Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 D 11 i ALÞINGISKOSNINGAR Fylgi Frjálslynda flokksins var vanmetið í skoðanakönnunum Félagsvísinda- stofnun fér næst úrslitunum FYLGI Fijálslynda flokksins var vanmetíð í nær öllum skoðanakönnunum sem gerðar voru fyrir kosning- arnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk hins vegar ívið lakari kosningu en flestar kannanir höfðu bent til að hann fengi. Könnun sem Félagsvísindastofhun gerði fyrir Morgunblaðið og birt var á kjördag fór næst úrslitunum. I nær öllum könnunum sem gerð- ar voru fyrir kosningar fékk Frjáls- lyndi flokkurinn innan við 3% stuðn- ing. Eina undantekningin er könnun sem DV gerði 23. apríl, en hún sýndi flokkinn með 4,5% fylgi. F-listinn fékk hins vegar 4,2% í kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfírleitt fengið meiri stuðning í könnunum en kosningum. Síðustu kosningar voru þó undantekning því þá bætti hann heldur við fylgi sitt frá því sem kann- anir höfðu bent til að hann fengi. Núna fékk flokkurinn heldur minna fylgi en skoðanakannanir höfðu verið að spá honum. Munurinn er þó ekki nema 1-2 prósentustig. Framsóknarflokkurinn fékk 17,3- 18,7% fylgi í könnunum sem gerðar voru í síðustu vikunni fyrir kosning- ar. Eina undantekningin er síðasta könnun DV sem gerði ráð fyrir að flokkurinn fengi 21,2% fylgi. Síðustu kannanir Félagsvísindastofnunar og Gallup sýndu Framsóknarflokkinn með heldur minna fylgi en hann fékk í kosningunum. Flestar kannanir sem gerðar voru í vikunni fyrir kosningar sýndu Sam- fylkinguna með 27-29% fylgi. Síðasta könnun DV benti til að framboðið fengi 25,2% fylgi, en það fékk hins vegar 26,8% fylgi í kosningunum. Al- mennt er útkoma S-listans því held- ur slakari en kannanir höfðu bent til. Vinstrihreyfmgin var að mælast með 7,5-8,7% í könnunum sem gerð- ar voru í vikunni fyrir kosningar. Eina undantekningin var síðasta könnun Félagsvísindastofnunar sem sýndi 9,4% stuðning við U-listann. Niðurstaðan varð 9,1% fylgi í kosn- ingunum. Flokkurinn fékk því ívið betri útkomu en flestar skoðana- kannanir bentu til að hann fengi. Mest frávik hjá DV Séu síðustu skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir kosningar bornar saman við úrslit kosninganna kemur Hlutfallslegt fylgi á landsvísu í síðustu könnunum fyrir kosningar og úrslitin 1999 Síðustu skoðanakannanir og úrslit kosninga 1999 ------RÚV/Gallup, 7. mai -----Mbl./Félagsv.st., 8. mai I — Kosningar, 8. mai Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Samfylking Vinstrihr. - grænt framb. Frjálslyndi flokkur Samanburður á fráviki síðustu kannana fjölmiðlanna frá úrslitum kosninganna Morgunblaðið/ Félagsv.stofnun frávik RÚV/ Gallup frávik DV frávik Kosninga- úrslit Framsóknarflokkur 17,8% 0,6 17,3% 1.1 21,2% 2,8 18,4% Sjálfstæðisflokkur 42,6% 1,9 42,7% 2,0 42,8% 2,1 40,7% Frjálslyndi flokkur 2,2% 2,0 2,5% 1,7 2,9% 1,3 4,2% Samfylking 27,6% 0,8 28,9% 2,1 25,2% 1,6 26,8% Vinstrihr. - grænt framb. 