Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Svörin liggja öll í fortíðinni Morgunblaðið/Halldór MOKKAKAFFI er vettvangur fyrstu einkasýningar Ilmar Maríu Stefánsdóttur. I haust heldur hún utan til framhaldsnáms í hinum virta listaskóla Goldsmiths í Lundúnum. Líkaminn í listinni ERLEIVDAR BÆKUR Spennusaga AFNEITUN „DENIAL“ eftir Keith Ablow. St. Martin’s Pa- perbacks 1998. 358 síður. SAGT er að rithöfundar eigi helst ekki að skrifa um annað en það sem þeir þekkja og þekkja vel. Þetta hljómar mjög ágætlega en um slíkan vísidóm má svo sem deila eins og annað. Það breytir því ekki að fjöl- margir spennusagnahöfundar hafa komið fram á undanförnum árum sem hafa langskólanám að baki, hafa starfað í lengri eða skemmri tíma við það sem þeir hafa sérhæft sig í og hafa notað þekkingu sína, reynslu og kunnáttu síðar meir til þess að skrifa spennusögur. Lögfræðingar og læknar, verkfræðingar og sagnfræð- ingar, sálfræðingar og glæpafræð- ingar hafa snúið sér að spennu- sagnagerð og sumir með góðum ár- angri. Þekktasta dæmið er auðvitað John Grisham eins og margoft hefur verið bent á en hann er aðeins einn af fjölmörgum lögfræðingum sem skrifa mjög viðunandi spennusögur er fjalla um þeirra sérsvið. Sálfræðilegur tryllir Einn af þessum nýju og skóluðu rithöfundum er Keith Ablow. Hann er læknir og sálfræðingur sem sér- hæft hefur sig í glæparannsóknum og það fer ekki framhjá neinum sem les fyrstu spennusögu hans, Afneit- un eða „Denial“, sem gefin var út í vasabroti á síðasta ári hjá St. Mart- in’s Paperbacks. Ablow sparar hvergi þekkingu sína til þess að kafa í sálarlíf persóna sinna og það reynd- ar háir honum nokkuð þegar líða tekur á söguna. Hann er svo upptek- inn af þvi að skrifa um það sem hann þekkir, að sálgreina og stunda freudíska djúpköfun, að fátt annað kemst að. Ef hann rekst á nektar- dansara veit hann fyrir víst af hverju hún berar sig fyrir framan karlmenn með því einu að heyra brot af æsku hennar. Ef hann sér ljósmóður og veit að hún horfði á systur sína brenna inni þarf ekki frekari vitn- anna við; hún er sífellt að bjarga börnum úr brennandi húsum. Of mikið má af öllu gera og Ablow hættir til þess að ofnýta þekkingu sína en að öðru leyti er Afneitun sem fyrsta bók þokkalegur sálfræðilegur tryllir um lækni og sálfræðing að nafni Frank Clevenger, er rannsak- ar morð á ungum konum sem drepn- ar hafa verið á hinn hroðalegasta hátt. Sjálfur er Frank þessi svolítið vafasamur karakter. Hann er forfall- inn kókaínneytandi og stundar m.a. veðreiðarnar til þess að fjármagna dópkaupin. Þjáningar annarra Þessi staða hans kemur nokkuð við sögu auðvitað. „Gat ég komið upp um leyndarmál morðingjans," hugsar hann, „sem eins og alltaf tengjast miklum þjáningum, þegar mitt eigið markmið var að forðast þjáningar í lengstu lög?“ Ástæður þjáninga Franks er að sjálfsögðu að finna í fortíðinni hjá ofbeldisfullum föður. Eins og allir aðrir í sögu Ablows á Frank sér skuggalega for- tíð sem gert hefur hann að því sem hann er í dag. Allir þjást af sektar- kennd eða vondum minningum sem þeir reyna að halda niðri en Frank grefur upp með innsæi sínu og þekkingu. Ablow er ekkert sérlega vandaður höfundur en hann keyrir írásögnina áfram á góðum hraða og kryddar hana með athyglisverðum persónum eins og fegrunarskurðlækni sem á verulega bágt á andlega sviðinu og bersöglislegum kynlífslýsingum, sem skjóta reglulega upp kollinum. Það er varla nokkur persóna í sögunni