Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 14
14 D ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Spennandi augnablik Morgunblaðið/Kristinn FORYSTlJMKNN stjórnmálaflokkanna fylgjast spenntir með fyrstu tölum á laugardagskvöldið skömmu áður en þeir settust í sjónvarpssal. Frá vinstri Svanhildur Kaaber, Vinstri hreyf- ingvnni - grænu framboði, Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingunni, Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki, Sverrir Hermannsson, Frjálslynda flokknum, og Davíð Oddsson, Sjálfstæð- isflokknum. Fjórir flokkar hverfa af þingi og þrír koma í staðinn Alþingiskosningarnar eru sögulegar að því leyti að fjórir stjórnmálaflokkar sem fengu kjörna alþingismenn í síðustu kosn- ingum eiga þar ekki lengur sæti. Þrír nýir þingflokkar koma í stað þeirra. —g------------ ------------------------------------_.-------------------------------------------------------------- I umfjöllun Egils Olafssonar kemur fram að vinstriflokkarnir fá jafnmarga þing- menn nú og í síðustu kosningum. KSÖf flol me ¦OSNINGARNAR eru sögulegar að því leyti að flokkar sem hafa átt þing- nenn á Alþingi í áratugi eiga þar ekki lengur fulltrúa nema óbeint. Fjórir flokkar hafa horfið af þingi og þrjú ný framboð eiga nú menn á þingi í fyrsta skiptí. Sé hins vegar horft á valdahlutföllin á þingi hefur sáralítil breyting orðið. Vinstri- flokkarnir voru með 23 þingmenn og eru með jafnmarga þingmenn að kosningum loknum. Stjórnarflokk- arnir hafa misst tvo þingmenn, en eru með öruggan 38 þingsæta meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn vann góðan sigur í kosningunum og fékk bestu útkomu síðan í kosningunum 1974 þegar flokkurinn fékk 42,7% at- kvæða. Hann fékk núna 40,7%. Frá því lýðveldið var stofnað hefur Sjálf- stæðisflokkurinn einungis fjórum sinnum farið yfir 40% í alþingiskosn- ingum. Flokkurinn bætti við sig 3,6 prósentustigum. Fara verður aftur tíl kosninganna 1956 til að finna viðlíka fylgisaukningu hjá flokknum eftir að hafa verið í ríkisstíórn. Göð fylgisaukning hjá Sjálfstæðisflokknum Fylgisaukning Sjálfstæðisflokks- ins er mest á Reykjanesi (5,4%) og Reykjavfk (3,4%), en í báðum þess- um kjördæmum bætir flokkurinn við sig manni. Fylgisaukningin á Reykjanesi er það mikil að mjög erfitt hlýtur að vera að ganga fram- hjá þingmönnum flokksins þegar kemur að skipan í ráðherrastóla. Sjálfstæðisflokkurinn á núna fyrsta þingmann í öllum kjördæmum landsins nema Austurlandskjör- dæmi. Oftast nær hefur Framsókn- arflokkurinn átt fyrsta þingmann í Norðurlandskjördæmunum báðum og á Austurlandi og oft á Vestur- landi. Frá því núverandi kjördæma- skipan var tekin upp hefur Fram- sóknarflokkurinn alltaf átt fyrsta þingmann á Norðurlandi eystra. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði hins vegar í Vestfjarðakjördæmi, en þar klofnaði flokkurinn eftir að Guðjón A Kristjánsson varaþingmaður gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn. '*> ^vyjí i^vvv1 Samanlagt kjörfylgi eftirtalinna flokka í kosningum til Alþingis 1931-1999 Kommúnistaf lokkur 1931 -37 Bandalag jafnaðarmanna 1983-87, Sósíalistaf lokkur 1942-53 Samtök um kvennalista 1983-1995, Alþýðubandalag 1956-91 Þjóðvakl 1995 Samtök frjálsl. og vinstri m. 1971 -78 Samfylkingin 1999 og Vinstri-grænir 1999 Þó sigur Sjálfstæðisflokksins sé glæsilegur hlýtur að vera viss von- brigði fyrir stuðningsmenn hans að sigurinn dugar flokknum aðeins til að hann bætir við sig einum manni. Kosning tveggja þingmanna Frjáls- lynda flokksins á þátt í því að sigur- inn skilar flokknum ekM fleiri þing- mönnum. Verulegt fylgistap hjá Framsókii Framsóknarflokkurinn fékk 18,4% fylgi og tapaði 4,9 prósentustígum í kosningunum. Þetta er að mestu í samræmi við spár í skoðanakönnun- um. Þó að tap flokksins sé verulegt verður að hafa í huga að hann vann mikinn sigur í síðustu alþingiskosn- ingum þegar hann fékk 23,3% at- kvæða. I kosningunum 1987 og 1991 fékk hann 18,9% fylgi og 19,5% í kosningunum 1983. Niðurstaðan núna er því ekki fjarri því sem flokk- urinn hefur verið að fá í kosningum á seinni árum. Fyrir kosningarnar sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, að flokkurinn færi tæplega í ríkisstjórn fengi hann slæma kosn- ingu, en hann skilgreindi þó engin mörk í því sambandi. Sálfræðilega er örugglega mikilvægt fyrir flokkinn að komast upp fyrir 18%. Versta kosn- ing flokksins á seinni árum var árið 1978 þegar hann fékk 16,9%. Fram- sóknarmenn geta þó ekki horft fram- hjá því að þetta eru þriðju verstu kosmngaúrslit sem flokkurinn hefur fengið frá kosningunum 1923. Kosningarnar eru sögulegar fyrir Framsóknarflokkinn að þvi leyti að hann fær nú í fyrsta skipti jöfnunar- sæti. Astæðan er sú að flokkurinn tapar mönnum á Vesturlandi, Norð- urlandi vestra og Norðurlandi eystra. Tapið í þessum kjördæmum hlýtur að teljast mikið áfall fyrir flokkinn, ekki síst vegna að hann tapar forystusætinu í þessum kjör- dæmum. Á móti kemur að flokkur- inn heldur öllum sínum þingmönn- um í Reykjavík og Reykjanesi sem er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir flokkinn ekki síst vegna þess að honum hefur gengið illa að halda þingmannatölu sinni í þessum kjör- dæmum milli kosninga. Framsóknarflokkurinn bætir að- eins við sig á Vestfjörðum þar sem flokkurinn klofnaði árið 1995 og bætir örlitlu við sig á Suðurlandi. Athyglis- vert er að bera útkomu flokksins saman við kosningarnar 1991. Fylgi flokksins í Reykjavfk er nánast það sama nú og þá, en hann bætir hins vegar talsvert stöðu sína á Reykja- nesi, fer úr 13,9% í 16%. Þetta ættí að styrkja stöðu Sivjar Friðleifsdóttur þegar kemur að skiptingu ráðherra- stóla. Sameiningu vinstrímanna er ekki lokið Urslit kosninganna er tæplega hægt að túlka sem sigur fyrir Sam- fylkinguna. Flokkarnir sem stóðu að Samfylkingunni fengu í síðustu kosningum 37,8% atkvæða, en fá núna 26,8%. Óraunhæft var að gera ráð fyrir að flokkarnir fengju sama fylgi og síðast vegna framboðs Vmstrihreyfingarinnar, en engu að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.