9,4% 0,3 7,5% 1,6 7,5% 1,6 9,1% í Ijós að könnun Félagsvísindastofn- unar fór næst úrslitunum. Frávikið í könnunum stofnunarinnar frá úrslit- unum er á bilinu 0,6-2%. Hjá Gallup er frávikið 1,6-2,1%. Hjá DV er frá- vikið 0,6-2,8%. Karl Sigurðsson, hjá Félagsvís- indastofnun, sagði að almennt mætti segja að kannanir sem gerðar eru næst kjördegi ættu að gefa réttari mynd af afstöðu kjósenda en hinar sem gerðar eru fyrr. Núna hefði Fé- lagsvísindastofnun gert sína síðustu könnun á fimmtudegi og föstudegi fyrir kosningar, en venjulega hefðu þær verið gerðar á miðvikudegi. Karl sagði að almennt virtust kannanirnar eiga það sameiginlegt að hafa vanmetið fylgi Frjálslynda flokksins og ofmetið fylgi Sjálfstæð- isflokksins. , ^ Morgunblaðið/RAX DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra var íbygginn þegar hann var búinn að selja krossinn á kjörseðilinn. sæktist eftir ráðherraembætti í Ijósi úrslitanna á Norðurlandi vestra. „Það er auðvitað allt til í spilunum. Við erum að byrja að ræða þessi mál og vitum ekki hvernig ráðu- neyti munu skiptast en ef þannig vill verkast er ég að sjálfsögðu til- búinn í það. Maður er ekki í stjóm- málum til þess að forðast að verða ráðherra,“ sagði Hjálmar. Árni M. Mathiesen Vinstri upp- stokkun í stað samein- ingar „ÉG ER mjög ánægður með nið- urstöðuna. Út- koman er sú besta nokkru sinni, að undan- skildum kosning- unum 1974, og það er auðvitað ánægjulegt,“ seg- ir Árni M. Mathiesen þingmaður og oddviti sjálfstæðismanna í Reykja- neskjördæmi. Árni tók við 1. sæti listans af Ólafi G. Einarssyni og verður 1. þingmaður kjördæmisins, eins og Ólafur var áður. Góðar niðurstöður þakkar Árni góðum lista, velgengni í baráttunni og styrktri stöðu flokksins í sveitar- stjómarmálum. „En lykillinn að góðri niðurstöðu hér eins og annars staðar á landinu er auðvitað fyrst og fremst forystan í landsmálum." Um aðrar niðurstöður segir Árni að útkoma Samfylkingarinnar sýni að ekki hafi verið um að ræða sam- einingu á vinstrivængnum, heldur aðeins uppstokkun. „Það mistókst að sameina vinstriflokkana í einn flokk,“ segir Ámi. „Forystumenn Samfylkingarinnar höfðu vonast til að til vinstri við þá yrði aðeins mjög lítill flokkur, en svo varð ekki. Þetta varð því uppstokkun, ekki samein- ing.“ Sjálfur átti Ami heldur ekki von á svo góðu gengi hjá vinstri-græn- um, hafði spáð þeim 5-8 prósenta fylgi. „68-kynslóðinni hefur ekki lið- ið vel í Alþýðubandalaginu, það var of róttækt fyrir hana, þegar hún elt- ist,“ segir Árni. „Framhaldið fer eftir forystunni. Það mistókst með talsmanninn, sem Sighvatur Björg- vinsson útnefndi. Síðan urðu marg- vísleg upphlaup, sem leiddu til þess að Margrét náði aldrei neinum tök- um.“ Um niðurstöðu Framsóknar segir Ámi að Framsókn geti vel við unað. Hún hafi haldið fylginu frá kosning- unum 1991, þó bæði vinstri-grænir og Samfylkingin hafi sótt fast á. „Það er erfitt að vera miðjuflokkur, en þeir fengu hrundið ásókninni. Uppstokkunin á vinstrivængnum hefur varla áhrif á stöðu þeirra til lengdar." Sturla Bððvarsson Besta út- koman um langt skeið „ÞETTA er besta útkoma hjá okkur sjálfstæðismönnum á Vesturlandi allar götur frá því að kjördæma- breytingin var