Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 16

Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 16
* Viðskiptablað Morgunblaðsins Fimmtudagur 6. maí 1999 Aðal- fundur VSÍ • Aðalfundur Vinnu- veitendasambandsins verður haldinn 12. maí nk. á Hótel Loftleiðum. Sérstakur gestur fund- arins verður Dirk Hu- dig framkvæmdastjóri UNICE - samtaka evrópskra iðn- og at- vinnurekenda. ut.is • Samtök iðnaðarins og Samtök íslenskra hugbúnaðarframleið enda hafa opnað vef- síðu þar sem nálgast má upplýsingar um upplýsingatækniiðnað á Islandi. Bifrastar- vefur % • Félag útskriftar- nema á Bifröst hefur opnað vef með upplýs- ingum um brautskráða rekstrarfræðinga 1999, sem eru nú alls 40 talsins. Slóðin er www.vesturland.is /1999. Farbanki sparisjóðanna • Sparisjóðimir hafa opnað Farbanka sparisjóð- anna þar sem ýmsar fjármálaupplýsingar eru að- gengilegar fyrir lófatölvur á heimasíðu sparisjóð- anna, www.spar.is. Þær fjármálaupplýsingar sem nú eru aðgengi- legar í Farbanka sparisjóðanna fyrir lófatölvur eru: Gengi gjaldmiðla, leiðbeinandi innláns- og útlánsvextir, viðskipti á Verðbréfaþingi, kaup- og sölutilboð á VÞI og yfírlit hlutabréfaviðskipta. Aðalfundur Islensk sænska verslunar- ráðsins • Aðalfundur íslensk-sænska verslunarráðsins verður haldinn í Stokk- hólmi 18. maí nk. kl. 15-17 í húsakynnum Alþjóða verslunarráðsins í Sví- þjóð. Þetta er í annað sinn sem ISV heldur aðalfund sinn, en félagið var stofnað i Reykjavík vorið 1997. Auk almennra aðalfundarstarfa verður kynning á hvernig samskipti og viðskipti eru farin að færast í auknum mæli yfir á Netið. Framsögumenn verða Skúh Mogensen framkvæmdastjóri OZ.COM, Harry HSkansson framkvæmdastjóri hjá Ericsson og Viveka Blom markaðsstjóri E-TRADE NORDIC. Tell Hermanson, aðalritari Alþjóða verslunarráðsins í Svíþjóð, mun stjóma fundinum. Að fundinum loknum mun sendiherra íslands í Sví- þjóð, Hörður H. Bjamason, bjóða fundargestum til móttöku í sendiherra- bústaðnum. Að morgni hins 19. maí verður farið í heimsókn í aðalstöðvar Ericsson þar sem OZ.COM og Ericsson kynna samstarfsverkefni sitt á sviði netvið- skipta. AUtaf sama góðærid? Navision Financials Navision Financials er viðskiptaforrit sem hefur meiri möguleika til að stækka með þér en flest önnur viðskiþta- forrit. Kynntu þér málið hjá fyrirtækinu sem kynnti Navision Financials fyrst á íslandi. ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 550 9000, www.strengur.is FÓLK/Guöný Hansdóttir Toppurinn á tilverunni Morgunblaðið/Ásdís GUÐNÝ Hansdóttir, nýráðin yfírflug- freyja hjá Flugleið- um, er yngsta konan sem gegnir þehTÍ stöðu frá upp- hafi, aðeins 32 ára. Guðný hefur nám markaðs- og rekstrarhag- fræði að baki og er einnig sérhæfð í starfsmanna- stjómun. Meðfram náminu vann hún hjá Flugleiðum við ýmis störf, en hóf síðan störf sem flugfreyja hjá fé- laginu fyrir sex áram. En af hverju skyldi hún hafa gerst flugfreyja að loknu þessu námi, í stað þess að setjast inn á skrif- stofu hjá einhverju fyrir- tækjanna í borginni? „Eg hafði sótt um sem flugfreyja áður, og eins og alhr vita er erfitt að komast að. Mig langaði að prófa flugfreyjuna fyrst ég komst að, svo ég þyrfti ekki að sjá eftir því seinna að hafa ekki prófað. Svo reyndist þetta svo skemmtilegt starf að mig hefur ekki langað að hætta, og er mjög ánægð í starfinu." Þannig að flugfreyjustarfíð er jafnt skemmtilegt og talað er um? „Já, en auðvitað em álagstímar í því. Þetta getur verið erfið vinna en það er svo margt skemmtilegt sem vegur upp á móti. Maður er alltaf að hitta nýtt og nýtt fólk, bæði far- þega og áhafnir, sem em mismun- andi í hverju flugi. Vinnutíminn er einnig mjög þægilegur auk þess sem það er gaman að geta farið reglulega til út- landa og fá að sjá vorið á nýjum og nýjum stöðum.