Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 D 7 ALÞINGISKOSNSNGAR Morgunblaðið/Ásdís FORYSTUMENN Samfylkingarinnar fögnuðu fyrstu tölum þó að margir stuðningsmenn þeirra hefðu talið að framboðið hefði átt að gera betur í kosningunum. F.v. sitja alþingis- mennirnir Bryndís Hlöðversdottir, Jóhanna Sigurðardóttir og Margrét Frímannsdóttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÁRNI Björn Guðjónsson, frambjóðandi Kristilega lýðræðisflokksins, var beðinn að koma í viðtal við Stöð 2 á kosningavðku Anarkista. Árni Björn kaus að bíða í bflnum eftir að röðin kæmi að sér frekar en að heilsa upp á Anarkista. Morgunblaðið/Þorkell FRAMSÓKNARMENN voru allt annað en ánægðir með úrslitin. Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fylgdist með tölunum í hópi stuðningsmanna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson MIKIL gleði ríkti í herbúðum Vinstrihreyfingarinnar yfir tölunum. Þegar myndin var tekin voru Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og aðrir stuðningsmenn hans hættir að fagna og farn- ir að skoða tölurnar betur. mikils um vert að fulltrúi úr okkar framboði á Austurlandi skyldi ná kjöri," segir Hjörleifur. Hann sagði að niðurstaðan í Reykjavíkurkjördæmi væri góð og fyllilega í meðaltali fylgis U-listans. „Ég er að hætta á þingi sam- kvæmt minni áætlun. Ég gerði mér engar vonir um þingsæti með því að taka þriðja sætið í Reykjavík og það var heldur ekki ásetningur minn þótt ég hefði að sjálfsögðu tekið kjöri hefði svo ólíklega viljað til. Ég kveð Alþingi mjög sáttur. Eg met það svo að þetta hafi verið rétt skref hjá mér og ég hafi skilað mínu inn á þingið. Ég er prýðilega sáttur og er að byrja nýtt líf frá þessum degi," segir Hjörleifur. Magnús Stefánsson Fengum sama fylgi og 1991 „ÞETTA var heldur betri út- koma á Vestur- landi heldur en kannanir og spár gerðu ráð fyrir. Við unnum mik- inn sigur 1995 og niðurstaðan núna er sú að við erum að fá sama fylgi og við fengum í kosningunum þar á undan, árið 1991," segir Magnús Stefánsson, sem skipaði annað sæti á lista Framsóknarflokksins á Vest- urlandi þar sem flokkurinn fékk einn mann kjörinn. Magnús fellur því út af þingi eftir setu þar í eitt kjörtímabil. Veruleg spenna ríkti um jöfnunarsætin VERULEG spenna ríkti allt til loka talningar á kosninganótt um hvernig jöfnunarsætum yrði raðað niður. Við lokatalningu í báðum Norðurlandskjördæmun- um tapaði Framsóknarflokkur- inn kjördæmakjörnum mönn- um, Daníel Árnasyni og Árna Gunnarssyni, en fékk í staðinn tvo uppbótarmenn í Reykjavík og Reykjanesi, þá Ólaf Örn Haraldsson og Hjálmar Árna- son. Við þetta fékk Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð jöfnun- arsætin í Norðurlandskjördæm- uiiuni og þá Jón Bjarnason og Árna Steinar Jóhannsson inn á þing. Við það féllu út sam- flokksmenn þeirra, Halldór Brynjúlfsson á Vesturlandi og Kristín Halldórsddttir á Reykja- nesi, sem virtust lengi nætur ætla að tryggja sér þingsæti. Þetta leiddi til þess að Gísli S. Einarsson endurheimti þingsæti sitt fyrir Samfylkinguna á Vest- urlandi, sem virtist um tíma tap- að, en Mörður Árnason flokks- bróðir hans féll út í Reykjavík. Þá stóð um tfma glöggt hvort jöfnunarsætið á Austurlandi kæmi í hlut Þuríðar Backman, sem hreppti það á endanum, eða Alberts Eymundssonar Sjálf- stæðisflokki. Fimmtánnýir þingmenn Nýir þingmenn á næsta þingi eru Guðrún Ogmundsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Sverrir Hermannsson og