Morgunblaðið - 18.04.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.04.1999, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Guntis Ulmanis, forseti Lettlands, kemur í heimsókn til Islands í dag „Þjáningar hafa mótað sögulega sjálfsvitund Letta“ Guntis Ulmanis, forseti Lýðveldisins Lett- lands, kemur í fjögurra daga opinbera heimsókn til íslands í dag og endurgeldur ----------------------------------------- þar með heimsókn forseta Islands til Lett- lands sl. sumar. Janis Udris, ritstjóri er- lendra frétta við lettneska dagblaðið Latvi- jas Vestnesis, skrifar hér um Ulmanis. Morgunblaðið/Ásdía Ásgeirsdóttir GUNTIS Ulmanis, forseti Lettlands, og Olafur Ragnar Grímsson, for- seti Islands, er þeir lögðu krans að „frelsisstyttu" Letta í miðborg Riga í opinberri heimsókn Ólafs til Lettlands sl. sumar. GUNTIS Ulmanis tilheyrir fjölskyldu sem hefur komið mikið við sögu lettneskrar stjórnmálasögu. Afabróðir hans, Karlis Ulmanis, var síðasti forseti Lettlands fyrir heimsstyrjöldina síðari. Eftir að landið hafði verið hernumið af sovézka hemum í júní 1940 var Karlis Ulmanis handtek- inn og fluttur til Rússlands, en slíkt varð hlutskipti þúsunda sak- lausra, friðelskandi Letta. Hann dó píslarvættisdauða í sovésku fangelsi árið 1942. Guntis Ulmanis og fjölskylda hans hefur þurft að þola marga raun vegna þess hlutverks sem fyrri ættliðir gegndu. Hann er fæddur 13. september 1939 í höf- uðborginni Riga, en tvisvar á æv- inni var hann fluttur þaðan í út- legð. Fyrst í bernsku - jafnvel sem eins og hálfs árs gamalt barn var hann talinn hættulegur í aug- um sovézka hernámsveldisins vegna ættamafnsins „Ulmanis“. Af þessum völdum kaus Guntis Ulmanis síðar að nota nafn stjúp- föður síns í staðinn, í því skyni að forðast að vera knúinn í útlegð í þriðja sinn. „Eg minnist enn útlegðarlífsins í Síberíu með ótrúlega stórum trjám - ég hafði á tilfinningunni að þau myndu falla á mig og kremja mig,“ segir Ulmanis. Eftir að hafa lokið hagfræði- námi frá háskólanum í Riga starf- aði Guntis Ulmanis um árabil í sveitarstjómarmálum - fyrir borg- arstjórn Riga - einkum á sviði samgöngu- og skipulagsmála. Á starfsferlinum þurfti hann oft að líða fyrir að bera hið víðkunna fjölskyldunafn. Auk starfa sinna í borgarstjórn Riga stundaði Guntis Ulmanis áð- ur kennslu í hagfræði við Tækni- háskólann og Háskólann í Riga. Pórnarlömb sovézkrar kúgunar Ekki er úr vegi að rifja hér upp nokkra þætti lettneskrar sam- tímasögu. Lettland - eins og hin Eystrasaltslöndin tvö, Eistland og Litháen - var eitt fómarlamba al- ræðishyggjunnar í sovézkri birt- ingarmynd sinni, sem skilið hefur eftir sig djúp sár á stórum hluta aldarinnar. Lettland þurfti að þola örlög sem smáríki hafa oft sætt, sem leiksoppar stórvelda og hags- muna þeirra. Er þjóðfrelsishreyfingin vaknaði af dvala með „söngbyltingunni" á síðari hluta níunda áratugarins tók Guntis Ulmanis virkan þátt í henni. Eitt fyrsta verkefni hans í nafni þjóðfrelsisvakningarinnar var að stýra leitinni að gröf Karlis Ulmanis, forsetans fyrrverandi. Er stjórnmálaflokkar frjáls Lettlands hófu störf á ný varð Ulmanis félag í lettneska Bænda- flokknum, sem hinn nafntogaði afabróðir hans hafði stofnað. Nú er Guntis Ulmanis heiðursformað- ur flokksins. Hinn 21. janúar 1991 endur- heimti Lettland sjálfstæði sitt, og ísland var fyrsta landið sem end- umýjaði formlega viðurkenningu sína á sjálfstæði þess. Önnur, stærri ríki hikuðu aftur á móti og vildu bíða þess hvemig stjómvöld í Moskvu brygðust við. Árið 1992 var Guntis Ulmanis skipaður í stjóm Lettlandsbanka. í þingkosningunum 