Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 6
6 D ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ t Morgunblaðia/RAX SJÁLFSTÆÐISMENN brostu breitt og fögnuðu nánast öllum tölum enda voru þær mjög jákvæðar fýrir flokkinn. Hér fagna frambjóðendur flokksins í Reykjavík góðum sigri. F.v. Stefam'a Óskarsdóttir og alþingismennirnir Ásta Möller, Sólveig Pétursdóttir og Geir Haarde. Morgunblað/Jðn Svavarsson MIKIL fagnaðarlæti brutust út á kosningavöku Frjálslynda flokksins þegar fyrstu tölur frá Vestfjörðum bárust. Formað- ur flokksins, Sverrir Hermannsson, fékk klapp á bakið og koss á kinnina frá stuðningsmönnum. Hlátur og grátur á kosninga- vökum STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR efndu til kosningavöku á kosninganóttina þar sem stuðningsmenn flokkanna fylgd- ust með úrslitunum. Góð stemmning var hjá fiestum flokkum nema Framsóknarflokknum sem tapaði talsverðu fylgi í kosningunum. Einnig voru tilfinningar blendnar hjá Samfylkingunni. Mikil spenna var á kosningaskrifstofunum og náði hún hámarki um kl. 22 þegar fyrstu tölur komu frá Reykja- nesi. Tölurnar gáfu til kynna að útkoma Framsdknar- flokksins yrði betri og staða Sjálfstæðisflokksins yrði heldur lakari en kannanir höfðu bent til. Þetta breyttist hins vegar í næstu tölum. Einnig ríkti mikil eftirvænting eftir tölum frá Vest- fjörðum, en það kjördæmi varð síðast til að birta tölur. Tölurnar sýndu mikið fylgi við Frjálslynda flokkinn og urðu þær til þess að skipting þingsæta breyttist frá fyrstu tölum. Þegar leið á nóttina lágu heildarúrslit nokkurn veginn fyrir, en spennan jókst hins vegar um hvar jöfnunarsætin Ientu. Frambjóðendur voru að detta út og inn á þing fram eftir nóltu. Á kosningavöku Samfylkingarinnar í Reykja- vík ríkti t.d. mikil spenna um hvort Merði Árnasyni tækist að ná þingsæti, en hann varð að láta sér lynda að gefa það eftir til Gísla Einarssonar. Framsóknarmenn í Reykjavík voru ekki ánægðir með útkomu flokksins, en þeir gátu þó glaðst yfir því undir morgun að Ólafur Örn Haraldsson náði kjöri, en kosning hans varð hins vegar til þess að flokkurinn missti mann á Norðurlandi. Sjálfstæðismenn í Reykjavík gátu fagnað því að 9. mað- ur listans, Ásta Möller, náði kjöri, en um tíma leit úr fyrir að Vilhjálmur Þ. VUhjálmsson, sem var í 10. sætinu, yrði einnig þingmaður, en það gekk ekki eftir. Tölurnar á Vestfjörðum urðu hins vegar til þess að flokkurinn bætti ekki við sig tveimur mönnum eins og fyrstu 1 ölur gáfu til kynna. Stuðningsmenn Frjálslynda flokksins voru að von- um glaðir yíir úrslitunum enda tókst þeim það sem fæstir höfðu trú á, að fá tvo menn kjörna. sókn gegn fólksfækkuninni, sem Kristján nefnir þjóðarvanda. Hann segist hiklaust vilja fara í sértækar aðgerðir gagnvart lands- byggðinni, sem fela í sér auknar niðurgreiðslur, lækkun húshitunar- kostnaðar, 100% jöfnun á aðstöðu unglinga til að sækja framhalds- skóla. „Síðan held ég að í fiskveiði- stjórnunarkerfinu verði byggða- kvóti að fá aukið vægi og einhver kvóti tengjast meira ákveðnum byggðum sem eiga mjög í vök að verjast vegna þess að allur kvóti er farinn." Gunnar I. Birgisson Niðurstöður í samræmi við væntingar „MEÐ kosning- unum er dómur kjósenda kominn og hægt að sjá hvað þeir kunna sérstaklega að meta," segir Gunnar I. Birgis- son, nýkjörinn þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Gunnar Ingi sat á þingi sem varamaður í tvær vikur 1992 og segist því þekkja húsið. 5,5 prósentustiga fylgisaukn- ingu flokksins í Reykjaneskjör- dæmi þakkar Gunnar vel unninni kosningabaráttu flokksins í kjör- dæminu og sterkum lista. Fram- bjóðendur hafí farið vítt og breitt um kjördæmið og heimsótt megn- ið af öllum fyrirtækjum þar. „Við fundum góðan anda og niðurstöð- urnar eru í samræmi við vænting- arnar." Um niðurstöðurnar almennt segir Gunnar að þær sýni ánægju með forystu Sjálfstæðisflokks og Davíðs Oddssonar. „Skilaboð kjósenda eru greinilega að þeir vilja áframhaldandi forystu flokksins og Davíðs og ég vona að svo verði. Flokkurinn hefur alls staðar bætt við sig, nema á Vest- fjörðum og er alls staðar stærstur nema á Austurlandi. Niðurstöð- urnar eru því skýrar." Það sem kemur Gunnari á óvart er tap Framsóknarflokksins, sem þarf að sjá af mörgum þingmönn- um. „Það er