Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ______FRÉTTIR____ Islenskir tón- leikar í Miami FIMMTUDAGINN 11. mars mun íslenski kammerhópurinn Polaris halda tónleika í Lowe-listasafninu í Miami. Þótt allir meðlimirnir búi á Islandi og starfi þar við tónlist, er þetta fjölþjóðlegur hópur, því í honum eru þrír Islendingar, Oskar Ingólfsson, Kjartan Óskarsson og Hrefna Eggertsdóttir, tveir Pól- verjar, Zbgniew og 41ina Dubik og einn Bandaríkjamaður, Nora Kornblueh. Sú síðastnefnda og systir henn- ar í Miami, Jean D. Patiky, hrintu í framkvæmd hugmyndinni um þessa hljómleikaferð, en síðan hafa margir sjálfboðaliðar lagt fram vinnu og fé til að gera tónleikana mögulega. Má þar nefna Charles E. Cobb, Jr. fyrrverandi sendi- Aðalfundur * Atthagafélags Múlasveitar AÐALFUNDUR Átthagafé- lags Múlasveitar, Austur- Barðastrandarsýslu, verður haldinn í húsnæði Barðstrend- ingafélagsins, Konnakoti, Hverfisgötu 105, í dag, laugar- dag, kl. 15. Þeir sem áhuga hafa á mál- efnum Múlasveitar eða vilja viðhalda átthagatengslum eru velkomnir á fundinn. herra Bandaríkjanna á íslandi, Flugleiðir, Lowe-listasafnið, Fin- landia Vodka, First Union Bank, Íslenzk-ameríska félagið á svæð- inu og ræðismaður Islands í S- Flórída og eru þá ekki allir upp taldir. Á tónleikunum verða leiknar ís- lenskar og bandarískar tónsmíðar í viðbót við verk gömlu meistar- anna. Eftir tónleikana bjóða ís- lenzk-ameríska félagið í S-Flórída og ræðismannshjónin hljómleika- gestunum til móttöku, þar sem boðið verður upp á íslenskan mat og drykk. ----------------- Hagyrðingar á skagfírskum skáldadegi SKAGFIRSKUR skáldadagur verðui- í Drangey, Stakkahlíð 17, á sunnudag og hefst hagyrðingaþátt- ur klukkan 17. Þátttakendur verða Andrés Valberg, Árni Gunnarsson, Hjálmar Jónsson, Jóhann Guð- mundsson, Jón Kristjánsson og Sigurður H. Guðmundsson. Stjóm- andi verður Sveinn Skagfjörð Pálmason. Svanagerðisbræður syngja á undan vísnaþættinum. Aðgangseyrir er kr. 500. Áðalfundur Skagfirðingafélags- ins verður að loknum hagyrðinga- þættinum. Líföndun^r Að anda er að lifa x Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið í líföndun helgina 20. og 21. mars. Hvernig vaeri að taka á móti haekkandi sól með því að fylla þig af orku? Losa um það gamla og búa til pláss fyrir meiri gleði og kærleika? Líföndun hjálpar við að ná djúpri slökun, takti við okkur sjálf og er um leið góð leið til að kynnast okkur sjálfum. Guðrun Arnalds. símar 551 8439 op 896 2396 Ef við lærum að anda léttar verður líf okkar ósjálfrátt léttara. Y Antikhúsgögn Giíi, Kjalarnesi, s. 566 8963 Vönduð gömul dönsk húsgögn og antikhúsgögn. Ath. einungis ekta gamlir hlutir. Úrval borðstofuhúsgagna. Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00 og þri.- og fimkvöld kl. 20.30-22.30, eða eftir nánara samkomulagi í síma 892 3041, Ólafur. KJýjAIX VÖKUP. stuttkxpux FXLLGCXR. ÚLPUX MICXOKXPUR. M/HFTTU HXTTXX Opiö laugardag frá kl. 10-16 Mörkinni 6, simi Bílastæði við bú í DAG VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hvar eru endurnar á Tjörninni? VIÐ erum hér nokkrir dýravinir að velta því fyr- ir okkur hvar allar end- umar á Tjöminni séu eig- inlega. Eru þær allar dauðar úr hungri? Okkur finnst alveg hræðilegt að vita af því að dýrin séu svelt svona inni í miðri borg. Maður hefur heyrt að það sé verið að hirða þessi grey, ekkert nema fiður og bein. Við skomm á borgaryf- irvöld að byrja á brauð- gjöfum aftur. Og eitt svona í lokin. Við erum ansi hrædd um að R-list- inn missi marga kjósend- ur út á þetta. Andrea. í UMRÆÐUNNI um flutning Reykjavíkurflug- vallar og fyrirhugaða mörg þúsund manna byggð á svæðinu heyrist hvergi minnst á aukinn umferðarþunga um aðal- götur borgarinnar breyt- ingunum samfara. Ein- ungis er rætt um tíma- bundin óþægindi vegna þungavinnuvéla og vöm- flutningabfla sem ættu leið um svæðið á meðan á uppbyggingunni stendur. Verða e.t.v. settir þeir skilmálar að íbúar megi ekki eiga bfla svona rétt eins og verðandi íbúðar- eigendur við Ástjöm