Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 3 ALÞINGISKOSNINGAR kosningum út á sína popúlistísku framsetningu, segir Steingrímur. Steingrímur kvaðst ekM síst vera ánægður með útkomu Vinstrihreyf- ingarinnar í kjördæmi hans á Norð- urlandi eystra. „Ég held að hún hljóti að teljast sterk og að við séum með mjög góða stöðu upp á framhaldið. Þar er ekki síst að þakka okkar harð- snúna starfsliði," sagði hann. Aðspurður um árangur Samfylk- ingarinnar sagði Steingrímur að sú hugmynd sem þar lá að baM hefði hlotið slakan dóm í þessum kosning- um. „Hvaða skilaboð eru að koma frá kjósendum í landinu? Þau eru afdráttarlaus hvað okkur varðar þar sem nær tíundi hver kjósandi vill svona flokk og áherslur eins og við erum með. Það er hinn lýðræðislegi dómur og eina marktæka niðurstað- an. Það sannar réttmæti þess sem við gerðum, sem tókum höndum saman um að mynda þessa hreyf- ingu, og við getum ekki fengið betri einkunn en þá sem felst í þessari sterku kosningaútkomu. Ég býð hverjum þeim sem ætlar að reyna að halda því fram, í ljósi þessara úr- slita, að við höfum gert rangt eða brugðist á einhvern hátt, að mæta mér á vellinum," sagði Steingrímur. Galopin staða varðandi sljórnarmyndun Aðspurður um rflásstjórnarmynd- un segist Steingrímur telja eðlilegt að formenn ríkistjórnarflokkanna ræðist fyrst við. „Mér finnst staðan í raun galopin og úrslitin gefa öll tilefni til þess að málin séu skoðuð frá ýmsum hliðum vegna þess að í úrslitunum fel- ast ýmis skilaboð eins og sjá má af því að annar stjómarflokkurinn styrkir stöðu sína en hinn tapar verulega. Þar með fær stjórnarþátttaka Fram- sóknarflokksins ákveðinn dóm. Að hinu leytinu er þessi sterka útkoma okkar á vinstri vængnum líka ákveðin skilaboð. I henni endurspeglast með- al annars krafa um breyttar áherslur í velferðarmálum, umhverfismálum og fleiru," sagði hann. Steingrímur sagði að Vinstrihreyf- ingin útilokaði enga möguleika en fyrsta skrefið væri að sjá hvað kæmi út úr viðræðum forystumanna stjórnarflokkanna. Suðurlandi höldum við fylgi þeirra flokka, sem stóðu að SamfyUdng- unni, og bætum við okkur frá því sem var." Mátti ræða sjávarútvegsmál meira Hún sagði að árangur Frjáls- lynda flokksins kæmi einnig á óvart. Skoðanakannanir hefðu ekki sýnt neina sveiflu, ekki einu sinni á Vestfjörðum: „Sjávarút- vegsmálin fengu ekki þá umræðu í kosningabaráttunni, sem þurft hefði. Við lögðum þar fram skýrar tillögur. Frjálslyndi flokkurinn rak sína kosningabaráttu á þessu máli nánast eingöngu og það að þeir fá tvo þingmenn er ótvíræð vísbending um að taka þarf á kvótamálinu." Margrét rakti árangur Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs meðal annars til þess að leiðtogi þess flokks, Steingrímur J. Sigfús- son, hefði mikið fylgi í sínu kjór- dæmi og Samfylkingin hefði þar að auki átt í vissum erfiðleikum sem haft hefðu áhrif. „En ég hefði auðvitað vnjað sjá okkur sem eina heild í þessum kosningum og er enn þeirrar skoð- unar að hægt hefði verið að standa saman hefði vilji verið til staðar hjá þeim. Það eru alla vega ekki mál- efnin, sem skUja að þessa hópa," sagði hún. „En þetta varð því mið- ur ekki og er svipuð þróun og í löndunum í kringum okkur þar sem oft hefur orðið til stjórnmála- afl, sem hefur kallað sig til vinstri við þá, sem eru til vinstri." Margrét kvaðst vilja þakka öll- um þeim, sem hefðu unnið