Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 12
12 D ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ i FRÁ kjörstað í Reykjavík. Þrátt fyrir gott veður um allt land var kjörsókn sú minnsta síðan Iýðveldi var stofnað á íslandi. Morgunblaðið/RAX fram að hann myndi rætast,“ sagði Halldór Blöndal, oddviti sjálfstæðis- manna í kjördæminu og 1. þingmað- ur þess, en Guðmundur Bjarnason fráfarandi umhverfísráðherra hafði verið það áður. Halldór benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði aðeins einu sinni fengið betri kosningu í kjördæminu og að það hefði verið árið 1974. „Það að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi fara upp fyrir Framsóknar- flokkinn í kjördæminu er því það sem kemur mér mest á óvart, því ég hafði frá upphafi spáð því að Stein- grímur J. Sigfússon færi yfir 20% í mínu kjördæmi og næði 10% á landsvísu og mér sýnist það hafa gengið eftir,“ sagði Halldór. „Við sjálfstæðismenn stefndum að því að komast til forystu í kjör- dæminu og að Tómas Ingi Olrich yrði kjördæmakjörinn þingmaður og það gekk eftir og við erum mjög ánægðir með það.“ „Það kemur ekki á óvart að staða Steingríms J. er sterk í kjör- dæminu, en ef rýnt er í tölurnar sést að hann heldur í grófum drátt- um sínu gamla alþýðubandalags- fylgi, en ég átti von á því að hann tæki meira frá Samfylkingunni en hann gerði en minna frá Fram- sóknarflokknum. Ég lít á árangur Steingríms sem persónulegan sig- ur fyrir hann. Ég hygg að hinar pólitísku línur, það er krafan um áframhaldandi stöðugleika og bata í okkar þjóðlífi, hafi eflt stöðu Sjálfstæðisflokksins. Áhersla flokksins á eflingu atvinnu- lífs og mannlífs á Eyjafjarðarsvæð- inu styrkti stöðu hans þar. Ég álít að þessi nýja staða hljóti að setja Samfylkinguna í mjög skrítna stöðu á Norðurlandi eystra og kalla á ákveðið uppgjör t.d. í bæj- arstjóminni á Akureyri, þar sem komið er í Ijós að þau viðhorf sem lágu til grundvallar við síðustu bæj- arstjómarkosningar um sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags era ekki lengur fyrir hendi. Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki náð þessum árangri nema vegna þess breiða stuðnings sem við höfð- um og þess góða anda sem ríkti meðal fylgismanna fíokksins." Kjartan Jónsson Erfitt en ekkivon- laust KJARTAN Jóns- son, oddviti Húmanistaflokks- ins, sagði að flokkurinn þyrfti nauðsynlega að fá 2 til 3% í skoð- anakönnunum til þess að verða marktækur möguleiki í aug- um fólks. Hann sagði að skoðana- kannanir, eða „skoðanahannanir" eins og hann orðaði það, ætti að banna einhverja daga fyrir kosning- ar, því þær væra of skoðanamótandi og litlu flokkamir liðu fyrir það. Varðandi kosningarnar sagði Kjartan: „Þetta er nú bara kannski eins og efni stóðu til, við voram fóst undir einu prósenti í skoðanakönn- unum, þannig að það var erfitt að fá fólk til að kjósa okkur. Ég hugsa að margir hafi hugsað sem svo að þeir væra að kasta atkvæði sínu á glæ með því að kjósa okkur og því ákveðið að nýta það betur með því að kjósa einhvern stóru flokkanna. Það skrýtna við þetta allt saman er að það er fullt af fólki sem hvetur okkur til að halda áfram þótt það hafi ekki kosið okkur.“ Aðspurður hvort flokkinn skorti trúverðugleika svaraði Kjartan því til að trúverðugleikinn kæmi um leið og flokkurinn færi að mælast með 2 til 3% í skoðanakönnunum, og það væri sá múr sem hann þyrfti að brjóta til að verða það sem að fólk teldi marktækan möguleika. „Ég sagði í upphafi kosningabar- áttunnar að það þyrfti kraftaverk til þess að við næðum inn manni, og vegna þess að við höfúm ekki peninga og ekki þekkt andlit er þetta erfið barátta en ekki vonlaus og við mun- um bjóða fram í næstu kosningum." Hallgerður Pálsdóttir Vorum aldrei á atkvæða- veiðum ANARKISTAR á Islandi fengu 214 atkvæði í Reykja- vík eða 0,1% og sagðist Hallgerð- ur Pálsdóttir, sem skipaði ann- að sæti á listans, vera mjög sátt við úrslitin. „Við vor- um aldrei á neinum atkvæðaveiðum, við vildum bara fá að koma fram með okkar hugmyndir því okkur finnst þetta lýðræðiskerfi ekki al- veg vera að ganga upp hjá okkur,“ sagði Hallgerður. „Við eram bara mjög ánægð með það að einhverjir kusu okkm- en ekki einhverja aðra. Það er líf eftir kosn- ingar og þetta er gott start fyrir okkur því við ætlum að halda áfram og bjóða fram í næstu kosningum.