í Hafnarfirði mega ekki eiga hunda og ketti? Hvaða ráðstafanir yrðu gerðar til þess að mæta þeirri gifurlegu umferð um Bústaðaveg, Miklu- braut og Sæbraut sem myndi fylgja í kjölfar hinnar nýju byggðar? Það er ekki nóg að fjalla að- eins um flugumferð, um- ferðin á jörðu niðri er miklu meiri og hættulegri og nauðsynlegt að taka hana með í reikninginn ef af umræddri byggð verð- ur á Reykjavíkurflugvelli. Ásdís Emilsdóttir Petersen, Reykjavík. „Landnám fyrir landnám" ÁRNI Óla blaðamaður og rithöfundur efaðist um frásagnir af landnámi ís- lands. Hann ritaði bók þar sem hann leiðir rök að því að Island hafi verið byggt að einhverju leyti, er norrænir menn tóku sér hér búsetu. Bókin heitir „Landnám fyrir landnám“. Það hefúr verið furðu hljótt um þetta rit- verk Árna, hverju sem það sætir, getur verið að það sé af því að hann greinir á um viðurkennda kenningu um norrænt landnám, sem íslenskir fræðimenn hafa tekið gilda? Örnefnin er benda til búsetu Vestmanna hér- lendis fyrir komu nor- ræns fólks eru mörg og þá kennd við Papa, sem eru sagðir hafa farið tfl Islands tfl trúariðkana því þeir voru sagðir kristinn- ar trúar. Það þykja mörg- um ólíkleg sannindi, að þeir hafi einir farið tfl landsins, og ekki hafi aðr- ir verið þeim samskipa eða jafnvel flutt þá með sér er þeir hófu hér land- nám um árið 700 e.k. Árni telur einnig að landið hafi samkvæmt sögum byggst svo hratt að norskir menn hafi ekki haft skipakost til að flytja landa á milli fólk og farteski, búfénað og byggingarefni á svo skömmum tíma sem land var sagt að byggjast. Einnig bendir hann á að er Náttfara sleit frá Garð- ari Svavarssyni og rak upp í Náttfaravík og varð innlyksa, þá hefði hann ekki komist af um vetur, nema vegna þess að þau hafi rekist á mannabyggð. Einnig segir frá að er Ingimundur gamli, er tók land í Borgarfirði vestra, fór norður yfir heiði og leit fjörð nokkurn þar em hann sá hrúta tvo, því kallaði hann fjörðinn Hrútafjörð. Það að villifé var í landi bendir til bændasamfélags í landi en ekki vflánga eins og norrænir voru, og að vopnaðir landnemar hafi átt allskostar við þá er fyrir voru. Eitt nefnir Árni Óla um að sæfarend- ur á þeim tíma hafi ávallt vitað í hvaða átt norður var. Tfl þess notuðu þeir lúsina því þá hefur fólk verið lúsugt eins og enn. Sólin var náttúrulega veg- vísir, en í dimmviðri á hafí úti, þegar hennar naut ekki þá var ein pulan sett á slétta fjöl, og þá á hún ávallt að hafa skriðið í eina átt, sem var norður. Á meðan lýs fást í skólum, ættu dýrafræðingar þar að kanna þessa sögu Árna. Þetta er sett á blað eft- ir lestur greinar Páls Theódórssonar um ald- ursgreiningu á minjum frá fornöld þar sem hldndi eru talin á að landnám hafí hafist hér að minnsta kosti einni og hálfri öld fyrr en Ari hinn fróði seg- ir. Er líklegt að söguritur- um fornsagna hafi ekki verið kunnugt um veru annarra en norrænna manna á landnámsöld hérlendis, eða að þeir hafi verið beittir þrýstingi af höfðingjum, er kostuðu ritunina eins og Árni Óla lætur í veðri vaka, sem skýringu á þögninni um írskt landnám. Munnmæl- in eru lífseig, svo það er ólíklegt að þau gleymist á þrem til fjórum öldum. Jón Hannesson. Tapað/fundið Svört handtaska týndist SVÖRT handtaska m.a. með GSM-síma í, veski og lyklum, týndist í miðbæn- um sl. laugardagskvöld, líklega við Lækjargötu. Fundarlaun í boði. Upp- lýsingar á morgun í síma 581 1373, Ellen. Svartur bakpoki týndist í miðbænum SVARTUR bakpoki, troð- fullur af dóti, týndist sl. miðvikudagskvöld á Lilliput-barnum, Nelly’s eða Fröken Reykjavík. Fundarlaun. Skilvís finn- andi hringi í síma 552 4918. Svört axlartaska týndist SVÖRT axlartaska týnd- ist sl. miðvikudag á Laugavegi. I veskinu voru persónuskilríki og fleira. Skilvis finnandi hafi sam- band við Evu eða Elínu í síma 552 0494 og 560 3323. GSM-súni týndist PHILIPS Diga GSM-sími týndist um helgina síð- ustu, líklega á Nelly’s. Skilvís finnandi hafi sam- band við Önnu í síma 898 8224. Dýrahald Skjaldbaka fæst gefins SKJALDBAKA búr og matur fást gefins. Frekari upplýsingar gefur Sigrún í síma 554 5146. Víkverji skrifar... YÍKVERJI er ekki hneykslunar- gjarn maður, eins og alkunna er. Honum er á hinn bóginn tekið að þykja nóg um málflutning þeirra stjómmálamanna sem kveðast vera helstu talsmenn íbúa landsbyggðar- innar. Ef marka má ummæli sem sumir þessara stjómmálamanna hafa látið falla um lífið á lands- byggðinni er með öllu óþolandi að búa þar. Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins, líkti á dögun- um stórum svæðum landsins við „flóttamannabúðir“. Orðrétt sagði þingmaðurinn í grein í Morgunblað- inu: „Stór svæði landsins minna á flóttamannabúðir. Auðlindir yfir- gefnar, eignir og ævistarf yfirgefið, fólksfæðin í mörgum héruðum slík að þeir, sem fastast stóðu taka ákvörðun um að taka sæng sína og flytja í sælurfldð." Víkverja þykir þessi málflutning- ur undarlegur. Hann telur að Guðni Ágústsson og skoðanabræður hans í hagsmunavörslu fyrir landsbyggð- ina ættu að hyggja að því hverju vinna þeirra og byggðastefna hefur skilað fyrst ástandið er svo skelfi- legt. Er þessi lýsing þingmannsins ekki fyrst og fremst áfellisdómur yfir störfum hans og samherja hans? Víkverji veit fyrir víst að íbúar á landsbyggðinni hafa ekki gefist upp þótt fulltrúar þeirra á Alþingi virð- ist tilbúnir að leggja árar í bát, líkt og örvæntingarfullur málflutningur ákveðinna stjómmálamanna er til merkis um. Ög ekki er þessi mál- flutningur fallinn til að blása mönn- um baráttuanda í brjóst. Þvert á móti brýtur hann niður sjálfsvirð- ingu og þrek íbúa í dreifbýlinu. Því fylgja margir kostir að búa í hinum dreifðari byggðum landsins rétt eins og það er að ýmsu leyti með miklum ágætum að búa í þétt- býli. Mönnum er einfaldlega frjálst að búa þar sem þeim sýnist á ís- landi líkt og í öðmm vestrænum ríkjum. Guðni Ágústsson er á hinn bóginn ekki sammála þessu. Hann gerist heimspekilegur og segir: „Hamingjunni er ekki útdeilt af réttlæti, valdhafamir verða að marka stefnu sem slær á þróunina og snýr henni við.“ Víkverji verður að játa að hann skilur ekki kenningu Guðna Ágústs- sonar um hamingjuna. Hann skilur heldur ekki þær leiðir sem þing- maðurinn leggur til í því skyni að „flóttamannabúðimar á lands- byggðinni" öðlist aftur fyrri reisn. Þingmaðurinn hefur nefnilega lagt til að íbúum í dreifbýlinu verði tryggðar skattalækkanir af ýmsum toga. Guðni Ágústsson telur að því er virðist heppilegast að auka enn frekar bilið á milli þéttbýlisbúa og landsbyggðarfólks. En á sama tíma heldur hann því fram að þetta bil í lífskjörum og fleiru sé rót vandans. Víkverji fær ekki betur séð en að röksemdafærsla þingmannsins feli í sér vítarunu. „Vandi landsbyggðarinnar“ verð- ur ekki leystur með því að gera íbú- ana þar að annars flokks borgumm. Myndu dreifbýlisbúar geta gert sömu kröfur um þjónustu og aðrir landsmenn væri þeim gert að greiða minni skatta en þeir? Væri ekki eðlilegt að þess yrði þá krafist á móti að vægi atkvæðisréttar J)eirra yrði gert minna en annarra íslend- inga? Telja menn þetta heppilega leið til að stuðla að sátt í þjóðfélag- inu? xxx VÍKVERJI er þeirrar hyggju að skattar á íslandi eigi að vera lágir en tryggja beri jafnframt að allir íbúar landsins standi jafnfætis á því sviði. Þess vegna em allar undanþágur í skattkerfinu óheppi- legar mjög. Nú hyggst ríkisstjómin veita kvikmyndagerðarmönnum 12% skattafslátt. Nú hljóta aðrir hópar listamanna að krefjast hins sama. Hér er á ferðinni enn eitt dæmi þess hvemig stjórnmála- menn leitast við að kaupa sér vin- sældir. xxx ÍKVERJI hjó eftir því að nú þykir sannað að hættulegt sé að skalla fótbolta. Um þetta mátti lesa í íþróttablaði Morgunblaðsins í gær og vitaskuld em þegar uppi hugmyndir um að banna kollspym- ur í fótboltaleikjum. Hér er á ferð- inni verðugt verkefni fyrir atvinnu- menn í góðmennsku. Má vænta reglugerðar frá heilbrigðisráðherra í því skyni að vemda heilsu þeirra þúsunda sem leggja stund á þessa íþrótt á íslandi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.