Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 10
10 D ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ALt AR fyrir hönd Kvennalistans ásamt þeim Mar- gréti Frímanns- dóttur og Sig- hvati Björgvins- syni og ég var í stjóm fyrsta þingflokks Sam- fylkingarinnar. Mér finnst það því mikill og gleði- legur áfangi að króginn er fæddur og á greinilega framtíð fyrir sér þar sem kjósendur gerðu hann strax að næststærsta stjórnmálaflokki landsins,“ sagði Guðný Guðbjörns- dóttir, fráfarandi þingmaður Sam- fylkingarinnar. Guðný skipaði áttunda sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík og er ein þeirra þing- manna sem ekki náðu endurkjöri í kosningunum á laugardag. Guðný kvaðst hafa tekið áttunda sætið í vetur í kjölfar prófkjörs Samfylk- ingarinnar í Reykjavík óháð því hvort það yrði þingsæti eða ekki. Hún hefði því verið búin að sjá nokkuð lengi í hvað stefndi, „Þetta hefði getað verið þingsæti ef við hefðum verið með í kringum 35% fylgi-“ Guðný segir að þó kosningaúrslit Samfylkingarinnar séu ekki jafn glæsileg og hún hafði vonað sé hún sannfærð um að myndun Samfylk- ingarinnar sé farsælt skref fyrir ís- lensk stjómmál, fólkið í landinu og flokkana sem að henni standa. „Ég vona svo sannarlega að hugsjónir Kvennalistans um kvenfrelsi og jafnrétti skipi háan sess í starfi Samfylkingarinnar. í nýja þing- flokknum em níu konur eða 53% þingmanna og konur leiddu lista í fjóram kjördæmum. Enginn annar þingflokkur nálgast þetta hlutfall. Þessi staðreynd og áherslan á jafn- réttismál í verkefnaskránni sýnir að þetta afl hefur alla burði til að verða öflugur málsvari jafnréttismála á nýrri öld,“ segir hún. Innt eftir því hvað hún ætli að taka sér fyrir hendur segist Guðný ætla að fylgjast áfram með starfi Samfylkingarinnar og væntanlega taka við fyrra starfi sínu, sem dós- ent í uppeldisfræði við félagsvís- indadeild Háskóla íslands, með haustinu. Paníel U. Árnason Úrslitin mikil von- brigði „ÞAÐ era mikil vonbrigði að lenda undir í þessum slag. Það eru líka tíðindi að Framsóknar- flokkurinn haldi ekki forystu í kjördæminu en það var líka ljóst að við vorum að vinna okkur upp úr mikilli lægð í kjölfar erfiðra sveitar- stjórnarkosninga," segir Daníel U. Ámason, sem skipaði annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Norð- urlandskjördæmi eystra, þar sem flokkurinn fékk einn mann kjörinn. Daníel var á tímabili kominn inn en þegar utankjörfundaratkvæði voru talin var hann úti. Hann kvaðst hafa gert sér vonir um að flokkur- inn héldi tveimur mönnum í kjör- dæminu og úrslitin á landsvisu væra mikið áhyggjuefni fyrir Fram- sóknarflokkinn. „Sagt er að samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokks hafí sjaldan riðið feitum hesti frá samstarfinu og kannski má segja að kjósendur séu ánægðir með stjórnarmynstrið. Þeir era að hafna vinstristjórn og leggja áherslu á miðju- og hægrasamstarf. Stjómin heldur sínu óbreyttu í heildina en fylgið rennur frekar yfir á Sjálfstæðis- flokkinn. Það hefur einkennt kosn- ingabaráttuna að lögð hefur verið áhersla á formenn flokkanna í aug- Morgunblaðið/RAX GOTT veður var á kjördag um allt land. Engu síður var kjörsókn léleg, einkum í Reykjavík og á Reykjanesi. lýsingum og með því er hugsanlega verið að framkalla einhvers konar foringjadýrkun. Þetta virtist ganga upp hjá sjálfstæðismönnum og vinstri grænum en okkur tókst ekki eins vel upp. Kannski varð okkar formaður fyrir meira