði öll skipin að veiðum á þessu svæði, enda hefðu engar fréttir borist af veiði á vestari veiði- svæðum. Hann sagði loðnuna smáa og jafnvel enn smærri en þá loðnu sem veiðst hefði til þessa. Hann sagði flesta hafa gefið upp alla von um að stærri loðna fengist á þessari vertíð. Hrognfylling loðnunnai' sem nú veiðist við Stokksnes er aðeins um 15% og því liggur hrognavinnsla al- veg niðri. Hjá Borgey hf. á Horna- firði var hins vegar verið að frysta loðnu í gær en þar hafa verið fryst samtals um 1.800 tonn, sem er um fjórðungur þess sem fryst hefur ver- ið hérlendis á vertíðinni. Halldór Ámason, framkvæmdastjóri Borg- eyjar, segir frystinguna hafa gengið vel miðað við ástandið á vertíðinni. Hann segir að þrátt fyrir smáa loðnu berist enn pantanir frá japönskum kaupendum. Engin hrognavinnsla hefur verið hjá Borgey á vertíðinni. Af loðnufrystingu Skinneyjar hf. hafa samtals verið fryst um 2.300 tonn á Homafirði á vertíðinni. Utgerðarmaður Vatneyrar BA Ekki verið yfírheyrður RANNSÓKN vegna veiða Vatn- eyrar BA umfram aflaheimildir er nú á lokastigi að sögn Jóns Snorrasonar hjá efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra. Hann segir yfirheyrslum að mestu lok- ið, en enn eigi þó eftir að yfir- heyra Svavar Guðnason, útgerð- armann skipsins. Það verði hins- vegar gert í lok rannsóknarinn- ar. Að rannsókn lokinni verði tekin ákvörðun um hvort ákært verði og þá hver verði ákærður í málinu. Svavar Guðnason segist sjálf- ur enga skýringu kunna á því hvers vegna hann hefur enn ekki verið kallaður til yfir- heyrslu. Hann segist sjálfur hafa farið fram á slíkt hjá emb- ætti ríkislögreglustjóra en þar á bæ hafi menn borið fyrir sig annir. „Málið virðist vera strand hjá embættinu. Maður skyldi ætla að þeir vildu hraða meðferð málsins því ef ég vinn málið kostar það ríkið háar fjárhæðir vegna sekta fyrir hvern dag sem skipið er bundið við bryggju. Þeir virðast hins vegar vera eitthvað að teygja lopann,“ segir Svavar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.