að kosn- ingu Samfylkingarinnar, um leið og hún sendi þeim hamingjuóskir með að á íslandi væri orðið til stórt afl félagshyggjufólks og bætti við: „Þetta er bara byrjunin." Talning atkvæða á kjördag gekk víðast hvar hratt Almenn ánægja með framkvæmd kosninga TALNING atkvæða fór fram með hefðbundnum hætti í Norðurlands- kjördæmi eystra að sögn Olafs B. Arnasonar hæstaréttarlögmanns, formanns yfirkjörstjórnar þar. „I lokin kom upp eitthvað smá- vegis við uppgjörið og það tafði okkur aðeins. Einnig töfðu utan- kjörfundaratkvæðin okkur talsvert mikið, en þau voru á milli 1.800 og 1.900 talsins. Við gátum ekki talið þau fyrr en búið var að fara yfir kjördeildir því ljóst verður að vera hvort maðurinn hafi kosið á kjör- stað. Mér skilst að í Reykjavík hafi verið fundin lausn á að rífa upp öll umslögin með hraði, enda tekur talsverðan tíma að skera upp tæp- lega 2.000 umslög. Við verðum að finna einhverja lausn á þeim fyrir næstu kosningar," segir Olafur. Aldrei gengið betur Hann segir mjög litlar breyting- ar hafa verið gerðar á atkvæða- seðlum, lítið hafi verið um útstrik- anir eða endurröðun. „Það var að- eins smávegis tilfærsla á Ustunum en lítið um útstrikanir, svo lítið að ég held að samtals á listunum hafi það ekki verið meira en á milli 400 og 500 breytingar. Ég held að það hafi aldrei verið svona lítið. Mest var um breytingar á B-listanum, lista Framsóknarflokksins, en mun minna hjá smærri flokkum." Hann segir að yfirkjörstjórn hafi sent út bréf til allra kjördeilda fyrir kosningarnar ásamt leiðbeiningum. Þær virðist hafa skilað sér vel og fyrir vikið hafi aldrei borist jafn lítið af ógildum kjörseðlum. „Þetta gekk eins vel og hægt var og í raun aldrei betur að ég held," segir Ólafur. Ýmsar tæknilegar nýjungar höfðu jákvæð áhrif á talningu at- kvæða í Reykjavíkurkjördæmi að sögn Jóns Steinars Gunnlaugsson- ar hæstaréttarlögmanns, formanns yfirkjörstjórnar. „Við gerðum nokkrar breytingar á starfsháttum við talninguna frá því sem áður hefur verið. I fyrsta lagi vorum við á nýjum stað, í sal í Hagaskóla sem er stærri og rúmbetri en aðstaðan sem vtá höfð- um í Ráðhúsinu í Reykjavík. I öðru lagi tókum við í notkun tvær vélar sem ekki hafa verið í notkun áður, annars vegar talningarvél sem tel- ur seðlana eftir að búið er að flokka þá í bunka, og hins vegar vél sem sker upp umslögin utan um utan- kjörfundaratkvæðin. Þegar um er að ræða 6.000 utankjörstaðarat- kvæði eru handtökin ótrúlega mörg við að opna umslögin og þessi vél flýtti mjög fyrir okkur." Breytt á röngum lista Jón Steinar segir að lítið hafi verið um breytingar á atkvæða- seðlum og ekki meira en verið hef- ur í gegnum tíðina. Þær breytingar sem gerðar hafi verið hafi virst til- viljunarkenndar. „Það er þó alltaf eitthvað um að fólk sé að breyta á öðrum lista en það kýs og um leið gerir það atkvæði sitt ógilt. Menn virðast vilja skeyta skapi sínu á þeim versta af andstæðingunum en það bitnar á þeim sjálfum," segir Jón Steinar. Karl Gauti Hjaltason sýslumað- ur, formaður yfirkjörstjórnar Suð- urlandskjördæmis, segir að talning hafi gengið með ágætum í kjör- dæminu fyrir utan smávægilega hnökra sem urðu á milli klukkan eitt og þrjú á kosninganóttina. „Bókhaldið úr kjördeildum stemmdi ekki alveg við tölurnar, Formenn yfírkjörstjórna í kjördæmunum átta eru að jafnaði ánægðir með hvernig til tókst með framkvæmd