“ Aðspurð um það hvort það væri ekki ansi róttæk hugmynd að leggja niður fulltrúalýðræðið svaraði Hall- gerður því til að það gerðist á mjög löngum tíma og að kosningarnar nú væru bara byrjunin. „Það er engin barátta vonlaus, allt það sem við höfum í dag hefur verið unnið með baráttu." Hallgerður sagði að starfi anar- kista yrði haldið áfram eftir kosn- ingar og að flokkurinn myndi halda sína fóstu fundi, þar sem hug- myndafræðin yrði skoðuð. Um kosningamar í heild sagði Hallgerður að sér fyndist ekki mik- ið hafa breyst, en henni fannst Vinstrihreyfingin - Grænt framboð koma mjög sterkt út og þá fannst henni ótrúlegt að Frjálslyndi flokk- urinn skyldi hafa náð tveimur mönnum inn. Hún sagði líklegt að niðursveifla í efnahagslífinu á næstu árum yrði þess valdandi að breytingar yrðu í næstu kosning- um. Guðmundur Örn Ragnarsson Þjóðin þarf að kristnast „MÉR líst bara vel á úrslitin," sagði Guðmund- ur Orn Ragnars- son, oddviti Kristilega lýð- ræðisflokksins. „Fyrir fjórum ár- um vorum við með 0,2% en er- um með 0,3% núna, þannig að það er 50% aukning og ég held að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði verið ánægður með slíka aukningu. Urslitin eru ekki mjög góð, en þau eru betri en þau voru áður og við komum til með að halda áfram að bjóða fram, því við getum ekk- ert annað en unnið á.“ Guðmundur sagði að stefna flokksins væri ekki of róttæk, en að fólk ætti eftir að venjast þeirri hugsun að nota ritn- inguna og boðorðin. Hann sagði ástæðuna fyrir því að flokkurinn fékk ekki meira fylgi en 0,3% vera þá að Islendingar væra að af- kristnast, því í auknum mæli væri verið að hunsa gömul kristin siða- gildi. Hann sagðist trúa því að þjóðin myndi kristnast fyrr en seinna. Guðmundur sagði að kristilegu flokkarnir á Norðurlöndum hefðu þurft sinn tíma til að ná því fylgi sem þeir hefðu í dag og að Kristi- legi lýðræðisflokkurinn hefði alveg þolinmæði til þess að bíða. Hann sagði að reynt hefði verið að fá Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, sem hann sagði vera frelsaðan kristinn mann, til íslands fyrir kosningamar en það hefði ekki tekist. Guðmundur sagði að ætlunin hefði verið að halda op- inn fund með Bondevik og að enn væri stefnt að því að fá hann til landsins. Framsókn fær jöfnun- armann í fyrsta skipti FRAMSÓKNARFLOKKUR fékk tvo jöfnunarmenn kjöma í kosningunum, Ólaf Örn Har- aldsson og Hjálmar Amason. Frá því núverandi kjördæma- skipan var komið á árið 1959 hefur flokkurinn aldrei fengið jöfnunarsæti, en þeim er út- hlutað í þeim tilgangi að tryggja jöfnuð milli flokka á landsvísu. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð haft sterka stöðu á landsbyggðinni, sem hefur leitt til þess að hann hefur fengið það marga þingmenn í lands- byggðarkjördæmunum að hann hefur ekki átt rétt á jöfn- unarsætum. I kosningunum 1995 fékk flokkurinn rúm 18.000 atkvæði í Reykjavík og Reykjanesi og fjóra þingmenn, en rúm 20.000 atkvæði í lands- byggðarkjördæmunum og 11 þingmenn. Nú fær flokkurinn um 14.000 atkvæði í Reykjavík og Reykjanesi og fjóra þing- menn, en 16.000 atkvæði í hin- um kjördæmunum og átta þingmenn. í kosningunum 1995 fékk Framsóknarflokkurinn tvo menn kjörna í öllum kjördæm- um nema Vestfjörðum. í þess- um kosningum náði flokkurinn aðeins einum manni á Vestur- landi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, en það varð til þess að hann fékk jöfn- unarsæti í Reykjavík og Reykjanesi. Tap Framsóknarflokksins í Norðurlandi eystra varð til þess að hann tapaði fyrsta þingmanni kjördæmisins, en hann hefur verið framsóknar- maður síðan kjördæmið var stofnað 1959.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.