Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 4
4 D ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ¦ ¦ ¦ - ¦ ¦. ¦¦. ¦ : .' , ¦ . ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ , ¦ ¦ ¦:-.¦¦¦¦ ¦ . ¦ ¦¦ ¦ .¦: ¦. ¦ , ¦ ALÞINGSSKOSNINGAR Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞEGAR Sverrir Hermannsson, formadur Frjálslynda flokksins, fór að kjósa mætti hann Geir H. Haarde, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, sem var að koma frá því að kjósa. Þeir heilsuðust vingjarnlega þótt þeir eigi ekki iengur samleið í pólitík. Morgunblaðið/RAX LOGREGLAN aðstoðaði kjósendur sem komu á kjörstað jafnframt þvf sem hún fylgdist með að allt færi fram í samræmi við lög og reglur. Guðjón A. Kristjánsson Urslitin komu ekki á óvart GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, sem skipaði fyrsta sæti á lista Frjálslynda flokksins á Vest- fjörðum, er í hópi nýkjörinna þing- manna á Alþingi og er að nýaf- stóðnum kosningum fjórði þingmað- ur Vestfjarða. Þakklæti til stuðningsmanna og samverkafólks síns er Guðjóni efst í huga að fengnum úrslitum, sem komu honum ekki á óvart að hans sögn. „Við frambjóðendurnir gerðum þetta ekki einir, það var fjöldi fólks sem vann með okkur og studdi okk- ur og við þökkum því alveg sérstak- lega fyrir vel unnin störf og skemmtilega samvinnu. Þetta var mjög skemmtileg og málefnaleg kosningabarátta," segir Guðjón. „Við héldum okkur við okkar mál- efni og gerðum fólki grein fyrir því hversu alvarlegum augum við litum á það ef menn ættu að sitja í óbreyttu ástandi á Vestfjörðum," segir hann. Um fylgið við Frjálslynda flokk- inn á Vestfjörðum segir Guðjón að það hafi verið í samræmi við vænt- ingar og að hans sögn áttu Frjáls- lyndir aldrei átt von á minna en 15% fylgi, en samkvæmt lokatölum fékk Frjálslyndi flokkurinn 17,7% kjör- fylgi í Vestfjarðakjördæmi. „Það hefðu verið vonbrigði að fara niður fyrir 15% fylgi miðað við þann stuðning sem við þóttumst finna fyrir í kjördæminu, enda held ég að það hafi allt skilað sér sem bjuggumst við. Ég fann mjög fljót- lega að við höfðum fólk með okkur og það kom mér ekkert á óvart að við skyldum ná þessum árangri." Arni Steinar Jóhannsson s Atti ekki von á kjöri „ÉG átti ekki von á þessu, við vorum fyrst og fremst að berjast fyrir því að koma Steingrími J. Sigfússyni inn með glæsilegri kosningu," segir Arni Steinar Jóhannson umhverfísstjóri á Akureyri, sem kjörinn hefur verið nýr inn á þing, sem sjötti þingmaður Norðurlandskjör- dæmis eystra. Hann skipaði ann- að sætið á lista Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs. Að- spurður hvað hafi valdið úrslitunum í kjördæminu seg- ir Árni Steinar að sterk pólitísk staða Steingríms J. hafi haft sitt að segja ásamt öðru. „Steingrímur er náttúrulega landsþekktur og langbesti þingmað- ur kjördæmisins að mínu mati, þannig að auðvitað hafði það gríðar- leg áhrif, en við hin sem vorum á listanum skemmdum ekki fyrir hon- um," segir Arni Steinar. „Fyrst og fremst keyrðum við inn á að fá myndarlega kosningu fyrir Stein- grím en það átti ekki nokkur maður von á því að við færum tveir inn." Aður en úrslitin lágu fyrir átti Arni Steinar einkum von á því að verða varaþingmaður Steingríms J. Sigfússonar og geta með því móti komið inn á þing stuttan tíma í einu, en stunda sitt starf eftir sem áður sem umhverfisstjóri Akureyrarbæj- ar eins og hann hefur gert síðastlið- in tólf ár. Hann segir það hins vegar ekkert launungarmál að í þingstörf- um sínum muni hann leggja lang- mesta áherslu á byggðamál og seg- ist hann vilja fá auknar fjárveiting- ar í opinberar framkvæmdir á Akureyri og Norðurlandi eystra. Þuríður Backman Meira fylgi en ég hafði vænst „ÉG er ánægð fyrir hönd allra sem hafa talað fyrir málstað vinstri hreyfing- arinnar því við höfum ekki haft aðstöðu til að koma okkur á framfæri með auglýsingum," segir Þuríður Backman, nýkjörinn þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs í Austurlands- kjördæmi. Hún