Alþingiskosning- anna á laugardag. Fátt hafí valdið töfum, nema ef vera skyldu utankjörfundar- atkvæði. gekk eins og smurt." Hann segir kjósendur hafa gert lítið af því að breyta kjörseðlum og hafí þeir virst fremur sáttir við framboðs- listana í þeirri mynd sem þeir voru boðnir fram. Öðru máli gegndi um auða seðla og ógilda en þeir voru óvenju marg- ir að þessu sinni að sögn Gísla. „Talning atkvæða í Norðurlandskjördæmi vestra gekk vel eftir að öll kjörgögn bárust á talningarstað," segir Þorbjörn Árnason lög- fræðingur, formaður yfirkjörstjórnar. Hann segir að það sem tafið hafi helst hafi verið óvenju mörg utankjör- fundaratkvæði, eða um 950 alls. „Það er mikið verk að fara yfir þessi atkvæði og bera sam- "án við kjörskrár, þannig að við vorum býsna lengi að því að taka þetta saman, „ segir Þorbjörn. Seinustu kjörkass- ar komu um klukkan eitt um nótt- ina á talningarstað þannig að taln- ing hófst ekki af verulegum krafti fyrr en um sama leyti. „Við vorum tilbúnir með fyrstu tölur strax klukkan tíu en þegar upp var stað- ið vorum við næst seinastir að Ijúka talningu. Við vorum með mjög gott starfslið en það hefði verið gott að hafa t.d. vél til að opna umslögin. Síðan kom það í ljós að ég var eini maðurinn með almennilegan hníf á mér og það var ekki vegna þess að ég byggist við að þurfa að opna utankjör- fundaratkvæði. En hann kom að góðu gagni og verður brýndur fyr- ir næstu kosningar." Þorbjörn kveðst telja óvenju lítið um útstrikanir eða breytingar að þessu sinni og þær sem gerðar voru hafi haft hverfandi áhrif. „Maður sá jafnvel seinasta nafnið á listanum strikað út, sem skiptir ekki miklu máli fyrir listann í heild sinni," segir hann. Flutningur gagna boðinn út Talning atkvæða gekk mjög greiðlega fyrir sig í Austurlands- kjördæmi að sögn Lárusar Bjarna- sonar sýslumanns, formanns yfir- kjörstjórnar Austurlandskjördæm- is. „Við hófumst handa um klukkan átta um kvöldið, og tókum þá til við að flokka úr kössum sem við feng- um frá Hornafirði, Fjarðabyggð, Austur-Héraði og Seyðisfirði, og gáfum upp lokatölur klukkan hálf- fjögur. Þetta gekk mjög vel," segir Lárus. Yfirleitt hefur lögreglan séð um að koma kjörkössum á talningar- stað en að þessu sinni var bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða út þannig að við þurftum að telja upp úr kjörskrám. Við þurftum því að telja íbúaskrárnar alveg og merk- ingarnar í þeim frá þó nokkuð mörgum stöðum. Menn vita ekki afhverju þetta gerðist, en í kjör- deildum fer fram mikil nákvæmnis- vinna og þegar um er að ræða 32 kjördeildir eins og var að þessu sinni, er kannski ekki skrýtið að villur læðist með," segir Karl Gauti. „Þessar villur hefðu ekki verið til sérstaks ama ef um litlar kjördeildir hefði verið að ræða, en þarna var um að ræða stórar kjör- deildir, fleiri en eina. Fyrir utan þetta skotgekk talningin." Karl Gauti segir að útstrikanir hafi verið í hóflegum mæli, mestar hafi þær verið rúmlega 5% hjá D- lista Sjálfstæðisflokksins en mun minna hjá öðrum flokkum. Þá hafi aðeins örfáir ráðist í að breyta röð frambjóðenda á listunum, kannski á milli 10 og 15 kjósendur. Óvenju margir seðlar auðir Talning gekk hraðar en oftast áður í Vesturlandskjördæmi að sögn Gísla Kjartanssonar spari- sjóðsstjóra, formanns yfirkjör- stjórnar Vesturlandskjördæmis. „Það gekk vel að safna kössum og eins að telja, og engin