“ Guðný segir að ýmislegt geti gerst í háloftunum, og flugfreyjur lendi í mörgum skemmtilegum upp- ákomum í vinnunni. Hún segir að farþegar um borð missi stundum stjóm á sér. „Það er eins og fólki finnist það ekki vera statt í siðmenningunni og átti sig allt í einu á að þama um borð er engin löggæsla. Til dæmis er ofbeldi um borð að færast í auk- ana en talið er að það sé vegna þess hve loftið er þunnt í vélinni og það stigi fólki til höfuðs. Það er ekki langt síðan flugfreyjur lentu í því að þurfa að binda mann niður vegna óláta.“ Guðný segir að það sé þó ekki al- gengt, yfirleitt sé hægt að tala fólk til og róa það. „Maður verður mikill mann- þekkjari af því að starfa sem flug- freyja. Þegar maður stendur fremst í vélinni og býður fólk velkomið fær maður strax mynd af því hvemig flugið á eftir að verða. Ef maður ►Guðný Hansdóttir er fædd árið 1967 í Reykjavík. Hún er með BS- próf í markaðsfræði frá Florida Institute of Technology og MBA í starfsmannastjómun og rekstrar- hagfræði frá sama skóla. Eigin- maður Guðnýjar er Kristján Grét- arsson, framleiðslustjóri hjá Stöð 2, fæddur 1966 í Reykjavík. Þau eiga einn son, Hans Grétar Krist- jánsson, fæddan 1990. fær á tilfinninguna að það verði óró- leiki um borð byrjar maður á að breiða út svona rólega stemmningu í vélinni," segir Guðný og brosir. Þannig að þið eruð í og með að gera úttekt á farþegunum þegar þið takið á móti þeim? „Já, og allar flugfreyjumar em orðnar mjög góðir mannþekkjarar. Við erum líka orðnar mjög flihkar í að segja góðan daginn við Islending- ana og „Good Moming" við erlenda farþega,“ segir Guðný og hlær. Munt þú fíjúga jafn oft og áður, nú eftir að þú ert orðin yfírflug- freyja? „Eg flýg náttúrulega miklu minna. Þetta felst í skrifstofuvinnu og snýst m.a. um að efla liðsheild og gera starfsfólk og farþega ánægða. Einnig fylgist ég með öryggismál- um og þjónustunni um borð. Flug- freyjur hjá Flugleiðum era um 500 talsins, þannig að þetta er viðamik- ið starf.“ Hefurðu tíma fyrir eitthvað ann- að en starfíð? „Ef ég hef hann ekki bý ég hann bara til. Þá vakna ég aðeins fyrr og sofna aðeins seinna. Áhugamál mín snúast aðallega um samvistir við fj'ölskylduna og við föram oft saman á skiði og t.d. för- um við alltaf einu sinni á ári í skíða- ferð til útlanda. Það er toppurinn á tilveranni." Gagnabanki Islenskra fyrirtækja á geisladiski ÞESSA dagana er verið að afla upplýsinga fyrir gagnabanka við- skiptaskrárinnar Islensk fyrirtæki sem hefur verið gefin út til fjölda ára í bókarformi og síðastliðin ár í tveimur bindum, annars vegar fyr- irtækjaskrá og hins vegar vöru- og þjónustuskrá. Næstu útgáfu mun að auki fylgja viðamikil netfanga- skrá. Síðan í ágúst sl. hefur gagna- bankinn einnig verið aðgengilegur á Netinu, nánar tiltekið á slóðinni www.islenskf.is. Þar má nálgast ít- arlegar upplýsingar um fjölda fyr- irtækja og hægt er að framkvæma leit eftir mjög takmörkuðum upp- lýsingum, til dæmis símanúmeri eða hluta af kennitölu. Upplýsing- ar gagnabankans eru uppfærðar vikulega og aðgangur er öllum op- inn. Hins vegar greiða fyrirtækin fyrir skráningar sínar í gagna- bankann. A