Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 47
ár, þegar hann er afísaður anno
2032, til að handsama gamlan erkió-
vin sinn (Wesley Snipes), sem
sloppið hefur úr ísskápnum og ógnar
dúllulegum borgarbúum Los Angeles.
Glórulaus, hröð og skemmtileg della,
með fínum átakaatriðum. Nigel Hawt-
horne og Bob Gunton hressa enn
frekar uppá leikhópinn. RUV, 17.04.
Captain Blood, ('35)
jj Ein frægasta sjóræningjamynd
* um titilpersónuna, írskan lækni
(Errol Flynn), sem gerist hrellir úthaf-
anna. Rómantísk ævintýramynd með
stjörnuna í fínu formi í sínu fýrsta
stórhlutverkLíSkylmingaatriðin þykja
sígild. Maltin lofar myndina í hástert.
TNT, 14.04.
Donnie Brasco, ('97)
Allt öðruvísi mafíumynd, byggð á
minningum Alríkislögregluu-
mannsins Joe Pistone (Johnny
Depp), sem býr svo vel um sig í
glæpasamtökunum í New York, sem
skálkurinn Donnie Brasco, að hann
veit tæpast lengur í hvom fótinn hann
á að stíga. Aðalkennari hans og vinur
í Mafíuheiminum, er Lefty (Al
Pacino), klókur smákarl í samtökun-
um. Gripandi afþreying um vináttu
undir ógnvekjandi kringumstæðum
þar sem Pistone reynir að bregðast
hvorki Lefty né húsbændunum, FBI.
Pacino er stórkostlegur. Stöð 2,
16.04.
Dómarinn
- Judge Dredd, ('95)
fStallone er slappur í vondum
framtíðartrylli, sem harðsnúinn
dómari með glæpalýðinn vokandi yfir
sér. Armand Assante því síður líklegur
sem illmenni. Bíórásin, 14.04.
Eilrft sumar
- Endless Summer 2, ('94)
Óvænt skemmtun og forvitnileg,
leikin heimildarmynd um brim-
brettakappa sem komast í hann
krappann í stanslausri leit, víða um
lönd, að rétta brimrótinu. Bíórásin,
25.04
Kelly's Heros, (70)
Grínaktugt léttmeti um skrið-
drekaforingjann Clint Eastwood
og áhöfn hans (Telly Savala, Don
Rickles, Donald Sutherland), sem
gleyma því að þeir eru að berjast í
seinna stnði er þeir fá nasasjón af
nasistagulli. TNT, 24.04.
£
Lögga í ham - The Detective, ('68)
jy Frank Sinatra f ham sem lög-
w regluforingi á Mannhattan, sem
á við margvíslega erfiðleika að etja.
Er að fást við óvenjulega snúið mál
þar sem fórnarlambið er hommi,
kona hans (Lee Remick), vergjörn,
saklaus maður dæmdur, hann missir
starfið. Óvenjulega raunsæ og jarð-
bundin löggumynd, óaðfinnalega
leikstýrt af Gordon Douglas, fínum B-
mynda manni (sem hér var kominn í
betri verk). Með úrvals aukaleikurum,
m.a. Robert Duvall og Al Freman, Jr.
Sýn, 20.04.
Mulholland hæðir
- Mulholland Falls, ('96)
/ Lítill munur er á vinnubrögðum
“ löggugnegisins hans Nick Nolte
og starfsaðferðum glæpamanna í Los
Angeles um miðja öldina. Flott fyrir
augað því meiri áhersla er lögð á
hattana, fötin og bílana en klisju-
kennt efnið. Fyrsta Hollywoodmynd
Nýsjálendingsins Lee Tamahori (Once
Were Warriors), er vonbrigði. Chazz
Palminteri, Melanie Griffith. Bíórásin,
26.04.
Operation Crossbow, ('65)
Jj Myndir með hliðstæðu nafni,
” gjarnan spennumyndir úr
seinna stríði með fjölda alþjóðlegra
keikara, voru vinsælar á sjöunda
áratugnum. Þessi engin undantekn-
ing. George Peppard og Sophia Lor-
en fara fyrir hópi ofurmenna úr
liðsafla Bandamanna sem sendir
eru bak við víglínur óvinarins til að
koma eldflaugasmiðjum nasista í
Peenemunde fyrir kattarnef. Breski
stórleikarahópurinn er með ólíkdum.
TNT, 18.04.
Samsæriskenning
- Conspiracy Theory, ('97)
/ Gengur fyrir geðveikisblikinu í
* fasi stjömunnar Mel Gibson,
sem leikur snarruglaðan bílstjóra
heltekinn ofsóknarbrjálæði. Samsær-
iskenningar hans ná eyrum saksókn-
ara (Julie Roberts), sem hlustar ekki
fyrr en um seinan. Ótrúverðug sga og
ástamál, plöguð af einum ómerkileg-
asta endi kvikmyndanna. Gibson er
slíkur nagli að hann heldur manni við
efnið. Stöð 2, 21.04.