vandamál sem komu upp," segir hann. „Lög- reglan sá eins og áður um að safna kjörgögnum og stóð vel að sínu starfi. Kassarnir voru komnir mjög snemma í hús og við vorum búnir að fá þá alla um klukkan hálftvö. Oft hafa kassarnir komið miklú seinna og það hefur tafið okkur, en að þessu sinni vorum við búnir um tveimur klukkustundum fyrr en vanalega. Við gerðum þetta með gamla laginu en allt akstur með gögnin og segir Lárus þá nýbreytni hafa gefið góða raun. Kostnaðurinn hafi numið 150 þús- und krónum, sem teljast verði við- unandi. „Eg tel það hafa heppnast vel og vera ódýrara en verið hefur að mörgu leyti, auk þess sem lögregl- an hafði þá svigrúm til að sinna öðrum störfum sem skiptu kannski meira máh." Hann segir að eitthvað hafi verið um útstrikanir en lítið um að fólk breytti röð á lista. Útstrikanir hafi komið nokkuð jafnt niður á stærri flokkunum og virst vera bundnar við ákveðna einstaklinga, en smærri flokkarnir hafi verið svo að segja án útstrikana. „Það var hins vegar of áberandi að sumt fólk kann ekki að kjósa og gerir vitleysur sem eyðileggja at- kvæðin. Við fengum allar útgáfur, torkennileg merki, x-ið sett á bak- hlið seðilsins, einkennilegar at- hugasemdir og mjög margir settu blindraspjöldin sem höfð eru í kjör- klefanum yfir stafinn og gerðu hring utan um hann. Við tókum síðastnefndu atkvæðin þó gild," segir Lárus. Ymis túlkunaratriði Talning gekk áfallalítið fyrir sig í Vestfjarðakjördæmi að sögn Björns Teitssonar formanns yfir- kjörstjórnar. „Við birtum fyrstu tölur um fimmtán mínútur fyrir ell- efu um kvöldið og þær seinustu um tuttugu mínútur yfir tvö. Við erum yfirleitt með þeim seinustu að birta fyrstu tölur, þar sem við erum í vandræðum með að smala saman gögnum, en þegar þau eru komin í hús erum við fljótir að telja. Það var nokkuð um utankjörfundarat- kvæði en mjög lítið um útstrikanir, kannski einna mest hjá Samfylk- ingunni en samt svo lítið að varla tekur að nefna það," segir Björn. „Um örfá vafaatkvæði þurfti að úr- skurða en það þekkjum við frá fyrri tíð. Kosningalögin eru hins vegar orðin rýmri en áður um margt, þannig að maður túlkar ým- islegt sem viljayfirlýsingu og sumt það sem áður hefði hugsanlega verið ógilt er nú orðið gilt at- kvæði." Sigríður Jósefsdóttir saksóknari, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjaneskjördæmi, segir að taln- ing hafi almennt gengið vel í kjör- dæminu. „Kjörgögnin skiluðu sér nokkuð vel úr flestum kjördeildum, þó svo að nokkurn tíma hafi tekið að fá öll gögn í hús. Eg held að þetta hafi í heildina verið svipað og við mátti búast og verið hefur," segir hún. Talsverður munur var á at- kvæðatölum milli fyrstu og annarr- ar birtingar talna úr kjördæminu, en Sigríður segir enga einhlíta skýringu á að svo hafi verið. „Ég veit ekki til þess að eitthvað hafi verið með sérstökum hætti sem skýri þennan mun. Sennilega hefur einhver bunki verið flokkaður en ótalinn þegar við lásum fyrstu töl- ur en það er hrein tilviljun að þetta blandaðist með svona misjöfnum hætti," segir hún. Yfir 800 kjósendur skiluðu auðu í kjördæminu og segir Sigríður erfitt að túlka þá afstöðu með öðr- um hætti en að viðkomandi treysti sér ekki til að merkja við neinn þeirra flokka sem í framboði voru. Hvort það endurspegli óánægju eða eitthvað annað sé erfiðara um að segja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.