Ásta Möller í Reykjavík. Gunnar I. Birgisson, Þorgerður Gunnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir á Reykjanesi. Jóhann Ársælsson á Vesturlandi. Guðjón A. Krist- jánsson á Vestfjörðum. Kristján Möller og Jón Bjarnason á Norðurlandi vestra. Árni Stein- ar Jóhannsson á Norðurlandi eystra. Einar Már Sigurðarson og Þuríður Backman á Austur- landi og Drífa Hjartardóttir á Suðurlandi. Einnig voru Katrín Fjeldsted í Reykjavík og Sigríð- ur Jóhannesdóttir á Reykjanesi kjörnar á þing en þær voru varamenn á Alþingi á síðasta kjörtímabili, en tóku sæti þar þegar Ólafur Ragnar Grímsson og Friðrik Sophusson sögðu af sér þingmennsku. Þeir þingmenn sem féllu af þingi en sóttust eftir endur- kjöri, voru Magnús Stefánsson á Vesturlandi, Kristín Halldórs- dóttir og Agúst Einarsson á Reykjanesi, og Guðný Guð- björnsdóttir og Hjörleifur Guttormsson í Reykjavík. „Ég hafði búið mig undir að svona gæti farið og þess vegna eru úrslitin í sjálfu sér ekki sérstakt áfall. Hvað varðar Framsóknar- flokki þá eru úrslitin talsverð tíðindi í báðum kjördæmunum á Norður- landi. Þar hefur Framsóknarflokk- urinn verið mjög sterkur alla tíð og tapar forystu í þeim báðum. Eins virðist mér eins og vinstri grænir séu að taka frá okkur á Norðurlandi yestra og eystra og á Vesturlandi. Ég er að sjálfsógðu ekki sáttur við að flokkurinn missi svo mikið fylgi því við höfum unnið vel á kjörtíma- bilinu og teljum okkur hafa náð miklum árangri í stjórnarsamstarf- inu," segir Magnús. Magnús segist kveðja Alþingi með söknuði og kveðst gjarnan hafa vilj- að fá tækifæri til að halda áfram störfum sínum þar. Þetta hafi verið mikill reynslutími og þykir honum miður að geta ekki notað þá þekk- ingu sem hann hafi byggt upp í fjög- urár. Ágúst Einarsson Vonbrigði fyrir for- ystumennina „VIÐ náðum ekki því sem við ætl- uðum okkur sem var 30% fylgi. Þetta á samt ekki að breyta því að við ættum að stofna stjórn- málaflokk strax í haust. Ég lít svo á að lýðræðisleg niðurstaða kosninganna sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn muni vera í forystu og eigi að mynda næstu rík- isstjórn," segir Ágúst Einarsson, sem skipaði ð. sæti á lista Samfylk- ingarinnar á Reykjanesi sem fékk fjóra menn kjörna þar. Ágúst segir að Davíð Oddsson og Steingrímur Sigfússon séu sigur- vegarar kosninganna. „Þetta er stærsti sigur Sjálfstæðisflokksins í 25 ár og mér finnst langlíklegast að hann myndi stjórn með Framsókn- arflokknum. Arangur Steingríms segir okkur í Samfylkingunni það að hafa verður náið samstarf á vinstrivæng stjórnmálanna á næsta kjörtímabili, ekki síst ef flokkarmr verða báðir í stjórnarandstöðu." Agúst segir það sína skoðun að meira hafi verið í spilunum fyrir Samfylkinguna en niðurstaðan hafi verið. „Menn náðu ekki að vinna úr þeim möguleikum sem voru fyrir hendi þegar kosningabaráttan hófst. Þessi árangur er ekki nógu góður og það hefði vafalítið verið hægt að vinna betur úr þessu. Hljómgrunnurinn var þannig í upp- hafi kosningabaráttunnar að það var raunhæft markmið að fá jafnvel nokkuð yfir 30% fylgi. Það á sínar skýringar, m.a. þær að haga hefði mátt kosningabaráttunni öðruvísi. Þetta hljóta að vera vonbrigði fyrir forystumenn Samfylldngarinnar, Margréti Frímannsdóttur og Sig- hvat Björgvinsson," segir Ágúst. Guðný Guðbjörnsdóttir Sá lengi í hvað stefndi „EG hef unnið að tilurð Samfylking- arinnar í tvö ár og setið í stýrihópi Sjá bls. 10 ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.