Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 51 í DAG BRIDS Um.sjón 0ii<1 iniiniliir l'áll Arnarson SEX hjörtu er góður samn- ingur í NS, en aðeins tvö pör af tíu náðu slemmunni þegar spilið kom upp í átt- undu umferð Islandsmóts- ins. Það voru annars vegar Sigfús Orn Amason og Friðjón Þórhallsson í Heit- um samlokum, og hins veg- ar Samvinnuferðaparið Helgi Jóhannsson og Guð- mundur Sv. Hermannsson. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ KD V D985 ♦ Á3 ♦ ÁK1054 Vcstur Austur * 10864 4* 975 V 74 VÁ6 ♦ DG7 ♦ K109864 *DG73 + 82 Suður AÁG32 V KG1032 ♦ 52 + 96 Helgi og Guðmundur sögðu þannig, gegn þeim Hrannari Erlingssyni og Júlíusi Sigurjónssyni: Vestur Norður Austur Suður HraunarHdgi Júliús Guðm. - Pass Pass 1 lauf* 2 tíglar 2 hjörtu 4 tíglar 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 61ýörtu Allirpass Guðmundur passar í byrj- un, en svo opnar Helgi á sterku laufi. Hrannar og Júlíus hindra síðan hraust- lega í tíglinum, en Helgi tekur af skarið og veður í slemmu. Útspil Júlíusar var tíguldrottning og Guðmundi var ekki alveg rótt þegar hann drap á ásinn, spilaði þrisvar spaða og henti tígli úr blindum. En þegar aust- ur fylgdi þrisvar lit í spað- anum var slemman nokkurn veginn í húsi. Guðmundur trompaði næst spaða hátt í borði, austur henti tígli, og spilaði svo hjarta á kónginn, sem hélt. Nú trompaði hann tígul og spilaði hjarta: 1430 í NS. „Það var ekki fyrr en ég var að labba út úr salnum, sem það rann upp fyrir mér að þetta var ónákvæmt spil- að,“ sagði Guðmundur, þeg- ar spilið var rifjað upp síðar í góðu tómi. Hvernig gat Guðmundur bætt spila- mennskuna? Jú, segjum sem svo að austur eigi ásinn þriðja í hjarta og eitt lauf, en ekki 2-2 eins og var í reynd. Þá getur hann drepið á hjartaás, spilað iaufein- spilinu og læst blindan inni, og tryggt sér þannig slag á tromphundinn sinn. Sagnhafi getur séð við þessari legu með því að taka fyrst á laufhámann, áður en síðasta trompinu er spilað úr borði. Dæmigerð bók- arþraut. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Arnað heilla GULLBRÚÐKAUP. f dag, sunnudaginn 18. apríl, eiga 50 ára hjúskaparafmæli Björg Randversdóttir og Þorlákur Þórðarson, Stóragerði 20, Reykjavfk. O ÁRA afmæli. Á O O morgun, mánudag- inn 19. apríl, er áttatíu og fimm ára Elísabet Jónsdótt- ir, Ölduslóð 17, Hafnar- firði. Hún verður ásamt börnum að heiman á afmæl- isdaginn. ^ í\ ÁRA afmæli. í dag, • v/ sunnudaginn 18. apr- D, verður sjötug Ásgerður Sigríður Sigurðardóttir, Hrísrima 4, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Júlí- us Óskar Halldórsson eru á Benidorm á afmælisdaginn. A ÁRA afmæli. Mánu- tl v/ daginn 19. apríl verð- ur fimmtugur Þórður Andrésson, stöðvarsljóri orkuvers Hitaveigu Suður- nesja, Svartsengi, Holts- götu 23, Njarðvík. Hann og eiginkona hans, Nína H. Magnúsdóttir, verða á Kanaríeyjum. Norðurmynd - Ásgrímur. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júní sl. í Akureyr- arkirkju af sr. Birgi Snæ- björnssyni Fanney Óskars- dóttir og Högni Friðriks- son. Heimili þeirra er að Víðilundi 8c, Akureyri. HÖGNI HREKKVÍSI STJ ÖRjVUSPA ellir Erunccs llrake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert maður athafna og ævin- týra og veist ekkert verra en að hafa ekkert fyrir stafni. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú sækir mikinn fróðleik í nýja vinnufélaga. Reyndu að notfæra þér hann til að auðvelda starf þitt. Naut (20. apríl - 20. mafl Þér hættir til að leggja of mikið upp úr yfirborði hlut- anna. Mundu að það er kjarninn sem máli skiptir. Finndu hann. Tvíburar (21. maí - 20. júm) Það er allt í lagi að treysta á innsæi sitt og láta eðlisávís- un ráða. Sinntu gömlum vinum þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlf) Hefnigirni er löstur sem þú þarft að losa þig við. Brjóttu odd af oflæti þínu og viður- kenndu staðreyndir mála. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér finnast aðrir horfa um of yfir öxlina á þér. Taktu ekki álit þeirra nærri þér. Þú ert á réttri leið. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þrátt fyrir góðan árangur ertu ekki fullkomlega sáttur við sjálfan þig. Slakaðu á og leyfðu sjálfum þér að blómstra. rfv (23. sept. - 22. október) A Þér hættir til of mikillar þröngsýni og nú er nauð- synlegt að þú náir heildar- sýn svo að viðamikið verk- efni fari ekki út um þúfur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Reyndu að sjá fyrir næsta skref í starfi þínu því svo kann að fara að þú þurfir að taka það fyrr en þú ætlar. Hlustaðu á góð ráð. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. desember) (faCr Það getur verið yndislegt að fá útrás í gegnum tónlistina. Vertu óhræddur við að fylgja eigin tUfinningum. Steingeit (22. des. -19. janúar) +■? Það er ekki bæði hægt að ráðast á kerfið og berjast síðan á hæl og hnakka til þess að ná sem mestu út úr því. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Cfin! Notfærðu þér hagstæðan byr og vertu óhræddur við að stíga ný skref sem leiða þig á framtíðarbraut. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Varastu að undirrita nokk- uð án þess að kynna þér gaumgæfilega efni þess og afleiðingar. Vandi í starfi leysist af sjálfu sér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spúr af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 10 rósir át. 990 . — Enskt postulín — Italskur kristall — Itölsk og portúgölsk húsgögn — Vondaðar, grískar íkonamyndir Opið til kl. 10 öll kvöld * UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík Símar: 515 1735, 515 1736 Bréfasími: 515 1739 Farsími: 898 1720 Netfang: utankjorstada@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá Sýslumanninum í Reykiavík, í Hafnarbúðum við Tryggvagötu, alla daga frákl. 10-12, 14-18 og 20-22. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Fákafeni 11, sími 568 9120. ÞRÍR VINIR Ævintýri litlu selkópanna eftir Karvel Ögmundsson Þessi fallega og fróðlega bók er nú fáanleg í stærri bókabúðum í Reykjavík. Sérmerktu handklæðin loksins komin aftur Okkar vinsælu sérmerktu handklæði. Fáanleg í ýmsum litum í st. 70x140 sm. Ámáluð merkingin er áberandi og falleg. Tilvalið í skólann og íþróttimar. Aðeins kr. 1.490 með nafni / Jl Sendingarkostnaöur bætist viö vöruverð. PÖNTUNARSÍMI virka daga kl 16-19 557 1960 Sumar ‘99 Sérstök tilboð næstu daga í tilefni sumars /ssa tískuhús Hverfísgötu 52, sími 562 5110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.