langt í frá að þeir eigi þetta skUið, en eftir góða kosningu 1995 mátti kannski búast við þessu." Hið óvænta í niðurstóðunum er, að mati Gunnars, að frjálslyndir skyldu koma mönnum á þing, en um það viJji hann hafa sem fæst orð. Urslit Samfylkingarinnar seg- ir Gunnar sýna að kjósendur vilji ekki vinstrivænginn til valda. „Að lokum vona ég að hér verið sama stjórn og áður. Það væri landi og þjóð fyrir bestu." Þorgerður K. Gunnarsdóttir Sterk stjórn og sterkur leiðtogi „STERK ríkisstjórn og Davíð Oddsson, sem að mínu mati er einn helsti stjórnmála- leiðtogi aldarinn- ar, er skýringin á góðum úrslitum Sjálfstæðisflokks- ins. Davíð Odds- son er sigurveg- ari kosninganna," segir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi. Sterku framboði og samhentum hópi frambjoðenda flokksins og þeirra sem störfuðu að framboðinu í Reykjaneskjördæmi þakkar hún góða niðurstöðu þar. Þau mál, sem kjósendur kjör- dæmisins höfðu mestan áhuga á segir Þorgerður vera atvinnumál og samgöngumál, auk skattkerfis- ins í heUd og skattabreytinga. „Fólk var almennt mjög opið og já- kvætt á fundunum." Það kom Þogerði á óvart að Samfylkingin skyldi ekki hljóta betri útkomu, bæði almennt og í kjördæmi hennar, þar sem Al- þýðuflokkurinn hafí löngum haft mjög sterka stöðu. „Skýringin er einfaldlega slæm frammistaða Samfylkingarinnar. Stefna þeirra var illa sett fram. Það skildi eng- inn hvað þau áttu við." Einnig kom Þorgerði á óvart gott gengi Frjálslynda flokksins og að flokkurinn skyldi koma tveimur mönnum á þing. Annar sigurvegari kosninganna að mati Þorgerðar er Steingrímur J. Sigfússon, leiðtogi Vinstrihreyfíngarinnar - græns framboðs. „Önnur úrsUt voru eftir bókinni." Þingmennskan leggst vel í Þor- gerði. „Þetta er mikið starf, sem ég ætla að leysa af hendi af trú- rækni og skyldurækni. Mér reyndari menn segja mér að það sé góður starfsandi í þinginu al- mennt." Einar Már Sigurðarson Næsta skref að stofna flökk „VIÐ erum nokk- uð ánægð með út- komuna hér þrátt fyrir að við hefð- um viJjað sjá hærri tölur," seg- ir Einar Már Sig- urðarson, sem náði kjöri á þing fyrir Samfylking- una á Austur- landi. Samfylkingin fékk 21,2% fylgi í kjördæminu. „Við erum afar stoltir af því að okkur tókst að lækka fylgi Fram- sóknarflokksins um 8,5%. Það er býsna góður árangur þó að á tíma- bili liti út fyrir að það yrði meira. Það er ljóst að þeim hefur tekist á seinustu dögunum að ná til sín aftur einhverju fólki sem hafði hugsað sér að kjósa okkur," sagði Einar. Hann sagði einnig að nú væri mikilvægum áfanga náð fyrir Sam- fylkinguna í íslenskum stjórnmálum þar sem fram væri komið sterkt stjórnmálaafl sem væri komið til að vera. Einar sagði að næsta skref Samfylkingarfólks væri að bretta upp ermar og snúa sér að formlegri stofnun stjórnmálaflokks og hefja undirbúning fyrir næstu kosningar. Aðspurður um útkomu Samfylk- ingarinnar á landinu öllu sagðist Einar Már vera sáttur við niður- stöðuna þrátt fyrir að menn hafi vonast til að fá meira fylgi. „Við urðum einnig fyrir því að það er hræðsla í öllum og þess vegna var kannski ráðist að okkur af meiri heift en venjulegt er. Að okkur stóðu spjótin víða og gerðar voru meiri kröfur til okkar en annarra s.s. um útlistanir á stefnu." Einar Már er að taka sæti á Al- þingi í fyrsta sinn sem aðalmaður en hann kom inn á þing sem vara- þingmaður Alþýðubandalagsins á kjörtímabilinu 1991-1995. Hjörieifur Guttormsson s Urslitin marka þáttaskil ¦ „MIN fyrstu við- brögð eru ánægja og þakklæti. Mér finnst framboðið hafa skilað besta árangri sem sanngjarnt var að vænta af okkur í Vinstri hreyfing- unni - Grænu framboði," segir Hjörleifur Guttormsson, sem skip- aði 3. sæti á U-listanum í Reykjavfk þar sem flokkurinn fékk tvo menn kjörna. Hjörleifur lætur því af þing- mennsku eftir að hafa setið á Al- þingi fyrir Alþýðubandalagið á Austurlandi síðan 1978. Hjórleifur segir að það marki á sinn hátt ákveðin þáttaskil að U- listinn hafí náð svo sterkri fótfestu í byrjun og að málefnin sem flokkur- inn standi fyrir skuli fá slíkan hljómgrunn sem raun beri vitni. „Auðvitað hefði ég viljað sjá fleiri úr þessari vösku sveit inni á þingi en það reyndist ekki vera innistæða fyrir því. Persónulega þótti mér I I ¦+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.