næstu vikum stendur til að mæta þörfum þeirra sem ekki hafa Netaðgang með því að gefa gagna- banka viðskiptaskrárinnar út á geisladiski. Á disknum fylgir sér- stakt forrit sem gefur kost á ýmiss konar leit og útprentun gagna. ♦ ♦♦ Reykjavíkurborg og Sjóvá-Almennar Samið um vátryggingar REYKJAVÍKURBORG og Sjóvá- Almennar tryggingar hf. undirrit- uðu samning um vátryggingar í gær en samningurinn er gerður í kjölfar útboðs er fram fór í mars sl. í fréttatilkynningu kemur fram að um langtímasamning sé að ræða og tekur hann til allra vátrygginga fyrirtækja og stofnana Reykjavík- urborgar. Á samningstímanum verða vátryggingar skoðaðar reglu- lega og aðlagaðar að þörfum á hverjum tíma. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri og Ólafur B. Thors framkvæmdastjóri Sjóvár-Al- mennra trygginga undirrituðu samninginn. INNHERJI SKRIFAR... ÞORBJÖRN HÆKKAR OG HÆKKAR •Sérfræöingum á veröbréfamarkaðin- um hefur orðið nokkuð starsýnt á hækkun á gengi hlutabréfa í Þorbirni hf. í Morgunpunktum Kaupþings á þriðjudag sl. er til að mynda vakin at- hygli á því að hlutabréfagengi Þor- bjarnar hefði hækkað um 4,9% daginn áður í 6,4 og að bréf félagsins hafi hækkað um 28% frá áramótum. Gengi f hlutafjárútboði félagsins í árlok 1997 var 7,57 en í lok síöasta árs og í kringum áramótin stóð það í 5 og sáralítil hreyfing á bréfunum. Hins vegar tóku þau nokkurn kipp í mars en aðallega þó seinnihluta april og fyrstu daga yfirstandandi mánaðar, og eru einatt umtalsverð viðskipti á bak við þessar hækkanir, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Engin skýring hefur komiö fram á því hvað kunni að vera á seyöi í fyrirtæk- inu, og því velta menn talsvert vöngum yfir því hvað valdi. Almennt talað hefur gengi hlutabréfa í sjávarútvegslyrirtækj- um, og þá einkanlega hinum smærri, Gengi hlutabréfa í Þorbirninum hf. Velta Gengi millj. kr. 6,5 J25 6,0 1 J 20 |- Gengi -Í/ 55 u 15 5,0 ** 10 * c Velta—^ 4,5 5 4,0 , r , . 0 nóv. 98 des. 98 jan. 99 feb. 99 mar. 99 apr. 99 ekki veriö á neinni sérstakri siglingu um skeið, og hækkunin á bréfum í Þor- bimi því greinilegt frávik frá'hinu við- tekna. Allt hefur þetta oröið til þess að orörómur hefur kviknað um að einhver frekari sameiningaráform séu uppi f fyr- irtækinu. Beinast sjónir manna þá einkanlega að því hvort einhverjar við- ræður séu hafnar á ný við annað sjáv- arútvegsfyrirtæki í Grindavík, Fiskanes hf., en forsvarsmenn Þorbjamar og Fiskaness áttu f viðræðum fyrir nokkrum misserum en sameining gekk þá ekki eftir. En það er rétt að ítreka að allt eru þetta hreinar vangaveltur. FBA SÆKIR UM LÓÐ •Innan borgarkerfisins er til skoðunar lóðarumsókn frá Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Lóðin er á óskipulögðu svæði við Bústaöaveg í grennd við Veðurstofu íslands. Máliö er á frum- stigi og getur liðið talsverður tími þar til ákvörðun veröur tekin um hvort FBA fær grænt Ijós á umsóknina. f dag er Fjárfestingarbanki atvinnu- lífsins til húsa að Ármúla 13a á sama stað og Kaupþing hf. en Kaupþing hef- ur nýverið fest kaup á húsnæði Bifreiða og landbúnaðarvéla að Ármúla 13. Auk þess sem fyrirtækið veröur áfram með starfsemi að Ármúla 13a. FBA hefur til umráða tvær hæðir að Ármúla 13a. Þar sem gríðarleg aukn- ing hefur orðið í starfsemi beggja fýrir- tækjanna virðist Ijóst að annaö þeirra verður aö finna langtímalausn í hús- næðismálum sínum annars staðar. y

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.