1993 var hann kjörinn á lettneska þjóðþingð, Sa- eima, fyrir Bændaflokkinn. Hinn 7. júlí 1993 kaus þingið Ulmanis forseta lýðveldisins. I júní 1996 var hann endurkjörinn. Á þessum tveimur kjörtímabil- um sínum í forsetaembættinu hef- ur Guntis Ulmanis áorkað miklu. Hann hefur beitt sér sérstaklega á utanrfldsmálasviðmu, og hefur náð miklum árangri í að tryggja Lettlandi þátttöku í hinum ýmsu alþjóðastofnunum, svo sem Evr- ópuráðinu og Heimsviðskipta- stofnuninni (WTO). Hornsteinar lettneskrar utanríkisstefnu til lengri tíma litið er að fá aðild að Evrópusambandinu (ESB) og Atl- antshafsbandalagnu (NATO). Ulmanis hefur sýnt mikla stefnu- festu við að fylgja þessum mar- miðum eftir. Samskiptin við Rússa lykilatriði Tímamótaviðburður forsetatíðar Ulmanis var undirritun tvíhliða rammasamnings Lettlands og Rússlands, en samkvæmt honum yfirgáfu rússneskar hersveitir lett- neskt yftrráðasvæði hinn 31. ágúst 1994 - 54 árum eftir að hernámið hófst. Með tilliti til þessa segja Lettar oft, að heimsstyrjöldin síð- ari hafi ekki lokið í Lettlandi fyrr en á þessum degi. Annar mjög mikilvægur við- burður í forsetatíð Guntis Ulmanis var þegar þingið samþykkti breyt- ingar á löggjöf um ríkisborgara- rétt, að undangengnum hörðum deilum. Hálfrar aldar sovézkt her- nám skildi eftir sig erfiðan bagga að bera - um 600.000 rússnesku- mælandi ríkisfangslaust fólk. Auk þeirra dvelja yfir 22.000 fyrrver- andi hermenn Sovéthersins á eft- irlaunum; í Lettlandi, og tryggði rammasamningur Lettlands og Rússlands þeim rétt til þess áfram. Nú eru ákvæði hinnar endur- skoðuðu íákisborgararéttarlög- gjafar á þann veg, að hver sem er, sem er allur af vilja gerður, getur samlagast lettnesku samfélagi og öðlast lettneskan rfldsborgararétt. Ulmanis er kvæntur Aine Ulmane, fæddri Shtelce. Þau eiga tvö uppkomin böm. Síðustu dagana fyrir opinbera heimsókn Ulmanis til Islands fór fram áberandi umræða í lettnesk- um fjölmiðlum um þjáningar Letta á hemámsámm Sovét- manna og Þjóðverja. „Hver sá, sem gengið hefur í gegn um allt þetta, getur aldrei gleymt þeirri reynslu. Hún má aldrei aftur end- urtaka sig, við verðum að leggja allt í sölurnar til að hindra það,“ segir forsetinn. „Umfram allt verðum við að gera okkur grein fyrir því, að þessi langa kúgunar- tíð hefur mótað eitt aðalsmerki lettnesks þjóðemis - hina sögu- legu sjálfsvitund." Málaferli gegn dönsku stjórninni vegna nauðungarflutninga 105 Grænlendinga frá Thule árið 1953 Grænlenska heimastjórn- in herðir kröfur sínar Kaupmannahöfn. Morgunblaöiö. DÓMUR í fyrsta máli grænlenskra borgara gegn dönsku stjóminni verður kveðinn upp síðar í mánuð- inum. Málið snýst um meinta nauð- ungai-flutninga 105 Grænlendinga 1953, vegna framkvæmda Banda- ríkjamanna í Thule. Einn þáttur þessa máls var að danska stjórnin og heimastjórnin sömdu um nýjan flugvöll og borguðu Danir um helming kostnaðarins. Nú hefur Jonathan Motzfeldt formaður grænlensku landstjórnarinnar hins vegar krafist þess að Danir greiði allan kostnaðinn. Grænlendingar hafa einnig farið fram á að Danir biðjist afsökunar á nauðungar- flutningunum 1953, en Poul Nyrap Rasmussen forsætisráðherra vildi ekki teygja sig lengra en að segja að hann harmaði þá. Tvískinningur Dana olli reiði Grænlendinga Thule-málið og flugvallarfram- kvæmdirnar eiga upptök sín í hemaðarframkvæmdum Banda- ríkjamanna á 6. áratugnum og stefnu Dana, sem seinni tíma rann- sóknir hafa sýnt að fól í sér tví- skinnung. Stefna Dana var að kjamorkuvopn ættu ekki að vera á dönsku landi eða í flugvélum, sem flygju yfir danskt land. í vamar- samningi