sem lesandinn getur fundið til sam- kenndai- með en þó á Ablow sín við- kvæmu augnablik. Sagan er ekkert til þess að hrópa húrra fyrir en hún heldur manni þó við lesturinn og það eru ákveðin meðmæli. MANNSLÍKAMINN er marg- slungið fyrirbæri. Svo flókinn og furðulegur er hann að fæst okk- ar, dauðlegra manna, gera til- raun til að botna í honum, skilja forsendur hans og starfsemi. Vissulega leggjast Iæknar, líf- fræðingar og auðvitað erfða- fræðingar yfir líkamann, leitast við að brjóta hann til mergjar. En hverju fá þeir áorkað? Ein- hverju að sjálfsögðu, sumir myndu segja miklu, en hvers eru vísindin í raun og veru megnug? Svo eru þeir til sem nálgast mannslíkamann á öðnim for- sendum, huglægum, listrænum. Ein þeirra er Ilmur María Stef- ánsdóttir myndlistarinaður sem sýnir sex verk - lágmyndir og þrívi'ðar veggmyndir -, unnin út frá líkamanum, á veggjum Mokkakaffis þessa dagana. Umur útskrifaðist úr textfldeild Myndlista- og handíðaskólans fyr- ir fjórum árum og er þetta henn- ar fyrsta einkasýning. Til þessa hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum og er viðfangsefnið einatt það sama - mannslíkam- MIKIL gróska hefur verið í menn- ingarlífinu í Ólafsvík að undanfómu. Er fyrst að telja tónleika þeirra Gunnars Kvaran sellóleikara og Selmu Guðmundsdóttur píanóleikara í Ólafsvíkurkirkju, en þau voru hér á ferð í tengslum við fjölþætt kynning- arátak, sem nefnt er Tónlist fyrir alla. Átak þetta er rekið í samvinnu sveitarfélaganna og menntamála- ráðuneytisins, með styrk úr þjóðar- gjöf Norðmanna á lýðveldisafmæl- inu. Ýmsir tónlistarmenn hafa farið um landið til að kynna grunnskóla- nemum og öðrum ólíkar tegundir tónlistar í heimabyggð, og þannig stuðlað að auknum tónlistarþroska landsmanna. Tónlistarmennirnir héldu tónleika í öllum þremur grunnskólunum í Snæfellsbæ, en flestir fulltrúar tón- listarfólksins sem hér hafa verið á ferð sl. tvo vetur hafa einnig gefið al- menningi kost á að hlýða á flutning inn. Á Mokka getur að líta skurð úr slöngum og striga, hvít blóð- korn úr matarlími og lyfjahylkj- um, heila úr ljósleiðurum, ljós- gjafa, matarlími og plasti, lungnablöðrur, litaðar af reyk- ingum og mengun, úr ljósleiður- um, Ijósgjafa og matarlími, bifhár úr pijónaefni og Ijósleiðurum og nefhár úr gúmmíi og bindivír. Óneitanlega nýstárleg samsetn- ing í sumum tilvikum en þannig er listin - að nema nýjar lendur. Blaðamaður staðnæmist við ljósleiðarana. „Ljósleiðarar eru ekki mikið notaðir í myndlist, þótt einhverjar þreyfingar hafi verið í gangi erlendis. Efnið er þó alþekkt úr skiltagerð, auk þess sem Landssíminn notar það auðvitað mikið,“ segir Ilmur og bætir við að Ijósleiðarinn sé ákaf- lega spennandi efni, möguleik- arnir séu óþijótandi. „Eg mun svo sannarlega halda áfram að gera tilraunir með þetta efni, þennan Iifandi þráð.“ Ótroðnar slóðir En af hveiju mannslíkaminn? sinn með tónleikum í Ólafsvíkur- kirlqu. Kvöldið eftir var sýning í félags- heimilinu á Klifi á Hellisbúanum, sem sýndur hefur verið í Islensku óp- erunni. Snæfellsbæingar og nágrann- ar þeirra notuðu þetta tækifæri vel og sóttu um 430 manns sýninguna. Safna þurfti stólum úr nærliggjandi félagsheimilum til að koma þessum mikla fjölda fyrir. STOFNFUNDUR áhugafólks um sjónlistir verður haldinn í Þingholti, Hótel Holti, þriðjudaginn 20. apríl kl. 20.30. Tilgangur félagsins verður að kynna listamenn og verk þeirra, að hvetja einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir til kaupa á listaverkum, að efla sjónlistir á landsbyggðinni, að „Hann hefur alltaf heillað mig. Svo sameinar hann okkur auðvit- að öll, í þeim skilningi að hann skiptir okkur svo miklu máli, all- ir verða fyrir slysum, veikjast og deyja, það er hægt að kippa lík- amanum frá okkur eins og hendi sé veifað. Þar fyrir utan er svo gaman að skapa út frá mannslík- amanum, fara óhefðbundna leið í „læknavísindunum", ef þannig má að orði komast, leggja út af fyrirbærinu á sinn hátt, taka sér skáldaleyfi.“ En þótt Ilmur glími við lík- amann á forsendum listamanns- ins lætur hún sig læknavísindin varða. „Eg les mikið um gang mála í vísindunum, reyni að fylgjast með. Þá þekki ég tvo lækna sem ég „misnota" óspart. Þeir hafa bara gaman af þessu, telja ekki eftir sér að fræða „amatörinn" enda er þeim kunn- ugj; um áhuga minn og vilja til að vinna úr upplýsingunum. Verk- efnið er hvergi nærri tæmt enn- þá.“ Sýningu Ilmar lýkur 7. maí næstkomandi. Stofnun Sigurðar Nordals Nýr formað- ur stjórnar •MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Ólaf Isleifsson hag- fræðing, framkvæmdastjóra al- þjóðasviðs __ Seðla- banka Islands, formann stjórnar Stofnunar Sigurð- ar Nordals. Aðrir í stjórn eru Þóra Björk Hjartar- dóttir dósent, kos- in af háskólaráði, og Sigurður Pét- ursson lektor, kosinn af heim- spekideild Háskóla Islands. Skip- unartími stjórnarinnar er til 25. mars 2002. I fréttatilkynningu segir að Stofnun Sigurðar Nordals sé menntastofhun sem starfi á vegum Háskóla Islands. Hlutverk hennar skal vera að efla hvarvetna í heim- inum rannsóknir og kynningu á ís- lenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna á því sviði. Forstöðumaður stofnunarinnai- er dr. Úlfar Bragason. Stofnunin hefur aðsetur í Þingholtsstræti 29. efla íslenskan og erlendan lista- verkamarkað, að skipuleggja heim- sóknir á listasöfn, innanlands og ut- an, að stuðla að alþjóðasamstarfi listunnenda, að félagið veiti sjón- listafólki stuðning og hvatningu og að stuðla að útgáfustarfsemi og kynningu á íslenskum sjónlist- um,innanlands sem utan. Arnaldur Indriðason Iþingiskosningar 1999 3g stjórnmálafræðinga boðar til opins fundar í ihúsinu þriðjudaginn 20. apríl kl. 20.00. Um hvað er kosið 8. maí? Er fjórflokkakerfið að ganga sér til húðar? Hver er hin nýja miðja íslenskra stjómmála? ■\ Forystumenn stjórnmálaflokkanna og helstu stjórnmálafræðingar landsins mæta til leiks i Dr. Svanur Krisljánsson, prófessor við Háskóla Islands Flokkakerfið og þróun þess ■ Erum við að verða vitni að fæðingu nýs flokkakerfis með núverandi uppstokkun þess? Dr. Stefanía Óskarsdóttir Hugmyndafræði stjórnmálaflokkanna Hver er fulltrúi hinnar „nýju miðju" á Islandi? Dr. Auður Styrkársdóttir Konur og kosningar Komast konur til valda í vor? Dr. Ólafur Þ. Harðarson, dósent við Háskóla Islands Kosningahegðun Hvað ræður vali kjósenda? Hugmyndafræði, málefni og/eða frambjóðendur? Helstu forystumenn stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu svara spurningunni: Um hvað verður kosið í vor? Fundarstjóri: Dr. Jón Ormur Halldórsson Að loknum framsögum verða opnar umræður Morgunblaðið/Friðrik TÓNLISTARMENNIRNIR Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guð- mundsdóttir píanóleikari í Ólafsvfkurkirkju. Gróska í menningarlífi Snæfellsbæjar Morgunblaðið. ólafsvík. Stofnfundur um sjónlistir _ Ólafur ísleifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.