Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú er þeirra tími kominn, litlu Gunnu og litla Jóns. Klappar- mávur í Hafnarfirði KLAPPARMÁVUR fannst í Hval- eyrarlóninu fyrir stuttu og hefur hann verið þar með sflamávum og öðrum fuglum. Þetta er í ann- að skipti sem þessi tegund sést hér. Hún sást hér fyrst árið 1995. Klapparmávar voru áður taldir deilitegund af silfurmávi, en eru nú sértegund. Þá má greina á gulum fótum, gráu baki og vængjum, sem eru Ijósari en á sflamávi, en dekkri en á silfur- mávi. Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson ini fullkomnu Lavamat 74620 ; Þvottahæfni „A“ | Þeytivinduafköst „B“ Ljósabretti: Sýnir hvar vélin er stödd í þvottakerfinu i Vmdingarhraði: 1400/1000/800/600/400 sn/mín afgangsraki 50% Mjög hljóðlát: Ytra byrði hljóðeinangrað Klukka: Sýnir hvað þvottakerfin teka langan tíma. Hægt að stilla gangsetningu vélar allt að 19tímafram ítímann Öll hugsnaleg þvottakerfi BRÆÐURNIR DJ ORMSSON HF Lágmúla 8 • Sími 5332800 Umboðsmenn um allt land! » 1 Heimsending innifalin í verði. A-dagar Arkitektafélags Islands Góð hönnun borgar sig Ævar Harðarson Arkitektadagar, A- dagar, voru haldn- ir hinn 8. til 10. apríl sl. Þeir voru haldn- ir að tilhlutan Arkitekta- félags Islands með það að markmiði að auka skilning fólks á gildi góðrar hönnunar. Yfír- skrift A-daga var: Góð hönnum borgar sig. Æv- ar Harðarson arkitekt hafði umsjón með Á-dög- um Arkitektafélags Is- lands. -Af hverju er þörf á slíkii kynningu? Við teljum að það sé mjög mikilvægt að auka vandaðan undirbúning í sambandi við allar bygg- ingarframkvæmdir. Það er um 60 milljörðum króna varið í fjárfestingu til byggingar á ári hverju og stærstur hluti þjóðar- eignarinnar liggur í mannvirkj- um. Við höfum einkum horft til þess að með því að huga vel að undirbúningi framkvæmdanna þá megi bæði fá mannvirki sem eru betur hugsuð til þeirra nota sem þau eru ætluð, auk þess sem menn geta sparað sé veru- legar fjárhæðir ef horft er á fjárfestinguna til lengri tíma með því að leggja í vandaðan undirbúning og hönnun. Við höf- um haldbærar tölur um það frá t.d. nágrannalöndum að þar sé varið u.þ.b. 14% af byggingar- kostnaði í það sem kallast undir- búningur og mistakakostnaður. - Hvað er mistakakostnaður? Það er sá kostnaður sem rekja má til mistaka við ákvarðanatöku m.a. eiganda mannvirkisins og hönnunaraðila, rangs efnisvals og hins og þessa. - Eru mistök algeng í þessum efnum? Á Islandi hafa ekki verið gerð- ar rannsóknir á því sviði, en við höfum rannsóknir frá Noregi sem gott er að byggja á. Við höf- um þó dæmi sem margir þekkja, nýleg fjölbýlishús t.d. sem hafa verið komin með allnokkurt við- hald fáum árum eftir að bygg- ingaframkvæmdum lauk. Inni- haldið í því sem við erum að segja er að menn eiga að eyða meiri fjármunum og tíma í hugs- un og undirbúning heldur en í illa ígrundaðar framkvæmdir, með því móti getum við sparað fjár- muni og fengið betri niðurstöðu. Þetta er lykilatriði. - Taka íslenskir arkitektar nægilegan þátt í byggingarfram- kvæmdum nútímans? Við höfum með opinberar byggingar að gera, skóla og þ.h. en allt of lítið íbúðarmarkaðinn hins vegar. Hann hefur raunar verið að breytast á síðustu árum - frá því að menn byggðu sjálfír fyrir sjálfa sig í það að stórir byggingar- aðilar byggja mikið magn íbúða og selja. Frumkvæðið er að miklu leyti komið yfír til verktakamarkað- arins. Við viljum að notkunarmöguleikar ráði meiru við hönnun á íbúðum en mark- aðssjónarmiðin eingöngu. - Hvað fleira kom fram á um- ræddum A-dögum arkitekta? Við gáfum út kynningarefni um arkitektúr og arkitektafélag- ið. Við vorum með kynningarbás ►Ævar Harðarson er fæddur 1957 í Edinborg í Skotlandi. Hann lauk stúdentsprófi frá Kennaraháskólanum 1979 og prófi í arkitektúr 1986 frá arkitektaháskólanum í Ósló. Hann hefur starfað tvö ár í Ósló og eitt ár í Trömso á arki- tektastofum. Síðan vann hann frá 1989 til 1994 á Akranesi á VT-teiknistofunni. Eftir það hefur hann verið sjálfstætt starfandi og rekið arkitekta- stofu í samvinnu við fleiri. Hann hefur starfað að félags- málum fyrir arktitekta, er for- maður markaðsnefndar Arki- tektafélags Islands og situr í stjóm nýstofnaðs Félags sjálf- stætt starfandi arktekta. Hann er kvæntur Gerði Tómasdóttur kennara og eiga þau eitt barn saman, auk þess á Gerður þijú börn sem eru fósturbörn Ævars. og dreifðum þessu efni í Kringl- unni og sýndum að auki þar skyggnur af völdum byggingum. Þá vorum við með umræður sem kölluðust Vangaveltur. Um- ræðuefnið var búseta og íbúðir framtíðarinnar. Nefna má að eitt af þeim erindum sem þarna var haldið birtist í Fasteignablaði Morgunblaðsins hinn 13. apríl sl. Nokkrir valinkunnir menn héldu fyrirlestra um þetta efni, m.a. Jón Karl Helgason, sem talaði um Reykjavík framtíðarinnar í bókmenntum - borgina sem slíka, hvernig hún kemur t.d. fyrir í skáldsögum ungra skálda. Einnig má geta Hilmars Þórs Björnssonar sem spjallaði um nýtt íbúðarform. Undirritaður fjallaði um borgina og íbúðar- byggingar í sögulegu samhengi - hlutverk arkitektsins í fram- tíðinni. Þá ræddi Halldór Gísla- son, arkitekt og kennari í Bret- landi, um ýmsa hugmyndafræði og kenningar í sambandi við íbúðarbyggð og borgarskipulag. Til stendur að taka þessi erindi saman og gefa þau út á heimasíðu arkitekta á Netinu. - Er mikið að ger- ast hjá arkitektum á íslandi í dag? Já, það er að hefjast kennsla í arkitektúr við Háskóla Islands, sem ánægjulegt er til að vita. Þá verður hægt að stunda rannsókn- ir og þekkingaruppbyggingu sem mjög hefur á skort að hægt væri að gera fram til þessa. Kennsla í arki- tektúr er að hefjast við Há- skóla íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.