Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 D 5 ALÞINGISKOSNINGAR sjá Samfylking- una í heild fá betri útkomu en miðað við útkomu hennar á lands- vísu getum við unað vel við okk- ar hlut hér. Aðal- baráttumál okkar var að ná inn tveimur mönnum og það tókst," segir Jóhann Ársælsson sem skip- aði fyrsta sætið á lista Samfylking- arinnar í Vesturlandskjördæmi. Jóhann er í hópi nýrra þing- manna sem taka sér sæti á Alþingi á næsta löggjafarþingi. Eftir úrslit kosninganna er Jóhann orðinn þriðji þingmaður Vesturlandskjör- dæmis. Hann sat á þingi fyrir Al- þýðubandalagið í sama kjördæmi 1991 til 1995. Hann segir aðspurður að það sem upp úr standi að lokinni kosninga- baráttunni sé það að skapað hafi verið nýtt stjórnmálaafl í íslenskum stjórnmálum og sú hugsun sem fylgt hafi samfylkingarmönnum í gegnum baráttuna hafi lotið að því að hér væri komið upphafið að framtíðarafli í íslenskum stjórnmál- um. „Þótt mönnum hafi ekki gengið eins og þá langaði til tel ég að þetta hafi tekist í aðalatriðum og menn þurfi bara meiri tíma til að slípa þetta saman og gera þetta að sam- stæðri heild. Það verður farið í það og ég heyri að menn eru mjög áhugasamir um að fara að vinna framhaldið strax," segir Jóhann. Um væntanleg þingstörf sín segir Jóhann að hann muni m.a. leggja kraftana í að vinna í þeirri sjávarút- vegsumræðu sem hann telur að muni verða fyrirferðarmikil á næsta þingi. „Síðan hef ég mikinn áhuga á menntamálum úti á landsbyggðinni og mig langar til þess að gera eitt- hvað sem gæti hjálpað til í kringum það og svo eru ýmis atvinnumál sem mig langar líka til að liðka fyrir." Asta Möller Hlakka til að vinna að góðum málum „ÉG HELD að góð útkoma Sjálf- stæðisflokksins almennt sé því að þakka að fólk mat flokkinn af stöðu mála undanfarin tvð kjörtímabil. I kosningabarátt- unni höfum við rætt hvað flokkurinn stendur fyrir og ég heyri að fólk er tilbúið að eigna honum árangurinn," segir Asta Möller nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það er ekki síst aukið fylgi Sjálf- stæðisflokksins meðal kvenna og eldri borgara, sem Ástu þykir at- hyglisvert. „Hjá þessum tveimur hópum er greinilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur unnið á," segir Ásta. „Það er ljóst að flokkurinn þótti að mati kvenna veita trúverð- ugt svar við þeirri gagnrýni að hann veitti konum ekki brautargengi." Asta segist heldur ekki hrædd við að halda því fram að konur kjósi ör- yggi og kunni því að meta þann efnahagsstöðugleika, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafi komið á. „Bæði meðal aldraðra og kvenna náðum við í gegn. Sjálfstæðisflokk- urinn bað um dóm og fékk hann." Um niðurstöðurnar almennt segir Ásta að Samfylkingunni hafi mis- tekist það ætlunarverk að sameina alla vinstrimenn. .Annars vegar er Samfylkingin, sem er eins og stór jafnaðarmannaflokkur, hins vegar vinstri grænir, sem eru eins og Al- þýðubandalagið. Þessir tveir munu áfram berjast um vinstra fylgið." Ástu kemur á óvart að frjálslynd- ir, sem gert hafi út á þröngt r*<P Kjörsókn og atkvæði að baki þingmanna Atkvæðjað í baki hvers " Fjöldi þingmanns kjörskrá Kjörsókn 1999 1995 1991 1987 1983 þingmanna (m.v. kjörskra) Reykjavík 82.372 67.595 81,1% 86,0% 86,1% 89,5% 87,9% 19 4.388,0 Reykjanes 54.700 45.884 82,9% 87,6% 88,5% 89,5% 89,2% 12 4.558,3 Vesturland 9.783 8.642 87,3% 89,0% 89,9% 88,9% 88,3% 5 1.956,6 Vestfirðir 5.699 4.951 85,9% 88,1% 87,9% 89,7% 90,9% 5 1.139,8 Norðurland vestra 6.846 6.078 87,8% 89,5% 89,7% 89,4% 85,9% 5 1.369,2 Norðurland eystra 19.017 16.073 83,5% 87,3% 86,4% 88,1% 85,6% 6 3.169,5 Austfirðir 8.652 7.399 84,5% 87,9% 88,4% 90,3% 89,1%, 5 1.730,4 Suðurland 