mótlæti í sín- um störfum í kosningabaráttunni en þeir sem lögðu upp þessa kosninga- aðferð hafa búist við,“ segir Daníel. Kristín Halldórsdóttir S Ahersla á málefni skilaði sér KRISTÍN Hall- dórsdóttir, sem var í fyrsta sæti Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs, kvaðst ánægð með út- komu sinnar hreyfingar í kosn- ingunum á laug- ardag þótt það væru vonbrigði að hún hefði ekki komist á þing sjálf. Kristín, sem var landskjörin á Reykjanesi fyrir Kvennalistann árið 1995 og gekk til liðs við vinstri græna við myndun Samfylkingar- innar, sagði að tilviljanir og fyrir- komulag uppbótarþingsæta hefði ráðið því að hún hefði ekki komist á þing. Það væra vonbrigði að komast ekki á þing, sérstaklega vegna þeirra, sem með henni hefðu starfað á Reykjanesi. Þetta væri fjölmennt kjördæmi og mildll árangur hefði náðst á skömmum tíma. „En það var alls staðar gott fólk [í okkar röðum], sem átti möguleika á að komast inn,“ sagði hún. „Kosn- ingakerfið er þannig að alltaf má búast við þessu og maður verður að kunna að taka því.“ Kristín kvaðst telja að árangur hreyfingarinnar, sex þingsæti, væri glæsilegur. „Þetta ber vitni okkar ágætu stefnu og góðri og vel rekinni kosn- ingabaráttu," sagði hún. „Við lögð- um áherslu á að fjalla um málefni og sýna kjósendum tillitssemi og virð- ingu í stað þess að kaffæra þá í lof- orðum og aulýsingaskrami. Mér virðist það hafa skilað sér mjög vel. Fólk hafði orð á þessu og var ánægt með hvernig við kynntum okkar stefnu. Auðvitað bára menn saman þessa kosti til vinstri við miðju og þá tel ég að hafi ráðið úrslitum hvað okkar stefna var miklu skýrari og eindregnari í öllum málum þannig að fólk vissi alveg að hverju það gekk.“ Albert Eymundsson Náðum besta ár- angri fyrr og síðar í KOSNINGUN- UM jók Sjálf- stæðisflokkurinn á Austurlandi fylgi sitt í kjör- dæminu um 3,8 prósentustig og fékk 26,3% at- kvæða og einn mann kjörinn. Sjálfstæðismenn á Austurlandi áttu tvo þingmenn á seinasta kjörtíma- bili en misstu nú jöfnunarþingsætið. Albert Eymundsson, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins, sagði að tilfinningarnar væra blendnar því það væri óneitanlega mótsagna- kennt þegar Sjálfstæðisflokkurinn næði sínum besta árangri á Austur- landi fyrr og síðar væri hann engu að síður að tapa jöfnunarþingsæt- inu. „Ég er mjög sáttur við að ná besta árangri sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur náð og er einnig ánægð- ur vegna útkomu flokksins á land- inu. Ég var alveg viðbúinn þessu. Ég þekki kosningalögin og hef starfað í þessu frá því að ég var krakki, þannig að ég vissi alltaf um þetta happdrætti og lagði mikla áherslu á það við mitt fólk,“ segir Albert. Hann segist hafa gert sér grein fyrir því strax í vetur að framboð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gæti sett strik í reikning- inn varðandi skiptingu jöfnunar- þingsæta. Spurður um skýringar á þeim fylgissveiflum sem urðu á Austur- landi, þar sem Framsóknarflokkur- inn tapaði umtalsverðu fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sótti á, sagði Albert það athyglisvert vegna sterkrar stöðu Halldórs Ásgríms- sonar á landsvísu. Það hefði einnig bitnað á framsóknarmönnum að Halldór hefði lítið getað sinnt kjör- dæminu hins vegar þyrfti að hafa í huga að Framsóknarflokkurinn hefði aukið fylgi sitt veralega í kosningunum 1995. „Það er einnig athyglisvert að Sjálfstæðisflokkur- inn bætir við sig fylgi