Dana og Bandaríkja- manna frá 1951 era kjamorkuvopn ekki nefnd, en hann má túlka sem samþykki Dana fyrir slíkum vopn- um á Grænlandi. Þegar Bandaríkjamenn vildu fá úr því skorið 1957 hvort þeir mættu hafa kjamorkuvopn á Grænlandi eða ekki, vísaði H.C. Hansen forsætisráðherra til samn- ingsins frá 1951 og gerði Banda- ríkjamönnum ljóst að stjómin óskaði ekki eftir að vera innt eftir frekara samþykki. Þá gat danska stjómin bæði haldið stefnu sinni og góðu sambandi við Bandaríkja- stjóm. Þessi tvískinnungur, sem smám saman hefur komið í ljós, hefur vakið mikla reiði Grænlend- inga. Þegar B52-sprengjuflugvél með kjamorkuvopn hrapaði 1968 á Grænlandi var danska stefnan enn undirstrikuð, en skömmu síðar gerði danska stjómin samning við Bandaríkjastjórn um bann við kjarnorkuvopnum á Grænlandi. Eftir því sem best er vitað hafa þau ekki verið þar síðan. Thule-byggðin flutt vegna bandarískra umsvifa Hluti af umsvifum Bandaríkja- manna var bygging flugvallar við Thule 1953. Þar vom 105 græn- lenskir veiðimenn og fjölskyldur þeirra fyrir og vom flutt nauðug til nýrra byggða 150 kílómetmm norðar í mai það ár. Áttatíu þessara manna og afkomenda þeirra hafa nú höfðað mál á hendur dönsku stjóminni og krefjast 156 milljóna danskra króna, tæplega tveggja milljarða íslenskra króna, í skaða- bætur. Um er að ræða 136 milljónir fyrir tap á veiði í 45 ár og tuttugu milljónir fyrir sjálfa flutningana. Ríkislögmaðurinn danski hafnar kröfunum á þeim forsendum að ekki sé hægt að tala um eignamám samfara flutningunum í maí 1953, því danska stjómarskráin og um leið ákvæði hennar um eignarrétt hafi ekld tekið gildi fyrr en með nýrri stjómarskrá 5. júní það ár, sem einnig náði til Grænlendinga. Lögmenn Grænlendinganna vísa hins vegar til þess að danska stjómin hafi hvað eftir annað full- yrt á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna að öll dönsk borgararéttindi giltu einnig um Grænlendinga. Fyrir dómnum hafa ýmis atriði komið upp. Til dæmis þurfti að endurtaka vitnaleiðslur nýlega, þar sem vafi lék á að rétt hefði verið túlkað eftir grænlensku vitni, sem vitnaði á móðurmáli sínu. Einnig hefur leikið vafi á hvort hægt væri að höfða málið, þar sem sumir málshefjenda era látnir. Hertar kröfur landstjómarinnar Nú þegar athyglin beinist að Grænlandi hefur Motzfeldt land- stjómarformaður notað tækifærið og hert flugvallarkröfumar á hend- ur dönsku stjóminni. Danska stjómin kom 1997 til móts við kröf- ur Grænlendinga um nýjan flugvöll sem bætur fyrir tvískinnung Dana í kjamorkumálunum. Þar með átti að binda enda á frekari kröfur Grænlendinga vegna málsins. Með samkomulaginu skuldbatt danska stjómin sig til að byggja flugbraut í Qaanaaq, um 100 kíló- metra norðan Thule-stöðvarinnar. Danir leggja þó ekki fram auka- fjárveitingu til framkvæmdarinnar, heldur kom féð frá framkvæmdum við flugvöllinn í Dundas, sem hætt var við vegna andstöðu Banda- ríkjamanna við farþegaflug þama. Danir ætluðu að leggja 47 milljónir danskra króna til brautarinnar, en Grænlendingar sjálfir að greiða 30 milljónir. Rekstur brautarinnar er ódýrari en í Dundas, svo þar spar- ar landstjórnin. Nú hefur Motzfeldt krafist þess að Danir greiði allan kostnaðinn af flugbrautinni. Það var Lars Emil Johansen þáverandi landstjórnar- formaður, sem gerði samkomulagið á sínum tíma, en hann styður ekki sjónarmið Motzfeldts nú. Andstaða Bandaríkjamanna við almennar samgöngur á þessu slóðum hefur að mati landstjómarinnar heft mjög þróun þessa svæðis og tor- veldað móttöku ferðamanna þar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.