segir að fylgi Vinstrihreyfmgarinnar - Græns framboðs hafí verið mun meira en hún hafði vænst. „Við eigum eftir að styrkja okkar hóp enn frekar þegar við náum að tala betur fyrir okkar málstað. Það voru ýmis mál sem komust aldrei almennilega á dagskrá hjá okkur í kosningabaráttunni, svo sem menntamál, heilbrigðismál og önnur mál sem snúa að byggðinni hér. Morgunblaðið/RAX UNGIR jafnt sem gamlir lögðu leið sína á kjörstað. Þeir yngstu fengu hins vegar ekki að kjósa. Umræðuefnin voru dálítið bundin af stóriðju og jarðgöngum," segir Þuríður. Hún segir að úrslitin hafi verið miklu betri en hún hafði vænst í upphafí. „Ég fór persónulega í framboð til þess að tala fyrir þess- um málstað og gerði mér aldrei grillur um að það yrði til annars en að safna atkvæðum. En þegar mað- ur gefur kost á sér er það til þess að ná árangri og nú blasir við að taka sæti á þingi," segir Þuríður. Hún segir að úrslitin hafi mikil áhrif á persónulega hagi sína. „Þetta leggst hins vegar vel í mig og auðvitað hefði ég aldrei farið út í þetta nema með góðum stuðningi fjölskyldunnar," sagði Þuríður. Drífa Hjartardóttir Hefðum viljað þriðja manninn „EG er afskap- lega ánægð með hvað fiokkurinn hefur komið vel út úr kosningunum. Við höfum aukið fylgi okkar á Suð- urlandi um 3 pró- sentustig sem er mjög gott en við hefðum gjarnan viljað ná inn þriðja manninum," seg- ir Drífa Hjartardóttir, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Suður- landi, sem nú tekur sæti á Alþingi. Drífa segir að það hafi komið sér illa fyrir sjálfstæðismenn á Suður- landi hve vel flokkurinn hafi komið út úr skoðanakönnun skömmu fyrir kosningar. „Ég tel að skóðanakönnunin hafi skemmt fyrir okkur og haft áhrif á niðurstöðurnar hér í Suðurlands- kjördæmi. Við hefðum kannski feng- ið meiri aukningu á Suðurlandi hefð- um við ekki fengið svo góða niður- stöðu í skoðanakönnun nokkrum dögum fyrir kosningar," sagði Drífa. Skoðanakönnunin sem Drífa vitn- ar til benti til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi þrjá þingmenn kjörna auk uppbótarþingmanns og telur Drífa að þessi bjartsýna spá hafi komið niður á fylgi Sjálfstæðis- flokksins. Spáin hafí verið algjör- lega óraunhæf. Drífa hefur setið á þingi sem varaþingmaður og kveðst hún hlakka mikið til starfsins. „Ég hef mestan áhuga á byggða- og atvinnu- málum ásamt málefnum landbúnað- arins og mun sinna þessum málum af kostgæfni." Jón Bjarnason s Anægja yfir sterku og góðu fylgi JÓN Bjarnason, skólameistari á Hólum í Hjaltadal, sem skipaði fyrsta sæti á lista Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs í Norður- landskjördæmi Vestra, segir það leggjast vel í sig að fara á þing sem nýr þingliði eftir kosningaúrslitin. Jón kemur inn á þing sem fimmti þingmaður kjördæmisins og í hans huga er efst þakklæti til þess fólks sem hann segir að hafi borið [ til hans það traust að fela honum forystu á lista Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. „Síðan er líka ánægja yfír því að þessi flokkur skuli fá svona sterkt og gott fylgi um allt land og ég vil lýsa yfir ánægju minni með hversu vel þessi pólitíska hreyfing hefur farið af stað sem sýnir að hún á þarna erindi," segir Jón. „í kosningabaráttunni lögðum við áherslu á málefni á landsvísu og málefni kjördæmisins og þau mál- efni sem þessi hreyfing stendur fyr- ir. Við lögðum áherslu á atvinnumál kjördæmisins, við erum það kjör- dæmi sem hefur orðið hvað mestur fólksflutningur úr á undanfórnum átta árum og lögðum áherslu á fjöl- breytni atvinnulífs," segir Jón. „Við lögðum áherslu á það að sjávarbyggðirnar fengju aðgang að fískimiðunum á grunnslóð og fengju líka trygga hlutdeild til fiskjarins víðar þannig að það yrði meira at- vinnuöryggi til að fólk í héraðinu fengi meira vald yfir framtíð sinni en það hefur núna." Jóhann Ársælsson Getum unað vel við okkar hlut „ÉG ER mjög sáttur og ánægður með stöðuna hérna. Ég hefði viljað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.