14.456 12.809 87,6% 90,8% 91,2% 92,1% 89,3% 6 2.409,3 Allt landið/Meðaltal: 201.525 169.431 83,1% 87,3% 87,6% 89,6% 86,6% 63 3.198,8 Lélegasta kjörsókn frá 1942 KJÖRSÓKN í kosningunum var einungis 84,1%, sem er léiegasta kjörsókn á lýðveldist íiiianuni. Fara þarf aft- ur til haustkosninganna árið 1942 til að finna Iélegri kosningaþátttöku. I síðustu alþingiskosningum var kjör- sóknin 87,4%. Kosningaþátttakan var lélegust á höfuðborgarsvæðinu eða 82,1% í Reykjavík og 83,9% á Reykjanesi. A Vesturlandi var kosningaþátttakan 88,3%. Hún var 86,8% á Vestfjörðum, 88,8% á Norðurlandi vestra, 84,5% á Norðurlandi eystra, 85,5% á Austurlandi og 88,6% á Suðurlandi. Kosningaþátttaka í alþingiskosningum var best árið 1956 eða 91,2% og 1967 og 1974 þegar hún var 91,4%. *\m Kjörfylgi Sjálfstæðisflokks í kosningum til Alþingis 1931-1999 1" ^^^t^° Kjörfylgi Framsóknarflokks í kosningum til Alþingis 1931-1999 óánægjufylgi, komu inn manni. Hún segist sjá að það hljóti að vera Framsókn ákveðið áfall að missa tæplega 5 prósenta fylgi. Þingsetan leggst vel í Ástu. „Það var stuttur aðdragandi að því að ég tæki sæti á framboðslistanum, en ég hlakka til að fara að vinna að góðum málum." Guðrún Ögmundsdóttir Samstæður og skemmti- legur hópur „ÚTKOMA Sam- fylkingarinnar gefur ekki tilefni til vonbrigða, því bara það að það tókst á skapa nýtt stjórnmálaafl á stuttum tíma eftir langa meðgöngu og heyja kosn- ingabaráttu er sigur," segir Guðrún Ögmundsdóttir, nýkjörinn þingmað- ur Samfylkingarinnar í Reykjavík. „Það má auðvitað alltaf segja að ár- angurinn hefði getað verið enn betri en margir bíða nú þess sem verður eftir fjögur ár." Ýmsir hafa haft á orði að barátta Samfylkingarinnar hafi verið ómarkviss en því er Guðrún ekki samþykk. „Hins vegar má kannski segja að við höfum haft of mikið undir, ætlað að skýra of margt," segir Guðrún. „Þegar stjórnmálaafl er skapað getur orðið áherslumunur í málflutningnum. Það hefur hins vegar ekki verið neinn eðlismunur." Um úrslitin almennt segir Guð- rún að Samfylkingin hafi ekki náð í gegn með sín mál. „Fólk virðist hafa haldið að það væri að kjósa yfir sig óstöðugleika með því að kjósa okk- ur og því kosið óbreytt ástand. Lærdómur okkar er að við þurfum að vera markvissari og skýrari í málflutningi og kannski með ein- faldari málflutning." Aðspurð hvort tal SamfyMngar- innar um skattahækkanir hefði hugsanlega fælt kjósendur frá og yerið á skjön við raunveruleikann, þar sem erlendir jafnaðarmanna- flokkar væru flestir búnir að leggja slík áform á hilluna, sagði Guðrún að Samfylkingin væri ekki endilega að tala um skattahækkun, heldur skattajöfnuð. „Spurningin er að end- urskipuleggja kerfið á annan hátt." Guðrún segist hlakka mjög til að takast á við þingstörfin. „Það er gríðarlega skemmtilegur og sam- stæður hópur, sem hefur verið kos- inn á þing fyrir Samfylkinguna." Kolbrún Halldórsdóttir Við erum vinningslið „ÞAÐ er engum | blöðum um það að fletta að við er- um vinningslið," sagði Kolbrún Halldórsdóttir nýkjörinn þing- maður Vinstri- hreyfingarinnar - Græns framboðs í Reykjavík, þótt hún segist döpur yf- ir að Kristín Halldórsdóttir skuli ekki hafa náð kjöri. „Markmið okkar var að koma að nýjum sjónarmiðum og flétta saman klassísk vinstrimál og umhverfis- mál," segir Kolbrún. „Á tveimur mánuðum hefur okkur tekist að sannfæra fólk um að þessi tvö mál- efni fari saman. Nú finnst mér að við getum sagt að þessi blanda hafi sigrað. Fólk er tilbúið til að trúa á þessar grundvallaráherslur." Kolbrún segir að í samstarfi við nýtt fólk hafi Steingrímur J. Sigfús- son og aðrir stjórnmálamenn úr Al- þýðubandalaginu gengið í endurnýj- un lífdaga og það