Tvíeykið
- Double Team, ('97)
/ Belgíska buffið Jean-Claude Van
w Damme, ásamt fleirum sömu
tegundar, Dennis Rodman, Mickey
Rourke, Paul Freeman. Þeir halda á
sér hita með barsmíðum. Dæmigerð
buffmynd, hröð en innhaldsrýr. Bíó-
rásin, 26.04.
Tólf Ruddar
- The Dirty Dozen, ('67)
jj Stríðsmyndin um óbótamenn-
® ina sem Lee Marvin þjálfar til
að vinna hetjudáðir að baki víglín-
unnar í seinna stríði, er löngu sígilt
afþreyingarefni. Tylftin telur m.a. John
Cassavetes, Charles Bronson og Telly
Savalas. Auk þess koma við sögu
m.a. Robert Ryan og Emest Borgnine.
Ein af mörgum, góðum "karlrembu-
myndum" frá Robert Aldrich. RUV,
23.04.
Umskiptingar - Face Off, ('97)
Uj Upphafsatriðið eitt er margfalt
* betur gert og ofsafengnara en
tugur meðalspennumynda, Enda snill-
ingur Hong Kong - tryllanna, John
Woo, við stjórnvöl fínnrar sögu um
klókan lögreglumann (John Travolta)
og stórhættulegan glæpamann
(Nicolas Cage). f einni bestu
sögufléttu síðari ára skipta erkióvinim-
ur um hlutverk í hamslausum eltinga-
leik við að koma óberminu á grillið.
Frábær í alla staði. Stöð 2, 24.04.
Uppá líf og dauða
- Mortal Combat, ('95)
/ Tölvuleikurinn frægi dubbaður
* uppí bíómynd með tilheyrandi
slagsmálum og blóðsúthellingum.
Christopher Lambert er kjörinn í að
leika vélmenni. Bíórásin, 23.04
BflRNA-Oq_______
FJÖLSKYLDUMYNDIR
ftmjw—r| Brúðkaup besta vinar
- 4^1 | míns - My Best Fri-
I 1 | ends Wedding, ('97)
I / Vinsæl, rómatísk
w gamanmynd um
Júllu (Julia Roberts), sem telur sig eiga
gamlan kærasta (Dermot Mulroney)
og verður því æf er hann býður henni
óforvarendis í brúðkaup sitt og nýrrar
kæmstu (Cameron Diaz): Diaz tekur
Roberis i nefið, keppikeflið Mulroney
minnir á náungana utaná Macintos-
hdós og er ofurtiði borin af sjarma
hommans, vinar Júlíu, sem Rupert
Everett leikur af innsæi. Fonnerkin eru
röng en myndin engu að síður bærileg
skemmtun. Stöð 2, 24.05.
HDemon Seed, (77)
j Minnisstæð dóna-
w hrollvekja um of-
urtölvu sem vísinda-
maðurinn Fritz Weaver
glæðir full miklum mannlegum eigin-
leikum því maskínan nauðgar konunni
hans (Julie Christie). Afkvæmið mun
boða mannkyni mikla ógæfu. Gerð eftir
reyfara Dean Koontz. TNT, 19.04.
|P7)NS- OQ SÖNQVAMYNDIR
Girl Happy, ('64)
/f Dæmigerð
w Presleymynd, þær
eru flestar einsog
þessi, í B-dúr. Kóngur-
inn leikur æðislegan gæja og syngur
nokkur lög einsog honum er einum
lagið. Annað er mestmegnis blaður
um mafíupíur í sólinni í Fort Lauder-
dale. Fyrir konungssinna. TNT, 23.04.
\VESTRAR
Welcome to Hard
Times, ('67)
jj Vestravítamínin
9 eru til staðar;
leikstjórinn Burt Kenn-
edy, stjömurnar Henry Fonda, Warren
Oates og Janice Rule og tökustjórinn
Harry Stradling, Jr. í mynd byggðri á
sögu E.L. Doctorows um íbúa smá-
bæjar sem verða að snúa bökum
saman þegar óæskilegur náungi
kemur í heimsókn. TNT, 27.04.
Westworld, (73)
Jj Framtíðarvestri um tvo borgar-
* uppa (Richard Benjamin,
James Brolin), sem bregða sér í
Vestragarðinn yfir helgina. Til að
freta niður vélmenni í hlutverkum
byssubófa. Heldur kárnar gamanið
þegar róbótinn (Yul Brynner) fer að
dæla í þá alvöru blýi. Höfundurinn,
Michael Chrichton, leikstýrir og skrifar
handritið og gerir hvorttveggja vel.
Brynner og Bemjamin em fínir og
skemmtunin hressileg. TNT, 20.04.
Sæbjörn Valdimarsson
Meistaraverk
$ Góð
Sæmileg
^ Léleg
47