gerð. Ég er mjög ánægður með það,“ segir Sturla Böðvarsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins á Vesturlandi en hann verður nú fyrsti þingmaður kjördæmisins og tekur við þeirri stöðu af Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra og efsta manni Framsóknarflokksins. „Mér finnst þetta vera viðurkenn- ing á störfum okkar á kjörtímabil- inu og einnig er þetta vel skipu- lagðri kosningabaráttu að þakka,“ sagði Sturla. Hann sagði einnig að Sjálfstæðis- flokkurinn gæti mjög vel við unað að hafa fengið yfír 40% atkvæða yfír landið allt. „Það að fara yfir 40% er mjög góður árangur. Þetta er því hin besta niðurstaða," sagði Sturla. Aðspurður um stjórnarsamstarf sagðist Sturla telja eðlilegt að sjálf- stæðismenn ræddu við framsóknar- menn. „Stjómin heldur velli og það er eðlilegt að fyrsta skrefíð sé að ræða við þá,“ sagði hann. Sturla var spui'ður hvort hann myndi sækjast eftir ráðherraemb- ætti í ljósi útkomu flokksins á Vest- urlandi. „Ég hef litið á það sem skyldu mína sem þingmanns að bregðast við því kalli ef sú yrði nið- urstaðan. Ég er að sjálfsögðu reiðu- búinn til þess. Niðurstaða kosning- anna veikir mig ekld,“ segir Sturla. Árni Johnsen Efnahags- stjórnin lykillinn að öllu öðru ÁRNI Johnsen tók við oddvita- sæti sjálfstæðis- manna á Suður- landi af Þorsteini Pálssyni og er eftir kosningarn- ar 1. þingmaður kjördæmisins eins og Þorsteinn var. Árni sagði að hann væri ánægður með niðurstöð- una, þótt ekki hefði náðst það mark- mið að bæta við þingmanni í kjör- dæminu. Árni tók við oddvitasætinu af Þorsteini Pálssyni. „Þetta leggst vel í mig og heildar- útkoman var góð,“ sagði Ámi. „Við voram mjög nærri okkar marki að ná þriðja manni. Það vantaði aðeins herslumuninn. En við bætum við okkur þremur prósentum og þetta er mjög öflug kosning og góð.“ Hann sagði að þrátt fyrir góða viðbót í fylgi frá kosningunum 1995 hefði það ekki skilað sér í hringekju uppbótarþingsæta. „Það skilar sér þá annars staðar, en við nutum þess ekld.“ Árni kvað úrslitin almennt ekki vera fjarri því, sem hann hefði búist við, og ekkert kæmi sér á óvart, ef undan væri skilinn árangur Frjáls- lynda flokksins. „Ég hafði reiknað með heldur minni hlutdeild hans á Vestfjörðum,“ sagði hann. „Mér finnst staða Vestfirðinga vera þannig að það sé ekki hagstætt fyrir þá að vera að markaðssetja sig á áhrifalausum svæðum.“ Hann sagði að samhentur hópur hefði unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn um allt kjördæmið og keyrt hefði verið á alhliða stefnu hans um áframhaldandi árangur. „Okkar markmið er að hafa áfram þessa grandvallarefnahags- stjóm á landinu,“ sagði Árni þegar hann var spurður um markmiðin á komandi kjörtímabili. „Það er lyldll- inn að öllum öðram þáttum, hvort sem það er í atvinnulífi, menningu, eða fjölskyldulífi almennt." Halldór Blöndal Gamall draumur rættist „ÞÓTT það hafi alltaf verið gam- all draumur okk- ar sjálfstæðis- manna að verða stærsti flokkur- inn á Norðurlandi eystra, hafði ég ekki sannfæringu fyrir því fyrir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.