hafi skilað sér. „Okkur líður vel saman, með mál- efni okkar og kjósendur og þessi vellíðan skilar sér til kjósenda." Um úrslitin almennt segir Kol- brún að sigur Sjálfstæðisflokksins dyljist ekM. ,Að hluta er fylgi þeirra skiijanlegt eftir allt talið um góðæri og hagvöxt, en hræðslustefna þeirra um hvernig allt fari á verri veg í vinstristjórn er ósanngjörn. En góð- ærið hefur ekki skilað sér til allra og niðurstaðan sýnir það." Að mati Kolbrúnar styrkir sterk staða Sjálfstæðisflokksins nauðsyn þess að flokkur með víðsýni starfi á þingi. „Ég vona að samstarf verði haft að leiðarljósi í þinginu og von- ast til að víðsýni fyrirfinnist í öllum flokkum." Þórunn Sveinbjarnardóttir Fyrirheit um breyt- mgar „EG VERÐ að viðurkenna að það eru nokkur vonbrigði að fá ekki það fylgi sem kannan- ir sýndu undir lokin," segir Þór- unn Sveinbjarn- ardóttir, nýkjör- inn þingmaður Samfylkingarinn- ar í Reykjanes- kjördæmi. „Það er þó mik- ilvægara að gleðjast yfir þeim ár- angri sem við höfum náð. Nú er mikil vinna framundan að tryggja og styrkja Samfylkinguna um allt land. Það er orðin til ný stjórnmála- hreyfmg, sú næststærsta nú og hún ber í sér fyrirheit um meiri breyt- ingar." Þórunn segist ekki hafa haft tíma til að rýna í tölur og geti því ekki sagt neitt um ástæður þess að fylgi, sem Samfylkingin virtist eiga í skoðanakönnunum, skilaði sér ekki í kosningunum. „En ég held að hræðsluáróður stjórnarflokkanna um skattahækkanir og óreiðu í rík- isfjármálunum hafi náð eyrum fólks." Um gagnrýni á ómarkvissa bar- áttu Samfylkingarinnar segir Þór- unn auðvelt að vera vitur eftir á, en vel hafi verið unnið og þó þessum árangri náð. I sínu kjördæmi hafi baráttan gengið vel og úr hafi orðið sterkur og samhentur þingflqkkur þótt það séu vonbrigði að Ágúst Einarsson skyldi ekki komast á þing. „Við lærum af reynslunni," segir Þórunn, „en það er hollast að vera ekki með miklar yfirlýsingar og ekki spá í hvað hefði orðið ef... Ný kosningabarátta hefst á morgun. Við eigum að vinna okkar vinnu vel og dyggilega. Það kemur í okkar hlut að ástunda alvöru stjórnarand- stöðu og það verður þá í fyrsta skipti í langan tíma að það verður stór stjórnarandstöðuflokkur á þingi." Kristján Möller Vonaðist eftir tveimur mönnum inn KRISTJÁN Möller, efsti mað- ur á lista Sam- fylkingarinnar í Norðurlandskjör- dæmi vestra náði kjöri inn á Al- þingi í kosningun- um og kemur inn sem nýr þing- maður. Hann var eini frambjóðand- inn úr Samfylkmgunni sem náði kjöri í kjördæminu, en Samfylking- in vonaðist til að ná inn öðrum manni af listanum í jöfnunarsæti, en tapaði í fyrir Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í baráttunni um sætið. „Ég hafði það á tilfmningunni síð- ustu vikuna, að Sjálfstæðisfiokkur- inn yrði stærstur og þar með dytti annar maður Framsóknarflokks út og það jöfnunarsæti myndi þá fyll- ast annaðhvort frá okkur eða vinstri grænum," segir Kristján. Það sem upp úr stendur í kosn- ingabaráttunni að mati Kristjáns eru heimsóknir Samfylkingarinnar á alla þéttbýlisstaðina á Norður- landi vestra þar sem haldnir voru kosningafundir með nýju sniði með söng, glensi og gamni. „Hinir eldhressu svokölluðu Fíla- penslar, góðir kunningjar mínir frá Siglufirði, fóru um héraðið með okk- ur á kvöldskemmtanir, sem voru rosalega vel sóttar. Ég hugsa að á þessar skemmtanir hafi komið á sjöunda hundrað manns." Kristján mun að eigin sögn leggja mesta áherslu á byggðamál í þing- störfum sínum á komandi þingi og segir að ef ekki eigi að fara mjög illa verði landsbyggðarþingmenn, í hvaða flokki sem þeir standa, að taka höndum saman og snúa vörn í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.