á landsbyggð- inni í ljósi þeirra erfiðleika sem era í byggðamálunum," sagði Albert. Árni Gunnarsson Skilaboð um annað stjórnar- mynstur „í MÍNUM huga er niðurstaða Framsóknar- flokksins í kosn- ingunum skýr skilaboð frá kjós- endum um að flokkurinn eigi ekki að sitja áfram í stjóm með Sjálfstæðisflokknum," segir Árni Gunnarsson annar maður á lista Framsóknarflokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra. Árni tók sæti Stefáns Guðmundssonar al- þingismanns en náði ekki kjöri. Um það hvort hann muni þá leggjast gegn áframhaldandi stjóm- arsamstarfi segist hann gera sér grein fyrir að erfitt sé að mynda stjórn án Framsóknar, svo hann vilji geyma frekari yfirlýsingar, þar til myndin skýrist. „Vilhjálmur Egilsson vældi sig inn,“ segir Árni um úrslitin í kjör- dæminu. Þar hagi svo að Framsókn verði að halda því að vera stærsti flokkurinn til að ná inn öðram kjörnum manni. „Sjálfstæðisflokkurinn rak þá stefnu að við væram öruggir, en þeirra maður væri í fallhættu og þessi málflutningur skilaði sér.“ Þessi málflutningur, að viðbættu al- mennu fylgistapi Framsóknar um allt land era að mati Áma skýring- arnar á úrslitunum í kjördæminu, þar sem Framsókn hefur alltaf fengið tvo menn kjörna. „Við töpuðum eftir ágætis vinnu í ríkisstjórn," segir Ámi „og það er auðvitað ekki nógu gott. Ég veit ekki af hverju Sjálfstæðisflokkur græðir á góðu ástandi, en við töpum þrátt fyrir það. Almennt má þó segja að Framsókn tapi alltaf eftir stjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- flokkinn." Hjálmar Jónsson Ekki endi- lega sann- gjarnt að skipta til helminga HJÁLMAR Jóns- son, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra, verður fyrsti þingmaður kjördæmisins á næsta kjörtíma- bili. Áður var Páll Pétursson, 1. þingmaður kjördæmisins. Hjálmar segist vera mjög ánægður með kosningaúrslit sjálfstæðismanna í kjördæminu. Hann telur að ríkis- stjórnarflokkarnir eigi að endur- nýja stjómarsamstarfið en segir ekltí endilega sanngjamt eða skyn- samlegt að ráðuneytum verði sltípt til helminga milli flokkanna. „Við héldum okkar hlut og vel það. Þetta kjördæmi er þannig sam- an sett að það var vitað fyrirfram að það yrði erfitt að halda okkar hlut, vegna þess að maður hefði viljað sjá meiri og betri breytingar í landbún- aði en Norðurland vestra er mikið landbúnaðarkjördæmi og á mikið undir því. Við þurftum að koma okkar málefnum á framfæri en mál- efnastaðan hefur verið sterk. Við eram líka með sterkan framboðs- lista og nýtt fólk að töluverðu leyti, sem kemur alls staðar að úr kjör- dæminu og er öflugt í atvinnulífinu á hverjum stað,“ segir Hjálmar. Hann segir að útkoma Sjálfstæð- isflokksins á landsvísu staðfesti að þjóðin meti stefnu Sjálfstæðis- flokksins og það traust sem fylgi honum og staðfesti að sjálfstæðis- menn séu á réttri braut. Hjálmar er þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn eigi að ganga í það að endumýja stjórnarsamstarf- ið. „Ég er ekki endilega að segja að það sé sanngjarnt eða skynsamlegt að flokkamir hafi ráðuneytin til helminga. Menn verða að viður- kenna mismun á fylgi. Það er lagt upp úr því í sambandi við nýja kjör- dæmaskipan og kosningalöggjöf að jafna atkvæðavægi í landinu og ég tel eðlilegt að menn horfi líka til þess þegar tveir flokkar mynda rík- isstjórn að þá sé farið eitthvað eftir fylginu," sagði hann. Hjálmar var spurður hvort hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.